Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Ísland
1
1
Tékkland
0-1 Tereza Szewieczkova '11
Glódís Perla Viggósdóttir '87 1-1
Sara Björk Gunnarsdóttir '90 , misnotað víti 1-1
04.09.2018  -  15:00
Laugardalsvöllur
Landslið - A-kvenna HM 2019
Dómari: Ivana Projkovska
Áhorfendur: 2226
Maður leiksins: Glódís Perla Viggósdóttir
Byrjunarlið:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('73)
2. Sif Atladóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
7. Selma Sól Magnúsdóttir ('67)
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Sandra María Jessen
8. Alexandra Jóhannsdóttir
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('73)
17. Agla María Albertsdóttir ('67)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir

Liðsstjórn:
Freyr Alexandersson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Jófríður Halldórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið

Þetta var eins tæpt og það gat orðið.

Það er orðið ljóst að jafntefli dugar okkur ekki til að komast í umspil.

Viðtöl, einkunnir og skýrsla koma innan skamms
90. mín
Inn:Jitka Chlastáková (Tékkland) Út:Tereza Szewieczkova (Tékkland)
Öll trixin í bókinni notuð, þær tefja
90. mín
Fanndís með geggjaða fyrirgjöf frá vinstri. Sara og Berglind eru tvær þarna!! Berglind fer með hausinn í boltann og það er framhjá! Dauðafæri
90. mín Misnotað víti!
Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland)
Það er VÍTI!!!! ÉG FÆ TAUGAÁFALL..VIÐ ERUM AÐ FÁ VÍTI

Brotið á Elínu Mettu. Það er vítaspyrna dæmt. Sara fer á punktinn, skýtur hægra megin og hún fer þetta vel
89. mín
Koma svo látum í okkur heyra!!! Annað mark stelpur!!!!!!
88. mín Gult spjald: Lucie Martínková (Tékkland)
Þetta er ekki hægt! Sif er að reyna að taka aukaspyrnu og enn og aftur standa þær fyrir boltanum. Úff þær eru þreytandi, ekkert hægt að fegra það
87. mín MARK!
Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland)
Langt innkast frá Sif og þær reyna að hreinsa frá!Glódís þrykkir þessu inn með vinstri!!!!!JÁÁÁ!!!
86. mín
Það er ennþá tími stelpur!! Sif með langt innkast. Hún reynir að finna hausinn á Söru sem fyrr. Þær tékknesku eru löngu búnar að lesa þetta og mæta þrjár á hana!
85. mín
Ingibjörg brýtur á Szewieczkova. Svitkóva tekur þetta og bombar þessu á markið. Rétt framhjá!
83. mín
Langt innkast frá Sif. Sara flikkar boltanum á fjær og þar kemur Glódís og mokar Svitkóvu á boltann og þær bjarga á línu. Það er Bartonova sem bjargar þessu!! Þetta var svoooo nálægt!!
82. mín
Hallbera ósátt við Marínkóvu og ýtir í hana. Þær fá tiltal og sleppa við spjöld

Mist Rúnarsdóttir
79. mín
Guðbjörg grípur virkilega vel inn í fyrirgjöf!
78. mín
Agla María keyrir upp hægra megin. Nóg af plássi til að skipta honum yfir til vinstri. Hún bíður hinsvegar eftir utan á hlaupinu sem kemur á endanum frá Ingibjörgu. Sendingin frá Öglu er ónákvæm og við vinnum innkast
76. mín
Tékkland á aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Íslands hægra megin. Svitkova tekur hana en hún rennur út í sandinn
74. mín
Divisova fær geggjaða sendingu úr vörn tékkneska liðsins. Hún vinnur innkast úti hægra megin. Vystejnova er hinsvegar ekkert að flýta sér að taka það og fær að heyra það úr stúkunni.
74. mín Gult spjald: Katerina Buzkova (Tékkland)
Buzkova fær gult fyrir brot á Elínu á vallarhelmingi Íslands
73. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) Út:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
Gunnhildur kemur út af. Við ætlum eflaust að spila með tvær frammi þar sem við þurfum mörk

Mist Rúnarsdóttir
72. mín
Sif er komin með nóg af þessu dútli og æðir með boltann upp. Sendingin er hinsvegar misheppnuð en það mættu fleiri taka þetta til fyrirmyndar og rífa liðið áfram!
71. mín
Þessa stundina er ekkert í gangi hjá íslenska liðinu
70. mín
Hornspyrna sem Tékkland á. Þær tékknesku gera allt í þeirra valdi stendur til að reyna svæfa íslenska liðið með því að tefja og fleiri trix
68. mín
Jæja nú þurfum við að vakna Ísland. Stúkan vöknum til lífsins og koma svooo stelpur!!
67. mín
Inn:Agla María Albertsdóttir (Ísland) Út:Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland)
Skipting! Agla kemur inn með fríska fætur beint á hægri kantinn
65. mín
Jæja koma svo Ísland!!

Ef einhver í stúkunni er að lesa þetta þá væri vel þegið að heyra smá í henni núna. Stelpurnar þurfa á því að halda núna!

Mist Rúnarsdóttir
64. mín
Nú var komið að Buzkóvu að taka skot á Guðbjörgu. Þær láta bara vaða og vaða. Guðbjörg heldur þessum og er fljót að koma þessu í leik
63. mín
Inn:Andrea Stasková (Tékkland) Út:Michaela Dubcova (Tékkland)
Andrea kemur inn þegar Tékkland gerir sig líklegar til að taka aukaspyrnu. Svitkóva lætur vaða á markið frá miðju en Gugga á ekki í neinum vandræðum með þennan
62. mín
Vel gert Glódís. Dubcóva bjartsýn og lallar með boltann í átt að teignum. Glódís tekur boltann bara af henni. Íslensku stelpurnar koma þessu í spil en enn og aftur erum við svoldið óþolinmóðar og þessi endar bara í háloftabolta fram völlinn
58. mín
Enn ein aukaspyrnan sem við fáum við miðlínu. Nú er það Hallbera sem tekur hana og við fjölmennum inn á teig. Boltinn flýgur yfir Sísí og Selmu en þær missa af honum!
57. mín
Alltí einu eru Gunnhildur og Selma komnar tvær á eina! Gunnhildur rennir honum yfir á Selmu sem á skot sem Votikóva þarf að hafa sig alla við að verja í horn

Mist Rúnarsdóttir
55. mín
Sif ætlar að taka þetta í sínar hendur og æðir með boltann upp völlinn. Missir hann svo of langt frá sér og við fáum á okkur sókn
55. mín
Þessa stundina er þetta óttalegt moð. Okkur vantar að koma honum í spil
53. mín
Góð vörn hjá Glódísi. Þær eru við það að spila sig í gegn um okkur og Glódís kemur til bjargar
52. mín
Keyrt enn og aftur inn í Gunnhildi. Þetta var langt frá því að vera vinalegt. Hún dæmir ekkert???


Mist Rúnarsdóttir
51. mín
DAUÐAFÆRI hjá tékknesku. Fyrirgjöf frá vinstri yfir á Divisóvu sem er ALEIN, hvar ertu Hallbera?? Sem betur fer fyrir okkur fer skotið lengst upp á Suðurlandsbraut.
49. mín
Hallbera með stungu upp vinstra megin en Elín er dæmd rangstæð!
48. mín
Hallbera með hornspyrnu og endar með marki hjá Glódisi en brotið á Votikóvu og dæmd aukaspyrna á okkur!
47. mín
Einsog hálfleikstölur sýndu þá eru það Skotar, Holland, Danmörk og Belgía sem eru á leið í umspilsleikina!
Sem sagt Evrópumeistarnir Holland og 2.sætið Danmörk eru á leið í umspil!
45. mín
Við byrjum á flottri sókn sem endar á kiksi hjá Gunnhildi!
45. mín
Leikur hafinn
Við erum farin af stað aftur. Það hafa engar breytingar verið gerðar á liðunum.
Mist Rúnarsdóttir


Mist Rúnarsdóttir
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks!
Ísland verið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Byrjaði af miklu meiri krafti og markið var blaut tuska í andlitið á okkur! Við það fengu þær tékknesku lífsmark og vel það og hafa skapað nokkrar álitlegar skyndisóknir.

Nú þurfum við bara að nýta næsta korterið vel til að undirbúa okkur fyrir seinni hálfleik. Við þurfum þar mörk og við þurfum allavegana tvö!

Sjáumst eftir smá
44. mín
Vel spilað. Glódís út til vinstri á Hallberu. Hallbera upp til vinstri á Fanndísi. Hún ákveður að keyra inn á völlinn og í átt að marki! Nær ekki skotinu því þær koma þrjár á hana! Þær koma þessu í burtu!
43. mín
Annað lang innkast. Þær lásu Söru Björk í fyrra innkastinu
42. mín
Langt innkast sem Sif býr sig undir að taka. Koma svo!!
41. mín
Við þurfum mark fyrir hálfleik, það hlýtur bara að fara detta inn!!
40. mín
Hornspyrna hjá selmu! Geggjuð spyrna! Sísi hoppar hæst en hann er réttframhjá!!
Við viljum horn en sú rauða ekki sammála
40. mín
Vel gert Elín! Skilur hann eftir í hlaupaleiðina hennar Fanndísar. Hún keyrir inn að marki en þær tékknesku renna sér fyrir hann áður en hún getur lúðrað þessu á markið. Átti bara markmanninn eftir!
39. mín
Selma skiptir yfir á Fanndísi. Hún leggur hann til baka á Hallberu en hún er með slaka sendingu inn í. Endar á óþreyjufullu skoti hjá Ingibjörgu beint í varnarmann!
36. mín
Selma með enn eina aukaspyrnu frá vinstri. Þessi flýgur inn í teig og Sara nær skalla en enn og aftur er Votikóva í markinu á tánum!
33. mín
Nú er þetta smá basl og mikill háloftabolti. Við verðum að ná boltanum niður

Mist Rúnarsdóttir
31. mín
Staðan er þannig að Þýskaland er 3-0 yfir á móti Færeyjum. Svo staðan er óbreytt hjá okkur. Við verðum að vinna hér í dag
30. mín
Þær tékknesku keyra strax upp. 3 á 3. Þær spila vel á milli sín sem endar með skoti yfir!
30. mín
Þær keyra Gunnhildi niður aftur. Glódís með aukaspyrnuna en þetta rennur út í sandinn
29. mín
Szewieczkova lætur enn og aftur vaða af löngu færi
28. mín
Svitkóva með stórhættulegt skot réttframhjá marki Íslands!
26. mín
VÍTI DÓMARI!! NEI????

Elín Metta sleppur alein óvænt í gegn eftir sendingu Hallberu og Votikóva kemur æðandi út í hann og tæklar hana! Dómarinn dæmir ekkert????

ótrúlegt
26. mín
Bartonova fær tiltal fyrir ljótt brot á Gunnhildi. Ekki meira svona segir dómarinn
26. mín
Szewieczkova með skot af löngu færi!þetta fer í varnarmann og Gugga á ekki i neinum vandræðum með þetta
25. mín
Fanndís og Selma búnar að skipta um kant. Um að gera að rugla aðeins í þeim tékknesku
24. mín
Hröð sókn hjá Tékklandi, þær svoðleiðis æða á vörnina. Fanndís komin til að bjarga úti hægra megin! Hvaðan kom hún segi ég nú bara!
22. mín
Selma með aukaspyrnuna og beint á kollinn á Sísi sem nær góðum skalla. Þetta ver Votikóva vel!!
21. mín Gult spjald: Irena Marínková (Tékkland)
Önnur af Marinková farin í bókina. Elín með góðan snúning úti vinstra megin en hún er sólarhring of sein í hana svo gult er það
21. mín
Þær tékknesku halda honum núna í óratíma. Glódís nennir því ekki lengur og vinnur hann og þýtir upp völlinn! Hún er komin í góða stöðu úti hægra megin og enn virðast þær ekki sjá Fanndísi sem er aaaaaalein á fjærstönginni! Reynir að senda hann upp í horn en þær tékknesku vinna hann.
19. mín
Szewieczkova reynir stungu inn fyrir og þar kemur enginn önnur en Sif einsog kölluð og rennir þessu í burtu


Mist Rúnarsdóttir
17. mín
Bartonova situr inn í eigin vítateig og neitar að standa upp. Þær eru byrjaðar að tefja og það eru komnar 17 mínútur á klukkuna.
17. mín
Glódís með aukaspyrnu frá hægri. Lætur eina tékkneska heyra það fyrir að standa of nálægt. Góður bolti inn á teiginn! Boltinn hoppar fyrir Elínu á vítapunktinum. Hún mundar skotfótinn og þetta er RÉTT YFIR!!ELÍN METTA
15. mín
SKALLI Í STÖNGINA!!!

Ingibjörg með geggjaða sendingu aftur frá hægri, Gunnhildur virðist vera í þröngri stöðu á fjærstönginni, teygir sig í hann og nær skalla! Þessi fer í innanverða stöngina og út!!
Þetta HLÝTUR AÐ ENDA INNI Á NÆSTU MÍNÚTUM
14. mín
Hættuleg sending inn í teiginn hjá Tékkum. Gugga hinsvegar fyrri til og nær til hans.

Það er nokkuð ljós að þær tékknesku ætla að dæla eins mörgum boltum inn í boxið
13. mín
Stelpurnar strax komnar í sókn. Ingibjörg með fyrirgjöf frá hægri yfir á teiginn. Fanndís nær skalla og þessi er í ofanverða slána! Koma svo-jafna sem fyrst
12. mín
Jæja nú verða stelpurnar að sýna úr því hverju þær eru gerðar. Búnar að vera miklu betri fyrstu mínúturnar og fyrsta sókn Tékka skilar marki
11. mín MARK!
Tereza Szewieczkova (Tékkland)
Stoðsending: Lucie Martínková
Mark uppúr engu!! Marínkóva með fyrirgjöf og tvær tékkneskar fríar inn á teig! Og Szewieczkova með skallann. Guðbjörg virðist verja þetta en missir hann inn!

Þvílík vatnsgusa í andlitið á okkur
9. mín
Tékkar halda boltanum í öftustu línu. Við bíðum aðeins til baka. Tékkar reyna að koma honum upp til vinstri. Ingibjörg í smá vandræðum, gefur hann til baka á Guggu, virðist vera enginn hætta en Gugga ákveður að setja þennan í innkast. Óþarfa stress í okkar konum
8. mín
Elín rangstæð. Gunnhildur með sendinguna inn á Elínu en rangstæða, þarna hefði Gunnhildur mátt gefa hann fyrr inn
7. mín
Sísí gerir allt rétt, komin rétt fyrir utan teiginn! Snýr á varnarmann. Allt opið á fjær!! Nei hún ákveður að leggja hann út á Selmu sem á skot í varnarmann!
6. mín
Gunnhildur Yrsa með frábæran snúning á varnarmann. Leggur hann inn fyrir á Elínu Mettu sem keyrir og er orðin ein á móti markmanni!! Fanndís alein á fjær en hún ákeður að reyna setja hann framhjá Votikóvu. Hún hinsvegar ver frá henni og frákastið dettur út til Selmu sem dúndrar honum hátt yfir!!!

Þvílíkt dauðafæri hjá Elínu!!
4. mín
Ísland heldur boltanum ágætlega núna. Glódís skiptir honum út til hægri yfir á Selmu Sól sem er í fínni fyrirgjafastöðu og kemur með hann inn í. Þetta fer hinsvegar hátt yfir Fanndísi vinstra megin. Það vantaði fleiri möguleika fyrir Selmu þarna, ágætis möguleiki
3. mín
Sara með góða skiptingu út á Selmu Sól, Selma ætlar að læða honum inn á Gunnhildi en einhver misskilningur í hlaupinu og þetta endar hjá Votikovu í marki þeirra Tékka
2. mín
Ísland byrjar þetta af krafti og pressar hátt á völlinn. Okkur vantar mark í þennan leik og ætlum við reynum ekki að ná því sem fyrst!
1. mín
Leikur hafinn
Ísland byrjar með boltann!
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn. Hér er topp fótboltaveður, eiginlega bara sól og blíða. Ánægð með fólkið sem sagði upp vinnunni og er komið á völlinn! Þetta verður geggjað

Þjóðsöngvar byrjaðir. Spennan er rafmögnuð

HM 2019 í Frakklandi undir
Fyrir leik
ÞAÐ ER ALLT UNDIR Í DAG- ÉG ER ORÐIN SVAKALEGA SPENNT.


Mist Rúnarsdóttir
Fyrir leik


Ísland spilar í dag með fjögra manna varnarlínu ólíkt vængbakvarða kerfinu á móti Þýskalandi. Auk þess kemur Sísí inn á miðjuna með þeim Gunnhildi og Söru Björk
Mist Rúnarsdóttir
Fyrir leik
Veðrið er fallegt í dalnum og það er aðeins farið að bætast í stúkuna. Liðin hafa lokið upphitnun og það er allt að verða klárt fyrir þennan RISA leik!
Mist Rúnarsdóttir
Fyrir leik
Nú er korter í leikinn og byrjunarliðið er klár!

Sísí og Elín Metta koma inn í liðið fyrir Berglindi og Rakel.

Svava Rós og Guðrún detta út úr hópnum- Svava fékk högg á lærið í síðasta leik og er líklega ekki heil.

Inn í hópinn í stað þeirra koma Alexandra og Sandra María
Mist Rúnarsdóttir
Fyrir leik
Ef við rýnum aðeins í tékkneska liðið þá er fyrirliðinn þeirra Vonkavó fjarri góðu gamni í dag vegna hnémeiðsla. Hún hefur verið þeirra besti maður og spilar sem framherji í Bayern Munchen.

Þær eru hinsvegar ekki á flæðiskeri staddar þegar kemur að því að eiga stæðilega framherja en auk Vonkavo eiga þær tékknesku 2-3 í viðbót svo fjarvera hennar hefur kannski ekki gríðarleg áhrif á þær. En þær tékknesku spila eflaust gamla góða 4-4-2 í dag og þær leggja mikið upp úr því að komast í fyrirgjafarstöðu og lúðra á stæðilegu framherjana sína inn í boxinu.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna fór 1-1 fyrir um ári síðan og var það mikill baráttuleikur. Það var Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði fyrir okkur en hún er hinsvegar fjarverandi í dag þar sem hún er tiltölulega nýorðin mamma.
Fyrir leik
Ef við förum aðeins yfir stöðu mála í dag

Það eru sjö riðlar í undankeppni HM kvenna 2019. Við erum í E riðli með Þýskalandi, Tékklandi, Slóveníu og frænkum okkur í Færeyjum.

Eftir tapið á laugardaginn á móti Þýskalandi er Þýskland í 1.sæti með 18 stig og við í 2.sæti riðilsins með 16 stig fyrir lokaleikinn.

Það verður að teljast ansi líklegt að Þjóðverjar vinni Færeyinga á morgun miða við aldur og fyrri störf en þá tryggja þær þýsku sér 1.sæti riðilsins.

Við hinsvegar ætlum okkur 2.sætið þar sem fjögur lið með bestan árangur í 2.sæti úr riðlunum sjö, fara í umspil. Þar keppa þessar fjórar þjóðir um síðasta lausa sæti Evrópu á HM í umspilsleikjum í október og nóvember.

En aftur að riðlunum 7.Það eru fimm þjóðir sem eru að berjast um bestan árangur í 2.sæti og þessi fjögur lausu umspilssæti. Það eru tveir riðlar þar sem 2.sætið ógnar ekki stöðu Íslands.

Þannig að það er best fyrir Ísland að vinna til að komast örugglega í umspil. En með jafntefli á Ísland enn séns en verðum að treysta á úrslit í öðrum riðlum Ísland í hag.


Þetta er vissulega krókaleið en verður bara betra fyrir vikið vona ég.

Jæja kannski nokkrir alveg löngu dottnir út við þessa langloku hjá mér en í stuttu máli...við ætlum okkur á HM og við ætlum að vinna hér í dag!
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn!


Hér á eftir fer fram leikur Íslands og Tékklands í undankeppni HM sem fer fram í Frakklandi næsta sumar.

Ástæðan fyrir furðulegum leiktíma er til þess að leikir úr riðlunum séu á sama tíma.

Við látum það ekki á okkur fá í dag því það er ALLT undir! Um að gera að segja bara upp vinnunni og drífa sig á völlinn
Byrjunarlið:
1. Barbora Votikova (m)
6. Eva Bartonova
7. Lucie Martínková
8. Irena Marínková
10. Katerina Svitkova
13. Michaela Dubcova ('63)
14. Petra Vystejnova
17. Tereza Szewieczkova ('90)
18. Kamila Dubcová
19. Petra Divisova
20. Katerina Buzkova

Varamenn:
16. Barbora Rúzicková (m)
2. Anna Dlasková
3. Nikola Sedlackova
9. Andrea Stasková ('63)
12. Nikola Sedlácková
13. Jitka Chlastáková ('90)
15. Aneta Dédinová
18. Jitka Chlastakova
20. Pavlina Nepokojova

Liðsstjórn:
Karel Rada (Þ)

Gul spjöld:
Irena Marínková ('21)
Katerina Buzkova ('74)
Lucie Martínková ('88)

Rauð spjöld: