Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
ÍR
2
3
Magni
0-1 Gunnar Örvar Stefánsson '6
Andri Jónasson '19 1-1
Ágúst Freyr Hallsson '22 2-1
2-2 Gunnar Örvar Stefánsson '41
2-3 Sigurður Marinó Kristjánsson '78
22.09.2018  -  14:00
Hertz völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Gunnar Örvar (Magni)
Byrjunarlið:
Halldór Arnarsson
Helgi Freyr Þorsteinsson
Styrmir Erlendsson
4. Már Viðarsson (f)
7. Jón Gísli Ström
9. Ágúst Freyr Hallsson
11. Guðfinnur Þórir Ómarsson ('79)
13. Andri Jónasson
15. Teitur Pétursson ('86)
22. Axel Kári Vignisson ('69)
24. Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Varamenn:
1. Steinar Örn Gunnarsson (m)
6. Ívan Óli Santos
8. Aleksandar Alexander Kostic ('79)
9. Björgvin Stefán Pétursson ('69)
10. Viktor Örn Guðmundsson
17. Jesus Suarez Guerrero
19. Brynjar Óli Bjarnason ('86)
23. Skúli E. Kristjánsson Sigurz

Liðsstjórn:
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Brynjar Þór Gestsson (Þ)
Eyjólfur Þórður Þórðarson
Davíð Örn Aðalsteinsson

Gul spjöld:
Jón Gísli Ström ('54)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞETTA ER BÚIÐ!

Þvílík dramatík og Magni spilar í Inkasso árið 2019!

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
95. mín
Síðasti séns fyrir ÍR, fá aukaspyrnu úti vinstra megin og allir inn!
93. mín
GÖ snýr Donna af sér og bombar af löngu færi en beint á Helga!
91. mín
GÖ fær langan bolta upp og gerir fáránlega vel að snúa sér í skot en rugluð varsla hjá Helga í horn!

Magni reynir að halda boltanum uppi í horni en missa boltann afturfyrir.
90. mín
Andri kemst afturfyrir Sigga hægra megin og bombar boltanum fyrir en Ström nær ekki að renna sér á boltann.

Egill dæmir 4 mín við.
88. mín
ÍR vill fá hendi og víti eftir að Gunnar Örvar skallar í Lalla liðsfélaga sinn en fá bara horn, sá þetta ekki nógu vel sjálfur.

Boltinn afturfyrir eftir hornið.
86. mín
Inn:Brynjar Óli Bjarnason (ÍR) Út:Teitur Pétursson (ÍR)
85. mín
Eftir langt innkast skallar Lalli í horn.

ÍR skallar framhjá og Már liggur eftir.
84. mín
Magnamenn hafa fallið aftar við markið sem er svosem eðlilegt og ÍR stjórnar leiknum.
80. mín
ÍR fær horn sem Lalli Jessen skallar frá!
79. mín
Inn:Aleksandar Alexander Kostic (ÍR) Út:Guðfinnur Þórir Ómarsson (ÍR)

78. mín MARK!
Sigurður Marinó Kristjánsson (Magni)
Stoðsending: Kristinn Þór Rósbergsson
MAAAAAARK!!!

Vinstri bakvörðurinn Siggi Marinó tekur þríhyrning við Krissa Rós og keyrir inn á teiginn, fer framhjá Dóra og smellir boltanum á nær!

Er Magni að fara að bjarga sér á ævintýralegan hátt?!?
77. mín
Donni fær skotfæri eftir að Ström heldur boltanum vel, Stubbur ver!
76. mín
Gunni flikkar Lalla í gegn sem nær ekki að pota tánni í boltann áður en Helgi grípur hann, þetta var hættulegt!
74. mín
Áki Halls tekur flottan sprett en Sveinn Óli með frábæran varnarleik og þvingar Áka í vesen sem hendir sér svo niður en Egill lætur ekki plata sig, Palli Gísla brjálaður að Áki fái ekkk spjald fyrir dýfu.
71. mín
DAUÐFÆRI!

Áki einn gegn Stubb og reynir eitthvað chipp sem fer framhjá, Binni Gests brjálaður, skilur ekki afhverju Áki setti þetta ekki innanfótar á nær.
70. mín
Inn:Pétur Heiðar Kristjánsson (Magni) Út:Ívar Sigurbjörnsson (Magni)
Sóknarskipting hjá Magna, Siggi Marinó fer í vinstri bak, Peddi á hægri kant.
70. mín
VÁ!

Uppúr löngu innkasti frá Bjögga berst boltinn út á Guffa sem bombar boltanum svona 7cm framhjá sammanum!
69. mín
Inn:Björgvin Stefán Pétursson (ÍR) Út:Axel Kári Vignisson (ÍR)
65. mín
Magnamenn með öll völd á vellinum, ég ætla að veðja á mark fljótlega.

Binni Gests öskrar á sína menn að peppa sig aðeins upp afþví það gerist ekkert af sjálfu sér.
62. mín
Guffi hamrar Bjarna niður hérna úti vinstra megin og á einhvern óskiljanlegan hátt fær ekki spjald, svo núna stuttu seinna er Áki sparkaður niður á sama stað og ekkert dæmt, bæði lið alveg kolvitlaus út í Egil og félaga.
57. mín
Krissi Rós keyrir hér utan á Halldór og þrumar fyrir markið en Teitur setur boltann í horn.

Tvær slakar sendingar frá Bjarna sem fékk boltann aftur eftir fyrri spyrnuna.
56. mín
Baldvin sendir boltann fyrir og Lalli nær skallanum en langt framhjá.
54. mín Gult spjald: Jón Gísli Ström (ÍR)
Ström kemur of seint inn í Baldvin sem var búinn að sparka boltanum frá sér.
53. mín
Bjarni kemur flottum bolta upp í hornið á Lalla en fyrirgjöfin afturfyrir.

Þarna átti Jessen að gera betur!
51. mín
Andri með hættulega fyrirgjöf frá hægri sem Baldvin setur í horn.

VÁ! - Andri kemur boltanum á Áka sem tekur skot í snúningnum og smellir boltanum í slánna!
48. mín
Stubbur tekur hérna eitt útspark nánast upp í Seljaskóla, Teitur þarf að skalla í horn.

Lalli skallar framhjá.
46. mín
Þetta er komið í gang aftur!
45. mín
Hálfleikur
Egill hefur flautað til hálfleiks!

2-2 í rugluðum leik!
45. mín
ÍR fær hér horn á lokasekúndum fyrri hálfleiks.

Magnamenn koma boltanum burt.
45. mín
King Styrmir Erlends með bjartsýnistilraun af 30 metrum, yfir!

41. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
Stoðsending: Baldvin Ólafsson
MAAAARK!!

Magni er búið að jafna, Baldvin fær endalausan tíma úti hægra megin til að teikna boltann á kollinn á GÖ sem stangar boltann slánna og inn!

Þvílíkur leikur hérna í Breiðholtinu!
40. mín
Már reynir hér skot af svona 35 metrum sem er fast og Stubbur ver í horn, fínasta tilraun!

Uppúr horninu skallar Halldór framhjá.
37. mín
Binni fer í hörku tæklingu á miðjunni með báðar lappir á undan og vinnur boltann en Egill dæmir réttilega brot, þessi var fullorðins.

ÍR fær horn uppúr þessari aukaspyrnu en Stubbur grípur hornspyrnuna.
35. mín
DAUÐAFÆRI HINUMEGIN!

Magni brunar upp í sókn, skyndilega er Lars Óli aleinn gegn Helga en Helgi nær að verja með löppinni og í horn!

ÍR-ingar koma hættunni svo frá, en þarna verður Lalli bara að gera betur!
33. mín
ÍR-ingar vilja víti!!!

Teitur hamrar boltanum inní á fjær frá miðju og Jón Gísli er að hlaupa afturfyrir Ívar sem virðist toga Ström niður og koma þannig í veg fyrir að hann komist í boltann.

Ég er ekki frá því að þetta hafi verið víti...
30. mín
Magni fær hornspyrnu eftir að Bjarni sendi geggjaða sendingu í hornið á Krissa Rós.

Bjarni tekur og DAAUUÐAFÆRI!

GÖ vann fyrsta boltann og Baldvin með hann á lofti aleinn á fjær smellir honum framhjá!
28. mín
Magnamenn vilja víti þegar Lars Óli klobbar Teit og hendir sér svo niður, aldrei víti að mínu mati.

Magnamenn með öll völd á vellinum eins og er.
25. mín
ÍR með öll völd á vellinum, fá hér hornspyrnu.

Guffi með flottan bolta en það gerir enginn árás.
24. mín
ÍR fær aukaspyrnu úti vinstra megin sem Guffi tekur en Magnamenn skalla í horn, hornspyrnan er skölluð í innkast og svo missa ÍR-ingar boltann afturfyrir.
22. mín MARK!
Ágúst Freyr Hallsson (ÍR)
Stoðsending: Halldór Jón Sigurður Þórðarson
MAAARK!

Donni tekur innkast inn á teiginn sem Áki tekur á chestið og hamrar boltanum í fjærhornið í snúningnum!!!

ÍR búið að snúa þessum leik við, þvílíkar senur hérna í Breiðholtinu!!
19. mín MARK!
Andri Jónasson (ÍR)
MAAAAARK!

ÍR er búið að jafna!!!

Áki fær dauðafæri inní teig en Stubbur hendir í einhverja sturlaða vörslu, boltinn berst á Andra sem hamrar boltanum í markið af stuttu færi!
17. mín
Magnamenn eru þéttir til baka og þvinga ÍR í langa bolta, svo reyna þeir að keyra á skyndisóknum.
14. mín
Bjarni tekur flottan sprett upp hægra megin sækir hornspyrnu.

ÍR kemur boltanum frá.
13. mín
Gunnar Örvar gerir vel og finnur Krissa Rós hægra megin en Krissi setur boltann afturfyrir.
11. mín
ÍR-ingar vilja fá víti, Áki hleypur utan í varnarmann Magna og hendir sér niður og ekkert dæmt, hefði verið hart að dæma víti á þetta þar sem Áki var hreinlega að reyna að sækja snertinguna.

6. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (Magni)
Stoðsending: Lars Óli Jessen
MAAAARK!

Magnamenn byrjað þennan leik illa en fá hérna innkast sem Baldvin kastar langt, Lars Óli vinnur flikkið og Gunnar Örvar hamrar boltanum í varnarmann og inn!

Magnamenn eru komnir yfir og núna er pressan á ÍR!
4. mín
Magnamenn ná flottri skyndisókn og Siggi er við það að sleppa í gegn en er í þröngri stöðu og reynir sendingu frekar en skot, Siggi hefði átt að skjóta að mínu mati.
1. mín
ÍR hendir einum löngum upp völlinn og Áki Halls nær tveim skottilraunum en Magnamenn komast fyrir þær báðar áður en Andri lúðrar boltanum yfir!
1. mín
Leikur hafinn
ÍR byrjar þennan leik og sækir í átt að Seljahverfinu!

Það eru læti í stúkunni, Magnamenn mættir!
Fyrir leik
Það er allt að verða klárt, liðin eru að labba út á völl, stöð 2 sport er með cameru á svæðinu og það er fullt af fólki að mæta á völlinn!
Fyrir leik
Liðin eru úti að hita og það virðist vera alvöru hugur í mönnum - eðlilega, sætið er undir!

Ég ætla að tippa á að við fáum alvöru leik hér!

Veðrið er með okkur áhorfendum í liði svo ég myndi vilja sjá stútfulla stúku.

Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar.

Axel er í banni hjá ÍR eftir að hafa fengið gult spjald fyrir dýfu gegn HK.

Siggi Marinó var einnig úrskurðaður í bann en það var dregið til baka vegna þess að spjaldið gegn Fram var ranglega skráð á Sigga og því má hann spila þennan mikilvæga leik fyrir Magna.
Fyrir leik
Staðan í deildinni er svona:

10. sæti - ÍR - 18 stig
11. sæti - Magni - 16 stig
12. sæti - Selfoss - 15 stig

Selfyssingar eru hinsvegar staðfest fallnir því í viðureign ÍR og Magna geta bæði lið ekki fengið 0 stig.
Fyrir leik
Þessi leikur er hreinn úrslitaleikur milli þessara liða hvort liðið tryggir sig áfram í Inkasso og hvort liðið fer niður með Selfoss.

ÍR nægir jafntefli en það þýðir ekkert annað en sigur hjá Magna til að senda ÍR-inga niður.
Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá einum stærsta leik dagsins, ÍR - Magni!
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
Baldvin Ólafsson
4. Sveinn Óli Birgisson (f)
9. Gunnar Örvar Stefánsson
10. Lars Óli Jessen
14. Ólafur Aron Pétursson
17. Kristinn Þór Rósbergsson
18. Ívar Sigurbjörnsson ('70)
20. Sigurður Marinó Kristjánsson
26. Brynjar Ingi Bjarnason
29. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
3. Þorgeir Ingvarsson
6. Jón Alfreð Sigurðsson
7. Pétur Heiðar Kristjánsson ('70)
8. Arnar Geir Halldórsson
16. Davíð Rúnar Bjarnason
18. Jakob Hafsteinsson
21. Oddgeir Logi Gíslason

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Hjörtur Geir Heimisson
Andrés Vilhjálmsson
Anton Orri Sigurbjörnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: