Selfoss
1
0
ÍBV
Magdalena Anna Reimus '90 , víti 1-0
22.09.2018  -  14:00
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Frábærar.
Dómari: Breki Sigurðsson
Áhorfendur: 121
Maður leiksins: Cloé Lacasse
Byrjunarlið:
12. Caitlyn Alyssa Clem (m)
Anna María Friðgeirsdóttir
4. Grace Rapp
5. Brynja Valgeirsdóttir
8. Íris Sverrisdóttir ('54)
8. Ásta Sól Stefánsdóttir ('63)
10. Barbára Sól Gísladóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir (f)
16. Allyson Paige Haran
18. Magdalena Anna Reimus
21. Þóra Jónsdóttir ('54)

Varamenn:
1. Emma Mary Higgins (m)
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
9. Halla Helgadóttir ('54)
11. Anna María Bergþórsdóttir ('63)
20. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
25. Eyrún Gautadóttir
26. Dagný Rún Gísladóttir
74. Brynhildur Sif Viktorsdóttir ('54)

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Svandís Bára Pálsdóttir
Margrét Katrín Jónsdóttir
Alexis Kiehl
Óttar Guðlaugsson

Gul spjöld:
Íris Sverrisdóttir ('29)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið. Selfyssingar stela hér sigrinum á lokamínútunum!
Algjörar senur.


Skýrsla og viðtöl von bráðar. Takk fyrir mig.
90. mín Mark úr víti!
Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
Öruggt!

Sendir Bryndísi í vitlaust horn.
90. mín Gult spjald: Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (ÍBV)
SELFYSSIGNAR FÁ VÍTI!

Há sending og Magdalena stekkur upp í boltann og það gerir Bryndís Lára sömuleiðis en hún kýlir Magdalenu niður.

Bryndís er gjörsamlega brjááááluð og öskrar einhver vel valin orð á Magdalenu!
90. mín
Inn:Guðný Geirsdóttir (ÍBV) Út:Birgitta Sól Vilbergsdóttir (ÍBV)
90. mín Gult spjald: Shameeka Fishley (ÍBV)
Segir einhver vel valin orð við Breka Sigurðsson.
90. mín
Hérna er þetta að renna út í sandinn. Erum komin í uppbótartíma.
87. mín
Cloe brunar upp allann völlinn. Örugglega 60-70 metra sprettur alveg upp að endalínu, sendir boltann inní teig á Birgittu Sól sem á afleitt skot sem endar í innkasti.

Takk fyrir takk.
85. mín
Unnur Dóra liggur hér í örugglega tvær mínútur. Eitthvað að hrjá hana.
82. mín
Grace Rapp með skottilraun. Máttlaust, beint á Bryndísi Láru.
77. mín
ÍBV bjarga á marklínu!

Hornspyrna beint af æfingasvæðinu. Magdalena fær boltann og skýtur en varnarmaður ÍBV bjargar á marklínu!

Eftir skotið fellur Magdalena í teignum og heimtar vítaspyrnu en það var ekki að fara að gerast.
76. mín
Nú er möguleiki fyrir heimamenn. Fá hér hornspyrnu.
75. mín
Ragna Sara reynir hér skot á markið. Máttlaust og lítil hætta.
72. mín
Hér vilja gestirnir fá vítaspyrnu.

Vilja meina að Halla Helgadóttir hafi handleikið knöttinn. Breki ekki á sama máli.
69. mín
ÍBV stjórna umferðinni á vellinum. Engin færi, ekkert að gerast.

Sólin skín og hér eru allir léttir.
66. mín
Ég er búinn að sjá örugglega 50 fótboltaleiki í sumar og þetta er sá allra leiðinlegasti. Ég get sagt ykkur það að hér er ekkert að gerast.
63. mín
Inn:Anna María Bergþórsdóttir (Selfoss) Út:Ásta Sól Stefánsdóttir (Selfoss)
Síðasta skipting Selfyssinga.
59. mín
Það eru gestirnir sem stjórna þessum leik frá A-Ö þessa stundina.

Eru þó ekki að skapa sér nein marktækifæri.
56. mín
Frábærlega útfærð hornspyrna gestanna.

Cloe hleypur á nærstöngina en skallar boltann rétt framhjá. Munaði litlu.
54. mín
Inn:Brynhildur Sif Viktorsdóttir (Selfoss) Út:Þóra Jónsdóttir (Selfoss)
Tvöföld skipting Selfyssinga.
54. mín
Inn:Halla Helgadóttir (Selfoss) Út:Íris Sverrisdóttir (Selfoss)
53. mín
Fer ansi hægt af stað hérna í síðari hálfleik.

Úfff....
50. mín
Inn:Ragna Sara Magnúsdóttir (ÍBV) Út:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (ÍBV)
Ingibjörg Lúcía fer haltrandi af velli.
48. mín
Sælir Nilli er mættur á svæðið.

Hann heldur á kampavínsflösku. Ég veit ekki alveg hvert hann er að fara með þetta.
46. mín
Síðari hálfleikur kominn af stað.

Bæði lið óbreytt að mér sýnist.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. Markalaust, 0-0.

Sé ykkur í seinni.
45. mín
Cloe, ég veit ekki hvað skal segja.

Algjör svindlkona. Fer í gegnum vörn Selfssyinga jafn oft og hana langar til. Þetta getur bara endað á einn veg.
43. mín
Barbára með algjört reynslu brot á Cloe sem stefnir á öðru hundraðinu inní teig Selfyssinga.

Barbára nær að krækja í hana áður en hún kemst lengra. Mjög vel gert hjá Barbáru.

Aukspyrnan vel útfærð en Cloe tekur skotið, beint á Clem.
40. mín
Kristín Erna með skottilraun. Máttlaust og beint í hendurnar á Caitlyn Clem í marki Selfyssinga.
39. mín
SLÁIN!

Ásta Sól stendur á vítateigslínunni og fær boltann frá hægri en nær ekki alveg að stilla miðið þannig að boltinn fer bara eitthvað lengst uppí loft en endar síðan ofaná þverslánni!

Óvænt
37. mín
Það liggur nokkuð mikið á Selfyssingum.

Þær þurfa að fara að ná að halda boltanum og fá smá andrými.
35. mín
Álitleg skyndisókn Selfyssinga en Magdalena heldur boltanum alltof lengi stað þess að spila honum áfram upp völlinn og missir hann að lokum.

Ansi dýrt.
32. mín
Fjórða hornspyrna gestanna.

Enn og aftur er Cloe allt í öllu og nær í þessa hornspyrnu.
31. mín
Cloe kemur sér í góða stöðu með því að snúa varnarmann Selfoss af sér.

Tekur skotið á vítateigslínunni með vinstri en enginn kraftur í þessu og boltinn rúllar löturhægt framhjá.
29. mín Gult spjald: Íris Sverrisdóttir (Selfoss)
Frekar soft spjald.

Brýtur á leikmanni ÍBV á miðjum vellinum.
27. mín
Þóra Jóns með skottilraun. Þó nokkuð langt yfir.

Alfreð Elías er búin að rífa sig úr peysunni og er mættur á stuttermabolinn, svo gott er veðrið!
24. mín
ÍBV heilt yfir meira með boltann en Selfyssingar ætla að nýta sér skyndisóknirnar hérna í dag.
20. mín
Cloe er stórhættuleg.

Brynja Valgeirs er góður varnarmaður og hefur góðar gætur á henni. Nær að pota boltanum í horn þegar hún þeytist inn á teiginn.
17. mín
Cloé Lacasse skorar en aðstoðardómari 1 búinn að lyfta flagginu upp.

Við hérna í video-klefanum í fjölmiðlagámnum erum búnir að skera úr um þetta. Hárrétt.
14. mín
Shameeka Fishley brýtur á Þóru Jónsdóttur alveg við hornfána Selfyssinga.

Smá reykistefna í dómaratríóinu hvort Þóra hafi brotið eða Shameeka. Endar þó á því að Selfyssingar fá aukaspyrnuna.
11. mín
Ásta Sól með fína skottilraun en boltinn fer framhjá markinu.

Ekki mikil kraftur í þessu en engu að síðu fín tilraun.
10. mín
Fólk flykkist á völlinn.

Síðasti séns fyrir fólk að sjá þessi lið í sumar.
6. mín
Frábær sókn hjá Selfyssingum.

Barbára Sól brunar upp hægri kantinn, kemur með fyrirgjöfina aftarlega í teiginn þar sem að Magdalena mætir í seinni bylgjunni. Magdalena nær ekki krafti í skotið og Bryndís Lára handsamar boltann auðveldlega.
4. mín
Leikurinn róast eftir þessa rosalegu fyrstu mínútu, eðlilega.

Bæði lið skiptast á að hafa boltann.
1. mín
SELFYSSINGAR BJARGA Á LÍNU Á 1. MÍNÚTU!

Klafs í teignum eftir hornspyrnuna og mér sýnist Barbára Sól koma í veg fyrir að boltinn endi í markinu.

ÍBV fær síðan aðra hornspyrnu í kjölfarið en Selfyssingar hreinsa. Allt þetta á fyrstu mínútu leiksins!
1. mín
CLOÉ eftir 8 sekúndur!

Nær skoti á markið en það fer af varnarmanni Selfoss og aftur fyrir. Fyrsta hornspyrna leiksins kemur eftir 30 sekúndur.
1. mín
Leikur hafinn
Game ON!

Gestirnir byrja með boltann og sækja í átt að Tíbrá.
Fyrir leik
Hér ganga liðin út á völlinn.

Eins og ég hef sagt margoft þá er veðrið gjörsamlega geggjað. Frábærar aðstæður.

Selfyssingar vínrauðir en ÍBV leika í hvítum búningum. Breki Sigurðsson dómari í dag.
Fyrir leik
Bæði lið á fullu í sinni upphitun.

Hér er verið að grilla pulsur alveg á öðru hundraðinu. Það er góður fýlingur á Selfossi í dag, enda slútt í kvöld!
Fyrir leik
Engin Dagný Brynjarsdóttir í hóp hjá Selfyssingum sem þýðir það að hún tekur ekki neitt þátt með liðinu í sumar.

Sjóðheita Cloé Lacasse byrjar hjá gestunum.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna eru komin inn. Þau má sjá hér til hliðanna.
Fyrir leik
Það eru magnaðar aðstæður hér á Selfossi í dag.

Gjörsamlega geggjað veður og völlurinn hefur aldrei litið betur út.
Fyrir leik
Það er heldur betur nóg um að vera í íslenska boltanum í dag. Fjölmargir leikir og flestar deildirnar að klárast.

Fótbolti.net auðvitað með puttann á púlsinum og meiri hluti leikjanna í beinni textalýsingu.
Fyrir leik
Ekkert virðist verða úr því að Dagný Brynjarsdóttir nái að spila með Selfyssingum í sumar en hún hefur ekki enn komið við sögu hjá þeim í sumar.

Það verður að teljast afar ólíklegt að hún verði í leikmannahóp Selfoss í dag.
Fyrir leik
Selfyssingar sitja fyrir leikinn í sjötta sæti deildarinnar en þær munu ekki komast ofar en það með sigri.

Með óhagstæðum úrslitum gætu þær 8. sæti deildarinnar. Þær vilja væntanlega klára þetta sumar með stæl þar sem það verður haldið heljarinnar slútt í Hvíta Húsinu í kvöld á Selfossi þar sem fagnað verður góðu gengi í sumar, stelpumegin allavega.

Selfyssingar töpuðu í Kópavoginum 3-1 fyrr í vikunni er Breiðablik tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn.
Fyrir leik
ÍBV endar deildina í fimmta sæti sama hvernig þessi leikur fer í dag.

Lið ÍBV hefur verið ansi heitt undanfarið og ekki tapað í síðustu fimm leikjum. Það má því ætla að þær komi dýrvitlausar og fullar sjálfstraust inn í leikinn í kvöld.

Þær mættu nýliðum HK/Víkings í síðustu umferð þar sem að verðandi Íslendingurinn Cloe Lacasse skoraði hvorki minna en fjögur mörk.
Fyrir leik
Góðan dag!

Það er heldur betur blíðan á Selfossi í dag en hér klukkan 14:00 fer fram leikur Selfoss og ÍBV í lokaumferð Pepsi-deildarinnar.

Hvorugt liðið í baráttu um neitt í deildinni svo að við skulum kalla þetta baráttuna um Suðurland!
Byrjunarlið:
12. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
2. Helena Hekla Hlynsdóttir
3. Júlíana Sveinsdóttir
5. Shameeka Fishley
7. Rut Kristjánsdóttir
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
15. Adrienne Jordan
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('50)
20. Cloé Lacasse
22. Birgitta Sól Vilbergsdóttir ('90)

Varamenn:
1. Emily Armstrong (m)
30. Guðný Geirsdóttir (m) ('90)
2. Ragna Sara Magnúsdóttir ('50)
4. Caroline Van Slambrouck
22. Katie Kraeutner
23. Shaneka Jodian Gordon

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson
Helgi Þór Arason
Richard Matthew Goffe

Gul spjöld:
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir ('90)
Shameeka Fishley ('90)

Rauð spjöld: