Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
ÍR
2
3
Fram
0-1 Fred Saraiva '6
Ágúst Freyr Hallsson '24
Jón Gísli Ström '45 , víti 1-1
1-2 Már Ægisson '49
Andri Jónasson '71 2-2
2-3 Jökull Steinn Ólafsson '90
30.08.2018  -  18:00
Hertz völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Skítaveður satt að segja en völlurinn lítur þokkalega út
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Már Ægisson
Byrjunarlið:
Halldór Arnarsson
Helgi Freyr Þorsteinsson
Styrmir Erlendsson
4. Már Viðarsson (f)
7. Jón Gísli Ström ('78)
9. Björgvin Stefán Pétursson ('45)
9. Ágúst Freyr Hallsson
13. Andri Jónasson
16. Axel Sigurðarson
22. Axel Kári Vignisson
24. Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Varamenn:
1. Steinar Örn Gunnarsson (m)
6. Ívan Óli Santos
7. Jónatan Hróbjartsson
8. Aleksandar Alexander Kostic
10. Viktor Örn Guðmundsson
11. Guðfinnur Þórir Ómarsson
15. Teitur Pétursson ('78)
19. Brynjar Óli Bjarnason ('45)

Liðsstjórn:
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Brynjar Þór Gestsson (Þ)
Eyjólfur Þórður Þórðarson

Gul spjöld:
Styrmir Erlendsson ('59)
Már Viðarsson ('69)

Rauð spjöld:
Ágúst Freyr Hallsson ('24)
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sigri Fram í frekar skrýtnum leik.
90. mín MARK!
Jökull Steinn Ólafsson (Fram)
Eftir hornspyrnu skoppar boltinn manna á milli í teignum og mér sýnist það vera varamaðurinn Jökull Steinn sem kemur boltanum yfir línuna að lokum.

Gríðarlega sárt fyrir heimamenn.
89. mín
Heimamenn með hornspyrnu en Atli hirðir þennan bolta örugglega.
84. mín Gult spjald: Helgi Guðjónsson (Fram)
peysutog
81. mín
Mikil barátta í leiknum núna. Liðin gefa fá færi á sér og baráttan í fyrirrúmi.
78. mín
Inn:Teitur Pétursson (ÍR) Út:Jón Gísli Ström (ÍR)
Varnarsinnuð skipting hjá Brynjari.
76. mín
Inn:Jökull Steinn Ólafsson (Fram) Út:Heiðar Geir Júlíusson (Fram)
73. mín
Var að fá þær fréttir að Björgvin Stefán sem fór af velli í hálfleik hafi fengið höfuðhögg og hafi þurft að leita á slysadeild eftir það.
71. mín MARK!
Andri Jónasson (ÍR)
Rís hæst í teignum eftir aukaspyrnu og skallar boltann fram hjá Atla í marki Fram. Manni færri að koma tvisvar til baka,
69. mín Gult spjald: Már Viðarsson (ÍR)
Gult fyrir brot.
65. mín
Alex Freyr með góðann sprett upp hægri vænginn sem endar með skoti sem Helgi á ekki í vandræðum með.
63. mín
Már Ægisson aftur með skot af lööööngu færi en boltinn smellur í slánni. Hefði orðið svo fallegt mark.
62. mín
Alex Freyr tæklar Jón Gísla hraustlega en fer verr út úr því er Jón Gísli slasar hann á þriðja fætinum í fallinu. Hann stendur þó fljótt upp en þetta hefur ekki verið gott.
59. mín Gult spjald: Styrmir Erlendsson (ÍR)
Brýtur á Heiðari út á hægri væng.
57. mín
Axel S fer niður í teignum og ÍR af veikum mætti biðja um víti. Sigurður segir honum bara að standa upp.
55. mín
Már Viðarsson nær skallanum eftir hornið en hátt yfir.
54. mín
ÍR fær horn.
53. mín
Már aftur að ógna hægra meginn í teignum en ÍR kemur boltanum í horn.
51. mín
Már að reyna sig aftur með skoti af löngu færi en yfir.
49. mín MARK!
Már Ægisson (Fram)
Hörmuleg mistök hjá Helga í marki ÍR sendir boltann beint á Má sem 1 á 1 gerir enginn mistök og klárar færið af yfirvegun.
48. mín
Skiptingar voru gerðar í hálfleik og reyni ég að færa inn þær upplýsingar eftir bestu getu. Útsýni er skert en við gerum okkar besta. Helgi Guðjónsson er allavega kominn inná í liði gestanna.
46. mín
Leikur hafinn
Farið af stað á ný. Heimamenn leika gegn golunni hér í síðari hálfleik.
45. mín
Inn:Brynjar Óli Bjarnason (ÍR) Út:Björgvin Stefán Pétursson (ÍR)
45. mín
Hálfleikur
Liðin að ganga aftur til vallar og allt að verða klárt. Heimildir herma að Ágúst Freyr hafi slegið til Frammara og hafi verðskuldað rautt spjald en við spyrjum út í það að leik loknum.
45. mín
Hálfleikur
Ná ekki einu sinni að taka miðju eftir markið. Hálfleikur.

ÍR manni færri en hafa verið að vinna sig inn í leikinn er liðið hefur á hálfleikinn og uppskera mark.
45. mín Mark úr víti!
Jón Gísli Ström (ÍR)
Skorar af öryggi
45. mín Gult spjald: Mihajlo Jakimoski (Fram)
Sé ekki hvern hann tekur niður í teignum en vítaspyrna og gult niðurstaðan.
45. mín
ÍR FÆR VÍTI!!!!!!
45. mín
Það verður að segjast eins og er að leikurinn er steindauður eins og er.
40. mín
Heimamenn með fast skot með jörðinni úr aukaspyrnu. Sökum fjarlægðar sá ég ekki hver.

Fram í færi hinu meginn. Helgi Freyr í bullinu í skógarferð í einskinsmannslandi en Frammarar ná ekki að gera sér mat úr því.
39. mín
Veðrið er ekki að hjálpa leikmönnum. Töluverður vindur og erfitt að hemja boltann á blautum vellinum. Gestirnir sáttir með stöðu mála og leyfa heimamönnum að koma ofar á völlinn og freista þess að sækja hratt.
35. mín
Mjög rólegt yfir þessu eins og er. En heimamenn manni færri eru að reyna.
30. mín
Már Ægisson með flottan sprett á vinstri vængnum og fíflar vörn heimamanna upp úr skónum en ekki verður neitt úr því.
24. mín Rautt spjald: Ágúst Freyr Hallsson (ÍR)
Ágúst fær hér beint rautt spjald. skömmu áður hafði verið brotið á honum en ekkert dæmt. Orðið hér er að hann hafi slegið eða sparkað til Framara.
14. mín
Kristófer Reyes gerir hér heiðarlega tilraun til að klæða Björgvin Stefán úr treyjunni. Sleppur við spjaldið.
13. mín
Már Viðarsson með rosalegt skot af löngu færi sem smellur í þverslánni. ÍR nær frákastinu en ná ekki að gera sér mat úr því og boltinn afturfyrir.
10. mín
Styrmir Erlendsson reynir skot af 20 metrum fyrir ÍR en hátt yfir fer boltinn.
6. mín MARK!
Fred Saraiva (Fram)
Gestirnir eru komnir yfir hér í Breiðholtinu. Fred kemst inn í teiginn vinstra meginn og á að manni finnst laflaust skot í fjærhornið en fram hjá Helga fer boltinn og forystan er Fram.
2. mín
Fyrsta færi leiksins er heimamanna. Björgvin fær boltann rétt við vítateigslínu eftir fyrirgjöf og reynir skotið í fyrsta en framhjá fer boltinn.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það eru gestirnir sem byrja hér í dag og sækja í átt að félagsheimilinu.
Fyrir leik
Búinn að koma mÍér fyrir inn í húsi og bíð þess hér að leikar hefjist. Tel svona sirka 4 í stúkunni og á ekki von á að þeim fjölgi neitt sérstaklega mikið.
Fyrir leik
Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 2-1 sigri ÍR þar sem Guðfinnur Ómarsson og Jón Gísli Ström skoruðu fyrir breiðhyltinga eftir að áðurnefndur Guðmundur Magnússon kom Fram yfir snemma leiks.
Fyrir leik
Ef einhver leikmaður liðanna er með lágan stuðul á að skora í kvöld þá er það Guðmundur Magnússon fyrirliði gestanna. 16 sinnum hefur hann þanið netmöskvanna í sumar sem verður að teljast afar gott. Aðeins Þróttarinn Viktor Jónsson hefur skorað meira eða 18 kvikindi.
Fyrir leik
Gestirnir í Fram eru tölfræðilega ekki sloppnir en sigur í kvöld gerir fall að afskaplega fjarlægum möguleika fyrir þá.
Fyrir leik
Leikurinn í kvöld er liður í 19.umferð. Heimamenn í ÍR þurfa á sigri að halda en þeir eru í bullandi fallbaráttu og gætu með óhagsstæðum úrslitum setið í fallsæti þegar leikjum kvöldsins er lokið.
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir og verið velkominn í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik ÍR og Fram í Inkasso deildinni.
Byrjunarlið:
1. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
3. Heiðar Geir Júlíusson ('76)
7. Guðmundur Magnússon (f)
9. Mihajlo Jakimoski
10. Orri Gunnarsson
10. Fred Saraiva
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
17. Kristófer Jacobson Reyes
23. Már Ægisson
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Rafal Stefán Daníelsson (m)
9. Helgi Guðjónsson
11. Jökull Steinn Ólafsson ('76)
11. Magnús Þórðarson
13. Alex Bergmann Arnarsson
19. Óli Anton Bieltvedt

Liðsstjórn:
Pedro Hipólito (Þ)
Daði Guðmundsson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Bjarki Hrafn Friðriksson
Adam Snær Jóhannesson

Gul spjöld:
Mihajlo Jakimoski ('45)
Helgi Guðjónsson ('84)

Rauð spjöld: