Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Chelsea
2
2
Man Utd
Antonio Rudiger '20 1-0
1-1 Anthony Martial '55
1-2 Anthony Martial '73
Ross Barkley '90 2-2
20.10.2018  -  11:30
Stamford Bridge
Enska úrvalsdeildin
Aðstæður: 15 gráður í London og sól. Völlurinn frábær.
Dómari: Mike Dean
Áhorfendur: 41,631
Maður leiksins: Anthony Martial (Manchester United)
Byrjunarlið:
1. Kepa Arrizabalaga (m)
2. Antonio Rudiger
3. Marcos Alonso
5. Jorginho
7. N'Golo Kante
10. Eden Hazard
17. Matteo Kovacic ('69)
22. Willian ('76)
28. Cesar Azpilicueta
29. Alvaro Morata ('79)
30. David Luiz

Varamenn:
13. Willy Caballero (m)
4. Cesc Fabregas
8. Ross Barkley ('69)
11. Pedro ('76)
18. Olivier Giroud ('79)
21. Davide Zappacosta
24. Gary Cahill

Liðsstjórn:
Maurizio Sarri (Þ)

Gul spjöld:
Antonio Rudiger ('30)
Eden Hazard ('34)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+8

Þvílíkar lokamínútur en JAFNTEFLI er staðreynd. Mourinho og Sarri sættast og takast í hendur. Chelsea enn taplausir.

Takk fyrir mig í dag.
90. mín
+7

Það trylltist allt á vellinum og Mourinho og Sarri lenda í orðaskiptum og það þarf öryggisverði til að stíga þá í sundur! Þetta eru svakalegar lokamínútur.

Leikurinn er stopp og Mike Dean er að fara yfir þetta.
90. mín MARK!
Ross Barkley (Chelsea)
+6

MAAAAAAAAAAAAARK!!!!

CHELSEA JAFNAR LEIKINN Á 96. MÍNÚTU!!!!

Darraðadans í teig United og boltinn berst til Barkley sem setur hann í netið!! ÞVÍLÍKT OG ANNAÐ EINS!
90. mín Gult spjald: Andreas Pereira (Man Utd)
+5
90. mín Gult spjald: Alexis Sánchez (Man Utd)
+4

Fer aftaní Jorginho á miðsvæðinu. Reynslubrot hjá Sanchez.
90. mín
+3

Heimamenn vilja fá vítaspyrnu. Vilja meina að Lindelöf hafi farið aftaní Giroud þegar hann er kominn í þrönga stöðu við mark United. Sennilega hárrétt.
90. mín
+2

Lukaku keyrir upp hægri kantinn og sér Pogba í hlaupinu inn að teig Chelsea en sendingin frá Lukaku of föst og Kepa nær boltanum.
90. mín
+1

Sex mínútum bætt við venjulegan leiktíma. Azpilicueta reynir hér skot en hátt yfir.
89. mín
Alonso með fyrirgjöfina en liðsmenn Chelsea ekki nógu graðir í teignum og enginn klár í að fara í þennan bolta.

Shaw skallar frá.
87. mín
Chelsea komnir hátt á völlinn og sóknarþunginn að verða meiri. Það er lítill tími til stefnu.
84. mín
Inn:Alexis Sánchez (Man Utd) Út:Anthony Martial (Man Utd)
Alveg galið hvað United ná að vera lengi með þessar tvær skiptingar. 2-3 mínútur og Chelseamenn ekki sáttir við þetta.
82. mín
Inn:Andreas Pereira (Man Utd) Út:Marcus Rashford (Man Utd)
Rashford verið slakur í dag þrátt fyrir stoðsendinguna í öðru marki United.
82. mín
Rashford liggur og fær aðhlynningu frá sjúkraþjálfara United.
81. mín
Ander Herrera er allt í einu sloppinn einn í gegn en Kepa lokar á hann. United líklegri til að bæta í heldur en Chelsea að jafna ef eitthvað er.
80. mín
Chelsea að færa sig aðeins ofar á völlinn sem gæti skapað tækifæri fyrir United að sækja hratt ef að Chelsea missir boltann.
79. mín
Inn:Olivier Giroud (Chelsea) Út:Alvaro Morata (Chelsea)
Morata ekki náð tengingu við þennan leik, sem og svo oft áður í vetur.
77. mín

76. mín
Inn:Pedro (Chelsea) Út:Willian (Chelsea)
75. mín
Inn:Ander Herrera (Man Utd) Út:Juan Mata (Man Utd)
Þá á að þétta miðsvæðið.
73. mín MARK!
Anthony Martial (Man Utd)
Stoðsending: Marcus Rashford
MAAAAAAAAARK!!

United eru komnir yfir og aftur er það Martial!

Rashford fær boltann við vítateigslínu Chelsea og sér að Martial er einn á auðum sjó vinstra megin í teignum, sendir á hann og Martial setur boltann framhjá Kepa.

Frábært mark hjá United.
71. mín
N'Golo með lúmskt skot að marki United sem David De Gea ver.

Fín tilraun hjá Kante sem fékk allan tímann í heiminum til þess að undirbúa skotið.
69. mín
Inn:Ross Barkley (Chelsea) Út:Matteo Kovacic (Chelsea)
Fyrsta skipting leiksins kemur hér. Barkley verið flottur í síðustu leikjum Chelsea.
67. mín Gult spjald: Juan Mata (Man Utd)
Mata með hrottatæklingu á Azpi.

Fær gult spjald, sennilega það augljósasta í vetur.
67. mín
Geeeeeeggjuð aukaspyrna frá Willian beint á kollinn á Luiz sem er einn á auðum sjó inní teig United en hann hittir ekki á rammann!

Þessi spyrna frá Willian var konfekt.
66. mín
Shaw brýtur á Willian.

Shaw verið frábær í dag að mínu mati. Alvöru bæting hjá þessum gæja.
65. mín

63. mín
Lukaku keyrir á vörn Chelsea en er svolítið eins og flutningaskip í öllum sínum aðgerðum. David Luiz sér við honum og setur boltann í hornspyrnu.
61. mín

60. mín
Hazard hótar skoti og tekur skotið!

Fer af varnarmanni United og afturfyrir. Hornspyrna Chelsea.
59. mín
Það hefur heldur betur kviknað líf hjá þeim rauðklæddu eftir þetta mark en það er allt annað að sjá til liðsins þessar fyrstu mínútur eftir markið.
57. mín
Paul Pogba reynir skotið af 25 metrunum en það var aldrei hætta. Langt yfir markið.
55. mín MARK!
Anthony Martial (Man Utd)
MAAAAAARK!

Ég skal segja ykkur það! Martial jafnar leikinn eftir darraðadans í teig Chelsea. United á 2-3 skot á stuttu millibili en Chelsea menn ná ekki að hreinsa boltanum frá og að lokum hrekkur boltinn til Martial sem hamrar honum framhjá Kepa. Alonso liggur inní teig Chelsea á meðan þetta allt gengur á.

Chelsea menn ósáttir að Dean hafi ekki stoppað leikinn.
54. mín
Varamenn beggja liða byrjaðir að hita upp.
52. mín
Fín hornspyrna frá Willian en De Gea nær að kýla þetta burt.
52. mín
Luiz af öllum mönnum mættur inní teig United þar sem hann reynir einhverjar krúsídúllur. Nær hinsvegar í hornspyrnu.
49. mín
Hazard keyrir upp vinstri kantinn og inn á teig United og tekur skotið úr þröngu færi en De Gea hirðir þetta.

Hazard liggur síðan eftir en Young virðist hafa farið í hann eftir að hann lét skotið ríða af. Hazard harkar þetta af sér.
47. mín
Fyrsta alvöru sókn síðari hálfleiksins kemur frá Chelsea þar sem að Jorginho stingur boltanum inn fyrir vörn United á Morata sem snýr Smalling af sér og nær skotinu en De Gea ver.
46. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað og bæði lið eru óbreytt. Einhverjir stuðningsmenn United hafa kallað eftir því á Twitter að fá Sanchez inn. Ekki ólíklegt að við sjáum hann í seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Mike Dean flautar til loka fyrri hálfleiks.

Chelsea leiðir eftir mark frá Rudiger á 20. mínútu. Mourinho þarf að fá líf í þetta í seinni hálfleik ætli þeir að ná einhverju út úr þessu. Sjáumst í síðari hálfleik.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við fyrri hálfleikinn.
44. mín
Þetta Chelsea lið minnir mann helst á Barcelona liðið 2010 með tiki taka taktíkna.

Magnað hvað þeir á ná að halda honum og spila boltanum úr þröngum stöðum. Þolinmæðin allsráðandi.
39. mín
Liðsmenn United eiga í miklu basli með að spila boltanum á milli sín og ráða lítið við hápressu Chelsea. Missa boltann trekk í trekk.
36. mín
Matic sefur þarna á boltanum inni á miðjunni og missir hann í fætur Kovacic sem brunar upp völlinn og kemur með fyrirgjöf en Lindelöf nær að skalla boltann burt.
34. mín Gult spjald: Eden Hazard (Chelsea)
Fjórða gula spjald leiksins lítur hér dagsins ljós þegar Hazard tekur Rashford niður þegar hann er á ferðinni upp hægri kantinn.

Hárréttur dómur hjá Dean.

United ná ekki að gera sér mat úr aukaspyrnunni.
32. mín
Rudiger með GEGGJAÐA sendingu inn fyrir vörn United á Alonso. Fyrsta snerting Alonso sveik hann og boltinn beint á De Gea.

Vörn United sofandi á verðinum þarna.
30. mín Gult spjald: Antonio Rudiger (Chelsea)
Rudiger fer með hendurnar í Pogba þegar þeir stökkva báðir upp í skallaeinvígi.
27. mín Gult spjald: Ashley Young (Man Utd)
United ætla bara að taka Hazard útur þessum leik!

Nú fær Young gula spjaldið fyrir brot á Hazard.
25. mín
Chelsea virðast ekki vera saddir núna en þeir hafa að því er virðist bætt í eftir markið. United í vandræðum með að halda boltanum innan liðsins.
23. mín
Hornspyrnan sem Willian tók kom eftir að Hazard reyndi fyrirgjöf inná teig en þar var enginn nema Shaw sem sá ekkert annað í stöðunni en að hreinsa í horn.
20. mín MARK!
Antonio Rudiger (Chelsea)
Stoðsending: Willian
MAAAAAAAARK!

Heimamenn eru komnir yfir og það er enginn annar en þýska tröllið, Antonio Rudiger!

Willian tekur hornspyrnu sem ratar beint á kollinn á Rudiger sem nær að slíta sig lausan frá Paul Pogba! Hörmulegur varnarleikur hjá Pogba og honum er refsað fyrir það.
20. mín
Morata ekki náð að koma sér mikið inn í leikinn það sem af er.

Vaninn hefur verið hjá Sarri að taka framherjaskiptingu í seinni hálfleik. Ekki ólíklegt að við sjáum Giroud í dag ef að Morata nær ekki að vinna sig inn í leikinn.
17. mín
Martial leikur sér með boltann inni á vítateig Chelsea. Setur boltann í Jorginho og aftur fyrir endamörk. Hornaspyrna United.
16. mín
Fín sókn United útfrá aukaspyrnunni eftir brotið á Kovacic. Shaw kemur með fyrirgjöf frá hægri inná teig þar sem að Lukaku stekkur manna hæst en nær ekki að stýra boltanum á markið.
15. mín
Mourinho er TRYLLTUR á hliðarlínunni. Kovacic fer hér aftaní Matic og Dean dæmir aukaspyrnu en sleppir við Kovacic við spjald.

Þetta hefði vel getað verðskuldað gult spjald. Kovacic stálheppinn.
13. mín Gult spjald: Nemanja Matic (Man Utd)
Dean gefur Matic gult spjald eftir 13 mínútur sem verður að teljast ansi vont fyrir hann.

Búin að brjóta núna tvisvar eða þrisvar af sér með stuttu millibili.
13. mín
Rashford setur í sjötta gír upp hægri kantinn og kemur síðan með fyrirgjöfina sem er alltof föst og fer framhjá öllum pakkanum og endar í innkasti hinum megin frá.

Lukaku ekki mættur nógu tímanlega inná teiginn.
11. mín
Willian tekur aukaspyrnuna sem er ansi slök. Fer langt yfir markið. Alonso og Luiz stóðu báðir við boltann. Illa farið með gott tækifæri.
9. mín
Aukaspyrna á STÓRHÆTTULEGUM stað!

Hazard fer á ferðina og Matic sér enga aðra leið en að taka Hazard niður á vítateigslínunni nánást. Nú er tækifæri fyrir Chelsea.
6. mín
Gestirnir frá Manchester leggjast mjög lágt á völlinn þegar Chelsea er með boltann. Rashford og Martial hjálpa til í varnarleiknum.
4. mín
Kovacic í fínu færi eftir að varnarmenn United ná ekki að hreinsa boltann frá eftir fyrirgjöf frá Willian.

Sem betur fer fyrir gestina hittir Kovacic ekki boltann.
2. mín
Alonso skallar slappa hornspyrnu Mata frá.
2. mín
Mata setur boltann í Alonso og þaðan afturfyrir endamörk.

Hornspyrna sem að United á.
1. mín
Leikur hafinn
Mike Dean flautar hér þennan stórleik á!

Það eru bláklæddir heimamenn sem hefja leikinn.
Fyrir leik
Hér leiða fyrirliðarnir liðin sín inn á völlinn.

Það er setið í hverju sæti á Brúnni. Þetta getur ekki klikkað!
Fyrir leik
Mourinho sagði í samtali við SkySports núna rétt fyrir leikinn að næstu tveir leikir hjá liðinu væru mjög erfiðir. Þeir væru að mæta besta liði Englands í dag og síðan á þriðjudag besta liði Evrópu, Juventus.

Sarri tjáði sig einnig um það afhverju Kovacic byrjar leikinn í dag á kostnað Barkley. Svarið var einfalt en Barkley lék báða leiki Englands í landsleikjahléinu og Kovacic því ferskari, eins og Sarri orðaði það.
Fyrir leik
Morata er í byrjunarliði Chelsea í dag en hann hefur ekki verið að byrja undanfarna deildarleiki. Giroud hefur fengið sénsinn á meðan Morata hefur tekið bikarinn og Evrópudeildina. Morata fær sénsinn í dag og þarf að nýta hann.

Alexis Sanchez er á varamannabekk United en hann kom úr landsliðsverkefni í gær. Ekki ólíklegt að hann verði ein af skiptingum Mourinho í dag.
Fyrir leik

Fyrir leik

Fyrir leik
Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður Vendsyssel í Danmörku (á láni frá Fulham) er spámaður helgarinnar á Fótbolti.net fyrir ensku úrvalsdeildina.

Hann spáir leiknum 3-1 fyrir Chelsea og Hazard skori þrennu í fyrri hálfleik. Pogba verði tekinn útaf í hálfleik og fari í verkfall eftir leik.

Við skulum sjá.
Fyrir leik
Samkvæmt tölfræðinni í undanförnum viðureignum þessara liða þá fáum við ekki jafntefli hér í dag en í undanförum sex leikjum á milli Chelsea og United hefur annaðhvort liðið unnið.

Síðast gerðu liðin jafntefli 7. febrúar 2016.
Fyrir leik
Heimamenn frá London komast í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri hér í dag, að minnsta kosti um stund en City mætir Jóa Berg og félögum.

United í áttunda sæti eftir átta leiki með eitt mark í mínus. Geta jafnað Bournemouth að stigum með sigri.
Fyrir leik
Góðan dag!

Ég er mættur til Lundúna á Stamford Bridge og verð með beina textalýsingu héðan frá leik Chelsea og Manchester United. Alvöru hádegisleikur sem að við fáum þennan laugardaginn.
Byrjunarlið:
1. David de Gea (m)
2. Victor Lindelöf
6. Paul Pogba
8. Juan Mata ('75)
9. Romelu Lukaku
11. Anthony Martial ('84)
12. Chris Smalling
18. Ashley Young
19. Marcus Rashford ('82)
23. Luke Shaw
31. Nemanja Matic

Varamenn:
3. Eric Bailly
7. Alexis Sánchez ('84)
15. Andreas Pereira ('82)
17. Fred
21. Ander Herrera ('75)
36. Matteo Darmian

Liðsstjórn:
Jose Mourinho (Þ)

Gul spjöld:
Nemanja Matic ('13)
Ashley Young ('27)
Juan Mata ('67)
Alexis Sánchez ('90)
Andreas Pereira ('90)

Rauð spjöld: