Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
KA
4
3
Grindavík
Hallgrímur Mar Steingrímsson '6 1-0
Daníel Hafsteinsson '15 2-0
3-0 Elias Tamburini '17 , sjálfsmark
3-1 Sam Hewson '20
3-2 Sam Hewson '30
Hallgrímur Mar Steingrímsson '33 4-2
4-3 Sam Hewson '74 , víti
23.09.2018  -  14:00
Akureyrarvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Sól og hafgola
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 610
Maður leiksins: Sam Hewson
Byrjunarlið:
18. Aron Elí Gíslason (m)
Hallgrímur Jónasson
Hallgrímur Mar Steingrímsson
2. Bjarni Mark Antonsson ('59)
3. Callum Williams
7. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
12. Milan Joksimovic
22. Hrannar Björn Steingrímsson
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('75)
99. Vladimir Tufegdzic ('86)

Varamenn:
7. Hjörvar Sigurgeirsson ('86)
17. Ýmir Már Geirsson ('75)
18. Áki Sölvason
25. Archie Nkumu ('59)
35. Frosti Brynjólfsson
77. Viktor Már Heiðarsson

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Srdjan Rajkovic
Aleksandar Trninic
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Daníel Hafsteinsson ('11)
Vladimir Tufegdzic ('22)
Callum Williams ('68)
Archie Nkumu ('73)
Aron Elí Gíslason ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KA menn vinna þennan markaleik 4-3 á Greifavelli.
93. mín Gult spjald: Aron Elí Gíslason (KA)
Aron Elí hljóp útúr markinu til að láta Gunna heyra það og fær gult spjald að launum réttilega, hann var alls ekki sáttur með þetta brot!
93. mín Gult spjald: Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Gunnar Þorsteins fer hér alltof hátt í Hjörvar og hefði getað fengið rautt en fær gult spjald hér
93. mín
Rodrigo með neglu í slánna og niður, hársbreidd frá því að jafna!
90. mín Gult spjald: Will Daniels (Grindavík)
Fer aftan í Hadda, rétt.
88. mín
Inn:Nemanja Latinovic (Grindavík) Út:Marinó Axel Helgason (Grindavík)
Latinovic fær lokamínúturnar, kemur hér inná fyrir Marinó.
86. mín
Inn:Hjörvar Sigurgeirsson (KA) Út:Vladimir Tufegdzic (KA)
Túfa ekki verið sérstakur í dag og kemur hér útaf fyrir Hjörvar.
85. mín
Aron Elí Gíslason hvað var þetta!? Aron Jó með neglu upp í skeytin en Aron er bara mættur í skeytin og ver hann yfir markið, sturluð varsla!
84. mín
Vá Ýmir í dauðafæri en inn fer boltinn ekki. Frábær sókn þar sem Grímsi kom með mjög góða sendingu upp á Ella sem gaf hann fyrir miðjan teiginn þar sem Ýmir er í dauðafæri en setur hann hársbreidd framhjá, dauðafæri!
81. mín
Elfar tók og kjötaði hvern Grindvíkingin á fætur öðrum og kom síðan með lúmskt skot sem fór í stöngina, boltinn barst svo á Grímsa sem skaut en beint á Jajalo.
80. mín
Daníel með flotta takta fyrir utan teig og kemur sér í skot, skotið er mjög gott en Jajalo ver það vel í hornspyrnu.
75. mín
Inn:Ýmir Már Geirsson (KA) Út:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
Steinþór bað um skiptingu þar sem hann virtist vera tæpur í lærinu, Ýmir kominn inná.
74. mín Mark úr víti!
Sam Hewson (Grindavík)
Stoðsending: Matthías Örn Friðriksson
Langt innkast hjá Grindavík þar sem Archie bara fór á bakið á Matta og henti honum niður, klárt víti og mjög klaufalegt. Hewson negldi honum uppi beint á markið og er kominn með þrennu hér á Greifavelli!
73. mín Gult spjald: Archie Nkumu (KA)
Archie tekur Matthías niður og fær á sig víti!
69. mín
Daniels tekur spyrnuna og setur hann yfir vegginn en rétt framhjá markinu.
68. mín Gult spjald: Callum Williams (KA)
Callum fær hér spjald fyrir brot fyrir utan teig, hann er þá í leikbanni gegn Grindavík í síðasta leik Pepsí-deildarinnar.
67. mín
Will Daniels kominn í gegn eftir góða sendingu frá Hewson, Milan fór í bakið á honum og Will vildi fá víti en ekkert dæmt, held þetta sé rétt hjá Dodda Hjaltalín.
64. mín
Inn:Aron Jóhannsson (Grindavík) Út:Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Grindvíkingar með tvöfalda breytingu, Sito og Alexander af velli fyrir Aron og René.
64. mín
Inn:René Joensen (Grindavík) Út:Sito (Grindavík)
59. mín
Inn:Archie Nkumu (KA) Út:Bjarni Mark Antonsson (KA)
Bjarni Mark fékk höfuðhögg áðan og það ekki í fyrsta skipti í sumar, nú held ég að hann ætti að hvíla sig því þetta er stórhættulegt, Archie kemur inn fyrir hann.
56. mín
Túfa getur ekki skorað! Milan með geggjaða fyrirgjöf beint á hausinn á Túfa í dauðafæri en hann skallar framhjá markinu, á alltaf að skora þarna.
52. mín
Eins og þessi leikur fór fjörlega af stað þá er ekkert að gerast þessa stundina.
46. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
6 mörk í þessum fyrri hálfleik!
40. mín
KA menn með skemmtilega sókn sem endar með skoti frá Bjarna í höndina á Túfa.
33. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Ég hef ekki undan að skrifa hérna, það er mark í nánast hverri einustu sókn hér og nú eru það heimamenn aftur!
Hallgrímur Mar tekur aukaspyrnuna og setur hann yfir vegginn og í markmannshornið, set spurningamerki við Jajalo en ótrúlega skemmtileg spyrna samt sem áður. Grímsi er funheitur í dag.
32. mín Gult spjald: Rodrigo Gomes Mateo (Grindavík)
Brýtur á Danna fyrir utan teig og KA menn fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
30. mín MARK!
Sam Hewson (Grindavík)
Stoðsending: Elias Tamburini
30 mínútur á klukkunni og staðan orðin 3-2! Tamburini með gott hlaup upp vinstri kantinn og geggjaða fyrirgjöf á Sam Hewson sem tekur hann í fyrsta á lofti og boltinn syngur út við stöng! Game on hér á Akureyri.
24. mín
Túfa í fínu færi hérna en setur hann í hliðarnetið.
22. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (KA)
Fer fyrir þegar Gunni er að fara taka aukaspyrnu, hárrétt og bjánalegt hjá Túfa.
20. mín MARK!
Sam Hewson (Grindavík)
Stoðsending: Marinó Axel Helgason
Djöfull er gaman að vera á Akureyri í dag, sést að er lítið undir og liðin þora að spila skemmtilegan fótbolta og taka sénsa. Nú minnkar Sam Hewson muninn þegar Marinó Axel rennir boltanum á hann og Hewson skýtur öruggu skoti í fjærhornið.
17. mín SJÁLFSMARK!
Elias Tamburini (Grindavík)
Hvað er að gerast hérna, KA menn með boltann uppí horn á Danna sem ætlar að leggja hann út í teiginn á Steinþór en Tamburini kemst fyrir og rennir honum í eigið mark, óheppinn þarna. KA að ganga frá Grindavík hérna á 9 mínútna kafla!
15. mín MARK!
Daníel Hafsteinsson (KA)
Stoðsending: Hrannar Björn Steingrímsson
KA menn leika á alls oddi hérna, stórkostleg sókn hér þar sem Grímsi neglir honum þvert yfir á Hrannar sem leggur hann út fyrir Daníel, hann gerir sér lítið fyrir og neglir honum í fyrsta uppí nærhornið! 2-0 KA og tvö stórkostleg mörk hér.
11. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (KA)
Stoppar skyndisókn með að toga í treyjuna hjá Sito, hárrétt.
6. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Góðan daginn Hallgrímur! Grímsi fær boltann vinstra megin fyrir utan teig, tekur boltann inná völlinn og smyr hann bara þægilega í skeytin, þvílíkt mark!
5. mín
Hewson með skot fyrir utan sem er lúmskt, Aron ver það en með herkjum þó. Hefði sennilega átt að grípa þetta en horn er það.
2. mín
Vá dauðafæri hjá Túfa! Grímsi með geggjaða fyrirgjöf beint á hausinn á Túfa sem skallar hann hársbreidd yfir markið.
1. mín
Leikur hafinn
Grindvíkingar byrja leikinn og sækja í átt að ríkinu sem er reyndar lokað í dag.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru kominn inn og KA gerir eina breytingu frá jafnteflinu við Stjörnuna á miðvikudaginn, Hallgrímur Jónasson er búinn að taka út leikbann og byrjar í dag í stað Alexander Trninic sem fór meiddur útaf gegn Stjörnunni.

Grindavík gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn Fjölni í síðustu umferð. Alexander Veigar Þórarinsson, Matthías Örn Friðriksson og Sito koma inn í byrjunarliðið í stað Brynjars Ásgeirs, Björn Berg Bryde og René Joensen.
Fyrir leik
Bæði þessi lið eru að skipta um þjálfara eftir tímabilið þar sem Túfa er að kveðja KA menn eftir að hafa verið hjá klúbbnum síðan árið 2006. Óli Stefán hefur þjálfað Grindavík síðustu 3 tímabil og ætlar sér að prófa nýja hluti í haust. Spurning hvort þeir skipti bara um hlutverk, maður veit aldrei!
Fyrir leik
KA eru að koma úr leikjum við tvö bestu lið deildarinnar, Stjörnuna og Val þar sem þeir náðu í 2 góð stig og eru í 6.sætinu með 25 stig. Grindavík er í 7.sæti með jafn mörg stig en hafa aðeins fengið 2 stig úr síðustu 5 leikjum. Vinni KA í dag er 6.sætið svo gott sem öruggt þar sem þeir eru með töluvert betri markatölu.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Greifa-velli þar sem KA fær Grindavík í heimsókn í næst síðustu umferð Pepsí-deildar karla.
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
Marinó Axel Helgason ('88)
4. Rodrigo Gomes Mateo
6. Sam Hewson
7. Will Daniels
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Matthías Örn Friðriksson
11. Elias Tamburini
17. Sito ('64)
26. Sigurjón Rúnarsson
80. Alexander Veigar Þórarinsson ('64)

Varamenn:
5. Nemanja Latinovic ('88)
8. Hilmar Andrew McShane
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
22. René Joensen ('64)
23. Aron Jóhannsson ('64)

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Maciej Majewski
Sigurvin Ingi Árnason
Jóhann Ingi Ármannsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Rodrigo Gomes Mateo ('32)
Will Daniels ('90)
Gunnar Þorsteinsson ('93)

Rauð spjöld: