Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
ÍA
1
1
Víkingur Ó.
Arnar Már Guðjónsson '14 1-0
1-1 Vignir Snær Stefánsson '33
08.09.2018  -  14:00
Norðurálsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Smá gola, 8 stiga hiti og smá rigning.
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Fran Marmolejo(Víkingur Ó)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Arnór Snær Guðmundsson
8. Hallur Flosason
8. Albert Hafsteinsson
10. Steinar Þorsteinsson
10. Ragnar Leósson ('67)
15. Hafþór Pétursson
17. Jeppe Hansen ('82)
18. Stefán Teitur Þórðarson

Varamenn:
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('67)
13. Birgir Steinn Ellingsen
16. Viktor Helgi Benediktsson
21. Vincent Weijl
27. Páll Sindri Einarsson
32. Garðar Gunnlaugsson ('82)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Hlini Baldursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Skarphéðinn Magnússon

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið á Akranesi með jafntefli. Skagamenn sáttir með stigið en Ólsarar þurfa nánast kraftaverk til að komast upp.
90. mín
Þrjár í uppbót
90. mín
Zamorano við það prjóna sig í gegn en Árni Snær nær boltanum á síðustu stundu.
90. mín
Komnar 90 á klukkuna!
89. mín
Guyon með skalla framhjá
89. mín
Ólsarar fá horn!
87. mín
Garðar með skallann en framhjá.
87. mín
Skagamenn að leita að sigurmarkinu. Fá horn.
85. mín
Rétt rúmar fimm mínútur eftir af leiknum. Fáum við sigurmark?
84. mín
Inn:Jesus Alvarez Marin (Víkingur Ó.) Út:Sasha Litwin (Víkingur Ó.)
83. mín
Hafþór Péturs með skot úr teignum en yfir markið.
82. mín
Inn:Garðar Gunnlaugsson (ÍA) Út:Jeppe Hansen (ÍA)
80. mín
Barrie með áhugaverða skottilraun hérna af ca 40 metrum en laflaust og framhjá.
79. mín
Inn:Guyon Philips (Víkingur Ó.) Út:Ástbjörn Þórðarson (Víkingur Ó.)
76. mín
Marmolejo!!! Jeppe í góðu færi en Marmolejo ver frábærlega! ÞÞÞ fékk síðan fínt færi en neglir yfir markið.
73. mín
Inn:Ívar Reynir Antonsson (Víkingur Ó.) Út:Ingibergur Kort Sigurðsson (Víkingur Ó.)
67. mín
Inn:Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA) Út:Ragnar Leósson (ÍA)
61. mín
Það er kominn smá hiti í þetta, bæði á vellinum og í stúkunni.
58. mín
Ólsarar fengu aukaspyrnu á góðum stað sem Zamorano tekur en ver vel og kýlir boltann í innkast.
56. mín Gult spjald: Ástbjörn Þórðarson (Víkingur Ó.)
54. mín
Zamorano með fína fyrirgjöf en frekar fast og hrekkur af Ástbirni í fangið á Árna Snæ.
52. mín
Raggi Le með skot fyrir utan teig en yfir markið.
47. mín
Frábær sókn hjá Ólsurum. Spila sig í gegnum vörn ÍA og Ástbjörn með skot sem fer í varnarmann. Fyrirgjöf og skalli rétt yfir markið.
46. mín
Þá er þetta farið af stað hjá okkur aftur. Og að sjálfsögðu eru það Ólsarar sem byrja seinni hálfleikinn og sækja núna í átt frá höllinni.
45. mín
Hálfleikur
Staðan er jöfn í hálfleik 1-1. Held að það sé bara nokkuð sanngjarnt.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við fyrri hálfleikinn
42. mín
Zamorano labbar í gegnum vörn og ÍA og táar hann en beint á Árna Snæ í markinu.
41. mín
Albert!!! Gjörsamlega fíflar Heras og Newberry og kemst á auðan sjó í teignum en skotið ömulegt og framhjá.
37. mín
Arnar Már!!! Ragnar Le með frábæra fyrirgjöf úr aukapspyrnu og Arnar aleinn í teignum en hittir bara ekki boltann með hausnum. Átti að gera miklu betur.
36. mín
Ingibergur með skot. Kemst á ferðina og reynir að vippa yfir Árna Snæ en yfir markið líka.
33. mín MARK!
Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó.)
Frábært mark hjá Vigni!!! Árni kýlir boltann frá og Vignir tekur hann á kassann og leggur hann fyrir sig og setur hann í hornið. Virkilega huggulegt
32. mín
Aftur er Albert að fá skotfæri í teignum og aftur er Marmolejo á réttum stað. Ólsarar beint í sókn og Zamorano með skot í varnarmann og aftur fyrir.
31. mín
Zamorano við það að sleppa í gegn en er hárfínt rangstæður.
30. mín
Það hefur bætt hressilega í rigninguna hjá okkur sem er bara hressandi.
27. mín
Hornspyrna sem Skagamenn fengu og Arnar Már með skalla rétt yfir markið
26. mín
Ragnar Le með skot fyrir utan en beint á Marmolejo sem ver auðveldlega.
25. mín
Vignir Snær með skot utan teigs en í varnarmann og aftur fyrir. Hornspyrna.
23. mín
Zamorano í dauðafæri en hittir boltann ömurlega og Árni Snær ver. Átti að gera mikið betur.
22. mín
Ólasarar fengu aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi ÍA og smá klafst í teignum en Skagamenn hreinsa.
16. mín
VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!! Steinar Þorsteins labbar í gegnum tvo varnarmenn Ólsara og sendir fyrir þar sem Albert kemur á ferðinni og með skot en Marmolejo ver ótrúlega!!!
14. mín MARK!
Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Stoðsending: Stefán Teitur Þórðarson
MAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!!SKAGAMENN ERU KOMNIR YFIR!!! Steinar Þorsteins með hornspyrnu sem Stefán Teitur skalla fyrir markið og Arnar Már er fyrstur í boltann og klára vel.


9. mín
Skagamenn fengu aukaspyrnu á vinstri kantinum sem Ragnar Le tók og smá klafs í teignum sem endar með að Stefán Teitur setur boltann yfir og framhjá.
6. mín
Newberry í ruglinu. Með sendingu til baka sem Jeppe kemst inní en Marmolejo gerir vel og nær að hreinsa. Dokara kominn aftur inná.
5. mín
Dokara fyrirliði Víkinga er utan vallar þessa stundina eftir samstuð við Keke. Virðist hafa fengið smá skurð á kinnina.
3. mín
Fínasta spyrna sem fer í gegnum allt og endar hjá Ástbirni en skotið háááááátt yfir.
2. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins er gestanna.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað hjá okkur og það eru Skagamenn sem byrja með boltann og sækja í átt frá höllinni. Allt hefðbundið í búningum. Skagamenn gulir og svartir og Víkingar Ó nánast alhvítir.
Fyrir leik
Það eru rétt rúmar 5mín í þennan stórleik í Inkasso deildinni. Það er rosalega slöpp mæting ennþá. Allir að skottast á völlinn!
Þið kunnið þetta. #fotboltinet. Valdar færslur birtast í lýsingunni.
Fyrir leik
Það er fínar aðstæður til að spila fótbolta á Akranesi í dag. Smá gola, ca 8 stiga hiti og smá rigning. Blautur völlur sem gæti boðið uppá mikla skemmtun.
Fyrir leik
20. umferðin er að klárast í dag með þessum leik og fallslag Njarðvíkur og Magna suður með sjó. Önnur úrslit umferðarinnar eru eftirfarandi.

Leiknir-Þróttur R 2-1
Þór-Selfoss 2-1
Haukar-ÍR 1-1
Fram-HK 1-4
Fyrir leik
Það verður Einar Ingi Jóhannsson sem sér um að allt fari vel fram á vellinum í dag og honum til aðstoðar verða Oddur Helgi Guðmundsson og Eysteinn Hrafnkelsson. Varadómari er Magnús Már Jónsson. Það er síðan Einar Örn Daníelsson sem hefur eftirlit með þessu öllu saman.




Fyrir leik
Liðin hafa mæst alls 19 sinnum í keppnum á vegum KSÍ samkvæmt heimasíðu sambandsins. Þar hafa Skagamenn unnið níum, Víkingur hefur unnið sjö og þrisvar hafa liðin gert jafntefli. Skagamenn hafa skorað 33 mörk í þessum leikjum en Víkingar 26. Þess má til gamans geta að liðin hafa ótrúlega oft leikið í sömu deild á síðustu árum.
Fyrir leik
Þegar liðin mættust í fyrri leik liðanna í sumar 29.júní í Ólafsvík þá höfðu Víkingar betur 2-1 með mörkum frá Alexander Helga Sigurðssyni og Gonzalo Zamorano Leon en mark Skagamann skoraði Steinar Þorsteinsson.
Fyrir leik
Segja má að tímabilið sé undir hjá Víkingi Ó í þessum leik. Allt annað en sigur gerir vonir þeirra um að spila deild þeirra bestu á næsta ári mjög litlar. Sigur hjá þeim þýðir að þeir væru einungis tveimur stigum á eftir ÍA fyrir síðustu tvo leikina.
Fyrir leik
Staðan er ekki flókin fyrir Skagamenn fyrir þennan leik. Sigur í þessum leik hér í dag og sæti í Pepsi-deildinni 2019 er staðfest! Jafntefli fleytir þeim líka langleiðina upp en ég efa ekki að Skagamenn vilja tryggja sér Pepsi sætið með stæl fyrir framan sitt fólk.
Fyrir leik
Og það er enginn smá leikur sem við fáum hérna í dag, ÍA-Víkingur Ólafsvík. Toppslagur í deildinni sem gæti ráðið miklu um það hvaða lið fara upp í Pepsi-deildina! SKYLDUMÆTING!!!
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Norðurálsvellinum á Akranesi.
Byrjunarlið:
1. Fran Marmolejo (m)
2. Ignacio Heras Anglada
3. Michael Newberry
5. Emmanuel Eli Keke
6. Ástbjörn Þórðarson ('79)
7. Sasha Litwin ('84)
10. Sorie Barrie
13. Emir Dokara
19. Gonzalo Zamorano
22. Vignir Snær Stefánsson
28. Ingibergur Kort Sigurðsson ('73)

Varamenn:
12. Kristján Pétur Þórarinsson (m)
4. Kristófer James Eggertsson
7. Ívar Reynir Antonsson ('73)
11. Jesus Alvarez Marin ('84)
17. Brynjar Vilhjálmsson
21. Pétur Steinar Jóhannsson
27. Guyon Philips ('79)

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Antonio Maria Ferrao Grave
Jónas Gestur Jónasson
Suad Begic
Kristján Björn Ríkharðsson
Harpa Finnsdóttir

Gul spjöld:
Ástbjörn Þórðarson ('56)

Rauð spjöld: