Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Grindavík
2
0
FH
Helga Guðrún Kristinsdóttir '23 1-0
Rio Hardy '84 , víti 2-0
22.09.2018  -  14:00
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Sól og blíða. Toppnæs
Dómari: Atli Haukur Arnarsson
Maður leiksins: Helga Guðrún Kristinsdóttir
Byrjunarlið:
1. Viviane Holzel Domingues (m)
3. Linda Eshun
6. Steffi Hardy
7. Sophie O'Rourke ('87)
8. Guðný Eva Birgisdóttir (f) ('74)
9. Rio Hardy
11. Dröfn Einarsdóttir
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f)
17. María Sól Jakobsdóttir
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir
26. Madeline Keane ('40)

Varamenn:
8. Katrín Lilja Ármannsdóttir ('74)
9. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir
14. Lísbet Stella Óskarsdóttir ('87)
15. Elísabeth Ýr Ægisdóttir
18. Ása Björg Einarsdóttir
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir ('40)

Liðsstjórn:
Nihad Hasecic (Þ)
Ray Anthony Jónsson (Þ)
Aleksandar Cvetic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sigri Grindavíkur sem kveður deildina með sigri.
90. mín
Komið í uppbót og leikurinn að fjara út í rólegheitum.
87. mín
Inn:Lísbet Stella Óskarsdóttir (Grindavík) Út:Sophie O'Rourke (Grindavík)
85. mín
Fh beint í sókn og Helena Ósk á ágætis skot sem Viv handsamar í annari tilraun.
84. mín Mark úr víti!
Rio Hardy (Grindavík)
Öruggt stöngin inn
83. mín
Grindavík fær víti.

Rio toguð niður þegar hún reynir að snúa í teignum.
77. mín
Inn:Þórey Björk Eyþórsdóttir (FH) Út:Nadía Atladóttir (FH)
77. mín
Inn:Þorbjörg Lilja Sigmarsdóttir (FH) Út:Dagbjört Bjarnadóttir (FH)
77. mín
Nú koma heimakonur boltanum í netið eftir skógarhlaup frá Anítu en dæmdar rangstæðar.
74. mín
Inn:Katrín Lilja Ármannsdóttir (Grindavík) Út:Guðný Eva Birgisdóttir (Grindavík)
70. mín
Mjög rólegt yfir þessu færalega séð. Algjör 50-50 barátta út á velli og hvorugt lið að gefa færi á sér.
64. mín
Helga Guðrún hefur verið kvenna sprækust í liði heimakvenna. Kemst hér með boltann upp að endamörkum og reynir fyrirgjöf en Aníta grípur vel inní.
59. mín
Hvernig skoraði Grindavík ekki???????

Fyrst Rio alein á markteig með dauðafrían skalla en hittir ekki boltann. Svo setur Sophie boltann framhjá alein af markteig.

Verður þeim refsað fyrir þetta klúður?
56. mín
Góður sprettur hjá Diljá upp vinstri vænginn en Áslaug Gyða kemst fyrir hana og hirðir af henni boltann. Diljá virðist þó eitthvað hafa meitt sig og liggur eftir. Áslaug sparkar boltanum út af til þess að Diljá geti fengið aðhlynningu.
55. mín
FH ívið sterkari aðilinn hér í upphafi og líklegra eins og leikurinn er að þróast að þær jafni fremur en að Grindavík bæti við.
50. mín
Léleg sending milli varnarmanna Grindavíkur og Fh vinnur boltann hátt á vellinum. Boltinn berst til Rannveigar sem er ein við vítateig hægra meginn en hún á mjög slakt skot beint á Viv
49. mín
Aftur Diljá með firnafast skot af 18-20 metrum sem stefnir í hornið en Viv ver aftur vel.
48. mín
Diljá Ýr í dauðafæri á markteig en Viv étur hana og ver í horn.
45. mín
Komið af stað á ný. Vonum að við fáum meira fjör hér í síðari hálfleik.
45. mín
Inn:Lovísa María Hermannsdóttir (FH) Út:Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir (FH)
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur hér í Grindavík. Heimakonur leiða eftir mark Helgu Guðrúnar um miðbik hálfleiksins.
40. mín
Inn:Áslaug Gyða Birgisdóttir (Grindavík) Út:Madeline Keane (Grindavík)
34. mín
Laglegt spil hjá Grindavík sendir Ísabel næstum í gegn en Aníta vel á verði og fyrst á boltann.
31. mín
FH að vakna snögg sókn og fínasta skot frá Diljá en framhjá fer boltinn. Það eru tækifæri fyrir þær að sækja á Grindavíkurvörnina.
30. mín
Sturluð tækling hjá Steffi Hardy.

Diljá sloppin ein gegn Viv en Steffi hleypur hana uppi og hendir í eina Ragga Sig vs Vardy tæklingu og hirðir af henni boltann.
27. mín
Aftur skorar FH en aftur dæmt af vegna rangstöðu.
23. mín MARK!
Helga Guðrún Kristinsdóttir (Grindavík)
Laglega gert hjá Helgu.

Fær boltann ´hægra meginn í teignum og lyftir boltanum snyrtilega yfir Anítu í marki FH
21. mín
Eshun heppin að sleppa við spjald. Togar í Dagbjörtu sem var kominn framhjá henni.
20. mín
Helga Guðrún gerir vel fyrir Grindavík. Sækir inn í teiginn hægra meginn og vinnur horn.

Madelaine nærri búinn að reka ennið í hornspyrnuna. Sú flaug hátt.
17. mín
Það verður að segjast að þetta er frekar bragðdauft hér í upphafi, Liðin þó að berjast af hörku og gefa ekkert eftir.
14. mín
Já þetta var frekar furðulegt.

Fh í ágætri sókn sem endar með skoti frá Rannveigu Bjarnadóttur sem leit nú ekkert sérstaklega vel út. Fer í háum boga með miklum snúning en veldur Viv miklum vandræðum að reikna út flug boltans en hún nær að slá hann frá alveg út við stöng. Hefði orðið skrautlegt en fallegt mark.
10. mín
Ekkert varð úr spyrnunni.
9. mín
FH vinnur hornspyrnu
6. mín
Helga Guðrún við það að koma sér í færi í teig FH en Nadia Atladóttir gerir vel og kemur boltanum frá.
4. mín
Varnarlína Grindavíkur hátt á vellinum og Helena Ósk sleppur í gegn hægra meginn. Leikur laglega framhjá Viv í marki Grindavíkur og skilar boltanum í netið. En dæmd rangstæð.
3. mín
Grindavík að reyna að pressa hér í upphafi en fyrstu andartök leiksins einkennast af mikilli baráttu og háloftaboltum.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Það eru gestirnir úr FH sem hefja hér leik og sækja í átt að Þorbirni.
Fyrir leik
Allt klárt. Liðin ganga til vallar og leikar að hefjast. 90 mínútna barátta um stolt og heiður framundan. Vonum að við fáum hressan og skemmtilegan leik.
Fyrir leik
Toppaðstæður hér í Grindavík þótt lofthitinn gæti verið hærri.

Norðan gola og glampandi sól og völlurinn hjá þeim lítur gríðarlega vel út miðað við árstíma og notkun.
Fyrir leik
Spá Fótbolta.net um heimakonur gekk ögn betur eftir en fyrir mót var liðinu spáð 9.sæti um styrkleika Grindavíkurliðsins sagði Jóhann.

,,Hafa oft styrkt sig mikið og fundið nokkra sterka erlenda leikmenn sem lyfta liðinu á hærra plan. Hafa verið skipulagðar og reynt að spila sterkan varnarleik og stungið stærri liðin illa með hröðum skyndisóknum. Ef styrkingin erlendis frá verður úr efri skúffunum þá gætu þær hjálpað kjarnanum sem fyrir er að taka skref upp á við frá í fyrra."

Niðurstaðan er svo 9.sæti rétt eins og spáin gerði ráð fyrir og þar með fall.
Fyrir leik
Nú þegar mótslok nálgast óðfluga er kannski ekki úr vegi að kanna hvernig liðunum vegnaði samanborið við spá Fótbolta.net sem gefin var út nú fyrir mót.

Liði gestanna var spáð ágætu gengi þetta sumarið eða 6.sæti og hafði Jóhann Kristinn Gunnarsson sérfræðingur Fótbolta.net þetta um styrkleika liðsins að segja.

,,Með klókan þjálfara í brúnni og hæfileikaríkan leikmannahóp gætu FH alveg bankað þéttingsfast á dyrnar hjá topp 5 klúbbnum. Mikið af ungum og efnilegum stelpum og liðið spilar alltaf góðan fótbolta. Liðið hefur bætt við sig sterkum leikmönnum frá í fyrra og það verður spennandi að sjá hvort Orri nái ekki að stríða stærri liðunum með athyglisverðu FH liði í ár"

Niðurstaðan var þó ögn verri fyrir stúlkurnar úr Hafnarfirði eða 10.sæti og fall.
Fyrir leik
Það verður seint sagt að mikil spenna sé í Pepsi deild kvenna í dag enda úrslit ráðin á toppi sem og botni. Blikar hafa þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn og liðin sem hér leika í dag leika hér sinn kveðjuleik í deildinni enda bæði fallinn.

Þó að litlu sé að keppa á ég ekki von á öðru en að liðin mæti af krafti í þennan leik með það fyrir augum að enda tímabilið á jákvæðum nótum og með sigri.
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og FH í Pepsideild kvenna.
Byrjunarlið:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir ('45)
5. Megan Elizabeth Buckingham
8. Jasmín Erla Ingadóttir
9. Rannveig Bjarnadóttir
13. Dagbjört Bjarnadóttir ('77)
15. Birta Stefánsdóttir
16. Diljá Ýr Zomers
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
22. Nadía Atladóttir ('77)

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
2. Helena Stefánsdóttir
6. Sandra Maria Sævarsdóttir
14. Þorbjörg Lilja Sigmarsdóttir ('77)
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('77)
22. Lovísa María Hermannsdóttir ('45)

Liðsstjórn:
Orri Þórðarson (Þ)
Daði Lárusson
Silja Rós Theodórsdóttir
Hákon Atli Hallfreðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: