Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Selfoss
1
3
ÍA
0-1 Jeppe Hansen '17
0-2 Arnar Már Guðjónsson '43
Hrvoje Tokic '66
Kenan Turudija '68
Guðmundur Axel Hilmarsson '71 1-2
1-3 Þórður Þorsteinn Þórðarson '90
15.09.2018  -  14:00
JÁVERK-völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Hangir þurr. Hann blæs og það er kalt.
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 321
Maður leiksins: Hallur Flosason
Byrjunarlið:
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson
Stefán Logi Magnússon
2. Guðmundur Axel Hilmarsson
3. Gylfi Dagur Leifsson ('57)
4. Jökull Hermannsson
7. Svavar Berg Jóhannsson ('70)
9. Hrvoje Tokic
18. Arnar Logi Sveinsson ('84)
20. Bjarki Leósson
24. Kenan Turudija

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
3. Þormar Elvarsson ('84)
8. Ivan Martinez Gutierrez
12. Magnús Ingi Einarsson
15. Brynjólfur Þór Eyþórsson
20. Guðmundur Tyrfingsson ('70)
22. Kristófer Páll Viðarsson ('57)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Einar Ottó Antonsson
Jóhann Árnason
Baldur Rúnarsson
Njörður Steinarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Hrvoje Tokic ('66)
Kenan Turudija ('68)
Leik lokið!
Leik lokið á Selfossi.

ÍA fer í Pepsi á meðan Selfyssingar eru FALLNIR úr Inkassodeildinni, þar að segja ef að Fram jafna ekki gegn Magna á lokamínútunum.

Skýrsla og viðtöl bráðlega. Takk fyrir mig í dag og í sumar!
90. mín
Gestirnir vaaaaða í færum hérna undir restina en Selfyssingar ná að koma í veg fyrir allt!

Stálheppnir.
90. mín MARK!
Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
MAAAARK!

Skagamenn eru að klára þetta. Fara upp vinstri kantinn, sending fyrir markið og Selfyssingar ansi fáliðaðir í vörninni og ÞÞÞ ssetur boltann auðveldlega í markið framhjá Stefáni loga.

Pepsi kallar.
90. mín
Afsakið þetta. Við duttum út!
85. mín
Skagamenn tefja. Egill Arnar rekur þá áfram.
84. mín
Inn:Þormar Elvarsson (Selfoss) Út:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
Síðasta skipting Selfyssinga.
83. mín
Selfyssingar eru búnir að vera miklu betri síðustu mínútur en það verður erfitt að ná þessu jöfnunarmarki.

ÍA treysta á skyndisóknirnar.
79. mín
Steinar Þorsteinsson fær hér opið skot inní vítateig Selfyssinga en Stefán Logi ver í horn.

Ekkert kemur uppúr hornspyrnunni.
78. mín
Ég hef fengið nokkrar ábendingar um að ég hafi skrifað að Guðmundur Axel hafi jafnað fyrir Selfyssinga.

Mistök hjá mér, Selfyssignar voru einungis að minnka muninn.
77. mín
Inn:Ragnar Leósson (ÍA) Út:Jeppe Hansen (ÍA)
76. mín
Ég held það hafi verið betra fyrir Selfoss að byrja án Tokic og Kenan í dag!

Selfyssingar rifið sig í gang eftir að þeir eru að spila tveimur færri.
74. mín
Þeir sem vilja sjá þessi rauðu spjöld betur geta farið á Selfoss.tv og spólað til baka.

Ég ætla ekki að setja mig í dómarasætið í þessum málum.
71. mín MARK!
Guðmundur Axel Hilmarsson (Selfoss)
Stoðsending: Ingi Rafn Ingibergsson
MAAAAAAARK!!!!

Selfyssingar minnka muninn tveimur mínútum eftir að þeir eru einum færri!!

Ingi Rafn með aukaspyrnu beint á kollinn á Gumma Axel sem svífur hæst í teignum og skallar boltann inn!

Þetta er rosalegur leikur.
70. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss) Út:Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss)
Gummi Tyrfings mættur inná.

Mikið efni og gæti fengið nokkur tækifæri hjá Selfyssingum í 2. deild á næsta ári.
68. mín
Ég skil ekki hvað er í gangi hérna!

Kenan OG Tokic fá báðir BEINT rautt spjald hjá Selfyssingum!

Tokic veður með hendurnar beint í hálsinn á ÞÞÞ og ég sé ekki hvað gerist á meðan en Kenan færi beint rautt!

Þetta súmerar upp sumarið hjá Selfyssingum. Algjör hörmung og það að þessir tveir leikmenn, sem eiga að heita lykilleikmenn hagi sér svona er fyrir neðan allar hellur. Þvílíkur og annar eins kjánaskapur.
68. mín Rautt spjald: Kenan Turudija (Selfoss)
66. mín Rautt spjald: Hrvoje Tokic (Selfoss)
63. mín
Inn:Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA) Út:Albert Hafsteinsson (ÍA)
ÞÞÞ - time.
62. mín
Bjarki Leósson með pirringsbrot. Ýtir á eftir Arnari Má sem fellur í jörðina.
60. mín
Það er dottið í hellirigningu.

Selfyssingar þurfa mark á allra næstu mínútum.
57. mín
Inn:Kristófer Páll Viðarsson (Selfoss) Út:Gylfi Dagur Leifsson (Selfoss)
Fyrsta skipting leiksins.

Gylfi verið flottur.
56. mín
Gylfi Dagur með geeeeggjaða sendingu inní teig frá vinstri kantinum. Föst meðfram jörðinni en enginn Selfyssingur mættur!
54. mín
Hrovje Tokic kemst einn í gegn en lætur Árna Snæ verja frá sér!

Þetta gæti reynst ansi dýrt fyrir Selfyssinga, Tokic átti að gera miklu betur þarna.
51. mín
Selfyssingar fá aukaspyrnu á fínum stað. Ingi Rafn tekur hana og ákveður að skjóta í stað þess að koma með hann inní teig.

Galin ákvörðun og boltinn hátt yfir markið.
48. mín
Steinar Þorsteinsson með fyrsta skot síðari hálfleiks, framhjá.
46. mín
Síðari hálfleikur kominn af stað.

Bæði lið óbreytt sýnist mér.
45. mín
Hálfleikur
Skagamenn leiða 0-2 í hálfleik og ég held að Selfyssingar þakki fyrir að það sé kominn hálfleikur.

Það þarf eitthvað stórkostlegt að gerast ætli þeir að snúa sér þessu í hag.
43. mín MARK!
Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
MAAAAAARK Á MARKAMÍNÚTU!

Þetta er gjörsamlega skelfilegur varnarleikur Selfyssinga, ég á ekki til neitt aukatekið orð.

Hornspyrna frá vinstri og Þorsteinn Daníel skallar boltann upp í loft, Arnar Már fer síðan upp í skallabolta við Guðmund Axel, stekkur hærra en hann og skallar boltann í netið.
43. mín
Boltinn dettur fyrir Arnar Má í vítateig Selfyssinga og hann á hörkuskot en fer af varnarmanni Selfyssinga og afturfyrir.

Þrjár hornspyrnur í röð.
42. mín
Stefán Teitur með spyrnuna en beint í Kenan og þaðan afturfyrir.

Hornspyrna!
41. mín
Kenan Turudija með djöfull heimskulega tæklingu rétt fyrir utan teig Selfyssinga.

Aukaspyrna á geggjuðum stað fyrir ÍA.
40. mín
Þetta er steindautt!

Byrjað að rigna og það er skítkalt. Dökkt yfir Selfossi.
36. mín
Selfyssingar ná hér aðeins að láta boltann ganga, gera vel í því.

Þurfa samt sem áður að fara að skapa sér einhver marktækifæri.
33. mín
Gestirnir fá aukaspyrnu á fínum stað en spyrnan er afleidd hjá þeim sem tók hana. Gleymdi hreinlega að fylgjast með því!
30. mín
Stefán Teitur með skot af 25 metrunum!

Fín tilraun en beint á Stefán Loga.
29. mín
Stefán Teitur í góóóðu færi eftir fyrirgjöf frá Ólafi Val frá vinstri.

Nafni hans Stefán Logi gerir þó vel og nær að komast fyrir skotið.
27. mín
Heimamenn fá hér smá andrými og ná að halda boltanum í smá stund.
25. mín
Darraðadans inní teig Selfyssinga þegar annað mark liggur í loftinu!

Selfyssingar henda sér fyrir hvern boltann á fætur öðrum. Liggur gríðarlega þungt á þeim.
23. mín
Hornspyrna sem gestirnir fá eftir að fyrirgjöf Alberts endaði í varnarmanni Selfyssinga.
21. mín
Egil Arnar búin að flauta ansi oft í þessum leik. Örugglega hátt í 10 aukaspyrnur komnar.
17. mín MARK!
Jeppe Hansen (ÍA)
MAAAAAARK!!

SKAGAMENN REFSA!

Föst sending frá Steinari Þorsteinssyni sem er úti á hægri kantinum inná teiginn og Jeppe nær að koma sé fram fyrir Jökul og potar boltanum það laust inn að hann LEKUR mjög svo rólega inn.

ÍA er í Pepsi eins og staðan er núna!
Selfoss er í 2. deild eins og staðan er núna!
16. mín
DAUÐAFÆRI!

Ingi Rafn stingur boltanum innfyrir á Svavar Berg sem er í hlaupinu úti á hægri kanti, Svavar kemur með hann fastann fyrir þar sem Tokic er en Tokic setur hann í varnarmann ÍA og þaðan aftur fyrir! Þetta var færi!

Úr hornspyrnunni kemur ekkert.
15. mín
Ingi Rafn með aukaspyrnu fyrir Selfyssinga, snýr hann inn á teiginn, fínn bolti en varnarmenn ÍA koma þessu burt að lokum.
13. mín
Arnar Már og Stefán Logi lenda hér í samstuði í háloftunum.

Arnar fær aðlhynningu, harkar þetta af sér.
11. mín
Albert Hafsteinsson með aukaspyrnu frá vinstri á vallarhelmingi Selfyssinga.

Spyrnan of innarlega og Stefán Logi hirðir boltann.
9. mín
Skagamenn stilla upp í 4 - 4- F***in 2.

Stefán Teitur og Jeppe uppi. Tveir trukkar og þeir eru að leita svolítið á hausinn á þeim.
7. mín
Selfyssingar meira með boltann hérna í byrjun. Enginn æsingur í þeim.
4. mín
Jeppinn fær fyrirgjöf frá hægri, beint á kollinn en hann nær ekki að stýra boltanum nægilega vel og endar því í fanginu á Stefáni Loga.
3. mín
Ingi Rafn brýtur á sóknarmanni ÍA.

ÍA fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Selfoss.

Ólafur Valur tekur spyrnuna en Kenan Turudija skallar boltann frá.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn!

Selfyssingar byrja með boltann og sækja í átt að Stóra hól!

Góða skemmtun.
Fyrir leik
Hér ganga liðin út á völlinn, Egill Arnar dómari fremstur manna.

Bæði lið í sínum aðalbúningum. Selfyssingar vínrauðir og Skagamenn gulir og glaðir.

Það er vel mætt af stuðningsmönnum ÍA í dag. Vel gert.
Fyrir leik
15 mínútur í leik.

Bæði lið ganga inn til búningsklefa. Þetta verður geggjaður leikur. Ég segi það og skrifa.

Mjög mikið í húfi fyrir bæði lið. Endilega fylgist með gangi mála úr öðrum leikjum líka.
Fyrir leik
Hjá ÍA er þetta allt eftir bókinni.

Jeppe Hansen þeirra fremsti maður með Stefán Teit sér við hlið eða rétt fyrir aftan.
Fyrir leik
Það sem vekur athygli hjá Selfyssingum er að Stefán Ragnar Guðlaugsson fyrirliði þeirra og hjartað í vörninni er EKKI í leikmannahópnum í dag.

Hann á von á tvíburum núna á allra næstu dögum.

Jökull Hermansson kemur inní varnarlínu Selfoss en hann er ekki með mikla reynslu í meistaraflokksfótbolta.
Fyrir leik
Byrjunar liðin eru mætt í hús!
Fyrir leik
Þessi lið hafa mæst tvisvar sinnum í sumar en liðin drógust saman í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þar höfðu Skagamenn betur 1-4.

Liðin mættust síðan í deildinni í byrjun júlí og þar unnu Skagamenn líka, 2-0.

Eins og áður kemur fram er þetta RISA leikur fyrir bæði lið og nú er það bara spurning hvort liðið vill þetta meira. Selfyssingar geta alveg unnið ÍA á góðum degi, það er þannig.
Fyrir leik
Staðan er aðeins snúnari fyrir Selfyssinga og þeirra mál velta á meira á úrslitum annara leikja.

Selfoss getur hinsvegar fallið ef liðið tapar í dag og ÍR nær stigi eða stigum gegn HK. Selfyssingar eru enn á lífi ef þó þeir tapi EN þá þarf ÍR að tapa líka.

Það hefur ekkert gengið hjá Selfyssingum í sumar eins og flestir eru kunnugir um. Liðið hefur unnið einn leik af síðustu níu.
Fyrir leik
Sigur fyrir ÍA hér í dag þýðir það að liðið spilar í Pepsideildinni að ári - (Staðfest)

Jafntefli ætti einnig líka að fara mjög langt með Pepsideildar sæti en liðið er með töluvert betri markatölu en Ólafsvíkingar sem eru í 3. sæti.

ÍA hafa ekki tapað leik síðan 13. júlí eða í síðustu 9 leikjum sem er magnað. Síðasti tapleikur kom gegn Þrótti en þá tapaði liðið 4-1.
Fyrir leik
Komiði sæl. Hér verður bein textalýsing frá leik Selfoss-ÍA í næstsíðustu umferð Inkasso-deildarinnar.

Þetta er rosalegur leikur fyrir bæði lið og hrikalega mikið í húfi.

Fylgist vel með!
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
8. Hallur Flosason
8. Albert Hafsteinsson ('63)
10. Steinar Þorsteinsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson
17. Jeppe Hansen ('77)
18. Stefán Teitur Þórðarson

Varamenn:
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('63)
10. Ragnar Leósson ('77)
13. Daniel Ingi Jóhannesson
15. Hafþór Pétursson
16. Viktor Helgi Benediktsson
19. Bjarki Steinn Bjarkason
19. Kristófer Áki Hlinason
32. Garðar Gunnlaugsson

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Hjalti Rúnar Oddsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Skarphéðinn Magnússon

Gul spjöld:

Rauð spjöld: