Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Fjölnir
1
3
Stjarnan
0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson '17
Þórir Guðjónsson '25 1-1
1-2 Guðjón Baldvinsson '65
1-3 Ævar Ingi Jóhannesson '88
02.09.2018  -  14:00
Extra völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Skýjað og völlurinn smá blautur.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 603
Maður leiksins: Daníel Laxdal
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
2. Mario Tadejevic
3. Bergsveinn Ólafsson (f) ('78)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson
10. Ægir Jarl Jónasson
11. Almarr Ormarsson
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
6. Atli Fannar Hauksson
10. Viktor Andri Hafþórsson
13. Anton Freyr Ársælsson
20. Valmir Berisha ('78)
23. Valgeir Lunddal Friðriksson
31. Jóhann Árni Gunnarsson

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Birnir Snær Ingason ('40)
Þórir Guðjónsson ('63)
Ægir Jarl Jónasson ('67)
Bergsveinn Ólafsson ('69)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er leiknum lokið með 3-1 sigri Stjörnunnar! Þeir skella sér toppinn með þessum sigri eins og er þar sem að Valur er að tapa fyrir norðan. Fjölnismenn eru hinsvegar fimm stigum frá öruggu sæti þegar að þrjár umferðir eru eftir.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
90. mín
Guðjón Baldvinsson með fína aukaspyrnu sem að Þórður nær að blaka í horn.
90. mín
Fjölnismenn reyna hvað þeir geta að sækja en ná varla að komast fram yfir miðju. Þetta virðist vera komið hjá Stjörnumönnum.
88. mín MARK!
Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan)
ÆVAR INGI AÐ GANGA FRÁ LEIKNUM!!!!

Stígur þarna inní sendingu og geysist upp völlinn. Fer auðveldlega framhjá Torfa og klobbar svo Þórð! Frábært fyrir Ævar að skora en hann hefur verið mikið meiddur í sumar.
82. mín
Inn:Óttar Bjarni Guðmundsson (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
78. mín
Inn:Valmir Berisha (Fjölnir) Út:Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
Þá er bætt við í sóknarleikinn.
78. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan) Út:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
75. mín
Stjarnan skorar sprellimark sem að er dæmt af. Eftir fullt af fáránlegum tilraunum frá Gaua Bald nær Baldur að koma boltanum yfir línuna. Stjarnan fær að fagna markinu en eftir að Ívar Orri er búinn að ráðfæra sér við línuvörðinn komast þeir að þeirri niðurstöðu að dæma markið af.
71. mín
Almarr Ormarsson reynir hér skot rétt fyrir utan teig en það fer yfir markið.
69. mín Gult spjald: Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
Úff þetta var ein vond tækling. Kemur alltof seint inní Jósef sem að liggur eftir.
67. mín Gult spjald: Ægir Jarl Jónasson (Fjölnir)
Kemur aðeins of seint inní skallabaráttu við Brynjar Gauta. Fullharður dómur að mínu mati.
67. mín
Þá ætti allt það helsta að vera komið inn! Biðjumst velvirðingar á þessu.
65. mín MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
STJÖRNUMENN KOMAST YFIR!!!!

Eftir aukaspyrnu hrekkur boltinn á Gaua sem að klárar mjög vel. Stjarnan búnir að vera líklegri í seinni.
64. mín
Jæja þá er síðan komin aftur í gang! Set inn það helsta.
63. mín Gult spjald: Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
50. mín Gult spjald: Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
50. mín
Inn:Baldur Sigurðsson (Stjarnan) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
45. mín
Hálfleikur
45. mín
Mario er kominn inn aftur. Einni mínútu bætt við.
45. mín
Nú liggur Mario Tadejevic eftir á vellinum. Sá ekki alveg hvað gerðist hann virkar sárþjáður.
40. mín Gult spjald: Birnir Snær Ingason (Fjölnir)
Ekki spurning þarna. Neglir alltof seint í Þórarinn Inga. Virkar hálf pirraður hann Birnir.
37. mín
Ægir Jarl pressar hér vel á Brynjar Gauta en endar svo á að rífa hann niður. Heppinn að fá ekki gult spjald þarna að mínu mati.
36. mín
Þórarinn Ingi tekur aukaspyrnuna en hún er vonlaus.
34. mín
Mario Tadejevic fær hér boltann í hendina rétt fyrir utan teig. Ívar Orri lætur leikinn halda áfram áður en að línuvörðurinn flaggar. Vel dæmt hjá línuverðinum þarna.
33. mín
Guðmundur Steinn nálægt því að komast hérna í gegn en Torfi gerir vel og kemst fyrir hann sem að endar með því að Gummi brýtur á honum.
31. mín
Almarr Ormarsson fær hér boltann inní teig Stjörnumanna og nær skoti. Danni Lax er hins vegar vel á verði og hendir sér fyrir boltann.
29. mín
Birnir Snær reynir hér að klippa boltann eftir klafs í teignum. Hann hittir hann hins vegar alls eki vel og boltinn fer langt framhjá.
28. mín
Mario Tadejevic reynir hér skot fyrir utan teig en það fer langt framhjá markinu.
25. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Stoðsending: Ægir Jarl Jónasson
FJÖLNISMENN BÚNIR AÐ JAFNA!!!

Hans Viktor með frábæra stungusendingu inná Ægi Jarl sem að rennur boltanum fyrir á Þóri sem að setur tánna í boltann. Þetta var gott spil hjá heimamönnum.
22. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
21. mín
Víkingur er komið yfir í Eyjum en það eru gríðarlega vondar fréttir fyrir Fjölnismenn. Haldist staðan óbreytt verða Fjölnismenn sjö stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eru eftir.
19. mín
Torfi Tímoteus nálægt því að jafna hérna en skalli hans fer ofan á slánna eftir hornspyrnu.
17. mín MARK!
Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Þórarinn Ingi Valdimarsson
Já ég skal sko segja ykkur það.

Þórarinn Ingi fær hér góðan tíma til að athafna sig og nær góðri fyrirgjöf beint á Guðmund Stein sem að skallar boltann nokkuð þægilega inn.
14. mín
Birnir Snær liggur hér eftir á vellinum eftir viðskipti sín við Þórarinn Inga. Ívar Orri dæmir hins vegar ekkert. Birnir stendur síðan upp og leikurinn heldur áfram.
11. mín
Fyrsta marktilraun Stjörnunnar kemur óvart. Beggi Ólafs neglir boltanum í Danna Lax og boltinn skýst í átt að marki. Þórður á hins vegar í engum erfiðleikum með þetta og grípur boltann.
9. mín
Tadejevic hér með góða fyrirgjöf á kollinn á Þóri sem að nær fínum skalla en aftur er Halli vel á verði og ver.
8. mín
Heimamenn búnir að vera meira með boltann þessar fyrstu mínútur. Stjörnumenn hálflaufalegir á boltann og ná ekki að tengja spilið.
4. mín
Vá þarna mátti ekki miklu muna! Eftir langt innkast berst boltinn á Þóri Guðjónsson sem að nær föstu skoti. Halli er hins vegar vel á verði í markinu og ver vel.
1. mín
Leikur hafinn
Þá flautar Ívar Orri leikinn á og Stjörnumenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl og veislan fer alveg að byrja. Ég er spenntur og býst við trylltum leik.
Fyrir leik
Nú eru tíu mínútur til leiks og mætinging á völlin er ekkert sérstök, sem að er skömm þegar að það er svona mikið undir. Það fylgir oft okkur Íslendingum að við viljum vera svona "fashionably late" og býst ég því við að fólk sé rétt ókomið.
Fyrir leik
Það virðast hafa orðið einhverjar breytingar á byrjunarliði Stjörnunnar fyrir leik. Baldur Sigurðsson sem að var upprunalega skráður í byrjunarliðið er nú skráður á bekkinn og kemur Guðmundur Steinn Hafsteinsson í hans stað. Spyr Rúnar Pál út í þetta á eftir.
Fyrir leik
Plötusnúður Fjölnis í dag er enginn annar en hann Hermann Árnason og er hann að vinna með alvöru Grafarvogsþema. Aron Can byrjaði partýið og svo kom Kristmundur Axel beint í kjölfarið. Ég peppa þetta enda Hemmi toppmaður.
Fyrir leik
Nú eru 45 mínútur í leik og Fjölnislagið er heldur betur komið á fóninn, sem að er að mínu mati eitt besta stuðningsmannalagið á Íslandi. Þá er búið að tendra undir grillinu og Halli Björns er mættur í upphitun. Vonumst eftir góðri mætingu á völlinn enda til mikils að vinna fyrir bæði lið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár en þau má sjá hér til hliðar. Bæði lið spiluðu síðast gegn Val og eru þá einnig bæði með óbreytt lið. Eins og áður segir mun Gunnar Már stýra Fjölni í dag í fjarveru Óla Palla.
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fjölnismenn eru fjórum stigum frá öruggu sæti þegar að fjórar umferðir eru eftir og er ljóst að þeir þurfi að treysta á úrslit annarsstaðar ef ekki á illa að fara. Ólafur Páll Snorrason tekur út leikbann í dag en hann var sendur uppí stúku gegn Val síðustu helgi fyrir að mótmæla dómara leiksins. Gunnar Már Guðmundsson, betur þekktur sem Herra Fjölnir, mun því stýra liðinu í dag.
Fyrir leik
Liðin eru í gjörólíkum stöðum en heimamenn berjast fyrir lífi sínu í efstu deild en þeir hafa ekki unnið fótboltaleik síðan 1.júlí. Stjörnumenn eru hins vegar í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru þremur stigum á eftir toppliði Vals sem að leikur gegn KA á Akureyri á sama tíma.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og veriði hjartanlega velkomin á þessa beinu textalýsingu á leik Fjölnis og Stjörnunnar í 19.umferð Pepsi-deildar karla.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
7. Guðjón Baldvinsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson ('82)
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
20. Eyjólfur Héðinsson ('78)
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('50)
29. Alex Þór Hauksson (f)

Varamenn:
13. Terrance William F. Dieterich (m)
4. Jóhann Laxdal
5. Óttar Bjarni Guðmundsson ('82)
6. Þorri Geir Rúnarsson
8. Baldur Sigurðsson ('50)
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('78)
18. Sölvi Snær Guðbjargarson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Jón Þór Hauksson
Andri Freyr Hafsteinsson
Halldór Svavar Sigurðsson

Gul spjöld:
Alex Þór Hauksson ('22)
Guðjón Baldvinsson ('50)

Rauð spjöld: