Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
ÍA
1
2
KR
0-1 Pablo Punyed '23
Bjarki Steinn Bjarkason '25 1-1
1-2 Björgvin Stefánsson '54
07.04.2019  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Lengjubikar karla A-deild - Úrslit
Aðstæður: hægur vindur kvöldsól og teppið slétt og fínt
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Einar Logi Einarsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
2. Hörður Ingi Gunnarsson ('77)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
8. Hallur Flosason
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
17. Gonzalo Zamorano
18. Stefán Teitur Þórðarson
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('69)

Varamenn:
8. Albert Hafsteinsson
9. Viktor Jónsson ('69)
10. Steinar Þorsteinsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('77)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
93. Marcus Johansson

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Arnór Snær Guðmundsson
Hlini Baldursson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Kjartan Guðbrandsson
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir

Gul spjöld:
Þórður Þorsteinn Þórðarson ('15)
Arnar Már Guðjónsson ('48)
Stefán Teitur Þórðarson ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KR er Lengjubikarmeistari 2019!
94. mín
Stefán Teitur brýtur af sér á vallarhelmingi KR. Er þetta runnið úr greipum Skagans?
92. mín Gult spjald: Ástbjörn Þórðarson (KR)
sparkar boltanum í burtu eftir að Helgi dæmir hann brotlegan
91. mín
Skagamenn í álitlegri stöðu á hægri vængnum en fyrirgjöfin léleg og siglir afturfyrir.
90. mín
Það eru +5 í uppbót
89. mín
KR vinnur horn.
88. mín
Algjörlega leið 1 hjá Skaganum þessa stundina. Mikið af löngum boltum sem KR ræður vel við.
86. mín
KR að sigla þessu heim. Skagamenn ráða lítið við pressu KR og eiga í basli með að ná upp spili.
86. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
82. mín
Rólegt yfir þessu þessar mínútur. Barningur og barátta í fyrirrúmi.
77. mín
Inn:Ólafur Valur Valdimarsson (ÍA) Út:Hörður Ingi Gunnarsson (ÍA)
76. mín
Inn:Arnþór Ingi Kristinsson (KR) Út:Pálmi Rafn Pálmason (KR)
75. mín Gult spjald: Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Stoppar Atla Sig í hraðri sókn.
74. mín
Stórhætta við mark KR boltinn hrekkur til Viktors í frábæru færi við markteig en fyrrum liðsfélagi úr þrótti Finnur Tómas fljótur að henda sér fyrir skotið og bjarga marki.
72. mín
KR sækir og við það að komast í færi en skagamenn hreinsa með herkjum
69. mín
Inn:Viktor Jónsson (ÍA) Út:Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
Kastaníubrúna Hættan er mættur aftur á Þróttaravöllinn
65. mín
Hallur Flosason með skot úr teignum eftir aukaspyrnu frá hægri en hárfínt framhjá stönginni.
64. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (KR) Út:Björgvin Stefánsson (KR)
Bjöggi á spjaldi og verið brotlegur nokkrum sinnum hér í síðari hálfleik.

Skynsamlegt hjá Rúnari
63. mín
Óskar reynir að lyfta honum yfir Árna af löngu færi en yfir
61. mín
Arnar Már með hörkuskot af D-boganum sem Beitir ver vel.
59. mín
Frábært spil hjá skaganum hér á vinstri vængnum en Kringar komast fyrir og hreinsa
58. mín
Inn:Finnur Tómas Pálmason (KR) Út:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
54. mín MARK!
Björgvin Stefánsson (KR)
Hræðileg varnarmistök hjá Skaganum senda Björgvin einn í gegn og klárar hann afskaplega fallega yfir Árna í markinu.
50. mín
Tryggvi Hrafn í færi á markteig eftir að KR mistekst að hreinsa frá, Skotið er slappt og Beitir ver
48. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Tekur Óskar hálstaki á miðlínunni, uppsker réttilega gult spjald.
47. mín
Þarna skall hurð nærri hælum fyrir Skagamenn, Óskar fíflar bakvörð þeirra upp úr skónum út á vinstri væng og sendir boltann fyrir við endalinu. Bjöggi nær skallanum en hann er kraftlaus og Skaginn hreinsar af marklínu.
46. mín
Þetta er farið af stað á ný. Vonandi fáum við hraðan og skemmtilegan seinni hálfleik og mörk og læti.
45. mín
Hálfleikur
Helgi Mikael flautar hér til hálfleiks.

Leikurinn verið þokkalega jafn í heildina, KR mögulega ögn sterkari en nóg af fótbolta eftir.
45. mín
Það eru 2 mínútur í uppbót hér í fyrri hálfleik.
44. mín
Darraðadans í teig skagamanna boltinn fram og aftur í teignum en þeir ná að hreinsa á endanum.
42. mín
Frábær markvarsla frá Beiti!!

ÞÞÞ með aukaspyrnu beint á kollinn á Stefáni Teit sem nær finum skalla en Beitir ver í horn.

Upp úr horninu á Einar Logi skot en yfir fer boltinn.
40. mín
Skagamenn fá horn eftir fínan sprett ÞÞÞ og Bjarka en KR kemur boltanum frá.
38. mín
Inn:Ástbjörn Þórðarson (KR) Út:Tobias Thomsen (KR)
Duttum aðeins úr netsambandi en það markverðasta sem gerst hefur er að Tobias Thomsen þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla.

KR þó heilt yfir sterkari síðustu mínútur.
32. mín
KR aftur að ógna. Snögg sókn sem lýkur með skoti frá Atla Sigurjóns af 25 metra færi en vel yfir.
31. mín
Óskar Örn með skot í stöngina!

Fær boltann við vinstra vítateigshornið og lætur utanfótarneglu ríða af en boltinn smellur í fjærstönginni.
25. mín MARK!
Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
Stoðsending: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Það er fjör í þessu. Einnar snertingar bolti Skagamanna við teig KR skilar Bjarki í gegn og Bjarki leggur boltann snyrtilega framhjá Beiti af markteig.
23. mín MARK!
Pablo Punyed (KR)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
Fallegt mark hjá Pablo sem leggur hann í hornið af D-boganum eftir góðan undirbúning Óskars Arnars
20. mín Gult spjald: Björgvin Stefánsson (KR)
19. mín
Skagamenn i skyndisókn og eru 3 á 3 en ÞÞÞ með lélega sendingu og hættan líður hjá.
15. mín Gult spjald: Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
15. mín Gult spjald: Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
15. mín
Hér er eitthvað að gerast, ÞÞÞ eltir glataðan málstað og fer í Beiti þegar hann fer í boltann og Beitir fer niður. Gunnar Þór mætir á staðinn og grýtir Þórði í jörðina, Helgi fer yfir málin og gefur báðum gult.
13. mín
Zamorano reynir eitt stk hjólhest en skallað frá. Smá darraðadans og skaginn fær horn
8. mín
Bjarki Steinn Bjarkason með skot úr teignum eftir fínan undirbúning Zamorano en skotið auðvelt fyrir Beiti í markinu
4. mín
Skagamenn setja hann líka í stöngina!!!!!
Fyrirgjöf frá hægri en ég sé ekki hver á skallann en boltinn i stöngina og út, Frákastið berst á Stefán Teit sem á fast skot framhjá úr teignum
3. mín
Stórhætta við mark Skagamanna, Óskar Örn leikur knettinum upp vinstri vænginn og á lága fyrirgjöf inn á teiginn þar sem Pálmi Rafn smellir boltanum í stöngina.
2. mín
Arnar Már fær hér tiltal frá Helga Mikael eftir hraustlega tæklingu á miðjuboganum.
1. mín
Það eru Vesturbæingar sem byrja með boltann og sækja í átt að vopnlausu Grand Hótel
Fyrir leik
Seven Nations Army með hinni stórgóðu sveit White Stripes fær hér að hljóma í hátalarakerfinu þegar liðin búa sig undir að ganga til vallar. Hefjum þessa veislu.
Fyrir leik
Þá erum við komnir í samband við umheiminn og boltinn getur farið að rúlla. Liðin hafa lokið upphitun og haldið til búningsklefa til lokaundirbúnings. Spámaður dagsins er Stefán Hrafn Hagalín og spáir hann 2-1 sigri Skagamanna. Viktor Jóns með bæði seint í leiknum eftir að hafa komið inná sem varamaður.
Fyrir leik
KR sigraði einnig sinn riðil með talsverðum yfirburðum, 4 sigrar og 1 jafntefli, 15 mörk skoruð og ekki eitt einasta mark fengið á sig í leikjunum 5. Tobias Thomsen sem sneri aftur í vesturbæinn í vetur eftir ár hjá Val var afar heitur fyrir framan markið og lauk riðlakeppninni með 7 mörk.

Í undanúrslitum mætti KR svo FH og hafði þar sigur 3-2 í spennuleik þar sem áðurnefndur Thomsen setti þrennu.
Fyrir leik
Skaginn sigldi næsta auðveldlega í gegnum sinni riðil í Lengjubikarnum í ár, unnu hann sannfærandi með fullu húsi stiga, 16 mörkum skoruðum og aðeins 2 mörk fengin á sig í 5 leikjum.
Gonzalo Zamorano Leon sem kom frá Ólafsvík í vetur setti 5 mörk og Viktor Jónsson sem kom frá Þrótti gerði 3 en þeir munu væntanlega leiða framlínu Skagans í sumar.

Í undanúrslitum mætti ÍA svo KA og hafði þar 4-0 sigur.
Fyrir leik
KR undir stjórn Rúnars Kristinssonar hafa sömuleiðis átt uppbyggilegt vor og verið að spila vel. Reykjavíkurmeistaratitill í húsi og eflaust vilja þeir enda undirbúningstímabilið á því að lyfta öðrum bikar.
Fyrir leik
Skagamenn hafa verið eitt heitasta lið vetrarins og verður spennandi að sjá hvort velgengni þeirra á vormótunum skilar sér inní Pepsi Max deildinna þegar hún hefst eftir tæpar 3 vikur.

ÍA er þar nýliði í deildinni eftir lægð undanfarin ár en Jói Kalli hefur verið að setja saman afar skemmtilegt lið uppi á Skaga sem gæti komið verulega á óvart í sumar.
Fyrir leik
Liðin sem mætast hér í dag eru fornir fjendur og eiga ansi marga af eftirminnilegustu leikjum í sögu íslenskrar knattspyrnu sín á milli.
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkominn í þessa textalýsingu Fótbolta.net frá úrslitaleik Lengjubikarsins 2019.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason ('76)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('58)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Tobias Thomsen ('38)
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Björgvin Stefánsson ('64)
16. Pablo Punyed
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('86)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson ('38)
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('76)
7. Finnur Tómas Pálmason ('58)
14. Ægir Jarl Jónasson ('64)
17. Alex Freyr Hilmarsson ('86)
27. Tryggvi Snær Geirsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Gunnar Þór Gunnarsson ('15)
Björgvin Stefánsson ('20)
Ástbjörn Þórðarson ('92)

Rauð spjöld: