Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Grindavík
1
2
ÍBV
0-1 Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir '4
Rio Hardy '14 , víti 1-1
1-2 Rut Kristjánsdóttir '33
08.09.2018  -  14:00
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Skítaveður rok og haugarigning.
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Áhorfendur: 70
Maður leiksins: Cloé Lacasse
Byrjunarlið:
1. Viviane Holzel Domingues (m)
3. Linda Eshun
6. Steffi Hardy
7. Sophie O'Rourke
8. Guðný Eva Birgisdóttir (f)
9. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir
9. Rio Hardy
11. Dröfn Einarsdóttir
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f)
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir
26. Madeline Keane ('90)

Varamenn:
8. Katrín Lilja Ármannsdóttir
14. Lísbet Stella Óskarsdóttir
15. Elísabeth Ýr Ægisdóttir
18. Ása Björg Einarsdóttir
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir ('90)
21. Melkorka Mist Einarsdóttir

Liðsstjórn:
Nihad Hasecic (Þ)
Ray Anthony Jónsson (Þ)
Þorsteinn Magnússon
Aleksandar Cvetic

Gul spjöld:
Guðný Eva Birgisdóttir ('56)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum lokið með sigri ÍBV staða Grindavíkur mjög erfið eftir þetta tap .
90. mín Gult spjald: Sóley Guðmundsdóttir (ÍBV)
90. mín
Þetta er að fjara út hérna. Eyjakonur halda boltanum vel
90. mín
Inn:Helena Hekla Hlynsdóttir (ÍBV) Út:Katie Kraeutner (ÍBV)
90. mín
Inn:Áslaug Gyða Birgisdóttir (Grindavík) Út:Madeline Keane (Grindavík)
86. mín
Inn:Birgitta Sól Vilbergsdóttir (ÍBV) Út:Clara Sigurðardóttir (ÍBV)
85. mín
Adrienne með skot af 20 metrum beint á Viv.
78. mín
Inn:Hlíf Hauksdóttir (ÍBV) Út:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (ÍBV)
72. mín
Leikurinn stopp. Flaggið hjá öðrum aðstoðardómara leiksins er brotið og hann skellir sér til Grindvíkinga og fær smá teip til að halda því saman.
69. mín
Viv ver meistaralega af stuttu færi eftir að boltinn hafði skoppað kvenna á milli í teignum eftir aukaspyrnuna.
68. mín Gult spjald: Katie Kraeutner (ÍBV)
Fékk gult fyrir að mótmæla áðan.
68. mín
Cloé kominn í teiginn þegar Linda "brýtur" á henni og Ásmundur dæmir brot. Eini gallinn er að þótt brotið hafi verið soft var Cloé kominn langt inn í teig en Ásmundur flautar aukaspyrnu.
61. mín
Darraðadans í teig ÍBV eftir horn sem endar með skalla frá Madeline rétt framhjá. Hinu meginn Cloé ein í gegn en enn ver Viv frá henni.
56. mín Gult spjald: Guðný Eva Birgisdóttir (Grindavík)
Algjör steypa. Vinnur boltann löglega af Cloé en dæmd brotleg og fær spjald. Ásmundur verið slakur í dag.
53. mín
ÍBV fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Nánast á línunni til móts við markstöngina hægra meginn. Illa farið með hana og skotið lélegt.
49. mín
Cloé sleppur í gegn ein gegn Viviane en reynir einhverjar krúsidúllur og vippar boltanum beint á Viv
48. mín
Grindavik fær horn.
46. mín
Leikmenn búnir að ylja sér og allt klárt fyrir seinni hálfleik. Grindavík byrjar með boltann gegn sterkum vindinum.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Grindavík.

Hefur bætt töluvert í vind og aðstæður hreint út sagt ömurlegar.
44. mín
Frábær björgun hjá Lindu sem rennir sér fyrir skot Shameeku sem var kominn í mjög gott færi.
43. mín
Cloé með gott skot úr teignum eftir undirbúning Shameeku en Viviane ver í horn.
41. mín
Shameeka á gulu spjaldi sparkar í Lindu Eshun af bolta og dómarinn horfir beint á það. Leikurinn heldur áfram og Ásmundur ræðir eitthvað við hana en sleppir henni við spjaldið. Fáránlegt!
39. mín
Ísabel í ágætri stöðu en nær ekki góðu skoti og hættan líður hjá.
33. mín MARK!
Rut Kristjánsdóttir (ÍBV)
Eftir hornspyrnu frá hægri er boltinn skallaður beint upp í loftið og dettur fyrir tærnar á Rut sem er alein nánast á marklínu vinstra meginn og ýtir boltanum yfir línuna.
29. mín
aftur Sophie og Helga þetta skipti kemur Sopihe með fyrirgjöf á kollinn á Helgu en rétt framhjá.
28. mín
laglegur samleikur hjá Sopie og Helgu Guðrúnu endar með skoti frá Helgu en beint á Bryndísi.
27. mín
Clara reynir skotið en hittir boltann afar illa.
22. mín Gult spjald: Shameeka Fishley (ÍBV)
fyrir mótmæli
22. mín Gult spjald: Júlíana Sveinsdóttir (ÍBV)
Ég er ekki frá því að Júlíana sé hreinilega heppinn að fjúka ekki út af. Rífur Rio niður þegar hún er að sleppa í gegn. Sentimetrar sem skilja á milli hvort hún hafi verið öftust.
21. mín
Cloé með lúmsk skot úr teignum sem fer rétt framhjá.
16. mín
Linda Eshun hársbreidd frá því að reka tánna í boltann í markteignum eftir aukaspyrnu en Bryndís nær til boltans.
14. mín Mark úr víti!
Rio Hardy (Grindavík)
Rio setur Bryndísi í rangt horn og skorar af öryggi neðst í hornið.
14. mín
Grindavík fær víti. brotið á Helgu Guðrúnu er hún reynir að snúa í teignum.
10. mín
Viviane enn og aftur í bullinu í fyrirgjöf og boltinn dettur fyrir Shameeku sem á skot af fimm metra færi beint í Eshun sem stendur á línunni og bjargar marki.
8. mín
Rio í fínu færi eftir langt innkast frá Madeline, nær skoti úr markteignum hægra meginn en Bryndís ver mjög vel,
8. mín
Stórhætta við mark Grindavíkur, Viviane misreiknar fyrirgjöf sem dettur fyrir eyjakonu en skot hennar framhjá.
6. mín
Rio Hardy með boltann á hægri vængnum með fyrirgjöf en Bryndís grípur vel inní.
5. mín
Heimakonur reyna að svara strax. Isabel Jasmín með ágætis skot með vindinum en framhjá fer boltinn.
4. mín MARK!
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (ÍBV)
Viviane slær fyrirgjöf frá en ekki lengra en að vítapunkti þar sem Ingibjörg lúrir og setur boltann af öryggi í netið með Viviane úr leik.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn, gestirnir hefja leik og sækja í átt til hafs gegn talsverðum vindi.
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar og ég verð að segja ég hálfvorkenni þeim. Veðrið er skelfilegt, rok og rigning og af slæmar aðstæður til knattspyrnuiðkunar. En þessir naglar ætla ekki að láta það á sig fá og vonandi bjóða okkur uppá skemmtilegan leik við erfiðar aðstæður.
Fyrir leik
Heimakonur eru í bullandi veseni í 9.sæti deildarinnar og þar með í fallsæti. 3 stigum á eftir KR og með talsvert verri markatölu svo brekkan er brött.

Liðið hefur í sumar á köflum leikið fínan fótbolta og kroppað í stig þar sem ekki var búist við því eins og t.d sterkur útisigur á Stjörnunni fyrr í sumar ber vitni um.

En leikirnir við liðin i kringum þær hafa verið þeim erfiðir, jafntefli og tap gegn Selfossi, tap gegn FH og HK/Víking hafa sett liðið í erfiða stöðu.

Grindavík á þó eftir leik gegn FH sem þegar er fallið og innbyrðisleik gegn KR svo staðan er ekki vonlaus en úrslitin þurfa svo sannarlega að falla með þeim í síðustu umferðunum ef ekki á illa að fara.
Fyrir leik
Ekki úr vegi að fara yfir stöðu liðanna í deildinni nú þegar farið er að síga ansi duglega á seinni helming mótsins og byrjum við þar á gestunum.

Eyjaliðið siglir lygnan sjó um miðja deild og er ekki í fallhættu né er liðið að fara að trufla liðin fyrir ofan sig.
Spilamennskan hefur verið upp og niður í sumar og eflaust hefðu Eyjastúlkur viljað vera með fleiri stig á þessum tímapunkti en meiðsli lykilmanna hafa herjað á liðið í sumar. Eyjaliðið er samt firnasterkt og verkefni Grindavíkur í dag afar erfitt.
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur og verið velkominn í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og ÍBV í Pepsdeild kvenna sem fram fer í Grindavík nú klukkan 14.
Byrjunarlið:
12. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
3. Júlíana Sveinsdóttir
4. Caroline Van Slambrouck
5. Shameeka Fishley
7. Rut Kristjánsdóttir
10. Clara Sigurðardóttir ('86)
15. Adrienne Jordan
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('78)
20. Cloé Lacasse
22. Katie Kraeutner ('90)

Varamenn:
1. Emily Armstrong (m)
30. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Helena Hekla Hlynsdóttir ('90)
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
22. Birgitta Sól Vilbergsdóttir ('86)
30. Hlíf Hauksdóttir ('78)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Óskar Rúnarsson
Helgi Þór Arason
Richard Matthew Goffe
Matt Garner

Gul spjöld:
Júlíana Sveinsdóttir ('22)
Shameeka Fishley ('22)
Katie Kraeutner ('68)
Sóley Guðmundsdóttir ('90)

Rauð spjöld: