Þór
3
1
Leiknir R.
Jóhann Helgi Hannesson '13 1-0
Jakob Snær Árnason '24 2-0
2-1 Sólon Breki Leifsson '27
Ólafur Hrannar Kristjánsson '44
Alvaro Montejo '47 3-1
22.09.2018  -  14:00
Þórsvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Alvaro Montejo
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Sveinn Elías Jónsson ('82)
3. Óskar Elías Zoega Óskarsson
4. Aron Kristófer Lárusson
5. Loftur Páll Eiríksson
6. Ármann Pétur Ævarsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
14. Jakob Snær Árnason ('45)
24. Alvaro Montejo
30. Bjarki Þór Viðarsson
88. Nacho Gil

Varamenn:
12. Stefán Viðar Stefánsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson ('45)
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('82)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
15. Guðni Sigþórsson
18. Alexander Ívan Bjarnason
22. Jón Óskar Sigurðsson

Liðsstjórn:
Lárus Orri Sigurðsson (Þ)
Orri Sigurjónsson
Sveinn Leó Bogason
Sandor Matus
Hannes Bjarni Hannesson
Kristján Sigurólason
Sölvi Sverrisson

Gul spjöld:
Alvaro Montejo ('42)
Jóhann Helgi Hannesson ('44)
Ármann Pétur Ævarsson ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
90. mín
Jóhann Helgi brýtur á Eyjólfi og aukaspyrna dæmd.
90. mín
Þór á horn. Þetta hlýtur að fara ða verða búið, löngu komnar 90 mínútur á klukkuna.
90. mín
Leiknismenn með vel útfærða aukaspyrnu og Sólon er einn á móti Aroni! Hann reynir einhverja furðulega vippu og Aron bara grípur hana, þarf ekki einu sinni að beygja sig.
88. mín
Það er heldur betur rólegt. Þetta er göngubolti núna. Menn að bíða eftir því að þetta klárist bara.
82. mín
Inn:Ernir Freyr Guðnason (Leiknir R.) Út:Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
82. mín
Inn:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór ) Út:Sveinn Elías Jónsson (Þór )
81. mín
Loksins er lífsmark með Leikni sóknarlega. Ósvald með fyrirgjöf sem er hreinsuð í horn. Svo kemur ekkert upp úr þeirri spyrnu.
79. mín Gult spjald: Ernir Bjarnason (Leiknir R.)
Ernir Bjarnason braut á Montejo og fær réttilega gult spjald. Montejo liggur þjáður eftir. Þór fékk hagnaðinn en Nacho klúðraði því að eitthvað yrði úr því spili.
75. mín Gult spjald: Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Brýtur á Sólon. Leiknismaðurinn hefur ekki verið mjög ánægður með meðferðina á sér hér í dag.
74. mín
Sveinn Elías með skot langt, langt yfir.
72. mín
Það er afar rólegt yfir þessu.
66. mín Gult spjald: Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir R.)
Glímubrögð eru bönnuð í fótbolta. Tók á Nacho og ríghélt í mjaðmirnar. Vitlaus íþrótt.
65. mín
Inn:Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.) Út:Aron Fuego Daníelsson (Leiknir R.)
65. mín
Inn:Ingvar Ásbjörn Ingvarsson (Leiknir R.) Út:Ryota Nakamura (Leiknir R.)
59. mín
Montejo neyðir Eyjólf í svakalega vörslu! Nær einhverju sturluðu skoti í fjærhornið sem Eyjólfur fer á eftir og slær í burtu, þessi var á leið í skeytin. Sveinn Elías fylgir svo eftir en skóflar boltanum í hliðarnetið.
55. mín
Það hefur svona heldur róast yfir þessu, mikið um klafs og boltinn berst liðanna á milli en þó er Þór meira með hann. Leiknir eiga langan seinni hálfleik fyrir höndum.
47. mín MARK!
Alvaro Montejo (Þór )
Stoðsending: Aron Kristófer Lárusson
Einfalt, Aron með boltinn á vinstri kanti og sendir lágan og fastan bolta fyrir. Þar eru Jóhann Helgi og Alvaro í boltanum sem endar með því að sá síðarnefndi klárar þægilega.
45. mín
Inn:Elmar Þór Jónsson (Þór ) Út:Jakob Snær Árnason (Þór )
Markaskorarinn fór út af í hálfleik.
45. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Allt annað en bragðdaufur leikur! Tvö gul, rautt og þrjú mörk, hvað gerist í seinni?
44. mín Gult spjald: Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Jóhann braut upphaflega á Ólafi og fær gult fyrir það.
44. mín Rautt spjald: Ólafur Hrannar Kristjánsson (Leiknir R.)
Uppþot á vellinum. Harðhausarnir Jóhann og Ólafur Hrannar lenda saman og ég hreinlega bara sá ekki fyrir hvað Ólafur fær rautt spjald. Mögulega fyrir að hrinda honum, en á sama tíma fær Jóhann Helgi svo gult spjald!
42. mín Gult spjald: Alvaro Montejo (Þór )
41. mín
Árni Elvar á hér langskot sem Aron Birkir ver, hornspyrna. Þórsarar ná að bægja hættunni frá.
34. mín
Klúðrið maður! Úff. Sólon Breki sleppur inn fyrir, ákveður að renna út boltanum út á Ólaf Hrannar sem er einn á auðum sjó í teignum og þarf bara að leggja boltann inn en setur hann framhjá.
27. mín MARK!
Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
Þetta var laglega gert, Leiknismenn galopnuðu vörn Þórs og boltinn barst inn fyrir á Sólon sem kláraði snyrtilega. Þórsarar vildu fá rangstöðu og mér fannst það mjög tæpt en sá það ekki nógu vel samt. Þetta er leikur!
24. mín MARK!
Jakob Snær Árnason (Þór )
VÁ! Það var eiginlega ekkert að gerast hjá Þór í sókninni, þar til boltinn barst til Jakobs. Hann nennti ekki neinu hangsi og skrúfaði boltann með hægri í fjærhornið. Eyjólfur átti ekki séns. Geggjað mark!
22. mín
Leikur Leiknismanna er ekki upp á marga fiska. Bjarki Aðalsteinsson ætlaði að senda boltann yfir á hægri kantinn en var ofboðslega langt frá að hitta samherja og boltinn í innkast.
18. mín
Nacho með ágætis tilraun utan af miðjum velli en boltinn fer yfir.
13. mín MARK!
Jóhann Helgi Hannesson (Þór )
Stoðsending: Alvaro Montejo
Montejo fær boltann á miðjum vallarhelmingi Leiknis, leikur á einn og nær geggjuðu skoti sem Eyjólfur ver asnalega, slær út í teiginn og Jóhann Helgi fylgir þessu eftir og neglir í markið. Með auðveldari mörkum sem hann hefur skorað þökk sé Montejo! Það þarf að klára þessi færi líka.
13. mín
Aron Fuego vinnur boltann á miðjunni og ákveður að hlaða í skot, sem er alls ekki gott og Aron Birkir í markinu á ekki í neinum vandræðum með það.
12. mín
Sveinn Elías á hér gott skot fyrir utan teig eftir hornspyrnu, en boltinn fer yfir.
8. mín
Og aftur! Nú kom fyrirgjöf frá Sveini Elíasi úti hægra megin, beint á pönnuna á Jóhannesi Helga sem átti lausan skalla. Eyjólfur tók sjónvarpsvörslu og skutlaði sér á eftir boltanum.
8. mín
Fyrsta færi Þórs en afar illa nýtt! Aron Kristófer komst upp vinstra megin, renndi boltanum á Nacho sem var einn á auðum sjó og skaut langt framhjá!
2. mín
Aftur fá Leiknismenn færi, nú skallar Ólafur Hrannar hátt yfir af stuttu færi.
1. mín
Og við byrjum bara á færi! Ryota Nakamura sleppur einn inn fyrir í teig Þórsara, hægra megin, en neglir boltanum framhjá. Átti að skora bara þarna!
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Það er skítakuldi og Vaðlaheiðin sem blasir hér við áhorfendum er hvít niður að efstu bæjum.
Fyrir leik
Hjá Leikni koma þrír inn í byrjunarliðið. Ósvald Jarl, Ryota Nakamura og Aron Fuego. Út fara þeir Sævar Atli, Miroslav Pushkarov og Vuk Oskar Dimitrijevic, en sá síðastnefndi er ekki í hópi Leiknis í dag.
Fyrir leik
Það eru nokkrar breytingar á byrjunarliði Þórs frá síðasta leik. Sveinn Elías Jónsson kemur inn og er með fyrirliðabandið í dag. Ármann Pétur kemur sömuleiðis inn í liðið. Út fara þeir Jónas Björgvin sem er á bekknum í dag og Orri Sigurjónsson, sem er ekki í hópi.
Fyrir leik
Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 1-0 sigri Þórs þar sem Spánverjinn magnaði á miðjunni, Ignacio Gil, skoraði sigurmarkið seint í leiknum.
Fyrir leik
Þjálfari Leiknis, Vigfús Arnar Jósepsson, hefur sömuleiðis sagt að hann ætli ekki að halda áfram með liðið. Hann tók við liðinu eftir þrjár umferðir af Kristófer Sigurgeirssyni en þá hafði liðið tapað öllum sínum leikjum. Þjálfarakapallinn 2018 mun því teygja sig bæði í þorpið á Akureyri og upp í Breiðholt.
Fyrir leik
Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari Þórs, hefur sagt að hann ætli ekki að halda áfram með liðið á næsta tímabili. Hann hefur náð að skapa mjög jákvæða og skemmtilega stemmningu í kringum þetta Þórslið svo það verður snúið að finna nýjan þjálfara.
Fyrir leik
Alvaro Montejo er í þriðja sæti yfir markahæstu menn mótsins með 15 mörk, næstur fyrir ofan hann er Framarinn Guðmundur Magnússon með 17 mörk.
Fyrir leik
Liðin sem hér mætast eiga enga möguleika á því að færa sig ofar í töflunni, svo það er ansi líklegt að einhver af þessum fjórum liðum sem ég nefndi áður muni eiga sætaskipti eftir leiki dagsins.
Fyrir leik
Það er helst að bæði lið vilji spila upp á að enda ekki neðar en í þeim sætum sem eru í fyrir þessa lokaumferð. Þór er í fjórða sæti með 40 stig, stigi á undan Víkingi Ólafsvík sem mætir Fram. Framarar eru einmitt stigi á eftir Leikni R., með 24 stig í 7. sæti en Leiknir í 6. sæti með 25 stig. Þetta mun að sjálfsögðu ekki skipta neinu máli þegar upp er staðið, en þetta er þó eitthvað.
Fyrir leik
Góðan dag og verið velkomin í síðustu textalýsingu sumarsins frá Þórsvelli! Inkasso deildinni lýkur í dag og það er ekki mikið undir í þessum leik, verður að segjast.
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Sólon Breki Leifsson
3. Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
6. Ernir Bjarnason
8. Árni Elvar Árnason ('82)
10. Ólafur Hrannar Kristjánsson
11. Ryota Nakamura ('65)
15. Kristján Páll Jónsson (f)
17. Aron Fuego Daníelsson ('65)
20. Óttar Húni Magnússon

Varamenn:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('65)
10. Sævar Atli Magnússon ('65)
19. Ernir Freyr Guðnason ('82)
27. Miroslav Pushkarov

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósepsson (Þ)
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Gísli Friðrik Hauksson
Iðunn Elfa Bolladóttir

Gul spjöld:
Bjarki Aðalsteinsson ('66)
Ernir Bjarnason ('79)

Rauð spjöld:
Ólafur Hrannar Kristjánsson ('44)