Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Breiðablik
4
0
KA
Thomas Mikkelsen '5 , víti 1-0
Willum Þór Willumsson '28 2-0
Willum Þór Willumsson '35 3-0
Thomas Mikkelsen '67 4-0
29.09.2018  -  14:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Dómari: Sigurður Hjörtur
Maður leiksins: Willum Þór Willumsson
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic ('54)
5. Elfar Freyr Helgason
9. Thomas Mikkelsen
11. Gísli Eyjólfsson ('64)
11. Aron Bjarnason ('79)
15. Davíð Kristján Ólafsson
18. Willum Þór Willumsson
20. Kolbeinn Þórðarson
21. Viktor Örn Margeirsson

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
8. Arnþór Ari Atlason ('54)
14. Andri Fannar Baldursson ('79)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
25. Davíð Ingvarsson
27. Arnór Gauti Ragnarsson ('64)
45. Brynjólfur Darri Willumsson

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik rúllar yfir KA menn en það dugir ekki til, þeir enda í öðru sæti deildarinnar og Valur eru Íslandsmeistarar.
91. mín
Inn:Viktor Már Heiðarsson (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Tvöföld skipting hjá gestunum, Birgir Baldvinsson og Viktor Már Heiðarsson að koma inná í sínum fyrsta Pepsí-deildarleik.
91. mín
Inn:Birgir Baldvinsson (KA) Út:Áki Sölvason (KA)
88. mín
ÍBV er að taka 6.sætið af KA, Fylkir er að jarða ÍBV 7-0 og Valur eru Íslandsmeistarar, það er allt saman svo gott sem öruggt. KR er ennþá 3-2 yfir en mega ekki fá á sig mark ef FH vinnur Stjörnuna.
81. mín Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Alltof seinn í Oliver og fær réttilega gult spjald.
79. mín
Inn:Andri Fannar Baldursson (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
Andri Fannar Baldursson að koma inná hjá Blikum, einnig hans fyrsti leikur í Pepsí-deildinni.
79. mín
Inn:Patrekur Hafliði Búason (KA) Út:Frosti Brynjólfsson (KA)
Patrekur að koma inná í sínum fyrsta leik í Pepsí-deildinni, kemur inná fyrir Frosta.
78. mín
Valur er að vinna 4-0 gegn Keflavík, FH er að vinna Stjörnuna 1-0, KR að vinna Víking 3-2, ÍBV að vinna Grindavík 3-2 og Fylkir er að vinna Fjölni 6-0!
75. mín
Aron Bjarna að prjóna sig laglega í gegnum vörn KA manna en skýtur svo yfir úr dauðafæri!
71. mín
Castillion að minnka muninn fyrir Víkinga gegn KR, ætlar hann að hjálpa sínu félagi, FH, að komast í Evrópu?
67. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Blikarnir að ganga frá KA-mönnum, Mikkelsen með sitt annað mark í dag eftir sendingu frá Aroni. Aron Elí lág lengi eftir samstuð við Mikkelsen en virðist geta haldið leik áfram.
64. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Gísli Eyjólfs kemur af velli og inná kemur Arnór Gauti.
63. mín
Frábær sókn hjá Blikum þar sem þeir spila KA menn sundur og saman endar með fyrirgjöf á Arnþór sem neglir á lofti á markið en Aron ver mjög vel!
61. mín
KR komið í 3-1 í Víkinni og eru á leiðinni í Evrópu, alvöru dramatík í Evrópubaráttunni!
59. mín
Hrannar með fína fyrirgjöf sem Elli nær að skalla en beint á Gulla, bragðdauf byrjun á seinni hálfleik.
58. mín
Í Árbænum eru Fylkir að pakka föllnum Fjölnismönnum saman, 3-0 og Guðmundur Karl búinn að fá rautt spjald.
56. mín
Ef einhvern tímann var efi um að Valur myndi vinna Keflavík er sá efi farinn núna, Valur komnir í 4-0 og Keflavík fer niður án sigurs í sumar!
54. mín
Inn:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) Út:Damir Muminovic (Breiðablik)
Damir að meiðast hér og þarf að fara af velli, Arnþór Ari kemur inná í hans stað.
51. mín
Það eru tíðindi úr Víkinni, KR er komið yfir og er komið uppfyrir FH í Evrópusætið! Einnig voru Grindavík að jafna gegn KA og þá fara KA aftur upp í 6.sætið.
46. mín
Leikur hafinn
KA menn byrja seinni hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur hér á Kópavogsvelli.
44. mín
Hvað var að gerast hér, aðstoðardómarinn flaggar rangstöðu á Aron og Haddi tekur boltann með hendinni til að taka aukaspyrnuna en þá dæmir Siggi hendi á Hadda þar sem Siggi mat þetta sem ekki rangstöðu.
37. mín
Aron Bjarna aftur kominn einn í gegn en setur hann framhjá!
35. mín MARK!
Willum Þór Willumsson (Breiðablik)
Stoðsending: Thomas Mikkelsen
Willum er að ganga frá KA-mönnum hérna! Hornspyrna hjá heimamönnum sem Mikkelsen skallar í átt að marki og Willum fleytir honum inn með skalla, 3-0!
31. mín
Blikar eru að tryggja sér annað sætið fari leikurinn svona en Valsarar eru að vinna Keflavík 3-0 og titillinn er því áfram á Hlíðarenda.
FH er í Evrópu eins og stendur þar sem þeir eru að vinna Stjörnuna 0-1 en KR er búið að jafna í Víkinni og vinni þeir þann leik ná þeir Evrópusætinu.
28. mín MARK!
Willum Þór Willumsson (Breiðablik)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Þvert gegn gangi leiksins hérna skora Blikar! Aron Bjarna með frábært hlaup upp vinstri kantinn og kemur með frábæra sendingu meðfram jörðinni á Willum sem klárar færið mjög vel. 2-0 og erfitt fyrir KA að koma tilbaka núna.
22. mín
Hallgrímur Mar fer illa með Viktor hérna og chippar innfyrir á Áka en Elfar nær að koma boltanum í horn áður en Áki nær skoti.
19. mín
KA menn hafa heldur betur verið að sækja í sig veðrið eftir slaka byrjun, sækja grimmt og fá hornspyrnur trekk í trekk.
17. mín
Gulli að verja dauðafæri frá Áka Sölvasyni, Bjarni Mark með góða fyrirgjöf meðfram jörðinni sem ÁKi neglir á markið en Gulli ver mjög vel
12. mín
ÍBV eru komnir yfir í Grindavík eftir að hafa lent undir þar sem Gunnar Heiðar er kominn með tvö mörk í kveðjuleiknum sínum, Valur komnir 2-0 yfir og FH er að vinna Stjörnun 1-0.

Eins og staðan er núna eru Valur Íslandsmeistarar, FH er í Evrópusæti og ÍBV að fara upp fyrir KA í 6.sætið.
9. mín
Dauðafæri! Aron Bjarna kominn einn í gegn og setur hann framhjá Aroni en í stöngina!
7. mín
Vondar fréttir fyrir Blika, Einar Karl búinn að koma Val yfir gegn Keflavík og titillinn er að fara aftur á Hlíðarenda eins og staðan er.
5. mín Mark úr víti!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Gísli Eyjólfsson
Mikkelsen skorar af öryggi úr vítinu, setur Aron í vitlaust horn og Blikar strax komnir yfir!
4. mín
Víti fyrir Blika, Haddi tekur Gísla niður í teignum!
1. mín
Leikur hafinn
Breiðablik hefja þennan leik.
Fyrir leik

Fyrir leik

Fyrir leik
Þess má til gamans geta að í liði KA eru þrír fyrrum leikmenn Breiðabliks. Guðmann Þórisson, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Elfar Árni Aðalsteinsson hafa allir spilað fyrir Blika.
Fyrir leik
Þessi lið hafa spilað 3 leiki í deild síðan KA kom upp í fyrra, KA vann hér 3-1 í fyrsta leik síðasta sumars, Blikar unnu 4-2 á Akureyrarvelli síðar um sumarið og í leik liðana í sumar á Greifavellinum fór 0-0.
Fyrir leik
Það er mikið um leikbönn í þessari umferð þar sem 16 leikmenn eru í leikbanni í Pepsí-deildinn og þar af 6 leikmenn í þessum leik.
Hjá Breiðablik eru Alexander Helgi og Jonathan Hendrickx í leikbanni.
Hjá KA eru Alexander Trninic, Archange Nkumu, Callum Williams og Vladimir Tufegdzig í leikbanni.
Fyrir leik
Þetta er síðasti leikur Túfa með KA-liðið og ljóst að hann vill ekki kveðja með tapi, nái þeir stigi þá er 6.sætið öruggt en þeir eiga tvö stig á ÍBV í 7.sætinu fyrir leik og með töluvert betri markatölu.
Fyrir leik
Breiðablik getur orðið Íslandsmeistari ef allt gengur upp, þeir þurfa að vinna hér og treysta á að Keflavík vinni sinn fyrsta leik í sumar og það á útivelli gegn Val. Það yrði einhver ótrúlegasta saga seinni ára!
Fyrir leik
Góðan daginn og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og KA á Kópavogsvelli í síðustu umferð Pepsí-deildar karla þetta tímabilið.
Byrjunarlið:
18. Aron Elí Gíslason (m)
Hallgrímur Jónasson
Hallgrímur Mar Steingrímsson
2. Bjarni Mark Antonsson
7. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('91)
12. Milan Joksimovic
17. Ýmir Már Geirsson
18. Áki Sölvason ('91)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
35. Frosti Brynjólfsson ('79)

Varamenn:
1. Þráinn Ágúst Arnaldsson (m)
2. Birgir Baldvinsson ('91)
7. Patrekur Hafliði Búason ('79)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson
77. Viktor Már Heiðarsson ('91)

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Srdjan Rajkovic
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Elín Rós Jónasdóttir

Gul spjöld:
Elfar Árni Aðalsteinsson ('81)

Rauð spjöld: