Fylkir
2
1
Grótta
0-1 Pétur Theódór Árnason '5
Arnór Gauti Ragnarsson '16 1-1
Arnór Gauti Ragnarsson '71 2-1
01.05.2019  -  14:00
Würth völlurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Mjög góðar, blæs aðeins völlurinn lítur vel út.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir)
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
6. Sam Hewson
10. Andrés Már Jóhannesson ('60)
11. Valdimar Þór Ingimundarson
13. Arnór Gauti Ragnarsson
17. Davíð Þór Ásbjörnsson ('73)
20. Geoffrey Castillion ('73)
28. Helgi Valur Daníelsson

Varamenn:
31. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
9. Hákon Ingi Jónsson ('73)
16. Ólafur Ingi Skúlason ('73)
22. Leonard Sigurðsson
23. Ari Leifsson ('60)
29. Axel Andri Antonsson
33. Gylfi Gestsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Óðinn Svansson
Magnús Gísli Guðfinnsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Sam Hewson ('19)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Frábærum leik í Árbænum lokið sem að endar með 2-1 sigri Fylkis sem þýðir að þeirra verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Viðtöl og skýrsla koma inn seinna í dag.
93. mín
Fylkir virðast vera að sigla þessu heim.
92. mín Gult spjald: Arnar Þór Helgason (Grótta)
Fyrir brot.
90. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma.
89. mín
Inn:Agnar Guðjónsson (Grótta) Út:Axel Sigurðarson (Grótta)
88. mín
Gunnar Jónas reynir fyrirgjöf sem að Aron nær að handsama!

VÓÓ! Axel sig fer niður í teignum þegar Aron tekur hann niður og þetta ætti að vera vítaspyrna enn nei því miður fyrir Gróttu var Axel dæmdur rangstæður!
85. mín
Axel er búin að vera virkilega sprækur á vinstri kantinum. Fær aukaspyrnu núna rétt fyrir utan vítateig vinstra megin sem að Kristófer tekur. Sigurvin nær að skalla boltann upp í loft en að lokum hreinsar Orri Sveinn í horn!

Boltinn fer aftur fyrir markið úr hornspyrnunni held að þetta sé í 3 eða 4 sinn sem það gerist. ákveðin taktík.
83. mín
Inn:Gunnar Jónas Hauksson (Grótta) Út:Pétur Theódór Árnason (Grótta)
Pétur verið virkilega flottur í dag.
82. mín
Axel Freyr keyrir aftur á Orra Svein og uppsker horn. Oliver kemur með frábæran bolta inn á markteiginn sem að Pétur nær að setja hausinn í en skallinn fer aftur fyrir.
81. mín
Hákon Ingi nær veiku skoti í varnarmann og í fangið á Hákoni í markinu. Arnór Gauti liggur á vellinum og þarf aðhlynningu.

Svei mér þá... Grótta hafa átt tvö algjör dauðafæri á síðustu mínútum eftir markið! Myndi ekki missa hökuna í gólfið ef að þeir jafna.
80. mín
það varð ekkert úr hornspyrnunni nema skyndisókn hjá Fylki. Arnór Gauti er við það að sleppa í gegn en Dagur Guðjóns kemur með GEGGJAÐA tæklingu og bjargar því sem bjarga varð.
79. mín
VÁÁÁ! Aron Snær með sturlaða vörslu. Axel Freyr er að fara illa með bakverði Fylkis á vinstri vængnum í dag og fer framhjá þeim enn einu sinni og leggur boltann út í teiginn á Kristófer sem að á fast skot á nær en Aron ver boltann frábærlega í hornspyrnu!
78. mín
Fylkir fá hornspyrnu sem að Daði tekur en Grótta koma boltanum frá!
76. mín
HVERNIG ER ÞETTA HÆGT!!! Vááá Pétur Theódór á skalla í stöngina eftir fyrirgjöf frá Valtýr Már. Boltinn skoppar svo aftur fyrir Pétur sem er í dauða dauðafæri en skýtur yfir markið. Hann verður að klára þetta færi en það kom Fylkismaður á fleygiferð og reyndi að tækla fyrir skotið sem að truflar Pétur kannski aðeins.
75. mín
Hvernig svara Grótta þessu marki?

ÚFF! Hákon Rafn er ekkert að stressa sig með boltann í markinu og bombar að lokum boltanum í Fylkismann og aftur fyrir markið!
73. mín
Inn:Ólafur Ingi Skúlason (Fylkir) Út:Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir)
73. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) Út:Geoffrey Castillion (Fylkir)
71. mín MARK!
Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir)
Stoðsending: Valdimar Þór Ingimundarson
Fylkir skorar eftir frábæra skyndisókn! Þeir vinna boltann á miðjunni og keyra upp hægri vænginn. Dagur liggur hinsvegar eftir eftir tæklinguna frá Arnóri Gauta og er Arnór Gauti þá aleinn á fjær og enginn að dekka hann og hann getur ekki annað en lagt boltann í markið eftir frábæra fyrirgjöf Valdimars.
69. mín
Sigurvin kemst fyrir skot og virðist aðeins fá högg á hnéð við það. En Fylkir fá hornspyrnu. Það skapast mikil ógn eftir hornspyrnuna sjálfa sem endar með því að Hákon kýlir boltann frá eftir skalla á markið rétt áður en Arnór kemst í boltann.
67. mín
Arnór Gauti með tiltulega laust skot á Hákon i markinu sem að ver það auðveldlega.
65. mín
Castillion fær aukaspyrnu vinstra megin við vítateig Gróttu. Daði Ólafs tekur spyrnuna, enn Dagur Guðjóns rís manna hæst og skallar spyrnuna frá.
64. mín
Pétur stoppar leikinn vegna höfuðmeiðsla. Hárrétt hjá Pétri, Castillion fer með olnbogann í Bjarka Leósson sem að liggur eftir. Þetta var óvart samt sem áður.
62. mín
Þessi leikur!! Núna eiga Grótta frábæra sókn sem endar á stórhættulegri fyrirgjöf frá Axel Sigurðar en Fylkismenn ná að hreinsa aftur fyrir í horn!

Þessar spyrnur eru ekki alveg að ganga hjá Gróttu. En taktíkinn þeirra er 4-5 menn í kringum Aron Snæ í markteignum.
60. mín
Fylkir fá aukaspyrnu á fínum stað fyrir utan vítateig. Davíð Þór tekur spyrnuna en hún var ekki af hæsta gæðaflokki og skotið fer af Fylkismanni og aftur fyrir.
60. mín
Inn:Ari Leifsson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
59. mín
Hann er betri en enginn í markinu hann Hákon Rafn! Arnór Gauti kemur með fast skot á markið sem að Hákon nær að verja en slær boltann beint út í teiginn. Hann er hinsvegar fljótur að bregðast við og ver aftur frá Valdimar að okkur sýndist í boxinu!
56. mín
Grótta heldur bara áfram! Sigurvin Reynisson sendir geggjaða klobbasendingu í gegnum klofið á Sam hewson og út á kantinn. Þaðan kemur boltinn inn á teig þar sem Kristófer er í góðu færi en Aron ver vel frá honum í horn. Upp úr þeirri hornspyrnu fá þeir aðra hornspyrnu sem Kristófer tekur. Spyrnan er ... arfaslök og fer beint aftur fyrir.
54. mín
Frábært spil hjá Gróttu! Færa boltann frá vinstri til hægri og enda svo sóknina með skoti frá Degi Guðjónssyni sem að fer rétt yfir markið! Skemmtilegur fótbolti hjá Gróttu og stuðningsmennirnir þeirra taka vel við sér!
51. mín
Fylkir fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Gróttu vinstra megin. Hewson tekur boltann á fjær þar sem Helgi mætir og reynir að koma boltanum fyrir en Grótta hreinsar í horn!

Daði Ólafs tekur hornið stutt á Hewson sem að leggur boltann aftur á Daða. Daði fer í skotið og af varnarmanni og aftur fyrir. Þeir eru hornspyrnu óðir, núna kemur boltinn á nær en Orri skallar boltann yfir markið.
50. mín
Þvílíkur hraði sem er í þessum leik! Núna eru Grótta komnir upp að vítateig heimamanna og Axel Sigurðar keyrir á Sam Hewson og er við það að komast framhjá honum en Sam nýtir reynsluna og stígur Axel út.
48. mín
BOMBA! Castillion með hörkuskot úr þröngu færi á nærstöngina sem að Hákon ver í horn. Daði tekur spyrnuna en Grótta skallar boltann frá beint út á Helga Val sem að hamrar boltanum í átt að marki en Hákon ver glæsilega og Fylkir fær aðra hornspyrnu sem lítið verður úr.
46. mín
Aron Snær ís-ískaldur í markinu. Fær á sig pressu frá Pétri en tekur létta gabbhreyfingu og Pétur rýkur framhjá honum.
46. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað! Vonandi verður hann jafn skemmtilegur og sá fyrri!

Fylkismenn nyttu hálfleikinn vel og vökvuðu völlinn vel.
45. mín
Hálfleikur
Stórskemmtilegur fyrri hálfleikur að enda kominn og staðan er jöfn 1-1! Bæði lið að eiga færi og mikið tempó fram og tilbaka!

Ég ætla taka göngutúr í lautinni og ræða við menn og gangandi sjáumst í seinni!
45. mín
Grótta fær aukaspyrnu á stór hættulegum stað á vítateigs línunni nánast. "Þetta er deddari" heyrist í fjölmiðlaboxinu.

Kristófer Orri tekur spyrnuna en spyrnan fer rétt framhjá!
43. mín
VÁÁÁ!! Grótta svo nálagt því en Aron Snær með góð viðbrögð og ver vel í markinu!

Axel Freyr keyrir aftur á varnarmenn Fylkis og tekur létta fittu til vinstri áður en hann rennir boltanum út í teiginn þar sem Pétur Theódoór nær skotinu en Aron nær að bregðast fljótt við og ver þetta virkilega vel í markinu!
42. mín
Helgi Valur reynir skot fyrir utan teig en það fer langt langt langt framhjá.

Grótta fær horn í næstu sókn.
40. mín
Axel Freyr með sterkan sprett og fer auðveldlega framhjá varnamanni Fylkis með einföldum skærum og lyftir boltanum á fjær þar sem Valtýr Már er mættur en hann hittir boltann ekki almennilega og þetta rennur út í sandinn. Góð sókn hinsvegar hjá gestunum.
38. mín Gult spjald: Valtýr Már Michaelsson (Grótta)
Tekur Arnór Gauta og straujar hann af fullum krafti. Verðskuldað og hárrétt gult spjald. Fyklir fá aukaspyrnu núna vinstra megin við teig Gróttu. Það verður ekkert úr aukaspyrnunni og Pétur dæmir þess í stað bara aukaspyrnu á Fylkiri inn í teignum.
37. mín
Fylkir fá aukaspyrnu hægra megin við vítateig Gróttu. Daði Ólafs tekur spyrnuna en hún var slök og Grótta kemur boltanum frá.
35. mín
Ágætis tilraun hjá Kristófer Orra en skot hans fer vel yfir markið. Um að gera reyna samt, skorar ekki nema skjóta á markið.
33. mín
Veit ekki hvort þið trúið því en Valdimar er með enn eitt skotið en það er veikt fyrir utan teig með vinstri og Hákon ver það í markinu.
30. mín
Hvað fékk Hákon Rafn sér í morgunmat? Önnur frábær varsla frá einmitt Valdimari. Valdi kemst í gott færi hægra megin í teignum og reynir að setja hann fastan í fjær en Hákon ver í horn. Andrés tekur spyrnuna inn á teig en Pétur Guðmunds dæmir aukaspyrnu.
29. mín
Heimamenn búnir að vera kröftugir síðustu mínúturnar og eru að ná svona smá tökum á leiknum.
26. mín
SÚÚ VARSLA!! Hákon Rafn með geggjaða vörslu eftir frábæran sprett frá Valdimar. Valdi keyrir upp völlinn og tekur þríhyrning við Castillion á miðjunni og er kominn einn í gegn á móti Hákoni en Hákon gerir sér lítið fyrir og ver boltann í hornspyrnu með hægri löppinni!
25. mín
Grótta fær horn sem að Kristófer Orri tekur en Arnór Gauti skallar boltann frá.
23. mín
Þessi formúla virðist virka mjög vel fyrri Gróttu. Axel Sigurðs með flottan bolta inn á teiginn þar sem Pétur er mættur til að skalla boltann en hann fer rétt framhjá markinu!
20. mín
Þetta Gróttu lið er svo hugað. Þeir spila alltaf sko alltaf frá markmanni og öftustu línu ekkert kick and run á nesinu.

Fylkir uppskera hornspyrnu eftir smá vesen á Gróttu liðinu en spyrnan fer yfir allt og alla og aftur fyrir.
19. mín Gult spjald: Sam Hewson (Fylkir)
Langar í bláa treyju en Pétur neitar honum um það og spkjaldar fyrir Peysutog.
16. mín MARK!
Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir)
Stoðsending: Geoffrey Castillion
Klúður í öftustu línu hjá Gróttu sem að endar með því að Arnór Gauti rennir boltanum í autt markið eftir að þeir vinna boltann og Castillion lagði boltann á hann.
15. mín
Það er samba bolti í boði hjá Gróttu í dag! Frábært spil upp miðjan völlinn sem að endar með föstu vinstri fótar skoti frá Kristófer Orra en boltinn fer framhjá markinu. Grótta er ekki komið hingað til að verjast þeir ætla sér að sækja!
13. mín
Þetta var ákveðinn bjartsýni en samt sem áður heiðarleg tilraun. Valtýr Már reynir skot af löngu færi sem virkaði aldrei hættulegt og Aron ver auðveldlega í markinu.
10. mín
ÚFFF!! Valdimar kemur á fleygiferð og rennur af fullum krafti inn í Hákon Rafn sem var mættur út á miðjan völl úr markinu til að hreinsa boltan frá. Þetta leit ekki vel út en Hákon er staðinn upp.
9. mín
Grótta fær hpornspyrnu núna hinum megin þetta er leikur hornspyrnanna. Kristofer Orri tekur spyrnuna inn á markteiginn þar sem allir leikmenn Gróttu stilltu sér upp en Aron nær að slá boltann frá!
7. mín
Fylkir fá hornspyrnu en Grótta kemur boltanum frá.

Verður fróðlegt að sjá hvernig heimamenn bregðast við þessum skell!
5. mín MARK!
Pétur Theódór Árnason (Grótta)
Stoðsending: Axel Sigurðarson
Grótta er komið í 1-0!! Geggjaður bolti fyrir markið frá hægri sem að Aron misreiknar aðeins og missir af boltanum. Pétur Theódór grípur tækifærið og skallar boltann í autt netið! En þessi fyrirgjöf frá Axel var geðveik!
2. mín
Grótta fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi en Fylkismenn koma boltanum frá.
1. mín
Fylkir fá hornspyrnu strax á fyrstu mínútu! Daði Ólafsson gerir sig kláran að spyrna knettinum.

HÁKON RAFN MEÐ RISAMISTÖK þegar hann missir boltann eftir hornspyrnuna beint fyrir fætur Castillion sem að setur boltann hátt yfir markið úr algjöru dauðafæri!
1. mín
Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn sem að byrja með boltann.


Fyrir leik
Það er hver Íslenski slagarinn sem að hljómar hér í græjunum þegar liðin gera sig klár í upphitun. Aron Snær markmaður var að sjálfsögðu mættur fyrstur í upphitun og baðaði sig í sviðsljósinu og stillti sér upp í eina mynd fyrir leik.

Gróttu liðið kemur aðeins seinna út á völl en eru þó að mæta einn af öðrum út á völl núna.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar!

Aðstæðurnar í Árbænum í dag eru upp á 10,5 eins og góður maður sagði eitt sinn. Það blæs aðeins en ekki nóg til hafa áhrif á leikinn og völlurinn, já svei mér þá þetta er örruglega eitt besta gervigrasið á landinu.
Fyrir leik
Komiði blessuð og sæl og verið velkominn í beina textalýsingu frá 32-liða úrstlium Mjólkurbikarsins þar sem við eigast lið Fylkis og Gróttu á Wurth vellinum í Árbænum!
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
Pétur Theódór Árnason ('83)
Dagur Guðjónsson
2. Arnar Þór Helgason
3. Bjarki Leósson
6. Sigurvin Reynisson (f)
9. Axel Sigurðarson ('89)
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
19. Axel Freyr Harðarson
25. Valtýr Már Michaelsson
29. Óliver Dagur Thorlacius

Varamenn:
12. Theodór Árni Mathiesen (m)
16. Kristófer Scheving
17. Agnar Guðjónsson ('89)
17. Gunnar Jónas Hauksson ('83)
21. Orri Steinn Óskarsson
29. Grímur Ingi Jakobsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Bjarni Rögnvaldsson
Halldór Kristján Baldursson
Halldór Árnason
Hlynur Helgi Arngrímsson
Þór Sigurðsson

Gul spjöld:
Valtýr Már Michaelsson ('38)
Arnar Þór Helgason ('92)

Rauð spjöld: