Leiknir R.
1
4
Fjölnir
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson '57 1-0
1-1 Hans Viktor Guðmundsson '61
1-2 Albert Brynjar Ingason '65
1-3 Albert Brynjar Ingason '70 , víti
1-4 Guðmundur Karl Guðmundsson '81
Vuk Oskar Dimitrijevic '89
17.04.2019  -  19:00
Leiknisvöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Leikið á gervigrasvellinum
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Sólon Breki Leifsson
3. Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
6. Ernir Bjarnason
10. Sævar Atli Magnússon (f)
10. Ingólfur Sigurðsson
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
19. Ernir Freyr Guðnason
20. Hjalti Sigurðsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic

Varamenn:
30. Brynjar Örn Sigurðsson (m)
2. Jamal Klængur Jónsson
2. Nacho Heras
7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson
7. Stefán Árni Geirsson
8. Árni Elvar Árnason
10. Daníel Finns Matthíasson
23. Natan Hjaltalín

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Stefán Gíslason (Þ)
Valur Gunnarsson
Elías Guðni Guðnason
Diljá Guðmundardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Vuk Oskar Dimitrijevic ('89)
Leik lokið!
Stutt innlit hjá Leikni í bikarnum þetta árið. Fjölnir verður í pottinum þegar dregið verður í 32 liða úrslit næsta þriðjudag.
89. mín Rautt spjald: Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Fyrir tæklingu.
86. mín
Inn:Rasmus Christiansen (Fjölnir) Út:Eysteinn Þorri Björgvinsson (Fjölnir)
Rasmus leikur sinn fyrsta leik fyrir Fjölni. Vegna aðstæðna setjum við ekki skiptingar inn hér í lýsinguna en gerum þó undantekningu í þetta sinn.
85. mín
Albert Brynjar í hörkufæri en Eyjólfur kemur í veg fyrir að staðan verður 1-5!
81. mín MARK!
Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Gummi Kalli á eldi! Nú skorar hann með smekklegu skoti úr teignum eftir að boltanum var rennt á hann.
78. mín
Leiknismenn reiðir. Vilja víti en Helgi Mikael dómari segir að brotip hafi verið fyrir utan teig.
77. mín
Fjölnismenn að sækja og hóta fjórða markinu.
70. mín Mark úr víti!
Albert Brynjar Ingason (Fjölnir)
Fleiri tuskur í andlit Leiknis. Albert Brynjar skorar af öryggi úr víti. Gummi Kalli krækti í vítið.
67. mín
Það opnuðust flóðgáttir!
65. mín MARK!
Albert Brynjar Ingason (Fjölnir)
Albert sleppur í gegn og vörn Leiknis í vandræðum. Albert með óverjandi skot í slá og inn.
61. mín MARK!
Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Stoðsending: Guðmundur Karl Guðmundsson
Fjölnir jafnar! Hans Viktor skorar eftir góðan sprett og fyrirgjöf frá Gumma Kalla.
57. mín MARK!
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.)
Stoðsending: Ingólfur Sigurðsson
Leiknir kemst yfir! Ingólfur með frábæra aukaspyrnu frá vinstri og Gyrðir, sem kom frá KR í vetur, er grimmastur í teignum og skorar af stuttu færi.
56. mín
Hans Viktor með hörkuskot fyrir Fjölni, boltinn small í slá!!! Þarna voru heimamenn heppnir. Eyjólfur svo með vörslu í kjölfarið.
54. mín
Albert Brynjar nálægt því að fá dauðafæri en missti boltann of langt frá sér.
51. mín
Ingibergur Kort með skot beint í fang Eyjólfs. Sævar Atli fær hörkufæri hinumegin en skýtur yfir.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik.
44. mín Gult spjald: Anton Freyr Ársælsson (Fjölnir)
40. mín
Sævar Atli vinnur boltann og tekur skot af löngu færi. Hátt yfir.
35. mín
Sólon Leiknismaður með skot úr þröngu færi. Í hliðarnetið.
32. mín
Fátt um fína drætti í augnablikinu. Leikmenn eiga erfitt að hemja boltann í rokinu.
20. mín
Leiknir með fyrirgjöf. Vuk í teignum og þarf að teygja sig í boltann, nær ekki til hans.
10. mín
Aftur bjargar Eyjólfur heimamönnum! Varði frá Ingibergi Kort sem var í sannkölluðu dauðafæri. Fjölnismenn hættulegri.
8. mín
Hinn ungi og efnilegi Jóhann Árni í dauðafæri hjá Fjölni en Eyjólfur bjargar með vörslu á síðustu stundu.
6. mín
Fjölnir í hættulegri sókn en Eyjólfur markvörður Leiknis kýlir boltann í burtu. Hér eru mjög erfiðar aðstæður fyrir textalýsingu enda engin fjölmiðlaaðstaða. Rigning og rok. Vindurinn setur sinn svip á leikinn.
2. mín
Sólon í hörkufæri en skýtur í markvörð Fjölnis. Þarna hefði Leiknir getað náð forystu strax í byrjun.
1. mín
Leikur hafinn
Fyrir leik
Rigning og smá vindur. Spilað á blautu gervigrasi. Stuðningsmenn hafa verið að hita upp rétt eins og leikmenn, bara á annan hátt.
Fyrir leik
Það urðu þjálfaraskipti hjá báðum liðum eftir síðasta tímabil. Stefán Gíslason, fyrrum landsliðsmaður, tók við Leikni og Ásmundur Arnarsson, sem þekkir hvern krók og kima í Grafarvoginum, tók við Fjölni.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Hjá Leikni vantar varnarmanninn Nacho Heras sem kom frá Víkingi Ólafsvík í vetur og þá er Kristján Páll Jónsson í leikbanni.

Hjá Fjölni byrjar Rasmus Christiansen, sem kom á láni frá Val í gær, á bekknum. Albert Brynjar Ingason er í byrjunarliðinu.
Fyrir leik
Helgi Mikael Jónasson dæmir leikinn í kvöld og það verður að sjálfsögðu leikið til þrautar um sæti í 32-liða úrslitum. Leikurinn fer fram á gervigrasvelli Leiknismanna þar sem grasvöllurinn er ekki klár í slaginn.
Fyrir leik
FJÖLNIR:

Komnir:
Rasmus Christiansen frá Val (lán)
Albert Brynjar Ingason frá Fylki
Atli Gunnar Guðmundsson frá Fram
Jón Gísli Ström frá ÍR
Steinar Örn Gunnarsson frá ÍR

Farnir:
Almarr Ormarsson í KA
Birnir Snær Ingason í Val
Igor Jugovic
Mario Tadjevic til Króatíu
Valmir Berisha í Álasund (var á láni)
Torfi Tímoteus Gunnarsson í KA (Á láni)
Þórður Ingason í Víking R.
Þórir Guðjónsson í Breiðablik
Ægir Jarl Jónasson í KR
Fyrir leik
LEIKNIR:

Komnir:
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson frá KR
Ingólfur Sigurðsson frá KH
Nacho Heras frá Víkingi Ó.
Natan Hjaltalín frá Fylkir
Stefán Árni Geirsson frá KR
Hjalti Sigurðsson frá KR
Viktor Marel Kjærnested frá Aftureldingu

Farnir:
Miroslav Zhivkov Pushkarov til Búlgaríu
Ryota Nakamura
Tómas Óli Garðarsson
Trausti Sigurbjörnsson í Aftureldingu
Fyrir leik
Velkomin með okkur á leik Leiknis og Fjölnis í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Alvöru slagur milli Leiknis og Fjölnis sem leika bæði í Inkasso-deildinni. Leiknismenn enduðu í sjöunda sæti deildarinnar í fyrra en Fjölnir féll úr Pepsi-deildinni.
Byrjunarlið:
12. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
7. Ingibergur Kort Sigurðsson
8. Arnór Breki Ásþórsson
13. Anton Freyr Ársælsson
14. Albert Brynjar Ingason
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson
31. Jóhann Árni Gunnarsson
33. Eysteinn Þorri Björgvinsson ('86)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
9. Jón Gísli Ström
10. Viktor Andri Hafþórsson
16. Orri Þórhallsson
20. Helgi Snær Agnarsson
23. Rasmus Christiansen ('86)
32. Kristófer Óskar Óskarsson

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Kári Arnórsson
Magnús Birkir Hilmarsson

Gul spjöld:
Anton Freyr Ársælsson ('44)

Rauð spjöld: