Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Grindavík
4
1
Afturelding
Aron Jóhannsson '17 1-0
1-1 Alexander Aron Davorsson '33
Josip Zeba '66 2-1
Kiyabu Nkoyi '85 3-1
Aron Jóhannsson '86 4-1
30.04.2019  -  18:00
Grindavíkurvöllur
Mjólkurbikar karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Aron Jóhannsson
Byrjunarlið:
Marinó Axel Helgason
Maciej Majewski
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Vladimir Tufegdzic ('76)
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Josip Zeba
11. Elias Tamburini
13. Marc Mcausland (f)
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('57)
23. Aron Jóhannsson (f) ('86)
80. Alexander Veigar Þórarinsson

Varamenn:
24. Vladan Djogatovic (m)
5. Nemanja Latinovic
8. Hilmar Andrew McShane
9. Kiyabu Nkoyi ('57)
19. Hermann Ágúst Björnsson
22. René Joensen ('76)
26. Sigurjón Rúnarsson ('86)

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Gunnar Guðmundsson
Srdjan Rajkovic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Grindavík er í pottinum fyrir 16.liða úrslit en Afturelding hefur lokið leik í mjólkurbikarnum í sumar.
90. mín
Andri Freyr með bakfallsspyrnu en boltinn fer framhjá. Ágætis tilraun.
89. mín
89. mín
McAusland með skalla eftir aukaspyrnu frá Alexander en Trausti nær fingrum á boltann sem fer í horn.
88. mín Gult spjald: Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Pirringsbrot.
86. mín
Inn:Sigurjón Rúnarsson (Grindavík) Út:Aron Jóhannsson (Grindavík)
Tveggja marka maður í dag
86. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Grindavík)
Aron klárar þetta endanlega. Leggur boltann í netið af vítateigsboganum. Game Over endanlega.
85. mín MARK!
Kiyabu Nkoyi (Grindavík)
Stoðsending: René Joensen
Nkoyi klárar þetta. René vinnur boltann af Arnór Gauta hátt á vellinum tekur beint strik á teiginn og leggur boltann á Nkoyi sem leggur hann í netið.
83. mín
Grindavík fallið aftarlega síðustu mínútur og boðið gestunum uppí dans. Hættulegur leikur að leika.
77. mín
Nýmættur nánast búinn að skora. Panic með Geggjað skot frá hægra vítateigshorni sem Maciej þarf að hafa sig allan við að verja í horn.
76. mín
Inn:Djordje Panic (Afturelding) Út:Hlynur Magnússon (Afturelding)
76. mín
Inn:René Joensen (Grindavík) Út:Vladimir Tufegdzic (Grindavík)
75. mín
Mosfellingar ná ekki að hreinsa og Aron fær tækifæri til að snúa í teignum en setur boltann í stöngina.
70. mín
Inn:Georg Bjarnason (Afturelding) Út:Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding)
69. mín
Skemmtilega útfærð aukaspyrna frá hægri endar með skoti yfir frá Aroni Jó
66. mín MARK!
Josip Zeba (Grindavík)
Stoðsending: Aron Jóhannsson
MAAAAAAAARK!

Litla markið maður. Hornspyrna frá hægri sett utarlega í teiginn þar sem Zeba tekur hann á lofti og klínir honum í hornið!!!!!
65. mín
Hreinsað. Grindavík brunar upp og fær horn.
64. mín
Gestirnir verið mjög sprækir hér í síðari. Vinna hér horn.
61. mín
Tufa settur í gegn af Nkoyi en Trausti mætir honum og ver virkilega vel.
60. mín
Inn:Jason Daði Svanþórsson (Afturelding) Út:Ragnar Már Lárusson (Afturelding)
Mosfellingar gera sína fyrstu breytingu.
57. mín
Inn:Kiyabu Nkoyi (Grindavík) Út:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
Dagur Ingi farið illa með færin í dag.
56. mín
Alexendar Veigar leikur á 3 mosfellinga og á fína fyrirgjöf en heimamenn eru bara ekki nógu grimmir í boxinu.
53. mín
Afturelding fær horn.
52. mín
Frekar dauft hér í upphafi en þó til bóta að gestirnir eru talsvert grimmari úti á velli.
47. mín
Grindavík fær horn.
46. mín
Farið af stað á ný. Fleiri mörk og spennandi leik takk.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í Grindavík.

Gestirnir frá Mosfellsbæ geta verið afar sáttir með stöðuna. Grindavík verið mun meira með boltann og átt þónokkuð af fínum færum en það eru mörkin sem gilda og þar standa liðin jöfn.
42. mín
Tufa með skotið frá hægri en framhjá.
36. mín
Tufa sækir aukaspyrnu við hornfána hægra meginn.
33. mín MARK!
Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
MAAAARK!

Glæsilegt mark hjá Alexendar Aroni!

Setur boltann snyrtilega yfir vegginn og í netið Maciej frosinn á línunni.
32. mín
Hér er möguleiki fyrir gestinna. Alexander Aron vinnur aukaspyrnu á stórhættulegum stað!
30. mín
Aron Jó duglegur að munda skotfótinn og á hér skot. En yfir.
29. mín
Fín fyrirgjöf frá Marinó Axel sem bæði Dagur og Tufa eru hársbreidd frá því að ná en boltinn í fang Trausta.
24. mín
Aron Jó með aukaspyrnu af löngu færi. Vel yfir.
22. mín
Aftureldingu gengur erfiðlega að halda boltanum og lítið að ógna fram á við.
17. mín MARK!
Aron Jóhannsson (Grindavík)
Stoðsending: Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
Eitthvað varð undan að láta!

Grindavík vinnur boltann fljótt eftir markspyrnu Josip Zeba sendir hann á Dag sem framlengir á Aron sem gerir vel með skoti úr teignum í bláhornið.
16. mín
Aftur dauðfæri. Elias Tamburini fíflar vörn Aftureldingar upp úr skónum og leggur hann út í teiginn á Tufa sem er aleinn 6-7 metra frá marki en hann skýtur yfir.
15. mín
Þarna áttu að gera betur Dagur Ingi!

Tufa með stórfínan undirbúning og fyrirgjöf beint á kollinn á degi sem skallar framhjá af markteig.
11. mín
Rólegt yfir þessu eftir ágætis byrjun heimamanna.
8. mín
Stórhætta eftir horn sem Trausti missir af. Bjargað tvívegis á línu eftir klafs en Grindavík klaufar að skora ekki.
6. mín
Tufa fær boltann óvænt einn gegn Trausta en Trausti traustur og bjargar. Þetta voru nokkur T
5. mín
Dagur Ingi Hammer sleppur i gegn en virtist hafa litla trú á því að skora og náði engum krafti í skotið.
3. mín
Josip Zeba með skallan en hann er hættulítill.
3. mín
Grindavík fær horn.
2. mín
Stórhætta í teig gestanna en rangstaða dæmd.
1. mín
Þetta er farið af stað. Heimamenn hefja leik og sækja í átt að Þorbirni.
Fyrir leik
Að sjálfsögðu verðum við að geta þess að okkar ástkæri ritstjóri Magnús Már Einarsson er að sjálfsögðu í þjálfaraliði Aftureldingar.
Fyrir leik
Afturelding gerir breytingar frá sigri liðsins á Selfossi í bikarnum fyrr í mánuðinum. Út fara þeir Valgeir Árni Svansson, Andri Þór Grétarsson og inn koma þeir Róbert Orri Þorkellsson og Trausti Sigurbjörnsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt í hús og gera Grindvíkingar nokkrar breytingar á liðinu eftir tap gegn Breiðablik í deildinni á laugardag. Maceiej er mættur í rammann fyrir Vladan. Aðrir sem fara á bekkinn eru þeir Nkyoi, René og Sigurjón Rúnarsson og inn koma Alexander Veigar, Dagur Ingi Hammer og Marinó Axel Helgason.
Fyrir leik
Eitt lið hefur þegar tryggt sér sæti í 16.liða úrslitum 2.deildar lið Vestra lagði 4.deildar lið Úlfanna 2-1 í framlengdum leik um nýliðna helgi en Úlfarnir slógu Inkasso lið Víkings Ó. eftirminnilega úr leik á dögunum.
Fyrir leik
Það er ekki um auðugan garð að gresja í fyrri viðureignum liðanna en þau hafa þó mæst tvisvar áður í bikarkeppni. Fyrra skiptið árið 1978 þar sem Grindavík hafði 1-0 sigur og það seinna árið 1986 þar sem Grindavík hafði 3-2 sigur á útivelli.
Síðan þá hafa þau mæst þrisvar sinnum í vormótum síðast árið 2016 og hefur Grindavík sigrað 2 leiki en Afturelding 1.
Fyrir leik
Afturelding hefur leikið einn leik en þeir lögðu Selfoss í Mosfellsbæ 3-2 og tryggðu þar með sæti sitt hér í dag.
Fyrir leik
Grindavík er að mæta til leiks í keppninni í kvöld en Pepsi Max deildinn hófst um síðast liðna helgi þar sem Grindavík þurfti að lúta í gras á heimavelli gegn Breiðablik.
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur og verið hjartanlega velkominn í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Grindavíkur og Aftureldingar í 32.liða úrslitum Mjólkurbikars karla.
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Alexander Aron Davorsson
2. Arnór Gauti Jónsson
5. Loic Mbang Ondo (f)
6. Ásgeir Örn Arnþórsson
9. Andri Freyr Jónasson
11. Róbert Orri Þorkelsson
12. Hlynur Magnússon ('76)
14. Jökull Jörvar Þórhallsson ('70)
17. Ragnar Már Lárusson ('60)
23. Andri Már Hermannsson

Varamenn:
30. Andri Þór Grétarsson (m)
4. Sigurður Kristján Friðriksson
8. Kristján Atli Marteinsson
10. Jason Daði Svanþórsson ('60)
10. Kári Steinn Hlífarsson
17. Valgeir Árni Svansson
18. Djordje Panic ('76)
25. Georg Bjarnason ('70)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Aðalsteinn Richter
Margrét Ársælsdóttir

Gul spjöld:
Alexander Aron Davorsson ('88)

Rauð spjöld: