Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Ísland U21
2
7
Spánn U21
0-1 Mikel Oyarzabal '24 , víti
0-2 Rafael Mir '25
0-3 Rafael Mir '40
Jón Dagur Þorsteinsson '41 1-3
Axel Óskar Andrésson '45 , sjálfsmark 1-4
1-5 Carlos Soler '54
Óttar Magnús Karlsson '58 2-5
2-6 Borja Mayoral '87
2-7 Fabián Ruiz '90
16.10.2018  -  16:45
Floridana völlurinn
Landslið - U-21 karla EM 2019
Maður leiksins: Mikel Oyarzabal (Spánn)
Byrjunarlið:
2. Alfons Sampsted
4. Torfi Tímoteus Gunnarsson
5. Axel Óskar Andrésson
6. Samúel Kári Friðjónsson
7. Kristófer Kristinsson ('46)
8. Arnór Sigurðsson
9. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('46)
16. Hörður Ingi Gunnarsson

Varamenn:
12. Aron Elí Gíslason (m)
6. Alex Þór Hauksson
8. Daníel Hafsteinsson ('46)
14. Óttar Magnús Karlsson ('46)
23. Ari Leifsson (f)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jón Dagur Þorsteinsson ('42)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta afhroð er búið, sem betur fer bara...

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín MARK!
Fabián Ruiz (Spánn U21)
Þetta var nú lélegt maður, Fabian fær boltann fyrir utan teiginn og fær bara að stilla boltanum upp og skjóta, Aron í boltanum en nær ekki að verja.
88. mín
Spánn fær nú horn, boltinn af Willum og afturfyrir.

Jesús Vallejo skallar framhjá.
87. mín MARK!
Borja Mayoral (Spánn U21)
Þetta er nú meiri niðurlægingin...

Ísland var loksins að halda boltanum og spila vel í einni og tveim snertingum alveg þangað til að Júlli Magg ákveður að senda beint í hlaupið hjá Alfonso Pedraza sem keyrir á vörnina og leggur boltann á Borja Mayoral sem skorar í autt markið.
80. mín
Flott sókn hjá okkur sem endar með skoti frá Óttari en Spánverjar koma sér fyrir og vinna boltann.
76. mín
Arnór Sig að klobba Jesús Vallejo í annað skipti í leiknum og þessi var sexy!

Fáum hornspyrnu uppúr þessari sókn og mikill darraðadans í teignum áður en Spánverjar koma boltanum burt.
76. mín
Inn:Willum Þór Willumsson (Ísland U21) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland U21)
75. mín
Ísland nær upp góðu spili og kemst Jón Dagur í góða stöðu vinstra megin en endar svo á að tapa boltanum og brjóta af sér, verðum að nýta þessa sénsa betur.
73. mín
Inn:Alfonso Pedraza (Spánn U21) Út:Mikel Oyarzabal (Spánn U21)
70. mín
Mikel kemst í skotfæri hægra megin en bombar í Axel og þaðan fer boltann rétt framhjá stönginni!

Hornspyrnan afturfyrir.
67. mín
Inn:Borja Mayoral (Spánn U21) Út:Rafael Mir (Spánn U21)
66. mín
Angelino með enn eina föstu fyrirgjöfina sem Aron setur í horn.

Við sköllum hættuna frá.
65. mín
Aron með langa spyrnu fram völlinn á Arnór Sig sem tekur smá sprett og skýtur svo á markið en í þetta skiptið ver Unai.
64. mín
Pablo reynir hér skot fyrir utan teig en hátt yfir.
62. mín
Rafa Mir kemst í færi inní teignum en kixar boltann langt framhjá!
59. mín
Inn:Pablo Fornals (Spánn U21) Út:Dani Olmo (Spánn U21)
58. mín MARK!
Óttar Magnús Karlsson (Ísland U21)
Stoðsending: Arnór Sigurðsson
ÞESSI BOMBA!

Arnór finnur Óttar í lappir sem að leggur boltann fyrir sig svona 30 metra frá markinu og hamrar á markið og Unai nær ekki að verja þetta.
54. mín MARK!
Carlos Soler (Spánn U21)
Stoðsending: Mikel Oyarzabal
Já þetta mark bara, Carlos Soler vinnur boltann á miðjunni, keyrir á vörnina og finnur Mikel sem chippar Carlos aftur í gegn sem lyftir boltanum snyrtilega yfir Aron.
52. mín
Aron Snær er stálheppinn þarna! - Sendir boltann beint á Dani en Spánverjar klúðra...
51. mín
Spánn fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað!

Taka hana hratt og bomba framhjá markinu, boltinn sleikti stöngina!
46. mín
Leikurinn er kominn í gang aftur.
46. mín
Inn:Óttar Magnús Karlsson (Ísland U21) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Ísland U21)
Tvöföld breyting hjá Íslandi.
46. mín
Inn:Daníel Hafsteinsson (Ísland U21) Út:Kristófer Kristinsson (Ísland U21)
45. mín
Óttar Magnús er búinn að vera að hita upp allan hálfleikinn, er sennilega að koma inná.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og Spánverjar með verðskuldaða forystu hér.
45. mín SJÁLFSMARK!
Axel Óskar Andrésson (Ísland U21)
+1

Já eins og ég var að segja þá eru Spánverjar ógeðslega góðir og spóluðu sig nú upp vinstra megin og Angelino með enn eina negluna fyrir þar sem boltinn lendir í klafsi og svo af Axel og inn, algjör óheppni!
45. mín
+1

Spánverjar við það að spóla sig í gegn en Alfons bjargar á síðustu stundu, Spánverjar eru ógeðslega góðir!
45. mín
Carlos Soler tekur hér skot hátt yfir og beyglaði líklega bíl þarna fyrir aftan markið.
42. mín Gult spjald: Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland U21)
41. mín MARK!
Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland U21)
MAAARK!

Við vorum ekki lengi að svara!

Spilum okkur upp hægra megin og boltinn lagður út á teiginn á Arnór Sig sem á að skora en Unai með geggjaða vörslu en beint í lappirnar á Jóni Degi sem skorar í autt markið.
40. mín MARK!
Rafael Mir (Spánn U21)
Spánverjar skora aftur, hafa ekki mikið fyrir þessu...

Spila sig upp hægra megin og þar kemur föst fyrirgjöf niðri beint í lappirnar á Rafa Mir sem þarf bara að pota í boltann.
38. mín
Ísland á fínt spil upp hægra megin og Tryggvi sækir horn!

Spyrnan alla leið á fjær og Sammi tapar honum.
32. mín
Leikurinn hefur róast mikið eftir þessi tvö mörk...
27. mín
Dómarinn hatar Arnór Sig held ég, Arnór fer á milli tveggja Spánverja sem rífa hann niður, Rúmeninn biður Arnór um að standa upp.
25. mín MARK!
Rafael Mir (Spánn U21)
Stoðsending: Angelino
Guð minn góður þetta var svo einfalt, Ísland tekur miðju, tapa boltanum og Spánverjar prjóna sig upp vinstra megin þar sem Angelino hamrar boltanum fyrir niðri og Rafa Mir setur hann stöngin inn á nær.

Nú er þetta brekka fyrir okkar menn!
24. mín Mark úr víti!
Mikel Oyarzabal (Spánn U21)
Mikel sendir Aron í vitlaust horn, setur hann niðri í hægra hornið.
23. mín
VÍTI! - Nú fá Spánverjar víti, sýnist Axel Óskar brjóta klaufalega og víti dæmt.
20. mín
ÞARNA Á ÍSLAND AÐ FÁ VÍTASPYRNU! - Veit ekki hvað dómarinn var að horfa á en hann tekur svaninn á þetta sem Valdi Páls er þekktur fyrir.

Arnór Sig fær boltann vinstra megin við teiginn, klobbar Vallejo og hleypur að markinu þar sem einhver Spánverji mætir og keyrir í bakið á Arnóri sem dettur áður en hann nær skotinu og ekkert dæmt. Galinn dómur!
19. mín
Mikel reynir skot utarlega hægra megin sem Aron ver auðveldlega.
17. mín
Loksins ná Spánverjar að spóla sig í gegn og Rafa Mir fær boltann og bombar framhjá en var dæmdur rangstæður. Flott sókn hjá Spánverjum.
15. mín
Spánverjarnir halda boltanum vel um þessar mundir og reyna að opna okkur Íslendinga en ekkert að frétta.
9. mín
Mikel þrumar boltanum fyrir en í Alfons og horn.

Carlos Soler með flottan bolta en Sammi skallar frá.
8. mín
Spánverjar byrja þennan leik af krafti og dæla inn fyrirgjöfum sem að Torfi og Axel hafa græjað með stakri prýði.
4. mín
Ísland fær aukaspyrnu á fínum stað úti hægra megin, Jón Dagur stillir boltanum upp.

Afleit spyrna sem Spánverjar skalla reyndar beint á Arnór Sig sem að vann nokkra af þessum Spánverjum um daginn í meistaradeildinni en skot Arnórs í varnarmann og burt.
2. mín
FÆRI!

Angelino og Mikel spóla sig upp vinstra megin og þrumar Angelino boltanum fyrir niðri og það munar engu að Rafa Mir komi tánni í boltann áður en Hörður setur hann afturfyrir í horn!

Spánverjar brjóta uppúr hornspyrnunni.
1. mín
Leikur hafinn
Spánverjar byrja með boltann, þetta er farið af stað!
Fyrir leik
Viktor Lekve setur einkennislag UEFA í gang, Samúel Kári og Jesús Vallejo leiða liðin út á völl og veislan er að fara að byrja!
Fyrir leik
Liðin eru komin inn eftir upphitun, korter í leik!
Fyrir leik
Það eru toppaðstæður til knattsðyrnuiðkunar á Floridana teppinu í dag, búið að rigna í mestallan dag en það er lítil úrkoma núna þannig teppið er rennandi blautt og ætti að bjóða upp á free flowing football ef ég má sletta smá. Einnig er þokkalega hægur vindur ef ekki bara logn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar.

Jón Dagur, Tryggvi Hrafn og Hörður Ingi koma inn í liðið hjá Íslandi á kostnað Óttars, Willums og Felix.
Fyrir leik
Spánverjar eru komnir áfram upp úr riðlinum þannig það má búast við erfiðum leik en okkar strákar geta strítt öllum liðum þegar þeir eru í gírnum, vonandi fáum við hörku leik í dag.
Fyrir leik
Ísland er búið að yngja vel upp í hópnum en þetta er síðasti leikur liðsins í þessari undankeppni, til að mynda voru Willum og Stefán Teitur teknir inn í hópinn og byrjaði Willum síðasta leik gegn Norður - Írum.
Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Íslands og Spáns í forkeppni u-21 landsliða.
Byrjunarlið:
1. Unai Simón (m)
2. Sergi Palencia
3. Angelino
4. Jesús Vallejo (f)
5. Jorge Meré
6. Marc Roca
7. Carlos Soler
8. Fabián Ruiz
9. Rafael Mir ('67)
10. Mikel Oyarzabal ('73)
11. Dani Olmo ('59)

Varamenn:
13. Antonio Sivera (m)
12. Unai Nunez
14. Aaron Caricol
15. Igor Zubeldia
16. Alfonso Pedraza ('73)
17. Pablo Fornals ('59)
18. Borja Mayoral ('67)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: