Norðurálsvöllurinn
laugardagur 27. apríl 2019  kl. 16:00
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Smá gola. Rigning á köflum. 10 stiga hiti.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Tryggvi Hrafn Haraldsson(ÍA)
ÍA 3 - 1 KA
1-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('33)
2-0 Viktor Jónsson ('40)
2-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('45)
3-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('58)
Myndir: Ingunn Hallgrímsdóttir
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Arnar Már Guðjónsson
0. Einar Logi Einarsson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson
8. Hallur Flosason
9. Viktor Jónsson ('78)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('81)
18. Stefán Teitur Þórðarson
22. Steinar Þorsteinsson ('56)
93. Marcus Johansson

Varamenn:
30. Aron Bjarki Kristjánsson (m)
4. Arnór Snær Guðmundsson
6. Albert Hafsteinsson ('78)
7. Þórður Þorsteinn Þórðarson
17. Gonzalo Zamorano ('56)
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('81)
23. Jón Gísli Eyland Gíslason

Liðstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Kjartan Guðbrandsson
Sigurður Jónsson
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Hlini Baldursson

Gul spjöld:
Hallur Flosason ('25)
Gonzalo Zamorano ('79)
Arnar Már Guðjónsson ('86)
Stefán Teitur Þórðarson ('92)

Rauð spjöld:
@BenniThordar Benjamín Þórðarson
94. mín Leik lokið!
Leiknum er lokið á Akranesi með 3-1 sigri heimamanna. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
Eyða Breyta
93. mín
Gonzalo kemst einng í gegn en gerir þetta bara ekki nógu vel og KA menn bjarga.
Eyða Breyta
93. mín
KA menn fengu hornspyrnu sem ekkert varð úr og boltin aftur fyrir. Árni tekur eins langan tíma og Vilhjálmur leyfir.
Eyða Breyta
92. mín Gult spjald: Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)

Eyða Breyta
90. mín
90 mínútur komnar á klukkuna og það eru fjórar mínútur í uppbót.
Eyða Breyta
90. mín
Daníel með lúmskt skot teint úr aukaspyrnu en Árni ver vel.
Eyða Breyta
89. mín
Það eru 10 á móti 10 inná vellinum núan eftir Stefán Teitur varð fyrir hnjaski og er líka utan vallar.
Eyða Breyta
88. mín
Alexander Groven haltrar hérna útaf eftir tæklinguna sem Arnar Már fékk gult fyrir. Mér sýnist hann ekki vera á leiðinni inná aftur.
Eyða Breyta
86. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)

Eyða Breyta
85. mín
Við höfum ekki fengið áhorfendatölur en það hörkumæting. Á að giska 1057 manns.
Eyða Breyta
84. mín
KA menn liggja á Skagamönnum núna.
Eyða Breyta
82. mín Gult spjald: Aron Dagur Birnuson (KA)

Eyða Breyta
81. mín Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA) Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)

Eyða Breyta
81. mín Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
KA menn gera síðustu skiptininguna sína
Eyða Breyta
81. mín
Afur er Daníel með skot utan teigs en vel yfir markið
Eyða Breyta
79. mín Gult spjald: Gonzalo Zamorano (ÍA)

Eyða Breyta
78. mín Albert Hafsteinsson (ÍA) Viktor Jónsson (ÍA)

Eyða Breyta
76. mín
Gonzalo með hörkuskot sem Aron ver vel.
Eyða Breyta
74. mín
Þarna bjargaði Aron. Tryggi kominn einn í gegn og Aron í basli en bjarga á endanum. Furðulegt úthlaup hjá honum samt.
Eyða Breyta
70. mín
Daníl með skot utan teigs en vel yfir mark ÍA.
Eyða Breyta
69. mín
Fín sókn hjá Skagamönnum sem endar með skoti frá Herði en það slakt og framhjá. Hægri fóturinn er ekki hans sterkasta hlið
Eyða Breyta
68. mín Alexander Groven (KA) Ýmir Már Geirsson (KA)

Eyða Breyta
67. mín Gult spjald: Andri Fannar Stefánsson (KA)

Eyða Breyta
64. mín
Viktor Jóns með skot fyrir utan teig. Fer af varnarmanni og í horn.
Eyða Breyta
58. mín MARK! Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
MAAAAAAAARK!!!!! Tryggvi Hrafn skorar aftur og núna beint úr aukaspyrnu. Skrúfar hann út fyrir vegginn neðst í markhornið. Stórt spurningamerki við uppstillinguna á veggnum hjá Aroni.
Eyða Breyta
57. mín Gult spjald: Callum George Williams (KA)

Eyða Breyta
56. mín Gonzalo Zamorano (ÍA) Steinar Þorsteinsson (ÍA)

Eyða Breyta
54. mín
KA menn eru aðeins að gefa í hérna. Fín sókn sem endar með skoti frá Andra Fannari en yfir markið.
Eyða Breyta
53. mín
ÚFFFFFF! Hallgrímur með lúmskt skot úr teignum en snýr hann rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
52. mín
Flott skyndisókn hjá ÍA. Arnar Már með sendingu inn fyrir á Viktor sem setur hann fyrir markið en fyrir aftan Tryggva.
Eyða Breyta
50. mín
Tryggi Hrafn með fínan sprett vinstra megin og sendir á Hörð sem tekur skotið en það er slakt og framhjá markinu
Eyða Breyta
49. mín
Þetta byrjar fekar rólega hérna hjá okkur í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
46. mín
Seinni hálfleikur er farinnaf stað og það er ÍA sem hefur leik og sækir núna í átt að höllinni. Engar breytingar á liðunum í hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Akranesi. Leikurinn byrjaði rólega en heldur betur búið að vera fjör síðasta korterið. Þrjú mörk og allt galopið fyrir seinni hálfleikinn.
Eyða Breyta
45. mín MARK! Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
MAAAAAAAAARK!!!! Hallgrímur Mar er búinn að minnka muninn!! Fyrirgjöf frá hægri og Árni Snær misreiknar boltann og missir hann yfir sig. Hallgrímur Mar tók frábært hlaup og kláraði vel.
Eyða Breyta
45. mín
Einni mínútu bætt við
Eyða Breyta
40. mín MARK! Viktor Jónsson (ÍA), Stoðsending: Hörður Ingi Gunnarsson
MAAAAAAAAAARK!!!! Viktor Jóns er mættur!!! Hörður Ingi fer illa með Torfa Tímteus og lyftir boltanum fyrir markið þar sem Viktor er aleinn og skallar í markið!
Eyða Breyta
39. mín
Hallgrímur Mar í þokkalegu færi en skotið beint á Árna Snæ í markinu.
Eyða Breyta
38. mín
Nú vilja KA menn fá víti eftir að Ýmir fer niður í teignum. Aftur hárrétt hjá Vilhjálmi.
Eyða Breyta
36. mín
KA menn freista þess að jafna strax og áttu fína sókn sem endar með fyrirgjöf frá Ými en vörn ÍA hreinsar
Eyða Breyta
33. mín MARK! Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
MAAAAAAAAAAARK!!!! Fyrsta mark leiksins er komið og það er Tryggvi Hrafn sem skorar það eftir hörmuleg mistök hjá hjá Brynjari Inga. Tryggvi kom í pressu á fullu gasi og Brynjar með ömurlega sendingu til baka á Aron sem Tryggvi komst inní og kláraði í autt markið.
Eyða Breyta
32. mín Torfi Tímoteus Gunnarsson (KA) Hallgrímur Jónasson (KA)
Hallgrímur hefur orðið fyrir einhverjum meiðlsum og verður að yfirgefa völlinn.
Eyða Breyta
31. mín
Tryggvi Hrafn með frekar óvænt skot úr aukaspyrnu en rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
25. mín Gult spjald: Hallur Flosason (ÍA)

Eyða Breyta
24. mín
Skagamenn aðeins að komast betur inní þetta. Stefán Teitur með skot fyrir utan teig en það slakt og lekur framhjá.
Eyða Breyta
20. mín
Steinar Þorsteins í hörkufæri eftir stungu frá Tryggva en Aron ver vel. Tryggvi potar í boltann og fer niður og vill víti. Hárrétt hjá Vilhjálmi
Eyða Breyta
19. mín
Jóhannes Karl lætur hér Pétur varadómara heyra það. Tryggvi Hrafn féll í teignum og allir á vellinum héldur að Vilhjálmur væri að dæma víti en hann dæmdi markspyrnu. Bendingin hjá Vilhálmi var vægast sagt áhugaverð.
Eyða Breyta
17. mín Gult spjald: Ýmir Már Geirsson (KA)
Frysta gula spjald leiksins er komið og það fær Ýmir hjá KA
Eyða Breyta
16. mín
Fín skyndisókn hjá ÍA en einhver misskilningur á milli Viktor og Stefán Teist og rennur út í sandinn.
Eyða Breyta
12. mín
Þá fá Skagamenn fína fyrstu hornspyrnu í sumar.
Eyða Breyta
11. mín
Stefán Teitur í þokkalegu færi en ekki í jafnvægi í skotinu og það er laust og framhjá.
Eyða Breyta
10. mín
Skagamenn ekki sáttir. Tryggvi Hrafn að komast í góða stöðu einn á einn þegar Vilhjálmur Alvar dæmir.
Eyða Breyta
8. mín
Lítið að gerast fyrstu mínútur þessa leiks. KA menn halda boltanum betur. Þá kemur Andri Fannar með fína fyrirgjöf sem Skagamenn hreinsa í horn. Fyrsta hornspyrna leiksins
Eyða Breyta
4. mín
KA menn að byrja örlítið betur og fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi ÍA. Fyrirgjöf en vörn Skagamann hreinsar.
Eyða Breyta
1. mín
KA menn komast strax í þokkalega sókn en vörn ÍA heldur vel.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá er leikurinn hafinn og það eru KA sem byrja með boltann og sækja í átt að höllinni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inná völlinn og Skagamenn eru að sjálfsögðu í gulu og svörtu á meðan gestirnir í KA eru í rauð/hvít röndóttum treyjum og bláum stuttbuxum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þess má geta að fyrsta leik dagsins í Pepsi Max-deildinni er lokið þar sem Breiðablik gerði góða ferð til Grindavíkur og vann 0-2 sigur. Þá er staðan í Vestamanneyjum í leik ÍBV og Fylkis 0-3 þegar þetta er skrifað og uþb tíu mínútur eftir af leiknum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það eru tíu mínútur í þetta hjá okkur og bæði lið farin inní klefa í lokapepp fyrir átökin.
Eyða Breyta
Fyrir leikEyða Breyta
Fyrir leik
Stuðningsmannasveit KA er mætt suður yfir heiðar og byrjaðir að tromma og tralla. Það vantar ekki stuðninginn og stemmninguna og heimamenn verða að hafa sig alla við ef þeir ætla ekki að vera eftirbátar norðanmann í stúkunni í dag!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég minni lesendur á myllumerkið #fotboltinet á Twitter en valdar færslur eru líklegar til að birtast í lýsingunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er rétt um hálftími í leik hjá okkur hérna á Akranesi og bæði lið að hita upp. Það er létt fyrir mannskapnum enda lokins komið að fyrsta leik sumarsins eftir langt og strangt undirbúningstímabil
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin er dottinn inn og þar kemur kannski ekki margt á óvart. Kannski einna helst er það að Haukur Heiðar byrjar á bekknum hjá KA og hjá ÍA byrjar Gonzalo Zamorano á bekknum. Annar er nokkuð eins og við var búist.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Völlurinn mætti vera í betra ástandi. Örlítið gult í honum ennþá og virkar örlítið laus í sér. En þetta á svo sem ekkert að trufla menn. Menn eru vanir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Umferðin klárast svo í dag með fimm leikjum og þar eru margir áhugaverðir leikir á dagskrá. Klukkan 14 mætast Grindavík og Breiðablik suður með sjó á meðan Fylkismenn fara til Vestmannaeyja og mæta ÍBV

Og núna klukkan 16 þá ásamt þessum leik hjá okkur, ÍA-KA, þá mæastas FH og HK í Kaplakrika.

Umferðin klárst svo í kvöld þegar Stjarnan og KR mætast í virkilega áhugaverðum leik á Samung-vellinum í Garðabæ
Eyða Breyta
Fyrir leik
Pepsi Max-deildin hófst auðvitað í gær með opnunarleik Vals og Víkings R. á Origo vellinum. Valsmönnum er af flestum spáð þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð á meðan Víkingum er spáð basli í sumar. Víkingar sýndu hins vegar að þeir ætla ekki að gefa neitt í sumar og gerðu 3-3 jafntefli við Valsmenn í stórkostlegum fótboltaleik þar sem heimamenn lentu þrisvar undir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Adolf Þ. Andersen. Varadómari er Pétur Guðmundsson. Það er svo Viðar Helgason sem hefur eftirlit með þessum ágætu mönnum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hér fyrir neðan má sjá það við hér á .net teljum líkleg byrjunarlið í dag en þau detta inn ca klukkutíma fyrir leik og birtast þá hér til hliðar.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
KA menn ætla sér líka stóra hluti í sumar og vilja bæta árángur síðustu tveggja ára en þar hafa þeir endað í 7.sæti og má segja að síðasta sumar hafi verið töluverð vonbrigði miðað við væntingarnar sem voru til liðsins. Miklar breytingar hafa átt sér stað fyrir norðan á milli ára en eins og allir vita er Óli Stefán Flóventsson tekinn við liðinu af Srdjan Tufegdzic sem hafði verið lengi með liðið. En einnig eru töluverðar mannabeytingar á liðinu.

Komnir:
Alexander Groven frá Hönefoss
Almarr Ormarson frá Fjölni
Andri Fannar Stefánsson frá Val
Nökkvi Þeyr Þórisson frá Dalvík/Reyni
Haukur Heiðar Hauksson frá AIK
Torfi Tímoteus frá Fjölni
Þorri Mar Þórisson frá Dalvík/Reyni

Farnir:
Aleksander Trninic til Kúveit
Archange Nkumu til Karingey Borough
Bjarni Mark Antonsson til Brage
Cristian Marintez í Víði Garði
Guðmann Þórisson í FH
Milan Joksimovic í Gorodeya
Vladimir Tufegdzic í Grindavík

Kominn og farinn:
Guðjón Pétur Lýðsson kom frá Val og fór í Breiðablik
Eyða Breyta
Fyrir leik
Skagamenn ætla sér nokkuð stóra hluti í sumar miðað við að vera nýliðar í deildinni og hefur Jóhannes Karl þjálfari ÍA sagt að þeir vilji enda í efri hluta deildarinnar. Þeir hafa líka styrkt sig nokkuð vel fyrir átökin og liðinu hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu.

Komnir
Gonzalo Zamorano frá Víkingi Ó
Tryggvi Hrafn Haraldsson frá Halmstad
Viktor Jónsson frá Þrótti R.
Marcus Jóhansson frá Silkeborg
Óttar Bjarni Guðmundsson frá Stjörnunni
Jón Gísli Eyland Sveinsson frá Tindastóli

Farnir
Garðar Gunnlaugsson í Val
Vincent Weijl(var á láni)
Jeppe Hansen(var á láni frá Keflavík)
Ragnar Leósson í Kára
Hafþór Pétursson í Þrótt R.(lán)
Viktor Helgi Benediktsson í Stord
Páll Sindri Einarsson í Vestra
Eyða Breyta
Fyrir leik
Við megum búast við hörkuleik hérna á Akranesi í dag en liðunum er spáð svipuðu gengi í sumar af spámönnum fótbolta.net. Skagamönnum er spáð 6.sæti og norðanmönnum í KA er spáð 7.sætinu. Skagamenn eru að sjálfsögðu nýliðar í deildinni eftir að hafa unnið Inkasso-deildina í fyrra. KA-menn eru hins vegar að fara inn í sitt þriðja timbabíl í deild þeirra bestu. Síðustu tvö ár hafa þeir endað í 7.sæti og þeir ætla sér vafalaust að gera betur í sumar.

En spáin lítur annars svona út:

1. Valur 116 stig
2. KR 110 stig
3. FH 103 stig
4. Breiðablik 90 stig
5. Stjarnan 76 stig
6. ÍA 69 stig
7. KA 65 stig
8. Fylkir 45 stig
9. Grindavík 35 stig
10. ÍBV 34 stig
11. Víkingur R. 25 stig
12. HK 12 stig
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍA og KA í fyrstu umferð Pepsi Max-deild karla 2019. Gleðilega hátíð!
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
0. Hallgrímur Jónasson ('32)
3. Callum George Williams
7. Almarr Ormarsson (f)
8. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
14. Andri Fannar Stefánsson
16. Brynjar Ingi Bjarnason
17. Ýmir Már Geirsson ('68)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('81)

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
2. Haukur Heiðar Hauksson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
24. Nökkvi Þeyr Þórisson ('81)
25. Torfi Tímoteus Gunnarsson ('32)
28. Sæþór Olgeirsson
29. Alexander Groven ('68)

Liðstjórn:
Petar Ivancic
Halldór Hermann Jónsson
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Branislav Radakovic
Sveinn Þór Steingrímsson
Elmar Dan Sigþórsson
Pétur Heiðar Kristjánsson

Gul spjöld:
Ýmir Már Geirsson ('17)
Callum George Williams ('57)
Andri Fannar Stefánsson ('67)
Aron Dagur Birnuson ('82)

Rauð spjöld: