Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
Stjarnan
1
1
KR
Aron Bjarki Jósepsson '44
Hilmar Árni Halldórsson '45 , víti 1-0
1-1 Pálmi Rafn Pálmason '50 , víti
27.04.2019  -  20:00
Samsung völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Teppið kemur vel undan vetri. Fínt veður.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1521
Maður leiksins: Beitir Ólafsson
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
4. Jóhann Laxdal
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson ('28)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('62)
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
19. Martin Rauschenberg
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson (f) ('70)

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
6. Þorri Geir Rúnarsson
9. Daníel Laxdal
14. Nimo Gribenco ('70)
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('62)
21. Elís Rafn Björnsson
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('28)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Andri Freyr Hafsteinsson
Halldór Svavar Sigurðsson

Gul spjöld:
Jóhann Laxdal ('47)
Martin Rauschenberg ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá flautar Ívar Orri til leiksloka og jafntefli því niðurstaðan.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
90. mín
Brynjar Gauti tekur boltann hér niður í teignum en er dæmdur brotlegur. Ekki réttur dómur held ég.
90. mín
Boltinn dettur hér fyrir Guðmund Stein en varnarmenn KR komast fyrir skot hans.
90. mín Gult spjald: Rúnar Kristinsson (KR)
Rúnar nælir sér í spjald hér undir lokin.
90. mín
Guðmundur Steinn með skalla sem að Beitir á í engum erfiðleikum með. Hinum megin reynir Ægir Jarl skot sem að fer yfir markið.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við.
86. mín
Enn reyna Stjörnumenn að dæla honum inní boxið en Beitir grípur allt sem að nálægt honum kemur. Það er eins og að hann sé með segul í hönskunum.
84. mín Gult spjald: Martin Rauschenberg (Stjarnan)
Ægir Jarl klobbar hér Rauschenberg sem að togar hinn fyrrnefnda svo niður.
81. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (KR) Út:Tobias Thomsen (KR)
Ægir kemur inn fyrir Tobias sem að er varla búinn að sjást í leiknum.
78. mín
Eyjó með draumabolta út á Hilmar Árna sem að setur boltann fast fyrir markið en sem fyrr grípur Beitir hann. Búinn að vera frábær í rammanum í dag.
76. mín
Stjarnan dælir inn boltum en Beitir grípur gjörsamlega allt.
75. mín
Stjörnumenn skeinuhættari þessari stundina. Lítið af færum samt.
70. mín
Inn:Nimo Gribenco (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
70. mín
Inn:Arnþór Ingi Kristinsson (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
Óskar skilur ekkert í þessu. Búinn að vera flottur í dag.
68. mín
GUÐ MINN ALMÁTTUGUR!!!!!

Jóhann Laxdal með geggjaða fyrirgjöf og Gaui gerir sér lítið fyrir og neglir í hjólhestaspyrnu en Beitir ver stórkostlega í slánna. Þetta hefði jafnvel toppað Loga markið í gær.
65. mín
Martin Rauschenberg reynir hér skot fyrir utan teig en rennur til og skotið laflaust og auðvelt fyrir Beiti í markinu.
62. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
61. mín
Þorsteinn Már fellur hér í teignum og skutlar sér á Pablo Punyed. Það síðasta sem að hann gerir í leiknum.
59. mín
Furðuleg hornspyrna frá Hilmari Árna á Þorstein endar með markspyrnu KR-megin.
58. mín
Guðmundur Steinn með fínan skalla eftir góða fyrirgjöf Hilmars Árna en Beitir grípur boltann örugglega.
53. mín
VAR-herbergið segir að dómurinn hafi verið réttur. Næsta mál.
53. mín
VAR-herbergið hér í fjölmiðlastúkunni er að fara yfir vítaspyrnudóminn þar sem að enginn virtist sjá þetta almennilega. Úrskurður kemur innan skamms.
50. mín Mark úr víti!
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Pálmi Rafn skorar af miklu öryggi. Þetta er aftur orðinn leikur.
49. mín
ÍVAR ER AÐ FLAUTA VÍTI!!!!

Pálmi Rafn liggur eftir viðskipti sín við Jóhann Laxdal og KR fær víti. Pálmi tekur sjálfur.
47. mín Gult spjald: Jóhann Laxdal (Stjarnan)
Togar aftan í Óskar Örn. Hárrétt.
46. mín
Inn:Kennie Chopart (KR) Út:Björgvin Stefánsson (KR)
Þá er leikurinn hafin að nýju. Kennie kemur inn í stað Bjögga.

45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Ívar Orri til loka fyrri hálfleiks eftir dramatískar lokamínútur. Stjörnumenn leiða 1-0 eftir mark Hilmars Árna.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við.
45. mín Mark úr víti!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Hilmar Árni sendir Beiti í öfugt horn. Stjörnumenn eru komnir yfir.
44. mín Rautt spjald: Aron Bjarki Jósepsson (KR)
VÍTI!!!!!!

Guðmundur Steinn nær hér skoti eftir góða fyrirgjöf Gaua Bald sem að endar með því að Aron Bjarki ver boltann á línunni með hendinni Suarez stæl.
40. mín
Fimm mínútur eftir af þessum fyrri hálfleik og staðan enn markalaus. Þurfum mark til að hrista aðeins uppí þessu.
35. mín Gult spjald: Tobias Thomsen (KR)
KR fær aðra hornspyrnu eftir skemmtilega fyrirgjöf frá Óskari Erni. Tobias fær þá gult fyrir hindrun. Það hefur orðið smá Stjörnuhrap í þessum leik.
34. mín
Halli Björns grípur boltann og ætlar að koma honum út en Tobias þvælist eitthvað fyrir honum.
33. mín
Óskar Örn hér í fínu færi eftir góða sendingu frá Arnóri Sveini en skot hans fer í Jóhann Laxdal og útaf. Horn fyrir KR.
31. mín
Guðjón Baldvinsson með fínan snúning fyrir utan teig en skot hans fer hátt yfir markið.
30. mín
Þórarinn ætlar að negla honum fram en neglir boltanum í Atla og fær hann aftur í sig og KR fær horn. Þetta var fyndið en hornið var slakt.
28. mín
Inn:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan) Út:Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Baldur er að fara útaf. Fékk höfuðhögg og þetta það eina rétta í stöðunni. Mikill skellur fyrir heimamenn.
26. mín
Baldur Sigurðsson liggur hér eftir samstuð við Pálma Rafn. Leit ekki vel út við fyrstu en vonandi hristir hann þetta af sér.
22. mín
Hornspyrnan frá Atla Sigurjóns ratar beint á skallann á Gunnari Þór en boltinn lekur rétt framhjá markinu.
21. mín
Þá fær KR hornspyrnu eftir skemmtilegt spil Pálma og Pablo.
19. mín
Beitir fer útúr markinu og fær aukaspyrnu.
19. mín
Stjarnan fær hornspyrnu sem að gullfóturinn Hilmar Árni ætlar að taka.
16. mín
Fín tilraun frá Óskari Erni hér utan af kanti. Sér að Halli stendur framarlega en boltinn fer rétt yfir markið.
16. mín
Stjörnumenn í fínni sókn sem að endar með skoti frá Eyjó en boltinn fer yfir markið.
11. mín
Aukaspyrna Hilmars Árna endar beint í fanginu á Beiti. Stjörnumenn hættulegri fyrstu mínúturnar.
10. mín
Pablo Punyed brýtur hér á Þorsteini Má og aukaspyrna dæmd á fínum stað.
9. mín
Tobias Thomsen kjötar hér Alex Þór beint fyrir framan Silfurskeiðina sem að er vart hrifin af því og lætur Danann heyra það. Gaman af þessu.
7. mín
VÁÁÁÁ ÞARNA MUNAÐI LITLU!!!

Hilmar Árni tekur boltann hér á lofti en smellir honum í stöngina. Hefði verið geggjað mark af 30 metrum.
5. mín
Beitir í skógarhlaupi hér eftir innkast Jóhanns Laxdal en Aron Bjarki nær að komast fyrir skot Guðjóns Baldvinssonar.
4. mín
Mikill hraði í þessum leik og greinilegt að hvorugt liðið er að spila uppá jafntefli hér í dag.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er leikurinn hafinn! KR byrjar með boltann.
Fyrir leik
Þá labba leikmenn inná völlinn á eftir Ívari Orra dómara leiksins. Þakið er að fara af stúkunni stemmningin er svo góð. Ég er persónulega spenntur kæru lesendur og hlakka til að fara af stað í þetta ævintýri með ykkur.
Fyrir leik
Silfurskeiðarflotinn er mættur í stúkuna og sé ég ekki betur en að margir þeirra séu með ískaldann pilla í glasi. Óska eftir látum frá þeim í dag.
Fyrir leik
Íslandsvinurinn og Pepsi Max-deildar sérfræðingurinn Lucas Arnold var sérstakur spámaður Fótbolta.net fyrir þessa fyrstu umferð og hafði hann þetta að segja um leikinn:

Stjarnan 3 - 3 KR
LEIKUR UMFERÐARINNAR. Þvílíkur leikur á laugardagskvöldi. Pablo Punyed skorar fyrsta markið með langskoti en KR nær ekki að halda í sigurinn. Hver verður hetjan sem kemur inn af bekknum hjá Stjörnunni og bjargar stigi? Nimo Gribenco, munið nafnið.


Fyrir leik
Liðin mætt út á völl að hita upp. Sem er frábært. Væri leiðinlegt að meiðast í fyrsta leik.
Fyrir leik
Nú þegar að rúmur hálftími er til leiks er fólk farið að láta sjá sig í stúkunni. Mæli með að fólk mæti sem fyrst enda er stúkan yfirleitt troðin hér í Garðabænum í upphafi móts.
Fyrir leik
Það er hann Ívar Orri Kristjánsson sem að fær það verðuga verkefni að dæma þennan leik í dag. Býst ekki við öðru en hörku frammistöðu hjá honum í dag.

Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin klár.

Það er lítið sem að kemur á óvart í uppstillingu liðanna. Hjá heimamönnum byrja þeir Martin Rauschenberg og Brynjar Gauti í miðverðinum og byrjar Daníel Laxdal á bekknum.

Hjá KR-ingum byrjar Tobias Thomsen uppá topp en hann er kominn aftur til félagsins eftir að hafa mest megnis setið á tréverkinu hjá Val í fyrra sumar. Þá er Kristinn Jónsson utan hóps og byrjar því líklega Pablo Punyed í vinsti bakverðinum.
Fyrir leik
Stjörnumenn bjóða uppá alvöru veislu eins og við var að búast. Tveir hoppukastalar, pönnuboltavöllur og grill. Allir sem að eiga færi á ættu því að drífa sig á völlinn, japla á einum Dúlluborgara og hoppa hann svo af sér áður en að sest er á afturendann og horft á geggjaðan fótboltaleik.
Fyrir leik
Eins og fyrr segir er þetta lokaleikur þessarar fyrstu umferðar og má búast við alvöru leik. Við erum búin að fá nóg af mörkum hingað til og býst ég ekki við að annað verði uppá teningunum í Garðabænum.
Fyrir leik
KR-ingar fengu á sig gagnrýni í fyrra fyrir að vera með þunnskipaðan hóp og átti hún einhvern rétt á sér þar sem að það kom fyrir að þeir mættu ekki með fullmannaðan bekk. Þeir hafa bætt við sig flottum leikmönnum og má þar nefna verst geymda leyndarmál seinasta sumars þegar að þeir fengu Alex Freyr Hilmarsson. Þá endurheimtu þeir einnig Tobias Thomsen frá Val og gæti hann reynst þeim mikilvægur í sumar.

Komnir:
Alex Freyr Hilmarsson frá Víkingi R.
Arnþór Ingi Kristinsson frá Víkingi R.
Tobias Thomsen frá Val
Ægir Jarl Jónasson frá Fjölni

Farnir:
Albert Watson
Axel Sigurðarson í Gróttu (á láni)
Bjarki Leósson í Gróttu (á láni)
Óliver Dagur Thorlacius í Gróttu
Fyrir leik
Stjörnumenn koma inní mótið með ansi svipaðan hóp og síðasta sumar en þar má helst nefna að þeir hafa endurheimt Martin Rauschenberg, sem að varð Íslandsmeistari með þeim árið 2014.

Komnir:
Elís Rafn Björnsson frá Fylki
Martin Rauschenberg frá Brommapojkarna
Nimo Gribenco frá AGF (á láni)
Ásgeir Þór Magnússon frá Val

Farnir:
Óttar Bjarni Guðmundsson í ÍA
Björn Berg Bryde í HK (á láni)
Terrance Dietrich til Bandaríkjanna
Kári Pétursson í Stjörnuna
Fyrir leik
Heimamönnum í Stjörnunni er spáð 5.sæti af spámönnum Fótbolta.net en það væri svo sannarlega vonbrigði fyrir Garðabæjarliðið ef að það yrði raunin.

KR-ingar hafa litið vel út í vetur og urðu til að mynda Lengjubikarsmeistarar. Þeim er spáð 2.sæti af spámönnum Fótbolta.net.
Fyrir leik
Við megum búast við hörkuleik hér í kvöld á Samsung vellinum en það er nokkuð ljóst að bæði lið ætla sér að lyfta þeim stóra í haust. Stjarnan endaði síðasta tímabil í 3.sæti á meðan að KR-ingar enduðu í 4.sæti.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik Stjörnunnar og KR í lokaleik fyrstu umferðar í Pepsi Max-deild karla árið 2019.
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Tobias Thomsen ('81)
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Björgvin Stefánsson ('46)
16. Pablo Punyed
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('70)
23. Atli Sigurjónsson

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('70)
7. Finnur Tómas Pálmason
11. Kennie Chopart ('46)
14. Ægir Jarl Jónasson ('81)
17. Alex Freyr Hilmarsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Tobias Thomsen ('35)
Rúnar Kristinsson ('90)

Rauð spjöld:
Aron Bjarki Jósepsson ('44)