Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Katar
2
2
Ísland
Hasan Al Haydos (f) '3 1-0
1-1 Ari Freyr Skúlason '29
1-2 Kolbeinn Sigþórsson '56 , víti
Boualem Khoukhi '68 2-2
19.11.2018  -  18:30
Kehrwegstadion
Vináttulandsleikur
Aðstæður: 0 gráðurnar, kalt en völlurinn lítur vel út. Létt snjókoma.
Dómari: Pol van Boekel (Holland)
Áhorfendur: Um 3 þúsund
Byrjunarlið:
1. Saad Al Sheeb (m)
2. Ró-Ró
3. Abdelkarim Hassan Fadialla
7. Ahmed Alaaeldin ('58)
10. Hasan Al Haydos (f) ('90)
11. Akram Hassan Afif ('88)
12. Karim Boudiaf ('84)
16. Boualem Khoukhi
19. Almoez Ali
26. Tarek Salman
28. Assim Omer Madibo

Varamenn:
21. Yousuf Hassan (m)
22. Mohammed Bakri (m)
5. Ahmed Fathy Abdulla
6. Abdoulaziz Hatem ('58)
9. Al Assan Afeef Yahya ('90)
13. Sultan Al-Barik
14. Salem Al-Hajri ('84)
17. Abdoulrahman Fathi
18. Abdoulkarim Al Enezi
23. Mohamed Alaaddin
27. Ali Awad ('88)
29. Mohammad Musa

Liðsstjórn:
Felix Sanchez Bas (Þ)
Jónas Grani Garðarsson

Gul spjöld:
Assim Omer Madibo ('7)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan.
92. mín
Ari með aukaspyrnuna. Sending inn í teiginn en dæmd hendi á Guðlaug Victor. Réttilega.
92. mín
Andri Rúnar krækir í aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Katar.
91. mín
Katar með enn eitt lélega langskotið.
90. mín
Inn:Al Assan Afeef Yahya (Katar) Út:Hasan Al Haydos (f) (Katar)
Uppbótartíminn: 2 mínútur.
88. mín
Inn:Ali Awad (Katar) Út:Akram Hassan Afif (Katar)
Hópur ungra áhorfenda, strákar í yngri flokkum KAS Eupen, taka Víkingaklappið í stúkunni.
87. mín
Arnór tók hornið en enginn náði að komast í boltann.
86. mín
Hörður með langt innkast sem Katarar ná að hreinsa frá. Svo fær Ísland horn...
84. mín
Inn:Salem Al-Hajri (Katar) Út:Karim Boudiaf (Katar)
83. mín
Smúel Kári með stungusendingu, Andri Rúnar eltir boltann en sendingin of föst. Endar í höndum Al Sheeb.
80. mín
Jæja koma svo, nýtum kuldann og vinnum þennan leik!

Enn ein dapra marktilraunin. Nú frá Boudiaf hjá Katar. Laust og langt framhjá.
78. mín
Arnór Ingvi reynir skot fyrir utan teig, fast er það en vel yfir.
75. mín
Inn:Birkir Már Sævarsson (Ísland) Út:Rúrik Gíslason (Ísland)
75. mín
Inn:Samúel Kári Friðjónsson (Ísland) Út:Arnór Sigurðsson (Ísland)
Arnór stingur aðeins niður fæti. Það er búið að sparka hann nokkrum sinnum niður í kvöld.
74. mín
Ahhhh!!! Ísland í hættulegri sókn. Albert komst í teiginn og botinn datt á Rúrik sem átti skot í varnarmann.
73. mín
Vó!!! Ísland heppið að fá ekki á sig mark! Boudiaf skallar naumlega framhjá.
72. mín
Hjörvar Hafliðason segir á Twitter að Rúnar Alex hefði átt að taka skotið áðan.
68. mín MARK!
Boualem Khoukhi (Katar)
Hörkuskot af löngu færi.

Var vel fyrir utan teig og nær fallbyssuskoti sem fer yfir Rúnar Alex og skellur í netinu. Geggjað skot.
65. mín
Hatem fær ágætis skotfæri en nær vandræðalega lélegu skoti. Beint upp í loft. Hlátur í stúkunni.
62. mín
Inn:Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland) Út:Eggert Gunnþór Jónsson (Ísland)
Úlpuvalið fyrir leik var semsagt algjör tilviljun!
62. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Ísland) Út:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
61. mín
Khoukhi tekur aukaspyrnu en skýtur vel yfir.
61. mín
Kolbeinn með skalla sem Al Sheeb ver örugglega.
59. mín
Virkilega verðskulduð forysta. Íslenska liðið hefur verið talsvert betra í kvöld!
58. mín
Inn:Abdoulaziz Hatem (Katar) Út:Ahmed Alaaeldin (Katar)
56. mín Mark úr víti!
Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
ÞVÍLÍKT ÖRYGGI! Boltinn alveg út við stöng og markvörður Katar fór í hitt hornið.

Kolbeinn er kominn með 23 landsliðsmörk og á þrjú mörk í að jafna met Eiðs Smára.
55. mín
VÍTI ISLAND FÆR VÍTI!!! Hendi á leikmann Katar. Hjörtur sparkaði boltanum upp í hendi Katarans beint fyrir framan nef dómarans. Kolbeinn tekur spyrnuna.
55. mín
Rúrik öflugur og krækir í aukaspyrnu með fyrirgjafamöguleika frá hægri.
52. mín
Ísland fær hornspyrnu frá hægri. Ari mætir á vettvang til að taka hana. Katar nær að bægja hættunni frá.
50. mín
Hörður Björgvin með langa hættulega sendingu. Markvörður Katar í vandræðum en kemur boltanum í innkast. Eftir innkastið kemur svo fyrirgjöf sem hann grípur.
48. mín
Úfff... Hassan Afif með hættulega fyrirgjöf frá vinstri en enginn nær að reka tá í boltann. Sem betur fer.
47. mín
Hassan Afif nær að komast framhjá Rúrik og kemur með sendingu inn í teiginn frá vinstri. Sendingin slök og siglir afturfyrir?
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Engin breyting hjá íslenska liðinu í hálfleik. Verð að viðurkenna að mér er alveg sama um mögulegar breytingar hjá Katar.
45. mín
Íslenska liðið hefur klárlega verið betra liðið í fyrri hálfleik og verið talsvert meira með boltann.

Bestur á vellinum í fyrri hálfleik: Albert Guðmundsson. Held að hann sé stór ástæða fyrir því að margir belgískir áhorfendur fara ekki heim undir teppi alveg strax!
45. mín
Hálfleikur
Katarar náðu að skalla frá eftir hornið og Katarar fóru í hættulega sókn. Hörður Björgvin náði að koma boltanum úr teignum.

Hálfleikur.
45. mín
Katarar búnir að brjóta ótrúlega oft af sér. Ísland fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika frá hægri. Ari tekur spyrnuna. Góð spyrna sem Boudiaf skallar í horn.

1 mínúta í uppbótartíma.
44. mín
Katar með skot af löngu færi. Rúnar Alex tekur boltann í fangið af miklu öryggi.
42. mín
Madibo, leikmaður Katar, er á gulu spjaldi og er heppinn að hafa ekki fengið annað gult rétt áðan! Sleppur væntanlega bara því um vináttulandsleik er að ræða.
41. mín
Hér má sjá mark Ara:
40. mín
Áhorfendur taka andköf þegar Albert tekur tvöfaldan snúning með boltann. Mögnuð tilþrif. Katarar eiga engin ráð til að stöðva hann nema brjóta á honum. Aukaspyrna frá vinstri kanti sem Katarar hreinsa frá.
38. mín
Ari Freyr er kominn með fyrirliðabandið eftir að Kári fór af velli.
36. mín
Inn:Hjörtur Hermannsson (Ísland) Út:Kári Árnason (Ísland)
Vont að missa Kára meiddan af velli. Hjörtur kemur inn og fær tækifæri til að sýna sig og sanna.

Enn ein meiðslin í glugganum. Kári lá í smá stund á vellinum áður en honum var skipt af velli.
35. mín
Verið að tala um að í markinu hjá Ara áðan hafi boltinn farið í stöngina, markvörðinn og þaðan inn. Verður því væntanlega ekki skráð á hann. En við erum í góðu skapi og höldum markinu skráðu á hann.

Ari hljóp að varamannabekknum og fagnaði markinu með Birki Má Sævarssyni.
33. mín
Kolbeinn skallar úr erfiðri stöðu. Þarf að teygja sig niður. Framhjá.
29. mín MARK!
Ari Freyr Skúlason (Ísland)
JÁÁÁA!!!! Frábær aukaspyrna út við stöngina. Albert og Ari stóðu við knöttinn og sá síðarnefndi tók spyrnuna.

Stöngin inn var það!!!

62. landsleikur Ara og hans fyrsta landsliðsmark!
29. mín
Arnór að ógna, brotið á honum fyrir utan teig! Skotfæri klárlega.
28. mín
Þarna galopnast íslenska vörnin! Stunga sem skapar hættu, Ró-Ró kemst í hættulega stöðu en sem betur fer er sending hans mjög misheppnuð.
26. mín
Eftir hornspyrnuna slær Sheeb í marki Katar knöttinn út og Kolbeinn nær skoti á markið en það er laust og endar auðveldlega í fangi Sheeb.
25. mín
FRÁBÆR SPRETTUR RÚRIK! Slítur sig frá andstæðingi og brunar inn í teiginn. Á skot sem Katari kemst fyrir. Horn frá hægri.
22. mín
Sverrir Ingi með góða vörn. Stöðvar Ahmed Alaaeldin (rándýrt nafn) á öflugan hátt við vítateiginn.
21. mín
Katarar að spila boltanum rólega á milli sín og Ísland ekki að setja mjög mikla pressu.
19. mín
Eftir smá vandræðagang í vörn Katar skýst boltinn af Eggerti og framhjá markinu. Skráist sem marktilraun.
18. mín
Hamren talaði um það á fréttamannafundinum í gær að skyndisóknir Katara hefðu verið vel útfærðar og hættulegar gegn Sviss. Okkar menn verða því að vera skynsamir í leit að jöfnunarmarkinu.
16. mín
HÆTTA UPP VIÐ MARK KATAR!!! Eftir hornspyrnu Alberts á Kolbeinn skalla en nær ekki að hitta markið.
15. mín
Rúrik Gíslason með fyrirgjöf frá hægri, Arnór nálægt því að ná til boltans en Katari skallar í innkast. Efir langt innkast frá Herði vinnur Ísland svo hornspyrnu.
14. mín
Brotið á Arnóri Sig við miðlínuna. Einhver Katari með bögg og stendur fyrir knettinum. Arnór ýtir honum bara í burtu og kemur boltanum í spil. Hollenski dómarinn horfir reiður á Katarann og bendir á hann.
12. mín
Hitastigið hér dottið niður í gömlu góðu 0 gráðurnar. - Katar með fyrirgjöf frá vinstri sem fer yfir allan pakkann.
8. mín
Albert tók aukaspyrnuna á miðjum vallarhelmingi Katar, sendi inn í teiginn en markvörður Katar greip boltann af öryggi.
7. mín Gult spjald: Assim Omer Madibo (Katar)
Albert Guðmundsson með frábær tilþrif!!

Fíflar þrjá leikmenn Katar upp úr skónum og Madibo sparkar hann svo niður.
3. mín MARK!
Hasan Al Haydos (f) (Katar)
Katar fær aukaspyrnu út frá vinstri kanti sem endar í markinu. Vond byrjun.

Þetta átti væntanlega að vera fyrirgjöf en er fastur bolti og endar sem skot. Rúnar Alex misreiknar boltann og hann endar í netinu. Íslendingarnir ekki viðbúnir þessu.

Leikmaður Katar skyggði á útsýni markvarðar okkar.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað! Ísland byrjaði með knöttinn. Við erum hvítklæddir í dag.

Ísland sækir í átt að Penalty barnum fyrir þau ykka sem þekkja staðhætti í Eupen.
Fyrir leik
Það má búast við erfiðum leik fyrir textalýsanda kvöldsins. Enda kuldinn rosalegur og fingur mínir þegar farnir að fá að finna fyrir honum! En maður fórnar sér í þetta. Allt fyrir lesendur.
Fyrir leik
Það er slatti af krökkum úr yngri flokkum KAS Eupen hér rétt hjá mér í stúkunni. Þeir hvetja Katar í kvöld sem er kannski skiljanlegt. Enda eiga Katarar félagið þeirra.

Það er búið að stilla fánunum upp á vellinum og styttist í leik.
Fyrir leik
Reynslumikill Hollendingur með flautuna í kvöld. Hann heitir Pol van Boekel og er 43 ára Hollendingur sem hefur verið FIFA-dómari í tíu ár. Allt dómarateymið er hollenskt.
Fyrir leik
Fyrir leik
Guðlaugur Victor Pálsson var ekki í leikmannaúlpu þegar menn tóku göngutúr um völlinn áðan og líklegt að hann komi ekkert við sögu í kvöld. Hann er nýstiginn upp úr meiðslum.
Fyrir leik
Eggert Gunnþór er að fara að spila sinn fyrsta landsleik síðan árið 2012! Það eru fjögur ár síðan hann var síðast í hóp. Ég spjallaði við Eggert á dögunum en með því að smella hér má horfa á það viðtal.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands er mætt.

Rúnar Alex Rúnarsson er í markinu. Hörður Björgvin spilar nú í þriggja manna miðvarðarlínunni með Kára fyrirliða og Sverri Inga.

Ari Freyr Skúlason og Rúrik Gíslason eru vængbakverðir. Á miðjunni eru Arnór Ingvi Traustason og Eggert Gunnþór Jónsson.

Samkvæmt leikskýrslu er Arnór Sigurðsson í holunni og þeir Albert Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson frammi. Já Kolli fær tækifæri í byrjunarliðinu, fróðlegt að sjá hvernig það kemur út.
Fyrir leik
Fyrir leik
Það er kalt í Eupen og um tveggja gráðu hiti nú þegar styttist í leikinn. Leikflöturinn sjálfur er ansi lítill og þurfa innköstin ekki að vera mjög löng til að koma knettinum inn í teiginn! Við erum mættir á völlinn og bíðum nú bara eftir því að fá upplýsingar um byrjunarlið okkar manna.
Fyrir leik
Fyrir leik
Kári Árnason, fyrirliði Íslands í leiknum:
Auðvitað erum við að hugsa mikið um að ná sigri. En við erum líka að prófa nýtt kerfi sem við erum að reyna að fínpússa. Það er mikilvægt að hlutirnir séu rétt gerðir. Vonandi sköpum við nóg af færum til að skora. Við höfum ekki unnið í langan tíma og það er mikilvægt upp á sjálfstraustið að ná sigri. Þessir Katarar eru samt engin lömb að leika sér við.
Fyrir leik
Fróðlegt verður að sjá hvernig byrjunarlið Íslands verður. Jón Guðni Fjóluson fór heim til Rússlands í gær vegna veikinda í fjölskyldu hans og spilar ekki. Alfreð Finnbogason hefur einnig yfirgefið hópinn og Aron Einar Gunnarsson mun ekki spila.


Við lékum okkur að því í dag að setja saman mögulegt byrjunarlið í leiknum en Hamren hefur gefið út að sama leikkerfi verði notað og gegn Belgum.
Fyrir leik
Velkomin í þessa textalýsingu!

Ísland leikur sinn síðasta landsleik á árinu. Leikinn verður vináttulandsleikur gegn Katar en hann fer fram í Eupen, afar rólegum bæ hér í Belgíu. Vonandi mun Ísland vinna afar langþráðan sigur í þessum leik hér í kvöld!

Katar hefur verið á fínu skriði, unnið fjóra af fimm síðustu leikjum sínum. Í síðustu viku vannst áhugaverður sigur gegn Sviss 1-0. Þetta er lið í mikilli þróun.
Byrjunarlið:
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
5. Sverrir Ingi Ingason
9. Kolbeinn Sigþórsson ('62)
14. Kári Árnason ('36)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson ('75)
9. Jón Dagur Þorsteinsson
15. Aron Elís Þrándarson
17. Aron Einar Gunnarsson (f)

Liðsstjórn:
Freyr Alexandersson (Þ)
Erik Hamren (Þ)
Sebastian Boxleitner
Haukur Björnsson
Friðrik Ellert Jónsson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Þorgrímur Þráinsson
Gunnar Gylfason
Lars Eriksson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: