Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fylkir
4
1
Afturelding/Fram
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir '9 1-0
Margrét Björg Ástvaldsdóttir '13 , víti 2-0
Bryndís Arna Níelsdóttir '45 3-0
3-1 Samira Suleman '47
Hulda Sigurðardóttir '79 4-1
03.09.2018  -  17:45
Floridana völlurinn
Inkasso deild kvenna
Aðstæður: Geggjaðar, Völlurinn frábær og veðrið í stíl. Smá skýjað með skúrum inn á milli
Dómari: Guðni Þór Þórsson
Maður leiksins: Hulda Sigurðardóttir (Fylkir)
Byrjunarlið:
12. Þórdís Edda Hjartardóttir (m)
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir ('59)
Tinna Björk Birgisdóttir
Bryndís Arna Níelsdóttir ('82)
4. María Björg Fjölnisdóttir ('71)
5. Hanna María Jóhannsdóttir
5. Ída Marín Hermannsdóttir ('85)
6. Hulda Sigurðardóttir
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir ('75)

Varamenn:
28. Gunnhildur Ottósdóttir (m)
6. Sunna Baldvinsdóttir ('59)
10. Þórhildur Ólafsdóttir ('71)
17. Birna Kristín Eiríksdóttir
20. Sunneva Helgadóttir ('82)
28. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir ('75)
29. Jenný Rebekka Jónsdóttir ('85)
30. Anna Kolbrún Ólafsdóttir

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Vésteinn Kári Árnason
Rakel Leósdóttir
Sigurður Þór Reynisson
Steinar Leó Gunnarsson

Gul spjöld:
Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
PEPSÍ BÍÐUR! Fylkir eru komnar upp í Pepsí deildina og óska ég þeim til hamingju með það!

Viðtöl og skýrsla koma seinna í kvöld!
90. mín
HEYRÐU ! Hanna er næstum því búin að skora úr skalla eftir flotta hornspyrnu!
90. mín
Fylkir fær horn sem þær taka stutt og vinna svo annað horn. Hanna líkleg til að skora úr þessari hornspyrnu en hún gerir það ekki. Þær fá samt aðra tilraun því Hulda vinnur enn eitt hornið.
87. mín
Þrjár mínútur eftir og stefnir allt í að Fylkir sé á leiðinni í Pepsí að ári!
85. mín
Inn:Jenný Rebekka Jónsdóttir (Fylkir) Út:Ída Marín Hermannsdóttir (Fylkir)
83. mín
Tinna Björk er búin að eiga rock solid leik í vörninni hjá Fylki. Hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að Tinna hafi farið á Vesturbæjar ís í lítin bragðaref með daim, karamellu dýfu og gúmmi fyrir leik. Það er reyndar ljónhart kombó ef ég segi sjálfur frá!
82. mín
Inn:Sunneva Helgadóttir (Fylkir) Út:Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir)
Sunneva kemur inn en stóra spurninginn er hvað er hún með á hausnum? Er þetta klassíska eyrnabandið?
79. mín MARK!
Hulda Sigurðardóttir (Fylkir)
Stoðsending: Berglind Rós Ágústsdóttir
VÁVÁVÁ! Þetta var svo geggjuð sókn eruði ekki að grínast! Berglind Rós með geggjaðan sprett og á þetta mark frá A-ö þar til Hulda setur hann í markið! Keyrir á miðjunni tekur létt spil fær boltann aftur og kemur með geggjaðan bolta á Huldu sem er ein í gegn og leggur boltann framhjá Cecilíu í markinu og staðan er 4-1! Þetta var svo falleg sókn!
78. mín Gult spjald: Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir)
Straujar Janet sem liggur sárþjáð eftir.
76. mín
Inn:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Afturelding/Fram) Út:Filippa Karlberg (Afturelding/Fram)
Filippa virðist meiðast illa og þarf að fara velli!
76. mín
Inn:Ólína Sif Hilmarsdóttir (Afturelding/Fram) Út:Samira Suleman (Afturelding/Fram)
75. mín
Inn:Þóra Kristín Hreggviðsdóttir (Fylkir) Út:Sigrún Salka Hermannsdóttir (Fylkir)
73. mín
Fylkir fær horn sem að Margrét tekur en Cecilía grípur vel inn í. Sú hefur verið flott í dag.
71. mín
Inn:Sara Dögg Ásþórsdóttir (Afturelding/Fram) Út:Gunnhildur Ómarsdóttir (Afturelding/Fram)
71. mín
Inn:Þórhildur Ólafsdóttir (Fylkir) Út:María Björg Fjölnisdóttir (Fylkir)
70. mín
Bíddu nú hægur var þetta Hanna María sem að tók eitthvern roosalegan sprett og reyndi svo skotið? Mér sýndist það en það fer af varnarmanni og Fylkir fær horn. Þær eru ekki að ná að nýta hornin nógu vel
69. mín
Afturelding/Fram Bjargar á línu og var það að mér sýndist Janet sem að gerir það. Cecilía fer í smá skógarúthlaup þar sem Sigrún Salka nær til boltans á undan boltinn endar svo hjá Margréti út í miðjum teignum sem reynir skotið sem Janet kemst fyrir á línu og bjargar í horn.
67. mín
Stúkan að vakna og öskrar áfram Fylkir. Viktor Levke ætlar að bjóða upp á 50% afslátt af Pepsí í sjoppunni ef að Fylkir fer upp eftir leik!
64. mín
DAUÐAFÆRI!!! Vááá Berglind tekur geggjaðan þríhyrning og er komin ein á móti Cecilíu í markinu en hún ver stórkostlega frá henni og bjargar svo í horn!

Það verður ekkert úr hornspyrnunni.
63. mín
Það er allt annað að sjá Aftureldingu/Fram í seinni hálfleik! Miklu meiri barátta og um leið ró í uppspilinu.
61. mín
Afturelding/Fram fær hornspyrnu eftir að skot Samiru fer af varnarmanni og rétt yfir markið!

Hrafntinna tekur hana en Berglind Rós skallar hann auðveldlega frá.
59. mín
Inn:Sunna Baldvinsdóttir (Fylkir) Út:Sæunn Rós Ríkharðsdóttir (Fylkir)
Sæunn Rós með eitt mark í dag og fer af velli og inn kemur Sunna Baldvins. Smá töf á þessari skiptingu Sunna er með eyrnalokka sem hún hefur gleymt að taka úr. Guðni með öryggið á hreinu!
58. mín
Iðnaðar tækling á miðjunni frá Margréti sem að tekur geggjaða tæklingu á Ídu og vinnur boltann.
55. mín
Þær eru að reyna rosalega á Cecilíu þessa stundina núna reynir Bryndís fast skot eftir jörðinni en Cecilía er fljótt niður og heldur knettinum vel varið hjá henni!
54. mín
Margrét með flottan snúning upp við teiginn og reynir skot sem er veikt og Cecilía ver auðveldlega.
52. mín
Fylkir fær horn hvaða útfærslu fáum við núna enga sérstaka Margrét kýlir boltann bara inn á teig en varnarmenn skástriksins skalla frá.
51. mín
Fylkir með flotta sókn þar sem Hulda og Berglind taka þríhyrning áður en Berglind reynir fyrirgjöf en Cecilía les leikinn vel og kemur út í boltann og handsamar hann!
48. mín
Þetta gerir leikinn aðeins áhugaverðari, hvernig bregðast Fylkis konur við þessu marki munu þær stressast upp eða halda áfram sínum leik þær eru ennþá í góðri 3-1 stöðu samt sem áður.
47. mín MARK!
Samira Suleman (Afturelding/Fram)
Fyrsta sókn Afturelding/Fram þær vinna horn sem Margrét Regína tekur boltanum er flikkað áfram og boltinn endar svo á kollinum hjá Samiru eftir klafs í teignum!
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er kominn af stað!
45. mín
Inn:Anna Pálína Sigurðardóttir (Afturelding/Fram) Út:Selma Rut Gestsdóttir (Afturelding/Fram)
45. mín
Hálfleikur
María með skot yfir markið úr aukaspyrnu og þá flautar Guðni Þór til hálfleiks.

Þvílíkir uyfirburðir hjá Fylki þær hafa öll völd á vellinum og Afturelding/Fram hefur varla komist að teig Fylkis.

Ég ætla skella í mig gómsætum kræsingum sem Fylkir bíður upp á og spjalla við fagmennina hérna.
45. mín MARK!
Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Hulda Sigurðardóttir
Bryndís að setja þriðja markið og klára leikinn í lok fyrri hálfleiks. Margrét reyndi að setja boltann inn fyrir á Bryndísi en Janet kemst fyrir hann þaðan hrekkur boltinn til Huldu sem að rennir boltanum á Bryndísi sem að klárar virkilega vel undir Cecilíu í markinu og út við stöng! Bryndís er fædd 2003 gott fólk!
45. mín
AFturelding/Fram kemst í fína sókn þegar Filippa setur boltann með vinstri út á vinstri kantinn á Hrafntinnu en hún missir boltann aftur fyrir.
43. mín
VÓÓÓ! Margrét nánalgt því að bæta við þriðja markinu með geggjuðu skoti þetta sleikti samskeytin! Þetta hefði verið gullfallegt hefði hann legið.
42. mín
UPDATE af Daða Ólafs: HANN ER MÆTTUR!
41. mín
Vel gert hjá Svíanum Fillippu sem að vinnur boltann og keyrir fram völlinn þar sem híun er felld og skástrikið fær aukaspyrnu.

Valdís reynir skot úr spyrnunni sem er svona 36,3 metra frá markinu en spyrnan fer yfir markið.
37. mín
Fyrir áhugasama var eg að heyra að menn frá FIFA hafi komið og mælt út völlinn og gervigrasið hjá Fylki í vikunni og hrósað honum í hástert. Einn þeirra sagði víst að þetta væri einn besti völlur sem hann hefði mælt ekki amarlegt hrós þar.
34. mín
Sæunn með máttlaust skot með hægri sem er veikari fóturinn og boltinn fer langt framhjá markinu.

Update af Daða Ólafssyni, hann er hvergi sjáanlegur sem stendur mikil vonbrigði.
32. mín
Fylkir eru mun líklegri til að bæta við þriðja markinu heldur en Afturelding/Fram að minnka muninn.

Ég hef varla séð Þórdís Eddu í markinu hjá Fylki í þessum leik henni hlýtur að vera smá kalt.
30. mín
Sjónvarpsvarsla en sú var geggjuð!! Cecilía með sturlaða vörslu alveg út við stöng eftir frábært skot frá Margréti! Þessi varsla var mögnuð, Fylkir fær horn og vinna í kjölfarið aðra hornspyrnu.

Myndi giska á að Kjartan eyði svona fyrirgefið noti svona 3 æfingar á viku í að æfa hornspyrnur og föst leikatriði því Fylkir er alltaf með nýja útfærslu í hverju einasta horni.
27. mín
Fylkir fær hornspyrnu sem Hulda tekur stutt á Margréti sem að leggur boltann aftur út á Huldu sem að köttar inn á miðjan völl og bombar á markið en Cecilía ver þetta vel. Boltinn skoppar svo inn á teignum en endar með því að Fylkis konur setja boltann aftur fyrir og markspyrna dæmd.
26. mín
Það er allt í sama fari hérna. Fylkir stjórnar leiknum og Afturelding/Fram á erfitt með að ná boltanum og halda í hann.

Vallarþulurinn segir reynslusögur úr Árbænum og þær eru vægast sagt skemmtilegar.
22. mín
Váá Ída með skot rétt framhjá markinu eftir frábæra sókn upp hægri vænginn þá er boltinn lagður út fyrir teiginn á Ídu sem að reynir skotið en rétt framhjá!
21. mín
Inn:Hrafntinna M G Haraldsdóttir (Afturelding/Fram) Út:Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Afturelding/Fram)
Hafrún getur ekki haldið leik áfram ég vona að þetta sé ekki alvarlegt.
20. mín
Úff úff úff! Þetta leit ekki vel út en Hanna María og Samira Suleman falla um hvor aðra og Samira lendir illa á öxlina og heldur utan um hana. Mér sýnist hún samt vera í lagi.
19. mín
Fylkir er ennþá með öll völd á vellinum og skástrikið lítið sem ekkert óganð á vallarhelmingi þeirra það sem af er leik.

16. mín
Hvernig svara Afturelding/Fram þessum tveimur mörkum. Þetta er eins vond byrjun og möguleiki var á. Ekki skánar það heldur núna þar sem Hafrún Rakel liggur eftir á vellinum og virðist ekki geta haldið leik áfram, ég sá hreinlega bara ekki hvað gerðist.

Leikmenn Aftureldingar/Fram taka smá fund út á velli, létt pepp talk og áfram gakk ýminda ég mér að Valdís sé að segja núna.
13. mín Mark úr víti!
Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Bryndís Arna Níelsdóttir
Margrét setur þetta af miklu öryggi í netið og Fylkis konur gátu ekki beðið um betri byrjun 2-0!
12. mín
VÍTI! Fylkir fær víti þegar brotið er á Bryndísi innan teigs. Mér fannst þetta mjög lítið!
11. mín
Fylkir ætlar sér í Pepsí svo mikið er víst þær eru með öll tök á leiknum.
9. mín MARK!
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Hulda Sigurðardóttir
BINGÓ!! Fylkir er komið yfir eftir flotta sókn endar boltinn inn á teignum hjá Huldu sem að snýr baki í markið en heyrir kallið frá Sæunni leggur boltann út á hana sem að hamrar boltann með vinstri í blá hornið og small aðeins í stöönginni og inn!
8. mín
Það er eitt stykki meistari með Pilsner í sstúkunni. Það er alvöru metnaður!

Fylkir er meira með boltann fyrstu mínúturnar og stjórna leiknum. Berglind reynir einn langan bolta inn fyrir á Huldu sem að virðist vera sleppa í gegn en Janet Egyr setti í gír númer 7 og náði henni. Hvaða hraði var þetta!
6. mín
Hulda er skotóð fyrstu mínúturnar og reynir skot fyrir utan teig beint á Cecilíu sem að grípur boltann auðveldlega.
3. mín
Leikurinn fer rólega af stað en Hulda keyrði í átt að vörn skástriksins og reyndi skot sem fór af varnarmanni.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og það eru sem að byrja boltann og sækja í átt að.

Ég verð að gefa risa "Shout out" á vallarþulinn í Árbænum í dag en það er enginn annar en Viktor Levke eða sigurvegarinn í Eldvarnar getraun Landsambands slökkviliðsmanna árið 1999 þar sem hann vann sequence spilið. Ég segi bara geri aðrir betur!
Fyrir leik
Liðin hafa lokið upphitun og halda til búningsklefa. Væri til í að sjá fleira fólk í stúkunni er samt ánægður með eina sem er búin að hengja Fylkis fána á svalirnir sínar fyrir aftan eitt markið metnaður!
Leitin ad Dada heldur afram

Fyrir leik
Þjálfararnir eru mættir út á völl ásamt nokkrum leikmönnum að stilla og setja upp æfingar. Það þarf að ræða þessar lúffur sem að Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis hefur verið að nota í undanförnum leikjum. Þær sjást úr sirkað 2,3 km fjarlægð og virðast vera úr alvöru Íslenskri ull. Hvort hann hafi búið þær til sjálfur eða keypt þær út í búð eða hvort þær séu hreinlega happa veit ég ekki en ég mun komast að því eftir leik fyrir áhugasama!
Fyrir leik
Veðurspá dagsins er með besta móti! Það er skýjað og skúrir inn á milli og létt gola aðstæður gerast ekki mikið betri en þetta fyrir fótbolta. Ég ætla einnig að hrósa vallarverðinum en línurnar á vellinum eru þráðbeinar! Sjaldgjæf sjón og augljóst að Daði Ólafs hefur ekki lagt þær í dag.

Þetta er eini meistaraflokks leikurinn sem leikinn er á Íslandi í dag og því enginn afsökun til að mæta ekki. Fylkir gæti komist upp í Pepsí deildina að ári með sigri svo ég vil sjá Árbæinga fjölmenna. Afturelding/Fram gæti farið langleiðina með að bjarga sér frá falli me ðsigri svo Mosfellingar og allir þeir fjölmörgu aðdáendur Fram á Íslandi (Valtýr Björn ég er að tala við þig) ég vil sjá ykkur mæta.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar!

Hjá Fylki byrja Fyrirliðin og vinnuvélin Berglind Rós á miðjunni ásamt Margréti Björg Ástvaldsdóttir en Þórdís Edda Hjartardóttir er á sínum stað í markinu en hún hefur aðeins fengið á sig 7 mörk í sumar! Marija er ekki í hóp hjá Fylki þar sem hún er í landsliðsverkefni með Serbneska landsliðinu og það er risa skarð að fylla fyrir heimakonur.

Hjá Aftureldingu/Fram byrjar reynsluboltinn og fyrirliðin Valdís Ósk Sigurðardóttir ásamt hinum bráefnilegu Hafrúnu Rakel Halldórsdóttir og Cecilíu Rán Rúnarsdóttir í markinu. Mæli með að þið fylgjist með þeim í framtíðinni!
Fyrir leik
Leikmenn til að fylgjast með

Fylkir: Margrét Björg Ástvaldsdóttir #20. Margrét er fjölhæfur miðjumaður hún er frábær sóknarlega en gæti bætt sig aðeins varnarlega. Hun les leikinn frábærlega og er með "eagle eye" þegar kemur að lykil sendingum. Velur yfirleitt alltaf rétta kostinn á loka þriðjung.

Afturelding/Fram: Stefanía Valdimarsdóttir #18 svoleiðis raðaði inn mörkunum í 2.deild í fyrra en hefur kannski ekki náð að fylgja því nógu vel eftir í sumar. Hún eer samt ætíð hættuleg og alltaf líklegust til að skora hjá Aftureldingu/Fram. Hún les leikinn vel og er með baneitrað finish upp við markið.

Aðrir leikmenn sem gaman er að fylgjast með

Bryndís Arna Níelsdóttir #27(Fylkir)
Hulda Sigurðardóttir #6(Fylkir)
Berglind Rós Ágústdóttir #21(Fylkir)

Janet Egyr #20 (Afturelding/Fram)
Hafrún Rakel Halldórsdóttir #25(Afturelding/Fram)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (M) 12(Afturelding/Fram)
Fyrir leik
Fyrir þennan leik sitja liðin á sitthvorum enda töflunar í gjörólíkri stöðu.

Fylkir er í efsta sæti með 39 stig og með sigri í dag tryggja þær sér sæti í Pepsí deildinni að ári!

Afturelding/Fram eru hinsvegar í 8 sæti með 14 stig tveimru stigum frá hömrunum sem eru í fallsæti en Afturelding/Fram á tvo leiki til góða á þær þar á meðan þessi leikur hér og svo á móti KEflavík hinu toppliðinu í deildinni.
Fyrir leik
Komiði blessuð og sæl og velkomin í beina textalýsingu frá Floridana-Vellinum þar sem við eigast Fylkir og Afturelding/Fram í inkasso ástríðunni og hefst leikurin klukkan 17:45.
Byrjunarlið:
12. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
2. Selma Rut Gestsdóttir ('45)
3. Inga Laufey Ágústsdóttir
5. Samira Suleman ('76)
7. Valdís Ósk Sigurðardóttir (f)
8. Gunnhildur Ómarsdóttir ('71)
9. Margrét Regína Grétarsdóttir
11. Filippa Karlberg ('76)
18. Stefanía Valdimarsdóttir
20. Janet Egyr
25. Hafrún Rakel Halldórsdóttir ('21)

Varamenn:
6. Anna Pálína Sigurðardóttir ('45)
10. Sara Dögg Ásþórsdóttir ('71)
15. Ólína Sif Hilmarsdóttir ('76)
16. Eva Rut Ásþórsdóttir
19. Marsý Dröfn Jónsdóttir
23. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('76)
30. Hrafntinna M G Haraldsdóttir ('21)

Liðsstjórn:
Júlíus Ármann Júlíusson (Þ)
Ágúst Haraldsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: