Víkingsvöllur
sunnudagur 16. september 2018  kl. 14:00
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Sól og blíða, 8 stiga hiti og eilítill hliðarvindur, frá stúkunni. Völlurinn lítur vel út, eðalaðstæður!!!
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 763
Maður leiksins: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
Víkingur R. 1 - 1 FH
1-0 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('74)
Pétur Viðarsson, FH ('76)
1-1 Jákup Thomsen ('79)
Steven Lennon, FH ('90)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Andreas Larsen (m)
3. Jörgen Richardsen
4. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
5. Milos Ozegovic
6. Halldór Smári Sigurðsson
7. Alex Freyr Hilmarsson
9. Erlingur Agnarsson ('78)
10. Rick Ten Voorde ('86)
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
23. Nikolaj Hansen
24. Davíð Örn Atlason

Varamenn:
12. Serigne Mor Mbaye (m)
2. Sindri Scheving
8. Sölvi Ottesen
13. Viktor Örlygur Andrason
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
18. Örvar Eggertsson ('86)
77. Atli Hrafn Andrason ('78)

Liðstjórn:
Arnar Bergmann Gunnlaugsson (Þ)
Fannar Helgi Rúnarsson
Hajrudin Cardaklija
Logi Ólafsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann

Gul spjöld:
Alex Freyr Hilmarsson ('53)

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
90. mín Leik lokið!
Davíð negldi fyrst aukaspyrnunni í varnarvegg og svo í varnarmann aftur í kjölfarið. Vill fá eitthvað út úr því og mótmælir kröftuglega að leik loknum.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
Eyða Breyta
90. mín
+3

FH fá aukaspyrnu hér. Lokasénsinn, komið yfir uppbótartímann. Vítateigshorn.
Eyða Breyta
90. mín Rautt spjald: Steven Lennon (FH)
Veit einfaldlega ekkert hvað gerðist hér. Leikurinn stöðvaður, AD1 kallar á Einar sem virðist sýna Atla Viðari rautt spjald en leiðréttir það svo og rekur Lennon af velli. Sjáum á eftir hvað var í gangi?
Eyða Breyta
90. mín
Einstaklega vel haldið á þessu mínútu spjaldi hjá Elías Inga.

Eyða Breyta
87. mín
Næstum!!!

Örvar neglir boltann hárfínt yfir af teignum eftir langa sendingu sem FH náðu ekki að hreinsa lengria.
Eyða Breyta
86. mín Örvar Eggertsson (Víkingur R.) Rick Ten Voorde (Víkingur R.)
FH strákurinn uppalinn mættur inná. Fær hann fyrirsögn dagsins?
Eyða Breyta
83. mín
FH komnir í 433. Óli ekkert að grínast með það að hann ætlar sér sigurinn.
Eyða Breyta
81. mín Atli Viðar Björnsson (FH) Kristinn Steindórsson (FH)

Eyða Breyta
79. mín MARK! Jákup Thomsen (FH), Stoðsending: Robbie Crawford
FH búnir að jafna, Crawford lyftir boltanum yfir vörnina, Jákup einn í gegn og klárar undir Larsen.
Eyða Breyta
78. mín Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.) Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)

Eyða Breyta
76. mín Rautt spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Já takk!

Pétur hefur greinilega látið aðstoðardómarann heyra það all duglega, því Bjarki kallar Einar til sem sýnir Pétri gult spjald og í kjölfarið það rauða.

Svei mér þá strákur - honum var forðað rauðu með því að skipta honum útaf!!!
Eyða Breyta
75. mín
VÁ!!!

FH strax upp völlinn og negla boltann í slána og niður, Hjörtur Logi. FH vilja meina að boltinn hafi verið inni en ekkert dæmt.
Eyða Breyta
74. mín MARK! Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Víkingur R.), Stoðsending: Davíð Örn Atlason
Við erum komin með mark í Víkinni!!!

Langt innkast frá Davíð Atlasyni fer yfir flesta og skoppar um teiginn þar til hann endar hjá Gunnlaugi sem hraunar hann í netið.
Eyða Breyta
69. mín Brandur Olsen (FH) Rennico Clarke (FH)
Þá hljótum við að sjá taktíska breytingu.

FH væntanlega að fara í 442.
Eyða Breyta
65. mín
Þar með yfirgefur ÍBV liðið stúkuna í Víkinni, enda stutt í leik þeirra á Valsvellinum.

Fín slökun fyrir leik að horfa á þennan, púlsinn varla farið mikið upp.
Eyða Breyta
64. mín
Gomes fær gott skallafæri upp úr horni en nær ekki krafti í skallann og Larsen grípur.
Eyða Breyta
62. mín Guðmundur Kristjánsson (FH) Pétur Viðarsson (FH)

Eyða Breyta
59. mín
Flott sending frá Hirti Loga í teiginn og Jákup skallar framhjá.
Eyða Breyta
57. mín Gult spjald: Cédric D'Ulivo (FH)
Hendi Guðs á kantinum...mistókst og spjald í kjölfarið.
Eyða Breyta
53. mín Gult spjald: Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)

Eyða Breyta
50. mín
Pétur brýtur á Alex úti á kanti... Víkingar nýta aukaspyrnuna hryllilega og FH æða í hraða sókn sem þó er bjargað.

Ljóst að Óli vill sína menn ofar á völlinn.
Eyða Breyta
48. mín
FH virðast koma af meiri ákafa inn í síðari hálfleik, pressa ofar og eru nú þegar búnir að fá tvö horn upp úr öflugum sóknum.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Komið af stað aftur.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Fjörug byrjun, svo dó leikurinn í 20 mínútur og smá fjör í lokin.
Eyða Breyta
45. mín
Illa framkvæmd aukaspyrna, FH hreinsa stutta sendingu í burtu.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Einar sér hér Pétur einfaldlega fella Hansen úti á velli þegar boltinn er ekki nálægt.

Dæmir aukaspyrnu í skotfæri og í kjölfarið spjaldar hann Pétur fyrir mótmæli.
Eyða Breyta
44. mín
Þetta er að vakna - Lennon kemst í skotfæri og Halldór hendir sér fyrir og bjargar í horn.

Uppúr horninu neglir Crawford boltann rétt framhjá af vítateigslínunni.
Eyða Breyta
41. mín
Þá kom færið.

Davíð á sendingu inn á markteiginn frá hægri og þar mætir Gunnlaugur Fannar og setur boltann framhjá. Þarna gat hann gert betur.
Eyða Breyta
36. mín
Svolítið á þeim stað að það væri bara fínt að fá dúfurnar aftur hingað til að hrista upp í hlutunum.
Eyða Breyta
30. mín
Loksins aftur færi!

Upp úr löngu innkasti sem er flikkað enn lengra í markteig FH-inga virðist Hansen ekki hafa reiknað með að fá boltann og missir hann yfir sig. Þarna átti hann að gera betur.
Eyða Breyta
27. mín
Komin 7 innköst hér á síðustu 2 mínútum, kannski er vindurinn að hafa þessi áhrif.

Öll undan vindinum nefnilega. Jón Rúnar labbbaður af stað, sennilega hringur um stúkuna, hann heldur sér í formi á leikjum FH formaðurinn það er öllum ljóst. Eins gott að hann er ekki að borga mikið fyrir þessa hluta úr leikjum sem hann nær!
Eyða Breyta
24. mín
Aðeins dottið dampurinn úr leiknum þessa stundina, mikið af misheppnuðum sendingum og boltinn látinn fara töluvert yfir 10 metra rána í stangarstökki.

Það veit nú yfirleitt ekki á gott.
Eyða Breyta
22. mínEyða Breyta
19. mín
Enn er Clarke í vesi. Larsen liggur eftir hornið og Einar dæmir og kallar svo á þá kumpána hann og Gomez til að fara yfir reglurnar.

Aukaspyrna heimamanna en Larsen haltrar eftir viðskiptin.
Eyða Breyta
16. mín
Clarke enn á ferðinni, brýtur af sér úti á kanti en sleppur við spjald...getur ekki sloppið við það mikið lengur.

Gunnar grípur aukaspyrnuna.
Eyða Breyta
14. mín
Alex sleppur í gegn utarlega í teignum þar sem Clarke nartar í hælana á honum, Alex heldur áfram og á sendingu inn í teiginn sem Gunnar grípur.

Heiðarlegur Hornfirðingurinn, hefði hæglega getað fallið til jarðar þarna!
Eyða Breyta
13. mín
Larsen bjargar naumlega stungusendingu í gegn á Crawford.

Mikið fjör hér í byrjun.
Eyða Breyta
12. mín
Klárt mál að Clarke tók ekki eftir friðardúfunum!!!

Svakaleg tækling þar sem hann kemst vissulega fyrir boltann og hann fer í horn. Ten Voorde fékk hann svo í sig af öllum þunga, fór vel á þriðja meter í loftið og skall á öxlina.

Menn heimta víti, sem hefði verið strangt, en tæklingin rosaleg!
Eyða Breyta
8. mín
Gott færi hér!

Erlingur með góða sendingu frá hægri og Gunnlaugur Birgis á skalla af markteig rétt yfir.

Eyða Breyta
7. mín
Víkingar spila 4-4-2

Larsen

Davíð - Gunnlaugur F. - Halldór - Richardsen

Erlingur - Gunnlaugur B. - Ozegovic - Ten Voerde

Alex - Hansen
Eyða Breyta
5. mín
Fyrsta stóra færið fellur til FH.

Robbie á flotta sendingu inn fyrir vörnina á Lennon sem nær ekki nægilega góðu skoti sem Larsen ver og Víkingar bjarga í horn.
Eyða Breyta
2. mín
Víkingar byrja sterkt, fengu horn og hálffæri upp ur því en FH hreinsuðu.
Eyða Breyta
1. mínEyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
On we go...
Eyða Breyta
Fyrir leik
Víkingar hefja leik og sækja í átt að Kópavogi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin láta bíða eftir sér hér.

Eins við greindum frá hér: https://www.fotbolti.net/news/16-09-2018/byrjunarlid-i-vikinni-solvi-geir-maettur-aftur þá eru gerðar 4 breytingar á liði heimamanna frá síðasta leik en FH stilla uupp sama liði og slátraði KR 4-0.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Að því sögðu þá skora ég á fólk að mæta í Víkina.

Það er bara varla hægt að finna betri dægrastyttingu á sunnudegi að hausti en að horfa á fótbolta í góðu veðri.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Ef maður heitir Víkingur og á heima í Hafnarfirði þá bíða hér hamborgarar fyrir þá.

Sérlega skemmtileg tilbreyting hjá Víkingum, það er búið að prenta út nöfn 16 manna sem búa í Hafnarfirði og heita Víkingur. Þeir semsagt mega mæta í vallarþulsstúkuna hér og fá Hjaltestedborgara í boði heimamanna.
Eyða Breyta
Fyrir leikEyða Breyta
Fyrir leik
Hér er bara verið að fara að sleppa tugum dúfna til að halda upp á heimsfriðinn!

Skulum ekkert grínast með þetta, nokkuð sem ég hef ekki séð fyrr eða síðar...loksins friður í efstu deild!!!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Loksins dottinn í netsamband, smá ströggl að koma því í gang...sennilega sólin bara.

Semsagt mættur í geggjaðar aðstæður í Víkina!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eitt af því sem mér er gert að fylgjast með hér í dag eru flautuleikarinn og veifararnir hans.

Einar Ingi Jóhannsson flautar í dag og mun væntanlega spjalla í headsettinu sínu við þá Birki Sigurðsson og Smára Stefánsson sem munu veifa til hans með flöggunum.

Elías Ingi Árnason verður þeim til vara og Viðar Helgason mun fylgjast grannt með störfunum og gefa þeim einkunn í kjölfarið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Logi Ólafsson stendur í þjálfaraboxi heimamanna en hann er auðvitað líka einn af eftirlætissonum FH eftir árangursríkan þjálfaraferil í Kaplakrikanum.

Í sumar fengu Víkingar Geoffrey Castillion aftur frá FH en það voru tímabundin félagaskipti svo hann má ekki leika með Víkingi í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH hafa unnið tvo síðustu leiki sína í deildinni eftir slæm úrslit þar á undan. Þeir eru jafnir KR að stigum og stutt á eftir þeim í markatölunni nú þegar þrír leikir eru eftir.

Víkingar hafa gert jafntefli í síðustu tveimur umferðum en hafa ekki unnið leik síðan 13.júlí. Þeir sitja 5 stigum ofan við fallsætið og Fjölnismenn, eru því enn í raunverulegri fallhættu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leik þessara liða lauk með öruggum 3-0 sigri FH-inga í 9.umferðinni.

Jónatan Ingi skoraði tvö marka FH-inga og Steven Lennon eitt.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn skiptir bæði lið heilmiklu máli, Víkingar þurfa sigur til að fara langt með að bjarga sér frá falli en FH-ingar eru nú á fullri ferð í tveggja liða keppni um 4.sætið sem er það síðasta sem gefur Evrópusæti.

Svo það er engin afslöppun í Víkinni í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn er liður í 20.umferð deildarinnar, nú styttist þetta óðum í annan endann...við erum farin að sjá í endamarkið!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og velkomin í textalýsingu úr Víkinni hvar röndóttir Víkingar taka á móti fimleikamönnunum úr Hafnarfirði!
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
3. Cédric D'Ulivo
4. Pétur Viðarsson ('62)
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
6. Robbie Crawford
7. Steven Lennon
8. Kristinn Steindórsson ('81)
10. Davíð Þór Viðarsson
15. Rennico Clarke ('69)
18. Eddi Gomes
18. Jákup Thomsen

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
9. Viðar Ari Jónsson
11. Atli Guðnason
16. Guðmundur Kristjánsson ('62)
17. Atli Viðar Björnsson ('81)
22. Halldór Orri Björnsson
27. Brandur Olsen ('69)

Liðstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('45)
Cédric D'Ulivo ('57)

Rauð spjöld:
Pétur Viðarsson ('76)
Steven Lennon ('90)