Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Valur
5
1
ÍBV
0-1 Atli Arnarson '20
Patrick Pedersen '56 1-1
Haukur Páll Sigurðsson '59 2-1
Patrick Pedersen '61 3-1
Patrick Pedersen '65 4-1
Guðjón Pétur Lýðsson '88 5-1
16.09.2018  -  17:00
Origo völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Frábærar. Flott veður
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 855
Maður leiksins: Patrick Pedersen
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
3. Ívar Örn Jónsson
4. Einar Karl Ingvarsson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('76)
16. Dion Acoff ('72)
17. Andri Adolphsson ('81)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('72)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('76)
11. Sigurður Egill Lárusson ('81)
13. Arnar Sveinn Geirsson
19. Tobias Thomsen
23. Andri Fannar Stefánsson
71. Ólafur Karl Finsen

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('24)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+3 Leik lokið með öruggum sigri Vals. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín
Þremur mínútum bætt við hið minnsta.
89. mín Gult spjald: Atli Arnarson (ÍBV)
88. mín MARK!
Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Stoðsending: Patrick Pedersen
MAAARRRKKKKK!! Endanlegur nagli í þessa líkkistu. Patrick með góða sendingu á GPL sem var óvaldaður við vítateigslínuna og átti ekki í vandræðum með að setja boltann í markið.
86. mín
Inn:Breki Ómarsson (ÍBV) Út:Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV)
85. mín
Ég verð að segja að ég þetta hrun hjá ÍBV í seinni hálfleik er eitthvað á öðru leveli. Við það að fá jöfnunarmarkið á sig fór allur vindur úr þeim og Valsmenn völtuðu yfir þá.
83. mín
Geggjað skot frá Sigurði Agli en enn stórkostlegri markvarsla frá Halldóri Páli.
81. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
79. mín
Inn:Ásgeir Elíasson (ÍBV) Út:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
76. mín
Inn:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
76. mín
Frábær markvarsla hjá Halldóri þegar Kristinn Ingi komst einn á móti honum.


72. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Dion Acoff (Valur)
70. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Út:Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
65. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Dion Acoff
PATRICK PEDERSEN Á ÞENNAN LEIK, HANN Á ÞENNAN VÖLL, HANN Á ÞESSA STUÐNINGSMENN!!!

Þrenna og leikurinn er ekki búinn. Fékk sendingu frá Dion inn í teig ÍBV og tók geggjaða hreyfingu, fór framhjá þremur leikmönnum ÍBV og setti boltann i netið.

16 mörk komin hjá Patrick í deildinni.
61. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
ÚFFFF ÞETTA ER EITTHVERT RUGL!

Þvílíkt niðurbrot í leik ÍBV þessa stundina. Kristinn Freyr sendi boltann á Patrick sem var á miðjum vallarhelming ÍBV. Patrick geystist upp völlinn óáreittur og setti boltann auðveldlega í netið.

Skelfilegur leikur hjá ÍBV síðustu 6 mínúturnar.
59. mín MARK!
Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Einar Karl Ingvarsson
MAAAARRRKKKK!!!! HVAÐ ER AÐ GERAST!

Haukur Páll kom á ferðinni inn í teignum og stangaði boltann í netið eftir geggjaða fyrirgjöf frá Einari Karli.
58. mín
Þetta var 14 mark Patricks í deildinni í sumar og hann nálgast Hilmar Árna óðfluga sem er með 15 mörk. Keppnin er ekki eingöngu hörð um Íslandsmeistaratitilinn heldur líka markakóngstitilinn.
56. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Andri Adolphsson
MAAAARRRRKKKKK!!!! Hrikalega flott sending frá Andra Adolphs á Patrick sem klobbaði Halldór og inn fór boltinn. Virkilega vel gert og við erum kominn með alvöru leik!
52. mín
Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn betur en nú eru Eyjamenn aftur að taka völdin síðstu tvær þrjár mínútur.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn og Valsmenn byrja með boltann.


45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur.
45. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (ÍBV)
42. mín
Skelfileg varnarmistök sem hleyptu Patrick inn í teig ÍBV en Halldór kom vel út á móti og slæmdi höndinni í boltann. Í kjölfarið komu síðan frábær varnartilþrif sem lokuðu á seinni bylgju sóknar Valsmanna.
39. mín
Valsmenn eru að setja í fjórða gírinn sýnist mér. Það væri ekkert ósanngjarnt ef það kæmi jöfnunarmark á næstu mínútum.
37. mín
Lítið að frétta af vellinum sjálfum en í stúkunni eru í það minnsta tveir þingmenn að styðja sitthvort liðið. Verðlaun fyrir þann sem kemur með rétt svar á twitter. (kannski ekki verðlaun en samt)
30. mín
Góður varnarleikur hjá ÍBV. Dion fékk sendingu frá Kristni inn í teig en varnamenn ÍBV lokuðu á hann og gerðu það vel.
28. mín
Það hefur lifnað yfir Valsmönnum eftir að þeir fengu markið á sig. Spái marki eða mörkum til viðbótar í þennan leik.
26. mín
Dion Acoff í dauða dauða dauða færi. Fékk frábæra sendingu frá Einari Karli inn fyrir vörn ÍBV, komst einn á móti Halldóri en skot hans var lélegt og sigldi meðfram jörðinni og framhjá.
24. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
20. mín MARK!
Atli Arnarson (ÍBV)
Stoðsending: Diogo Coelho
MAAAARRRKKKKK!!!!! Atli Arnarson þakkar fyrir sætið í byrjunarliðinu og kemur boltanum í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Coelho. Atli var einn og óvaldur í teignum og tók boltann á lofti og lyfti honum inn í markið.

Þetta lá eiginlega í loftinu þótt marktækifæri ÍBV hafi verið af skornum skammti.
17. mín
Ég var varla búinn að sleppa síðustu málsgrein frá mér þegar Dion Acoff hljóp upp kantinn eins og gasella, inn í teiginn og sendi boltann fyrir en það var enginn leikmaður Vals með honum.
17. mín
Fyrir algjörlega óháðan fréttamannspésa að þá verður það bara að segjast alveg eins og er að ÍBV er að spila mun skemmtilegri bolta og eru líklegri.
12. mín
Góð sending inn í teig á Jonathan Franks sem átti skot sem var bara ekki nógu gott og yfir markið.
11. mín
ÍBV eru búnir að vera aðgangsharðari í byrjun leiks en það virðist vera sem svo að Valsmenn séu enn í þriðja gír.
7. mín
Gríðarflott spil hjá Eyjamönnum upp að vítateig Vals en endahnúturinn ekki nógu góður.
6. mín
Liðin hafa skipts á að sækja þessar fyrstu mínútur en ekkert almennilegt færi komið enn.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað! Vonandi að það verði böns af mörkum og gleði. Koma svo bæði lið, gefið allt í þetta!!!
Fyrir leik
Fimm mínútur í að Ívar Orri og aðstoðarmenn hans þeir Bryngeir Valdimarsson og Egill Guðvarður Guðlaugsson flauti leikinn á.
Fyrir leik
Á vellinum núna eru heiðursgestir en það er þriðji flokkur kvenna sem urðu á dögunum Íslandsmeistarar. Það er vel klappað fyrir þeim.
Fyrir leik
Ég verð illa svikinn ef það verður ekki full stúkan á Origovellinum í dag. Það er geggjað veður til knattspyrnuiðkunar og sólin skín. Svona fyrir utan það hve miklu máli leikurinn skiptir liðin.




Fyrir leik
Indriði Sigurðsson er spámaður umferðarinnar:

Indriði Sigurðsson fyrrum atvinnumaður, leikmaður KR og landsliðsins er spámaður umferðarinnar hjá okkur á Fótbolti.net. Hann spáir þessari niðurstöðu í leiknum í dag.

Valur 2 - 0 ÍBV
Solid sigur hjá Val. Þeir vinna sanngjarnan sigur, eru með mun sterkara lið og eru á heimavelli. Titillinn er í þeirra höndum og þeir munu allavega ekki klúðra því þarna.
Minni á myllumerkið #fotboltinet fyrir tíst tengd leiknum.
Fyrir leik
Í þjálfarastöðum liðanna eru tveir refir. Óli Jóh sem eins og allir vita er einn ef ekki besti þjálfari landsins í dag og svo Kristján Guðmundsson sem hefur það orðspor að því lengri tíma sem hann hefur til að undirbúa lið sitt fyrir leiki, því meiri likur eru á sigri. 2 vikur frá leik ÍBV og Víkings sem fór 1 - 1. Hvaða klókindi býður KG upp á í dag?
Fyrir leik
ÍBV sitja í 8 sæti deildarinnar með 23 stig og 2 mörk í mínus.

En spennan í Evrópubaráttunni og fallbaráttunni er ekki síðri en á toppnum. Keflavík er búið að kveðja eins og allir vita en staða annarra liða í sætum 11 og í raun og veru (þó ólíklegt sé) upp í sæti 7 er ekki trygg. Fjölnismenn eru í verstu stöðunni en ÍBV er ekki tölfræðilega öruggir en þeir tryggja sæti sitt í deildinni í dag með sigri.
Fyrir leik
Það verður samt að teljast ólíklegt að Valsmenn og Stjarnan spili þetta upp í hendurnar á Blikum og því legg ég peninginn (ef ég væri i feninu) á að þetta verði tveggja hesta kapphlaup.
Fyrir leik
En spennan í Pepsí deildinni er við það að verða óbærileg. Valsmenn sitja á toppi deildarinnar með 40 stig og 20 mörk í plús. Í öðru sæti sitja Stjörnumenn með 39 stig og 21 mark í plús og í því þriðja eru Breiðabliksmenn með 35 stig og 13 mörk í plús.

Valsmenn eru því með þetta í höndum sér. Stjörnumenn hljóta að vonast til þess að Valsmenn spili þetta úr höndunum og Blikar biðja til allra máttarvalda að Valsmenn og Stjarnan klúðri sínu.
Fyrir leik
Það er við hæfi að óska Stjörnumönnum nær og fjær til hamingju með bikarmeistaratitilinn í karlaboltanum. Vel gert Stjarnan.
Fyrir leik
Halló halló! Verið hjartanlega og innilega velkomin í beina textalýsingu á leik í 20 umferð Pepsí deildar karla. Leikurinn sem um ræðir er leikur Íslandsmeistara Vals og ÍBV. Hefst leikurinn kl. 17:00 að staðartíma.
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('79)
5. David Atkinson
7. Kaj Leo í Bartalsstovu ('86)
8. Priestley Griffiths
11. Sindri Snær Magnússon ('70)
18. Alfreð Már Hjaltalín
19. Yvan Erichot
30. Atli Arnarson
77. Jonathan Franks
92. Diogo Coelho

Varamenn:
35. Víðir Gunnarsson (m)
11. Víðir Þorvarðarson ('70)
12. Eyþór Orri Ómarsson
16. Tómas Bent Magnússon
17. Róbert Aron Eysteinsson
18. Ásgeir Elíasson ('79)
19. Breki Ómarsson ('86)

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Magnús Birkir Hilmarsson
Thomas Fredriksen

Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('45)
Atli Arnarson ('89)

Rauð spjöld: