Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Víkingur Ó.
1
2
Njarðvík
Arnór Björnsson '13
0-1 Ari Már Andrésson '17
0-2 Ari Már Andrésson '31
Kwame Quee '55 , víti 1-2
15.09.2018  -  14:00
Ólafsvíkurvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Ari Már Andrésson
Byrjunarlið:
1. Fran Marmolejo (m)
2. Ignacio Heras Anglada
3. Michael Newberry
4. Kristófer James Eggertsson
5. Emmanuel Eli Keke
6. Ástbjörn Þórðarson
7. Ívar Reynir Antonsson ('52)
7. Sasha Litwin ('78)
10. Sorie Barrie ('49)
19. Gonzalo Zamorano
22. Vignir Snær Stefánsson

Varamenn:
12. Kristján Pétur Þórarinsson (m)
10. Kwame Quee ('52)
11. Jesus Alvarez Marin ('49)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('78)
17. Brynjar Vilhjálmsson
21. Pétur Steinar Jóhannsson
27. Guyon Philips

Liðsstjórn:
Ejub Purisevic (Þ)
Antonio Maria Ferrao Grave
Suad Begic
Kristján Björn Ríkharðsson
Hilmar Þór Hauksson

Gul spjöld:
Sasha Litwin ('44)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sigri Njarðvíkur. Voru manni færri nánast allan leikinn. Skellur fyrir Ejub og hans menn.

Með úrslitum leiksins er ljóst að bæði lið verða í Inkasso deildinni næsta sumar. Njarðvíkingar eru sloppnir við fall og vonir Ólsara um sæti í deild þeirra bestu næsta sumar eru að engu orðnar
90. mín
90+2

Vignir á skot sem Njarðvíkingar ná að kasta sér fyrir.Seinasti séns í horninu núna
90. mín
Inn:Bergþór Ingi Smárason (Njarðvík) Út:Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
90+2
Gestirnir að éta upp tíma
90. mín
Þremur mínútum bætt við
90. mín
Vefurinn datt aðeins út en fólk missti svosem ekki af miklu. Ólsarar reyna hvað þeir geta að ná jöfnunarmarki en gestirnir eru fastir fyrir í vörninni
78. mín
Inn:Bjartur Bjarmi Barkarson (Víkingur Ó.) Út:Sasha Litwin (Víkingur Ó.)
Seinasta skipting Víkinga. Sasha fer útaf og hinn 16 ára gamli Bjartur kemur inn.. Þar er mikið efni á ferð
77. mín
Jahérna. Hvernig fóru Njarðvíkingar að því að skora ekki núna? Aftur eiga heimamenn í bölvuðu basli með föst leikatriði og eftir mikið klafs í teignum áttu Njarðvíkingar nokkur skot en á einhvern óskiljanlegan hátt tókst þeim ekki að koma boltanum í netið
76. mín
Kwame með góðan sprett sem endar á skoti sem er beint á Robert í marki Njarðvíkur
75. mín
Inn:Brynjar Freyr Garðarsson (Njarðvík) Út:Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
Fyrsta skiptin Njarðvíkinga!
66. mín
Jahérna.. Neil Slooves leikmaður Njarðvíkinga var allt í einu dauðafrír inni á teig heimamanna og náði skalla á markið. Sem betur fer fyrir heimamenn var skallinn beint á Fran í markinu
65. mín
Gult á bekk Njarðvíkur. Sá ekki hver fékk spjaldið
61. mín
Aftur stórhætta við mark Njarðvíkur. Gonzalo vippar boltanum inn fyrir á Kwame sem snýr og skýtur rétt yfir markið..
60. mín
Vá! Flott sókn Víkinga endar með skoti frá Kwame sem Robert ver vel í horn. Eftir hornið eiga heimamenn skalla naumlega framhjá
58. mín
Ólsarar eru líklegri núna eftir markið. Leikurinn fer fram á vallarhelmingi Njarðvíkinga
55. mín Mark úr víti!
Kwame Quee (Víkingur Ó.)
MAARK! Kwame sem er nýkominn inná sem varamaður skorar af öryggi úr vítinu. Staðan 2-1 og þetta er orðinn leikur aftur.
54. mín
Víti.. Brotið á Vigni Snæ innan teigs. Bakhrinding. Líflína fyrir Víkinga!!
53. mín
Michael Newberry nálægt því að skora fyrir Víkinga. Þetta átti líklega að vera fyrirgjöf en boltinn nánast í markið. Robert blakar honum yfir
52. mín
Inn:Kwame Quee (Víkingur Ó.) Út:Ívar Reynir Antonsson (Víkingur Ó.)
Kwame kominn inn á.. Spurning hvort hann nái ekki að brjóta þetta aðeins uppp
50. mín
Nú fá Ólsarar dauðafæri. Eftir smá basl í teignum á Gonzalo hörkuskot en boltinn fer framhjá.
49. mín
Inn:Jesus Alvarez Marin (Víkingur Ó.) Út:Sorie Barrie (Víkingur Ó.)
Víkingar gera hér sína fyrstu breytingu.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur farinn af stað.. Fékk upplýsingar í hálfleik um að Ari Már hafi skorað fyrsta mark Njarðvíkinga en ekki Kenneth. Ari því búinn að skora bæði mörkin í dag.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. Njarðvíkingar geta farið ánægðir inn í hálfleikinn. Lentu manni færri snemma leiks en skoruðu í kjölfarið tvö mörk og eru því 2-0 yfir í hálfleik
44. mín Gult spjald: Sasha Litwin (Víkingur Ó.)
Rennir sér harkalega í leikmann Njarðvíkur og fær réttilega gult spjald
43. mín
Gonzalo heldur áfram að gera sig líklegan. Gerir vel og á skot framhjá.
39. mín
Þarna voru Ólsarar nálægt því að minnka muninn. Eftir flott samspil barst boltinn á Gonzalo sem átti skot hárfínt framhjá. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni en ekker kom úr horninu
31. mín MARK!
Ari Már Andrésson (Njarðvík)
MARK!!!

Almáttugur. Aftur skora Njarðvíkingar eftir slysalegan varnarleik heimamanna. Boltinn kemur fyrir og eftir klafs í teignum og aftur nær Ari að koma honum í netið. Njarðvíkingar manni færri en tveimur mörkum yfir.
30. mín
Aftur á Ibrahim skot on nú er það fast en Robert í marki Njarðvíkur ver vel. Annað horn fyrir Víkinga
28. mín
Nú fá Víkingar horn. Spurning hvort þeir nái að svara
27. mín
Ibrahim með skot fyrir utan teig en skotið slakt og þónokkuð framhjá markinu.
26. mín
Það er ekki að sjá að Njarðvíkingar séu manni færri.. Mikil barátta í þeim þessa stundina
21. mín
Víkingar komust í ágætt færi. Ívar Reynir sloppinn í gegn en móttakan ekki góð og skotið í hliðarnetið
17. mín MARK!
Ari Már Andrésson (Njarðvík)
MAAAARK! Ég var að sleppa orðinu og Njarðvíkingar skora. Enn eitt skiptið sem Víkingar fá á sig slysalegt mark eftir hornspyrnu.Ari Már kemur honum inn.
16. mín
Það gæti orðið erfitt fyrir Njarðvíkinga að vera manni færri það sem eftir lifir leiks. Þeir fá þó hornspyrnu núna
13. mín Rautt spjald: Arnór Björnsson (Njarðvík)
BEINT RAUTT.. Fer beint í andlitið á Vigni Snæ með takkana.. Hárrétt en glórulaus tækling!
11. mín
Ívar Reynir Antonsson með skalla eftir aukaspyrnuna en skallinn laus og fer yfir markið
10. mín
Víkingur Ó. fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Brotið á Gonzalo
6. mín
Lítið að gerast fyrstu mínúturnar. Heimamenn ögn miera með boltann
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn
Fyrir leik
Liðin eru að labba út á völl. Þetta er allt að byrja.. Viðureign Selfoss og ÍA hefur líka mikið að segja fyrir þessi lið, bæði á botni og toppi
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin. Það er áhugavert að sjá lið Víkings Ó. Fyrirliðinn Emir Dokara slasaðist við vinnu og er ekki með liðinu í dag. Þá er Ingibergur Kort Sigurðsson ekki með vegna meiðsla og Kwame Quee er tæpur í læri og er á bekknum.

Njarðvíkingar eru hinsvegar með óbreytt lið frá seinasta leik
Fyrir leik
Liðin mættust einnig á Fótbolta.net mótinu fyrir tímabilið en þeim leik lauk með öruggum 3-1 sigri Njarðvíkinga.
Fyrir leik
Liðin gerðu 1-1 jafntefli þegar þau mættust í Njarðvík fyrr í sumar. Kwame Quee kom Ólafsvík yfir í leiknum áður en Kenneth Hogg jafnaði fyrir Njarðvík.
Fyrir leik
Gestirnir úr Njarðvík eru svo gott sem öruggir með sæti sitt í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir því þeir eru sex stigum á undan Selfossi sem er í 11. sæti.

Ólafsvíkingar eru hisnvegar í 3. sæti deildarinnar og ólíklegt má telja að liðið komist upp í Pepsi deildina. Til að það gerist þurfa Víkingar að vinna báða leikina sem eftir eru, gegn Njarðvík og Fram, og treysta á að ÍA tapi báðum sínum leikjum, gegn Selfossi og Þrótti
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Víkings Ó. og Njarðvíkur en um er að ræða leik í 21. umferð deildarinnar.
Byrjunarlið:
Arnór Björnsson
1. Robert Blakala
3. Neil Slooves
5. Arnar Helgi Magnússon
7. Stefán Birgir Jóhannesson ('90)
8. Kenneth Hogg
15. Ari Már Andrésson
22. Magnús Þór Magnússon
22. Andri Fannar Freysson ('75)
27. Pawel Grudzinski
28. James Dale

Varamenn:
31. Unnar Elí Jóhannsson (m)
10. Bergþór Ingi Smárason ('90)
11. Krystian Wiktorowicz
14. Birkir Freyr Sigurðsson
23. Luka Jagacic
30. Styrmir Gauti Fjeldsted

Liðsstjórn:
Rafn Markús Vilbergsson (Þ)
Árni Þór Ármannsson
Brynjar Freyr Garðarsson
Snorri Már Jónsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Leifur Gunnlaugsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Arnór Björnsson ('13)