Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Fylkir
3
1
Fjölnir
Bryndís Arna Níelsdóttir '3 1-0
Bryndís Arna Níelsdóttir '32 2-0
Sigrún Salka Hermannsdóttir '42 3-0
3-1 Sara Montoro '47
Þórir Karlsson '69
14.09.2018  -  17:15
Floridana völlurinn
Inkasso deild kvenna
Aðstæður: Eins góðar og það verða. Heiðskírt og glampandi sól
Dómari: Eysteinn Hrafnkelsson
Maður leiksins: Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir)
Byrjunarlið:
12. Þórdís Edda Hjartardóttir (m)
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Tinna Björk Birgisdóttir ('38)
Bryndís Arna Níelsdóttir ('83)
4. María Björg Fjölnisdóttir
5. Hanna María Jóhannsdóttir
5. Ída Marín Hermannsdóttir
8. Marija Radojicic ('89)
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir ('80)

Varamenn:
28. Gunnhildur Ottósdóttir (m)
6. Sunna Baldvinsdóttir ('38)
15. Ísold Kristín Rúnarsdóttir ('80)
18. Rakel Leifsdóttir
20. Sunneva Helgadóttir
28. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir ('83)
29. Jenný Rebekka Jónsdóttir
30. Anna Kolbrún Ólafsdóttir

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Vésteinn Kári Árnason
Sigurður Þór Reynisson
Steinar Leó Gunnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið í Árbænum! Fylkir eru Inkasso meistarar árið 2018 og munu spila í Pepsi deildinni að ári! Til hamingju Fylkir til hamingju Árbær.
91. mín
NEI HEYRÐU!! Tinna er næstum því búin að skora hérna boltinn dettur inn fyrir vörn Fjölnis og nær að teygja sig í boltann og setur boltann yfir Margréti en rétt framhjá.
90. mín
Fylkir fær horn og Tinna er nálagt því að ná skallanum en það er aðeins hrint á bakið á henni. Eysteinn dæmir samt aukaspyrnu á Fylki.
89. mín
Inn:Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir (Fylkir) Út:Marija Radojicic (Fylkir)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir að spila sinn síðasta leik fyrir Fylki en hún er leikjahæsti leikmaður Fylkis frá upphafi með 272 leiki. Berglind lætur hana fá bandið, virkilega vel gert.
89. mín
Berglind reynir skot af löngu færi sem Margrét ver vel í markinu.
88. mín
Fjölnir fær hornspyrnu sem endar með skalla frá Íris en Fylkir kemur þessu frá.
85. mín
Fimm mínútur eftir þegar Sunna chippar boltanum í fangið á Margréti.
84. mín
Inn:Hjördís Erla Björnsdóttir (Fjölnir) Út:Sara Montoro (Fjölnir)
Markaskorari Fjölnis fer útaf.
83. mín
Inn:Þóra Kristín Hreggviðsdóttir (Fylkir) Út:Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir)
03 model útaf og 01 model inná það vantar ekki efnilega leikmenn í Árbæinn!
82. mín
Uss! Það kemur fyrirgjöf fyrir markið sem að Þórdís lendir í smá vandræðum með og þarf að slá boltann frá!
81. mín
Klara Bjartmarz er mætt með alla bikaranna og medalíurnar. Það eru 10 mínútur eftir og Fylkiskonur virðast ætla halda þetta út og sigla þessu heim.
80. mín
Inn:Ísold Kristín Rúnarsdóttir (Fylkir) Út:Sigrún Salka Hermannsdóttir (Fylkir)
78. mín
KABOOM Sæunn reynir flott skot fyrir utan teig á lofti en það fer framhjá markinu!
75. mín
Fylkir fær hornspyrnu sem þær taka stutt og reyna svo kross sem fer af fyrsta varnarmanni.
73. mín
Inn:Hlín Heiðarsdóttir (Fjölnir) Út:Rósa Pálsdóttir (Fjölnir)
72. mín
Inn:Aníta Björg Sölvadóttir (Fjölnir) Út:Aníta Björk Bóasdóttir (Fjölnir)
71. mín
Ída Marín reynir skot sem fer rétt framhjá markinu og endar í hliðarnetinu.
69. mín Rautt spjald: Þórir Karlsson (Fjölnir)
Bekkurinn er spjaldaður Gult og svo beint í rautt! Veit ekki hver fékk spjaldið eða hvað gerðist enEysteinn hlustar ekki á kjaftæði.
67. mín
Það er komið á hreint að Ólafur aðstoðardómari er í Jako skóm. Eftir mikla leit að tískulöggu kemur Aron Snær markmaður karlaliðs Fylkis og kallar þetta á innan við sekúndu.

Fylkir fær horn en spyrnan fer í hliðarnetið.
65. mín
FYLKIR SKORAR!! En það er dæmt af vegna rangstæðu sýndist okkar maður í strigaskónum vera með þetta á hreinu!
63. mín
Inn:Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir (Fjölnir) Út:Ásta Sigrún Friðriksdóttir (Fjölnir)
62. mín
Marija á hörkuskot á markið sem að Margrét missir frá sér en nær svo frákastinu aftur.
62. mín Gult spjald: Aníta Björk Bóasdóttir (Fjölnir)
58. mín
Lítið að gerast þessa stundina en Fjölnir fá þó aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Fylkis. Mér sýnist Kristjana Ýr ætla að taka spyrnuna beint inn á teiginn þar sem Berglind skallar boltann frá.
55. mín
Þriggja mínútna töff á leiknum meðan hlúið er að Margréti markmanni.Ánægður með hvernig þetta var tæklað af sjúkraþjálfara teyminu.
52. mín
ÚFFF. Margrét fær boltann í andlitið og liggur eftir það kom fyrirgjöf fyrir markið. Þetta lítur ekkert vel út
50. mín
Ég get sagt ykkur það þetta er smá spenna núna ef að FJölnir nær að setja annað mark bráðlega þá gæti farið aðeins um heimakonur.
47. mín MARK!
Sara Montoro (Fjölnir)
HVAÐ GERÐIST ÞARNA!

Sunna Baldvins gefur erfiðan bolta til baka á Þórdísi sem að fær hann í sig og hann skoppar út á Söru sem að skallar boltann yfir Þórdísi og í netið.
46. mín
Ída gerir sig strax líklega en Margrét kemur með gott úthlaupa og slær boltann í Ídu og aftur fyrir.
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er kominn af stað í Árbænum. Fáum við fleiri mörk?
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Floridana-vellinum og þetta lítur fáranlega vel út fyrir Fylkir. Þær leiða 3-0 í hálfleik og ég er nokkuð viss um að þær séu ekki að fara tapa þeirri forystu niður.

Ef það er einhver með sólarvörn í stúkunni þá má sá hinn sami koma með hana í fjölmiðlaboxið áður en við brennum hérna þar sem sólin skín svo sterkt í gegnum gluggan.
42. mín MARK!
Sigrún Salka Hermannsdóttir (Fylkir)
Ég held ég geti sagt að Fylkir verða Inkasso meistarar kvenna í ár! Staðan er 3-0 og lítið gerst sóknarlega hjá gestunum.

Það kemur frábæra bolti fyrir á Mariju sem á skalla sem Margrét ver en Sigrún er gammur og skellir sér á boltann og potar honum í autt markið.
42. mín
Geggjað úthlaupa hjá Þórdísi Eddu í markinu og hún nær boltanum rétt áður en Rósa nær til hans!
40. mín
Berglind með eitt gott draumóraskot reynir hammer af 37,4 metrum en framhjá markinu fer það!
38. mín
Inn:Sunna Baldvinsdóttir (Fylkir) Út:Tinna Björk Birgisdóttir (Fylkir)
Tinna virðist hafa meiðst og Sunna Baldvins er mætt á grasið.
32. mín MARK!
Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Margrét Björg Ástvaldsdóttir
2-0 ég endurtek 2-0! Þessi sending frá Margréti var eitt stykki konfekt!! Hún smurði boltann með fallegum boga aftur fyrir vörnina frá vinstri kantinum þar sem Bryndís kom og potaði honum inn á nær! Geggjað mark
29. mín
Fylkir fær aukaspyrnu út á hægri vængnum sem að Margrét tekur. Spyrnan er flott og henni er fleytt áfram en endar í höndunum á Margréti í markinu!
27. mín
Fjölnir hafa verið duglegar að láta vaða fyrir utan núna reynir Ísabella Anna fínt skot sem fer aðeins yfir markið.
26. mín
Þvilík dásemd sólin er byrjuð að skína í fjölmiðlaboxið og það var verið að koma færandi hendi eitt sstykki burger og gos með því!

Fylkir fær hornspyrnu þær taka aftur skemmtilega útfærslu en hún rennur út í sandinn.
24. mín
Bertha María reynir fínt skot fyrir utan teig sem fer vel yfir markið! Fjölnisstelpur samt verið að ógna aðein síðustu mínútur.
20. mín
Fylkir fær hornspyrnu og þær taka að sjálfsögðu tækni útgáfu af því. Bryndís setur hann á Margréti sem að leggur hann út aftur á Bryndísi sem kemur með geggjaðan bolta fyrir á Tinnu sem er í frábæru færi en skallar boltann framhjá markinu. Ég vil meina hún eigi að gera betur þarna.
17. mín
NAU NAU NAU! Ólafur Hlynur Guðmarsson aðstoðardómari tvö er að rokka einstaklega fallega strangheiðarlega strigaskó af gamla skólanum á hliðarlínunni. Þetta sér maður ekki oft en hann er greinilega smekksmaður.

Fæ tískulögguna Daða Ólafs til að rýna betur í þá á eftir.
14. mín
Þær ógna og ógna og ógna Fylkisstelpur. Núna á Margrét flottan bolta inn fyrir á Mariju sem að leggur hann aftur fyrir markið á Bryndísi í stað þess að skjóta sjálf og varnarmenn FJölnis hreinsa.

Fylkir fær horn og þær taka stutta skemmtilega Kjartans útgafu af því. Boltinn endar hjá Mariju inn á boxi sem vill fá víti en Eysteinn Kópavogs legendið dæmir ekkert.
12. mín
Fjölnir eiga skot sem fer beint á Þórdísi í markinu. Það er ekkert grín hversu vel pússað og hrein þessi auglýsingarskilti eru fyrir aftan markið ég fæ bara illt í augun af endurspeglun sólarinnar og ég ásamt vallarþulinum missum sjónina um stund vegna þessa. Costa del sol veður í Árbænum.
11. mín
DAUÐAFÆRI AFTUR HJÁ FYLKI!

Bryndís er kominn ein í gegn eftir sturlaða sendingu frá miðjunni og potar boltanum framhjá Margréti í markinu. Hún er svo við það að fara setja boltann í netið en varnarmenn FJölnis komast fyrir boltann á síðustu stundu og bjarga marki!
9. mín
Fjölnir í sinni fyrstu sókn sem endar með fyrrigjöf frá Rósu sem að fer aftur fyrir endamarkið og Fylkir fær markspyrnu.
8. mín
Það er fínasta mæting í stúkuna og ég er að horfa á bikarinn við hliðina á mér. Eins og staðan er núna er Fylkir að fara hampa honum.
6. mín
Fylkir heldur bara áfram núna á María Björg langskot sem fer rétt framhjá markinu. Þær ætla sér titilinn það er greinilegt.
5. mín
DAUÐAFÆRI!!! Marija er komin ein í gegn á móti Margréti en hún ver stórskostlega frá henni. Sókn Fylkis heldur áfram og endar´aþ ví að þær koma boltanum aftur í netið en eru dæmdar rangstæður! Þvílík byrjun.
3. mín MARK!
Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Marija Radojicic
ÞVÍLÍK BYRJUN!

Fylkir byrjar af þvílíkum krafti fyrstu mínúturnar og þær eru búnar að skora! Marija tekur skot fyrir utan teig beint á Margréti sem að ver boltann og út í teiginn þar sem Bryndís étur boltann og fer framhjá Margréti í markinu og leggur hann í netið og staðan er 1-0!
3. mín
Fylkir fær aukaspyrnu út á hægri vængnum sem að mér sýnist Eagle Eye Margrét ætla að taka.

Hún setur boltann inn á teig og hann lendir á slánni! Fylkiskonur að byrja af miklum miklum krafti!
1. mín
Þetta byrjar með látum! Ég sá ekki hver átti skotið þar sem það var labbað fyrir gluggan hjá mér en Fylkir fær horn eftir að Margrét slær boltann yfir.

Margrét tekur hornið en Fjölnir nær að skalla boltann frá.
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON! Það eru heimakonur úr Árbænum sem að byrja með boltann og sækja í átt að Íþróttahúsinu.

Þvílík leikmannakynning sem er í gangi hjá vallarþulinum þetta minnir mig á gott ball á Broadway back in the days alvöru soundsystem.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl og það styttist í þessa veislu! Það er svo gott veður að það eru menn mættir í hlýrabolum í stúkuna það er alvöru tan game í gangi!
Fyrir leik
Bæði lið eru mætt út á völl til þess að hita upp. Það er mögulega svona 10 stiga hiti og glampandi sól en Kjartan er samt sem áður mættur með lukku lúffurnar sínar og ber þær með prýði. Ég veit ekki hvort Palli Árna eigi einnig góðar lúffur þarf að komast að því!
Merkilegt

Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar!

Það er byrjað að vökva völlinn og það eru hundar að leik á æfingarvellinum við hliðina á gervigrasinu hversu heimilislegt? Aðeins á Íslandi gott fólk.

Vallarþulurinn er ekki mættur og því enginn tónlist byrjuð að óma um stúkuna. Daði Ólafs er heldur ekki mættur, ætli hann hafi kíkt á Vesturbæjar-ís fyrir leik?
Fyrir leik
Það er fössari, geggjað veður og enginn ástæða til að skella sér ekki á völlinn í kvöld!

Ég myndi halda að það verði mikið um gleði og skemmtun á Floridana-Vellinum þar sem Fylkir á möguleika á efsta sætinu og titlinum og hafa þegar tryggt sér sæti á meðal þeirra bestu á næsta ári í Pepsí-deildinni.

Fótbolti.net ræddi við Kjartan í gær um sumarið og framhaldið hjá Fylki en það má lesa í heild sinni með því að smella á linkinn hér fyrir neðan.

Kjartan Stefáns um framhaldið hjá Fylki og sumarið

Kjartan Stefánsson:
Það er lykilatriði að allur aðbúnaður og umgjörð í kringum liðið sé gott. Skipulag og undirbúningur sé góður á vetrarmánuðum. Samsetning leikmannahópsins sé góð og leikmenn geri sér vel grein fyrir hlutverki sínu.
Fyrir leik
Fyrir þessa lokaumferð situr Fylkir í efsta sæti deildarinnar með 45 stig og með sigri tryggja þær sér titilinn en þær eru tveimur stigum á undan Keflavík sem sitja í öðru sæti deildarinnar en þær spila við Hauka á Ásvöllum í dag.

Fylkir getur einnig unnið titilinn með jafntefli þrátt fyrir að Keflavík myndi vinna sinn leik þar sem markatalan hjá Fylki er talsvert betri eða um 10 mörkum meira í plús.

Fari svo að Fylkir tapi sínum leik en Keflavík vinnur á Ásvöllum verða Keflvíkingar Inkasso meistarar í ár.
Fyrir leik
Komiði blessuð og sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá lokaumferð Inkasso deildar kvenna þar sem við eigast Fylkir og Fjölnir
Byrjunarlið:
1. Margrét Ingþórsdóttir (m)
Rósa Pálsdóttir ('73)
Kristjana Ýr Þráinsdóttir
Íris Ósk Valmundsdóttir
Eva Karen Sigurdórsdóttir
3. Ásta Sigrún Friðriksdóttir ('63)
4. Bertha María Óladóttir (f)
7. Ísabella Anna Húbertsdóttir
11. Sara Montoro ('84)
14. Elvý Rut Búadóttir
21. Aníta Björk Bóasdóttir ('72)

Varamenn:
1. Hrafnhildur Hjaltalín (m)
5. Hrafnhildur Árnadóttir
8. Lára Marý Lárusdóttir
8. Ástrós Eiðsdóttir
10. Aníta Björg Sölvadóttir ('72)
19. Hjördís Erla Björnsdóttir ('84)
31. Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir ('63)

Liðsstjórn:
Páll Árnason (Þ)
Hlín Heiðarsdóttir
Harpa Lind Guðnadóttir
Axel Örn Sæmundsson
Þórir Karlsson
Elsa Sæný Valgeirsdóttir

Gul spjöld:
Aníta Björk Bóasdóttir ('62)

Rauð spjöld:
Þórir Karlsson ('69)