Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Selfoss
1
2
Leiknir R.
0-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson '13
Svavar Berg Jóhannsson '70
Hrvoje Tokic '78 1-1
1-2 Sólon Breki Leifsson '90
30.08.2018  -  18:00
JÁVERK-völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Ég er enginn veðurfræðingur en hér er stinningskaldi og blautt
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Sólon Breki Leifsson
Byrjunarlið:
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson ('82)
Stefán Logi Magnússon
2. Guðmundur Axel Hilmarsson
3. Gylfi Dagur Leifsson ('57)
6. Aron Ýmir Pétursson
7. Svavar Berg Jóhannsson
8. Ivan Martinez Gutierrez ('75)
9. Hrvoje Tokic
18. Arnar Logi Sveinsson
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson (f)

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
3. Þormar Elvarsson
4. Jökull Hermannsson
9. Gilles Ondo ('82)
12. Magnús Ingi Einarsson
20. Bjarki Leósson ('57)
22. Kristófer Páll Viðarsson ('75)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Jóhann Árnason
Baldur Rúnarsson
Njörður Steinarsson

Gul spjöld:
Aron Ýmir Pétursson ('49)

Rauð spjöld:
Svavar Berg Jóhannsson ('70)
Leik lokið!
LEIK LOKIÐ! Þvílíkur sigur fyrir Leiknismenn! Þeir eru að kveðja fallbaráttuna fullyrði ég en Selfyssingar eru í bráðri lífshættu.
Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín MARK!
Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
SÓLON BREKI!!!!

Þvílíkar senur!!!! Sólon Breki snýr hrikalega vel á Guðmnund Axel og rennir boltanum af ótrúlegri snyrtimennsku í framhjá Stefáni Loga.

Thierry Henry hefði orðið stoltur af þessari afgreiðslu.
83. mín
Kristófer Páll næstum búinn að skora hérna beint úr horni. Bombaði honum upp í vindinn og boltinn skrúfaðist næstum inn í fjær.
82. mín
Inn:Gilles Ondo (Selfoss) Út:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Gilles Mbang Ondo er mættur aftur úr banni.
82. mín
Ég held sveimér þá að það sé að bæta í vindinn hérna. Selfoss með horn.
78. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Selfoss)
Stoðsending: Ingi Rafn Ingibergsson
TOKIC! Jafnar!

Kristófer Páll átti geggjaðan sprett upp vinstri kantinn og vann hornspyrnu. Ingi Rafn tók hana og mér sýndist boltinn skoppa í gegnum allan teiginn og þar var Tokic einn og óvaldaður og hann skoraði með bringunni.
77. mín
Inn:Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Aron Fuego kemur hérna inna fyrir Vuk Oskar sem hafði hægt um sig í dag.
75. mín
Inn:Kristófer Páll Viðarsson (Selfoss) Út:Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
Kristófer Páll kemur inn fyrir Pachu.
74. mín
Guðmundur Axel með þessa líka ágætu tilraun eftir sendingu frá Inga Rafni en Eyjó í markinu með allt á hreinu.
72. mín Gult spjald: Ernir Bjarnason (Leiknir R.)
Ég hefði átt að hrósa Aðalbirni aðeins meira. Hann gefur Erni gult þegar hann tekur einungis boltann.
70. mín Rautt spjald: Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss)
Svavar fær sitt seinna gula hér. Hrikalega dýrt! Slæm tækling úti á miðjum velli. Alveg rétt hjá Aðalbirni dómara.
65. mín
Dean Martin getur ekki verið ánægður með gang mála hérna. Selfyssingar ekki náð að byggja upp eina góða sókn seinni hálfleik.
62. mín
Vá! Leiknismenn nálægt því að bæta við hérna. Einföld sending í gegnum vörn Selfoss. Ólafur Hrannar fer framhjá Stefáni Loga en nær ekki að skjóta strax en þegar skotið kemur fer boltinn yfir.
59. mín
Þetta var ótrúlegt! Selfoss með aukaspyrnu langt utan af velli Eyjó í markinu einn að fara grípa hann en hann missir hann aftur fyrir sig en Leiknismenn bjarga á línu og Eyjólfur fær hann aftur í hendurnar.
57. mín
Inn:Bjarki Leósson (Selfoss) Út:Gylfi Dagur Leifsson (Selfoss)
Selfoss gerir breytingu.
49. mín Gult spjald: Aron Ýmir Pétursson (Selfoss)
Stoppaði skyndisókn Leiknismanna.
48. mín
Hérna eru galnar aðstæður til knattspyrnu. Mikið rok og mikil rigning.
46. mín
Við erum komin af stað hérna. Engar breytingar.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Leiknismenn leiða hér á Selfossi. Þeir spila þó á móti fremur miklum vindi í seinni hálfleik.

Kaffi. Ég ætla að fá mér sjóðandi brennandi heitt kaffi.
45. mín
Inn:Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.) Út:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.)
Leiknir þarf að gera skiptingu hér. Kristján Páll kemur inn fyrir Ósvald. Ernir Freyr færir sig yfir í hægri bakvörðinn og Ósvald kemur inn í þann vinstri.
45. mín
Ég verð að hrósa Sævari Atla og Erni Bjarnasyni sem spila á miðjunni hjá Leikni í dag. Þeir hafa verið frábærir á boltann.
42. mín
Selfyssingar hafa náð nokkrum ágætis fyrirgjöfum hérna en þær enda allar á sama manni. Miroslav Pushkarov hefur verið alger klettur í Leiknisvörninni í allan dag.
38. mín
Leiknismenn eru hættulegir í næstum hvert einasta skipti sem þeir fara í sókn. Sólon Breki að gera mönnum lífið leitt.
35. mín
Það er lítið að gerast hérna þessa stundina. Leiknir sáttir við gang mála en Selfyssingum gengur nokkuð illa að búa til alvöru sóknir í þessu veðri.
25. mín
Ágætisfæri hjá Tokic eftir langt innkast hjá Selfoss. Boltinn skoppaði 2-3 í gegnum allan teiginn en Tokic nær ekki að hitta boltann sem var reyndar nokkuð hár.
20. mín
Leiknir fær hér enn eitt hornið. Vindurinn er að leika svakalega stórt hlutverk hérna.
15. mín
Selfoss svarar strax af krafti. Fá horn og sóknin endaði með því að Ingi Rafn á ágætis skot úr þröngri stöðu en Eyjó í markinu með allt á hreinu.
13. mín MARK!
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.)
Eftir hornið hjá Leikni berst boltinn á Ólaf Hrannar sem að er aleinn í miðjum teignum. Hann hefur tíma til þess að taka boltann niður og hann gerði engin mistök og hamraði honum heim!
11. mín
Leiknir með flotta sókn. Héldu boltanum vel og enduðu á að lyfta honum nett inná Ólaf Hrannar inná miðjum teignum sem að skallaði boltann út á Sólon Breka en Guðmundur Axel komst fyrir bylmingsskot hans.
8. mín
Leiknir að setja smá pressu hér á Selfyssinga, tvö horn í röð og meira til.
3. mín Gult spjald: Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
Árni Elvar fær hér gult fyrir mjög svo groddaralega tæklingu á Arnar Loga sem virtist sárþjáður en hann er staðinn upp. Þetta var appelsínugult segja menn.
2. mín
Eins og áður sagði þá er hér talsverður vindur á annað markið. Leiknir spilar undan vindi í fyrri hálfleik.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Leiknir hefur leikinn og sækir í átt að hinni goðsagnakenndu Tíbrá. Selfoss sækir í áttinn að Stóra-hól.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl og hérna hefur viðrað betur. Talsverður vindur og smá væta.
Fyrir leik
Jæja vegna smá tæknilegra örðuleika voru ekki fleiri molar fyrir leik en við erum komnir í samband og við látum þetta ekki á okkur fá. Áfram gakk!
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Frítt er á leikinn í boði Kaffi Krús en Tómas Þóroddson sem er vert þar er gjafmildari en meðalmaðurinn. Hann er ekki hættur þar, heldur grillar hann fríar pulsur ofan í mannskapinn hér í kvöld. Höfðingi heim að sækja. Allir að mæta!
Fyrir leik
Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli þar sem Selfoss komst yfir með marki frá Gilles Mbang Ondo en Sólon Breki jafnaði fyrir heimamenn. Þess má geta að Ondo mætir til baka úr fjögurra leikja banni.
Fyrir leik
Þið hafið sennilega heyrt um svokallaða sex stiga leiki. Þetta er einmitt einn af þeim, því hérna er svakalega mikið undir. Fyrir leikinn er Selfoss í fallsæti með 15 stig en í 7. sæti situr Leiknir Reykjavík og getur Selfoss skotist upp fyrir Leikni með sigri hér í kvöld. Leiknir gæti mögulega kvatt falldrauginn þetta árið með sigri.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur .net um heim allan. Hér mun fara fram textalýsing fyrir leik Selfoss og Leiknis sem fer fram á JÁVERK-vellinum núna klukkan 18:00. Leikurinn er liður í 19. umferð og hér er sannarlega mikið undir.
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Sólon Breki Leifsson
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
6. Ernir Bjarnason
8. Árni Elvar Árnason
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson
10. Sævar Atli Magnússon (f)
15. Kristján Páll Jónsson (f) ('45)
19. Ernir Freyr Guðnason
27. Miroslav Pushkarov
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('77)

Varamenn:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
3. Ósvald Jarl Traustason ('45)
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson
11. Ryota Nakamura
17. Aron Fuego Daníelsson ('77)
20. Óttar Húni Magnússon
80. Tómas Óli Garðarsson

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósepsson (Þ)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Gísli Þór Einarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Gunnlaugur Jónasson
Ásbjörn Freyr Jónsson

Gul spjöld:
Árni Elvar Árnason ('3)
Ernir Bjarnason ('72)

Rauð spjöld: