Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
ÍBV
0
3
Fylkir
0-1 Ásgeir Eyþórsson '40
Sigurður Arnar Magnússon '45 , sjálfsmark 0-2
0-3 Sam Hewson '57
27.04.2019  -  14:15
Hásteinsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Austan strekkingur, 8°c og fínn völlur
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 223
Maður leiksins: Sam Hewson
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Jonathan Glenn
Matt Garner ('80)
2. Sigurður Arnar Magnússon
8. Priestley Griffiths ('54)
8. Telmo Castanheira
11. Víðir Þorvarðarson ('71)
11. Sindri Snær Magnússon
73. Gilson Correia
77. Jonathan Franks
92. Diogo Coelho

Varamenn:
93. Rafael Veloso (m)
3. Felix Örn Friðriksson ('71)
7. Evariste Ngolok ('80)
10. Guðmundur Magnússon ('54)
12. Eyþór Orri Ómarsson
17. Róbert Aron Eysteinsson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Liðsstjórn:
Pedro Hipólito (Þ)
Björgvin Eyjólfsson
Richard Matthew Goffe
Magnús Elíasson
Gunný Gunnlaugsdóttir

Gul spjöld:
Telmo Castanheira ('69)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið. Hörmuleg úrslit hjá ÍBV en glæsileg byrjun hjá Fylki með 0-3 sigri á útivelli. Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
91. mín
Glenn á harðaspretti og Aron Snær kemur honum í burtu. Beint á Sindra sem skýtur af löngu færi en framhjá.
90. mín
DAUÐAFÆRI!!! Frábær fyrirgjöf frá Diogo og Gummi Magg með skalla en frábær markvarsla hjá Aroni Snæ.
88. mín
Felix tók hornið og datt boltinn niður í teignum áður en honum var þrumað yfir.
87. mín
ÍBV fær horn.
86. mín
Andrés Már er aftur kominn inn á.
84. mín
Andrés Már settist niður og fór svo bara út af. Fylkismenn eru 10 sem stendur.
82. mín
Franks tekur hornið og Gummi með skemmtilegan skalla framhjá markinu.
82. mín
Skot langt utan af velli sem Aron Snær slær í horn.

80. mín
Inn:Evariste Ngolok (ÍBV) Út:Matt Garner (ÍBV)
Ngolok skemmtikraftur er kominn inn á.
77. mín
Inn:Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir) Út:Ólafur Ingi Skúlason (Fylkir)
Ólafur Ingi búinn að setjast nokkrum sinnum niður og er greinilega að glíma við smá meiðsli.
76. mín
Sigurður Arnar lætur finna fyrir sér hér með tæklingu á Daða Ólafs.
75. mín
Ólafur Ingi er aftur lagstur niður og aftur staðinn upp.
73. mín
Felix með góða fyrirgjöf en Gummi hittir ekki boltann þegar hann reynir að skalla.
71. mín
Inn:Felix Örn Friðriksson (ÍBV) Út:Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Kötturinn Felix kominn inn á. Nú þarf eitthvað að fara að gerast hjá bandalaginu.
69. mín Gult spjald: Telmo Castanheira (ÍBV)
Ólafur Ingi lá hér aðeins eftir spark frá Telmo en er staðinn upp aftur.
68. mín
Áhorfendur í Vestmannaeyjum eru 223 í dag.
65. mín
Lífsmark með ÍBV en laust skot beint á Aron Snæ.



61. mín
Það verður að segjast eins og er að innkoma Sam Hewson hefur breytt öllu hér í dag. Gersamlega frábær í leiknum.
60. mín
Daði Ólafsson með aukaspyrnu sem skoppar í fangið á Halldóri Páli. Daði búinn að vera flottur í leiknum.
57. mín MARK!
Sam Hewson (Fylkir)
GEGGJAÐ MARK!!! Þráðbein rist og netið fyrir utan teig. Daði tók hornspyrnu, fékk boltann aftur og var hann skallaður út og Sam mætti og gersamlega þrusubombaði þessu í netið! 0-3 hjá Fylki! Sjokkerandi tölur fyrir ÍBV á heimavelli!
56. mín
Inn:Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Ragnar Bragi búinn að eiga ágætis leik.
54. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (ÍBV) Út:Priestley Griffiths (ÍBV)
Gummi Magg með fyrsta mótsleik sinn fyrir ÍBV!
52. mín
Hákon Ingi með skot yfir. Ragnar Bragi var búinn að dansa eins og dúkkan mín og lagði hann á Hákon.

47. mín
Telmo með þrumuskot beint á Aron Snæ í markinu. Spurning hvort ÍBV ætli að nýta vindinn að einhverju viti.
46. mín
Þá er þetta farið af stað aftur og heimamenn byrja með boltann!
45. mín
Hálfleikur
0-2 í hálfleik! Frábær lokasprettur hjá gestunum sem fara með góða stöðu í pásu!
45. mín SJÁLFSMARK!
Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
Stoðsending: Andrés Már Jóhannesson
Jahérna hér! Sigurður Arnar skallar boltann glæsilega í stöngina og inn en því miður fyrir hann í eigið mark. Flott aukaspyrna hjá Andrési Má sem var erftitt að verjast.
44. mín
Sigurður Arnar með lausa sendingu aftur á Halldór Pál sem hreinsar frá marki en gefur engu að síður horn. Vindur, dansaðu vindur!
43. mín
Hákon með þrumuskot rétt framhjá! Þessi hefði hæglega getað sungið í netinu.
40. mín MARK!
Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
ÞAR KOM AÐ ÞVÍ!!! Fylkir er komið yfir! Halldór Páll með mistök í markinu. Fast skot kom beint á hann og missti hann boltann frá sér og Ásgeir skoraði nokkuð auðvelt mark. Nokkuð gegn gangi leiksins síðustu misseri en vel gert hjá Fylki! 0-1!
40. mín
Daði með góðan sprett og Gilson skallar í horn.
38. mín
Sam Hewson með þrumuskot beint á Halldór Pál!
37. mín
Það er smá harka í þessu hérna og liðin gefa lítið eftir.
35. mín
FÆRI! ÍBV er talsvert sterkara þessa stundina og átti Víðir skot framhjá markinu.
33. mín
Jonathan Franks í DAUÐAFÆRI! Fékk sendingu frá Glenn en virtist ekki hafa neitt plan um hvernig hann ætti að slútta. Setti hann á hægri, svo aftur á vinstri og svo aftur á hægri og þá var tíminn einfaldlega farinn og Fylkismenn björguðu.
32. mín
Telmo, miðjumaður ÍBV, hefur heillað blaðamannastúkuna í þessum leik.
30. mín
Inn:Sam Hewson (Fylkir) Út:Emil Ásmundsson (Fylkir)
Emil fær hálffæri og skýtur framhjá. Það er það síðasta sem hann gerir í leiknum því Sam Hewson kemur inn!
28. mín
Emil Ásmundsson sest niður og virðist vera meiddur. Hann fær aðhlynningu en vonandi er Emil í lagi.
27. mín
VÁ!!! Þarna skall hurð nærri hælum!!! Góð hornspyrna og datt boltinn fyrir Sigurð Arnar sem átti bara eftir að moka honum yfir línuna þegar Fylkislöpp tæklaði óvænt í horn!!! Frábær björgun!
26. mín
Franks hleypur upp hægri kantinn og fiskar horn.
24. mín
Andrés Már með hættulega aukaspyrnu inn í teiginn en Sindri skallar í horn.
23. mín
Orrahríð við mark Fylkis! Víðir fékk boltann og skaut og boltinn fór í nett ping pong en inn vildi hann ekki.
17. mín
Ari Leifs sparkar Glenn niður og fær tiltal frá dómara leiksins.
15. mín
SÆLL!!! Þarna átti ÍBV mögulega að fá víti. Telmo með fyrirgjöf og fékk Ásgeir hann klárlega í hendina. Hlaup var á bak við og hafði hann hag af því að fá boltann í höndina en spurning hvort hún hafi verið í eðlilegri stöðu.
14. mín
Andrés Már með skot fyrir utan teig en hátt yfir.
8. mín
VÁVÁVÁ!!! Þrumuskot hjá Andrési Má sem fór í slána og yfir! Vindurinn hjálpaði til með að skapa þarna stórhættu en markspyrna frá marki ÍBV.
7. mín
Arnór Gauti hleypur upp völlinn og Víðir brýtur á honum. Fylkir fær auka á góðum stað og Andrés býr sig undir að spyrna.
5. mín
Fylkir er í 4-3-3 en Emil er framarlega í því kerfi.
4. mín
ÍBV spilar einhverskonar 5-3-2. Franks og Glenn leiða sóknarlínuna.
1. mín
Leikur hafinn
Fylkir byrjar! Þetta er farið af stað.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn og Daddi diskó, vallarþulur og þjóðhátíðarkynnir, býður fólk velkomið! Þetta er að bresta á!
Fyrir leik
Ég hef fengið það staðfest að Ian Jeffs byrjar í tveggja leikja banni eftir að hafa fengið rautt spjald í lokaleik Íslandsmótsins í fyrra er hann þjálfaði kvennalið ÍBV.
Fyrir leik
Það er korters seinkun á leiknum! Flugvél Fylkis kom örlítið of seint. En við mætum því með góða skapið að vopni.
Fyrir leik
Spá dagsins:
Einar Kristinn, Vísi: 2-1
Þórður Sigursveins, Mbl: 2-1
Daddi diskó, vallarþulur: 2-1
Já, menn eru ekkert rosalega ósammála hérna. Ég ætla að fylgja þeim bara eftir og spá líka 2-1.
Fyrir leik
Sögur úr stúkunni. Ian Jeffs, aðstoðarþjálfari ÍBV, er hvergi sjáanlegur á skýrslu þar sem hann tekur út leikbann. Hann fékk rautt með kvennaliði ÍBV í fyrra og tekur út leikbann. Á eftir að fá þetta staðfest en er spaugilegt verður að segjast.
Fyrir leik
Völlurinn er kaldur og blautur. Engu að síður iðagrænn og kemur vel undan vetri.
Fyrir leik
Liðin hita upp undir afleitri tónlist. Það dropar og er austan strekkingur. Fólk er að tínast í stúkuna og er ágætis veður sannast sagna. Bara klæða sig þokkalega og drífa sig á völlinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin! Matt Garner er í byrjuarliðinu sem og Helgi Valur Daníelsson, svona ef ég á að byrja að nefna gamlar kempur. Athygli vekur að bæði Hewson og Castillion eru á bekknum hjá Fylki og Felix Örn er á bekknum hjá ÍBV. Allt eru þetta leikmenn sem eiga eftir að spila stór hlutverk hjá liðunum í sumar.
Fyrir leik
Ég hvet áhorfendur til að tjá sig um boltann í sumar og taka þátt í textalýsingunni hér í dag. Þið gerið það á Twitter með því að nota myllumerkið #fotbolti.net - ég mun henda góðum tístum inn í lýsinguna.
Fyrir leik
Opnunarleikur Pepsi Max deildarinnnar var frábær auglýsing fyrir sumarið. Valur gerði 3-3 jafntefli við Víking og voru skoruð falleg mörk og var mikil dramatík. Það væri óskandi að leikurinn í dag byði einnig upp á mikið fjör og fjölda marka.
Fyrir leik
Sóknarleikur ÍBV mun hafa yfir sér aðra áru en Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur verið stórleikari í honum síðustu ár en lagði skóna á hilluna sl. haust. Jonathan Glenn og Guðmundur Magnússon voru fengnir og þá er spurning hversu framarlega Jonathan Franks mun spila.
Fyrir leik
Miðja Fylkis hefur talsvert verið á milli tannanna á fólki. Þeir verða væntanlega með þriggja manna miðju og eru með Ólaf Inga Skúlason, Emil Ásmundsson og Sam Hewson líklega til að byrja en þess utan er Helgi Valur Daníelsson í toppstandi, segja sögur. Til gamans má geta að í Championship Manager um árið var Helgi Valur skráður Heigi Valur. Gaman að því.
Fyrir leik
Hjá Fylki ríkir talsverð stemning fyrir sumrinu. Það eru ekkert rosalega miklar breytingar á hópnum og sami þjálfari, Helgi Sigurðsson. Áhugavert er að nefna að eitt stærsta nafnið sem hvarf af braut hjá Fylki fór einmitt í ÍBV, en það er sóknarmaðurinn Jonathan Glenn. Fylki er spáð 8. sæti en Helgi þjálfari sagði í upphitunarþætti Pepsi Max markanna að hann ætlaði sér hærra með liðið. Hér sjáum við hverjir eru komnir farnir hjá Árbæingum:

Komnir:
Arnór Gauti Ragnarsson frá Breiðabliki
Leonard Sigurðsson frá Keflavík
Sam Hewson frá Grindavík
Tristan Koskor frá Tammeka
Geoffry Castillion frá FH

Farnir:
Albert Brynjar Ingason í Fjölni
Ásgeir Börkur Ásgeirsson í HK
Ásgeir Örn Arnþórsson í Aftureldingu
Elís Rafn Björnsson í Stjörnuna
Jonathan Glenn í ÍBV
Oddur Ingi Guðmundsson
Fyrir leik
Fótbolti.net spáir ÍBV 10. sæti á þessu tímabili. Miklar breytingar hafa verið á leikmannahópnum og eru nýir þjálfarar með liðið; Pedro Hipolito aðalþjálfari og Ian Jeffs honum til aðstoðar. Hér má sjá hverjir eru komnir og farnir hjá ÍBV:

Komnir:
Evariste Ngolok frá Aris Limasosol
Felix Örn Friðriksson frá Vejle (Var á láni)
Guðmundur Magnússon frá Fram
Jonathan Glenn frá Fylki
Matt Garner frá KFS
Óskar Elías Zoega Óskarsson frá Þór
Rafael Veloso frá Valdres
Telmo Castanheira frá Frofense
Gilson Correia frá Peniche

Farnir:
Atli Arnarson í HK
Gunnar Heiðar Þorvaldsson hættur
Kaj Leó í Bartalsstovu í Val
Kassa Guy Gnabouyou til Grikklands
Yvan Yann Erichot
David Atkinson
Derby Carrillo
Frans Sigurðsson í Hauka
Shahab Zahedi
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomnir í fótboltasumarið hér í Vestmannaeyjum! Hér bjóðum við upp á frábært gras, heimalið sem lítil vitneskja er um og gesti sem hafa styrkt sig verulega frá því í fyrra.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Daði Ólafsson
Ragnar Bragi Sveinsson ('56)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
9. Hákon Ingi Jónsson
10. Andrés Már Jóhannesson
13. Arnór Gauti Ragnarsson
16. Emil Ásmundsson ('30)
16. Ólafur Ingi Skúlason ('77)
23. Ari Leifsson
28. Helgi Valur Daníelsson

Varamenn:
31. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
5. Orri Sveinn Stefánsson
6. Sam Hewson ('30)
11. Valdimar Þór Ingimundarson ('56)
17. Davíð Þór Ásbjörnsson ('77)
20. Geoffrey Castillion
22. Leonard Sigurðsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:

Rauð spjöld: