Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
Valur
13:00 0
0
Breiðablik
Frakkland
4
0
Ísland
Samuel Umtiti '12 1-0
Olivier Giroud '68 2-0
Kylian Mbappe '78 3-0
Antoine Griezmann '84 4-0
25.03.2019  -  19:45
Stade de France
Undankeppni EM
Aðstæður: 10/10
Dómari: Istvan Kovacs (Rúm)
Áhorfendur: 72 þúsund
Byrjunarlið:
1. Hugo Lloris (f) (m)
2. Benjamin Pavard
4. Raphael Varane
5. Samuel Umtiti
6. Paul Pogba
7. Antoine Griezmann
10. Kylian Mbappe
13. N'Golo Kante ('80)
14. Blaise Matuidi
22. Layvin Kurzawa ('85)

Varamenn:
16. Steve Mandanda (m)
23. Alphonse Areola (m)
3. Presnel Kimpembe ('85)
8. Thomas Lemar ('80)
15. Kurt Zouma
17. Moussa Sissoko ('89)
18. Nabil Fekir
19. Djibril Sidibe
20. Florian Thauvin

Liðsstjórn:
Didier Deschamps (Þ)

Gul spjöld:
Antoine Griezmann ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+3

Þetta er búið, sem betur fer. Landsleikirnir gegn Albaníu og Tyrklandi í júní verða mjög mikilvægir. Þurfum sex stig þar!

Við komum með viðtöl og alls konar annað skemmtilegt eftir nokkrar mínútur. Endilega fylgist með!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
90. mín
Það eru +3 í París.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
90. mín Gult spjald: Antoine Griezmann (Frakkland)
Braut á fyrirliðanum og lýsti yfir pirringi sínum í kjölfarið. Fékk gult spjald fyrir kjaft.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
89. mín
Inn:Moussa Sissoko (Frakkland) Út:Olivier Giroud (Frakkland)
Þriðji markahæsti leikmaður í sögu franska landsliðsins fer af velli.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
85. mín
Inn:Presnel Kimpembe (Frakkland) Út:Layvin Kurzawa (Frakkland)
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
84. mín MARK!
Antoine Griezmann (Frakkland)
Stoðsending: Kylian Mbappe
Strax eftir skiptinguna skora Frakkar. Niðurlæging í seinni hálfleiknum.

Nú var það Mbappe sem átti huggulega sendingu á Griezmann. Snyrtilega klárað hjá þessum geggjaða leikmanni.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
84. mín
Inn:Ari Freyr Skúlason (Ísland) Út:Birkir Már Sævarsson (Ísland)
Síðasta skipting Íslands.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
82. mín
ÍSLAND Í FÆRI! Góður bolti hjá Arnór Ingva og Gylfi fær mjög gott færi til að minnka muninn. Hans gamli liðsfélagi, Hugo Lloris, sér hins vegar við honum.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
82. mín
Frakkar eru mikið í því að vippa boltanum inn fyrir vörnina. Það hefur verið virka fyrir þá í þessum leik.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
80. mín
Inn:Thomas Lemar (Frakkland) Út:N'Golo Kante (Frakkland)
Stórfurðulegt að Kante hafi sloppið með spjald í þessum leik.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
78. mín MARK!
Kylian Mbappe (Frakkland)
Stoðsending: Antoine Griezmann
Þá skorar Mbappe. Mögnuð sókn hjá Frakklandi. Sundurspiluðu íslensku vörnina.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
75. mín
Frakkar keyra í skyndisókn. Griezmann með stórhættulega sendingu en frábær varnarleikur hjá Íslandi. Frakkar halda áfram í sókn en við náum að koma hættunni frá.

Þetta franska lið er svo gott.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
73. mín
RANGSTÖÐUMARK! Giroud skorar en er fyrir innan. Réttur dómur.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
68. mín MARK!
Olivier Giroud (Frakkland)
Stoðsending: Benjamin Pavard
Pavard með sendingu fyrir markið. Hannes misreiknar boltann og Giroud þarf lítið að gera til þess að koma boltanum yfir línuna.

Þetta var ekki nægilega gott... Brekkan orðin mjög brött núna.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
66. mín
Pogba með vippu inn fyrir vörnina á Giroud. Erfitt færi fyrir Giroud sem setur hann yfir markið.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
64. mín
Það liggur aðeins á íslenska liðinu núna. Pogba átti rétt í þessu frábæra sendingu á vin sinn Mbappe sem tekur vel á móti boltanum. Við náum að bægja hættunni frá í bili.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
62. mín
Inn:Alfreð Finnbogason (Ísland) Út:Albert Guðmundsson (Ísland)
Albert staðið sig virkilega vel. Alfreð kann að skora mörk.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
62. mín
Griezmann kominn í stórhættulega staða. Prjónar sig í gegnum íslensku vörnina en sem betur fer er skot hans yfir markið.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
60. mín
Takk fyrir þetta Elvar. Ég trúi líka!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
60. mín
Nú ætla ég að skipta boltanum á Guðmund Aðalstein sem klárar þessa lýsingu. Vonandi mun Gummi fá að lýsa jöfnunarmarki Íslands! Spá: Sverrir Ingi jafnar eftir gott fast leikatriði. Ég trúi!
58. mín
Pavard með HÖRKUSKOT eftir horn en sem betur fer þá hitti þessi ekki rammann.
57. mín
Inn:Arnór Ingvi Traustason (Ísland) Út:Rúnar Már Sigurjónsson (Ísland)
Rúnar kveinkar sér og sjúkraþjálfari fylgir honum af velli.
52. mín Gult spjald: Birkir Bjarnason (Ísland)
Birkir Bjarna tapar boltanum gegn Giroud og brýtur svo af sér.
51. mín
Mbappe með stórhættulega stungusendingu á Giroud en Kári gerir vel með því að skýla og Hannes mætir út og hirðir knöttinn. Frábær vörn hjá Kára.
50. mín
BIRKIR BJARNA MEÐ HÖRKUSKOT! Lloris ver alveg út við stöng.
48. mín
Það er einhver gaur í stúkunni með hljóðnema að stýra söngvum. Á skalanum 1-10 þá er hann 10 óþolandi. Við náum örugglega að þagga niður í honum með óvæntu marki!
46. mín
SEINNI HÁLFLEIKUR ER HAFINN - Ég trúi!!! Þurfum að fá meira út úr Gylfa í seinni hálfleiknum. Þá er möguleiki á að gera eitthvað.
45. mín
Tölfræði úr fyrri hálfleik:
Með boltann: 72% - 28%
Marktilraunir: 7 - 2
Horn: 6-0
45. mín
Hálfleikur
Getum þakkað fyrir að Frakkar skoruðu bara eitt mark í fyrri hálfleik. Meðan munurinn er eitt mark þá er von!

Í hálfleik ætla ég að fá mér kaffi, sýna ykkur glæsilega mottu hjá varamanni Íslands og renna yfir tölfræðina. Bíðið spennt!
44. mín
Í kjölfarið á horni fær Matuidi hörkugott skallafæri en nær ekki að hitta á ramann. Er að detta í hálfleik.
41. mín
Pavard reynir skot af löngu færi. Nær að básúna boltanum vel en yfir fór hann.
39. mín
Albert með sprett. Nær að koma sér inn í vítateig Frakka en er umkringdur og hefur enga kosti. Frakkar vinna boltann.
37. mín
Ísland fær aukaspyrnu á vinstri kantinum. Fyrirgjafarmöguleiki. Farið í andlitið á Birki Bjarnasyni. Kante brotlegur. Gylfi tekur spyrnuna....

Boltinn dansar um vítateiginn og dettur á Albert sem nær ekki að koma sér í skotfæri. Á endanum fer boltinn útaf. Innkast sem Aron Einar mun taka. Ekkert náum við að skapa eftir innkastið.
35. mín
FRAKKAR SKJÓTA NAUMLEGA FRAMHJÁ! Mbappe eftir gott samspil. Strákurinn er búinn að vera í stuði. Sem eru vondar fréttir.
34. mín
Þar sem það er nóg pláss í fréttamannastúkunni hafa Frakkar hleypt einhverjum almenningi hingað. Ég sit við hliðiná gæja sem er ofurbolur með franska fánann málaðan í andlitinu. Og ég er pirraður. Viðurkenni.
32. mín
Frakkar einoka boltann. Voða frekja í þeim. Pavard með stungusendingu á Giroud sem var fyrir innan. Rangstaða. Á meðan skemmta frönsku áhorfendurnir sér með því að taka bylgjur.
25. mín
HJÚKKK!!!!

Mbappe ROSALEGA nálægt því að tvöfalda forystuna en skot hans sleikti fjærstöngina. Hélt að þessi væri á leið inn en hafði sem betur fer rangt fyrir mér.
23. mín
Ísland fékk aukaspyrnu á miðlínunni. Kári vann skallabolta og Gylfi tók skot þegar boltinn var á lofti, hann skoppaði á grasinu og endaði örugglega í fanginu á Lloris.
21. mín
Frakkar vildu fá vítaspyrnu áðan þegar Mbappe féll í teignum. En hárrétt hjá dómaranum að dæma ekkert. Of stutt í leikaraskapinn hjá þessum geggjaða leikmanni.
18. mín
ROSALEG VARSLA!!! Hannes varði frábærlega skalla frá Giroud.
17. mín
Aron Einar með langt innkast. Kári flikkar áfram á Ragga sem nær skalla á markið en hann laus og auðveldur fyrir Lloris. En jæja, marktilraun var það.
15. mín
Frakkar halda áfram að ógna. Raggi bjargaði í horn sem ekkert varð úr.
12. mín MARK!
Samuel Umtiti (Frakkland)
Stoðsending: Kylian Mbappe
Fyrirgjöf frá Mbappe frá vinstri og Umtiti skallar boltann inn, nær að koma sér milli Kára og Sverris. Frábær skalli frá Umtiti sem var enn framarlega á vellinum eftir hornspyrnu rétt á undan.

Þrátt fyrir yfirburðina var þetta fyrsta alvöru marktækifæri Frakka.
11. mín
Frakkar að ógna vel og vinna hornspyrnu. Griezmann, sem er með rooosalegar krullur, tók hornið en við náðum að bægja hættunni frá.
9. mín
Albert Guðmundsson dregur sig vel til baka og sýnir fína vinnusemi hér í upphafi. En við erum að komast lítt áleiðis gegn heimsmeisturunum.
7. mín
Þetta virkaði ekki alvarlegt. Og var það ekki. Mbappe mættur aftur til leiks. Voru þetta leikrænir tilburðir hjá honum? Hann hefur mikið verið í umræðunni vegna leikaraskaps.
6. mín
Mbappe þarf aðhlynningu og er utan vallar. Virkar þjáður eftir einvígi við Birki Bjarnason við hliðarlínuna.
5. mín
Frakkar taka stjórnina strax í byrjun. Mbappe var nálægt því að koma sér í færi en Raggi Sig gerði vel og náði að loka á hann. Þessar fyrstu mínútur fara algjörlega fram á okkar vallarhelmingi.
3. mín
Birkir Már Sævarsson er að leika sinn 90. landsleik og er því orðinn næst leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Hermann Hreiðarsson færist í þriðja sæti með 89 leiki en Rúnar Kristinsson er á toppnum með 104. (Mbl.is)
1. mín
Leikur hafinn
Jæja þetta er byrjað. Okkar menn hófu leik. Ísland er í hvítum treyjum en báum stuttbuxum í þessum leik í kvöld.

Áhugaverður leikur framundan! Lýsing kvöldsins verður langt frá því að vera hlutlaus. ÁFRAM ÍSLAND!
Fyrir leik
GÓÐAR FRÉTTIR - Liðin mæta út og þjóðsöngvarnir eru framundan. Gylfi byrjar leikinn (Staðfest).

Frakkarnir bjóða upp á dínamíska lúðrasveit og stuð. Það er verið að halda upp á 100 ára afmæli franska knattspyrnusambandsins og af því tilefni eru Frakkarnir í sérstökum afmælistreyjum sem aðeins verða notaðar í leiknum í kvöld. Á risaskjám vallarins eru rifjaðar upp eftirminnilegar stundir.
Fyrir leik
Var að fá þær upplýsingar frá Hafliða Breiðfjörð, sem er á hliðarlínunni, að Gylfi Þór Sigurðsson sé eitthvað tæpur. Sjúkraþjálfarar á hlaupum. Frikki sjúkraþjálfari að skoða hann. Vonum það besta!
Fyrir leik
Aðeins meira um byrjunarlið Íslands. Fjórar leikmannabreytingar á liðinu frá Andorra, fyrir utan stóru breytinguna að fara í 5-3-2!

Út: Ari Freyr Skúlason, Jóhann Berg Guðmundsson (meiddur), Arnór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason.

Inn: Hörður Björgvin Magnússon, Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson og Albert Guðmundsson.
Fyrir leik
Tyrkland vann öruggan sigur gegn Moldavíu 4-0 áðan. Tyrkir því komnir með sex stig í riðlinum en búast má við því að baráttan um 2. sæti riðilsins muni verða milli Íslands og Tyrklands. Við gerum ráð fyrir því að Frakkar hirði toppsætið.

Tvö efstu liðin í riðlinum komast á EM en ef Ísland nær ekki að vera annað þeirra gæti opnast leynileið í gegnum Þjóðadeildina.
Fyrir leik
Upphitun í gangi á Stade de France. Siggi Dúlla er að draga kæliboxið yfir völlinn þessa stundina og undir ómar heitasta popptónlistin frá Frakklandi í dag. Franska sambandið skildi eftir franska fánann í öllum sætum svo nú er bara að sveifla! Örlítið öðruvísi andrúmsloft en var í Andorra.

Fylgið Fótbolti.net á Instagram. Þar er hægt að fylgjast með bak við tjöldin
Fyrir leik
Fyrir leik
Freyr Alexandersson um Albert Guðmundsson:
Albert er búinn að vera mjög góður á æfingum, hann er ferskur. Hann spilaði varnarleikinn mjög vel þegar hann fékk sénsinn í október á móti Frökkunum, tveir frammi. Albert hefur eitt, sem við vitum öll, það er X-factor til að gera eitthvað óvænt. Við þurfum á því að halda í svona leikjum og ég hef mikla trú á að Albert eigi eftir að gera eitthvað skemmtilegt í dag.

(Úr viðtali við RÚV)
Fyrir leik
Freyr Alexandersson um ástæðuna fyrir því að Alfreð er á bekknum:
Það er ekkert bakslag eftir fyrri leikinn. Hann er eiginlega á sama stað, hann er auðvitað smá ryðgaður eftir leikinn (gegn Andorra), það er stutt á milli leikja og hann er búinn að vera í löngum meiðslum. En Alfreð getur tekið þátt í leiknum í dag en hversu mikið verður bara að ráðast eftir því hvernig leikurinn þróast.
Fyrir leik
Freyr Alexandersson um ástæðuna fyrir 5-3-2:
Það er margþætt. Fyrst og fremst að loka á það sem við vitum að er þeirra helsti styrkleiki, hvert þeir leita í sínum sóknarleik. Við teljum að það henti okkur betur í þessum leik, á þeirra heimavelli, að loka á það með því að spila með hávaxna fimm manna lína til baka og sterka miðjublokk þar fyrir framan. Allir þeir þrír sem eru þar fyrir framan hafa gríðarlega hlaupagetu og geta hjálpað okkur að loka þeim svæðum sem þarf að loka. Svo eru Gylfi og Albert þar fyrir framan.

(Úr viðtali við RÚV)
Fyrir leik
Albert Guðmundsson leikur í fremstu víglínu hjá Íslandi en Alfreð Finnbogason byrjar á bekknum. Að öðru leyti er byrjunarliðið eins og Fótbolti.net spáði. Leikkerfið er 5-3-2.

"Líkami Alfreðs höndlar ekki meira en 30-35 mínútur," skrifar Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, á Twitter.

Áhugavert verður að fylgjast með frammistöðu Alberts sem hefur verið úti í kuldanum hjá félagsliði sínu, AZ Alkmaar í Hollandi.
Fyrir leik
Paul Pogba, Kylian Mbappe og Antoine Griezmann eru allir á sínum stað í byrjunarliði Frakklands.

Frakkar stilla upp sama byrjunarliði og gegn Moldavíu. Samuel Umtiti, varnarmaður Barcelona, byrjar leikinn en vangaveltur voru uppi um hvort hann gæti hvílt.
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
Sindri Sverrisson á Morgunblaðinu var með hárrétta spá gegn Andorra og því fróðlegt að sjá hvað hann segir núna!

"Ísland getur alveg framkallað kraftaverk í kvöld en peningurinn færi á 2-0 sigur Frakka. Ég væri talsvert bjartsýnni með Jóa Berg innanborðs en án hans er ég hræddur um að við missum mikinn brodd úr skyndisóknunum. Frakkarnir eru með sitt sterkasta lið og þar er varla veikan blett að finna. Hljómar kannski fáránlega því hann er eins og aðrir fullur af gæðum en ég vonast til að Kimpembe byrji hjá þeim. Það er svona eini gaurinn þarna sem ég sé gera einhver heimskuleg mistök sem við getum fært okkur í nyt."

"Þrátt fyrir öll nöfnin þá er Mbappé sá sem maður óttast mest og það væri best ef hægt væri að setja Vindinn til höfuðs honum. Hann virðist einhvern veginn geta núllað út hvaða ofurleikmann sem er. En já, þetta verður alltaf drulluerfiður leikur og það eina sem maður biður um er að okkar menn kreisti út hvern einasta orkudropa til að lágmarka skaðann og jafnvel, hver veit, krækja í eitt stig."
Fyrir leik
Stuðlar Bet365 veðmálafensins gefa skýra mynd af því hversu mun sigurstranglegri Frakkar eru. Stuðullinn á Frakkasigur er 1,16 en 23,0 á íslenskan sigur. Jafntefli gefur stuðulinn 8,0.
Fyrir leik
Erik Hamren, þjálfari Íslands:
Ég hlakka til leiksins, það er stórt að spila við heimsmeistarana en spennandi staða fyrir okkur. Ég á von á erfiðum leik en þetta verður mikil áskorun. Auðvitað getum við nýtt margt úr þeim leik (2-2 jafnteflinu í október), við getum alltaf nýtt hluti úr leikjum hvort sem við vinnum eða töpum. Þetta verður ný áskorun þó sumt sé eins. Þetta eru áfram Frakkar en þetta er keppnisleikur sem er alltaf öðruvísi en æfingaleikur.
Fyrir leik
Íslenska liðið varð fyrir áfalli í gær þegar tilkynnt var að Jóhann Berg Guðmundsson gæti ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Jóhann er farinn aftur til félags síns, Burnley á Englandi. Byrjunarlið Íslands verður opinberað á eftir en íslenskir fjölmiðlar reikna með 5-3-2 kerfinu í þessum leik.
Fyrir leik
Til að fá smá nostalgíutilfinningu og hita upp fyrir komandi landsleik mæli ég með því að hlusta á Miðjuna þar sem Arnar Daði spjallaði við Rikka Daða og Rúnar Kristins og rifjaði upp gamlar viðureignir gegn Frakklandi.
Fyrir leik
Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar og alveg ljóst að þeir þurfa að eiga 'OFF' leik til að við eigum möguleika. Það þarf varla að kynna franska liðið fyrir lesendum, við þekkjum alla þessa karla.

Kylian Mbappe hefur verið talsvert í umræðunni og við sáum það vel í vináttulandsleiknum í Guingamp hvað hann getur. Innkoma hans gjörbreytti leiknum.
Fyrir leik
Eins og allir lesendur vita unnum við Íslendingar 2-0 útisigur gegn Andorra á föstudagskvöld en á sama tíma voru Frakkar í gönguferð í garðinum í Moldavíu. Heimsmeistararnir unnu 4-1 eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik.
Fyrir leik
Velkomin á Stade de France! Ísland hefur aldrei unnið Frakkland en fjórum sinnum hafa leikar endað með jafntefli, síðast í vináttulandsleik í október sem endaði 2-2. Leikurinn í kvöld er í 2. umferð riðlakeppninnar í undankeppni EM.

Dómari er Istvan Kovacs, 34 ára Rúmeni, en hann flautar til leiks 20:45 að staðartíma, 19:45 að íslensum tíma.
Byrjunarlið:
2. Birkir Már Sævarsson ('84)
8. Birkir Bjarnason
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson (f)
23. Hörður Björgvin Magnússon

Varamenn:
8. Arnór Sigurðsson
21. Arnór Ingvi Traustason ('57)
23. Ari Freyr Skúlason ('84)

Liðsstjórn:
Freyr Alexandersson (Þ)
Erik Hamren (Þ)
Rúnar Pálmarsson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Þorgrímur Þráinsson
Gunnar Gylfason
Lars Eriksson

Gul spjöld:
Birkir Bjarnason ('52)

Rauð spjöld: