Origo völlurinn
miðvikudagur 01. maí 2019  kl. 16:30
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Hlýtt, 12 stiga hiti og stillt
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1241
Maður leiksins: Atli Guðnason
Valur 1 - 2 FH
0-1 Jákup Thomsen ('29)
0-2 Atli Guðnason ('61)
1-2 Birnir Snær Ingason ('69)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
4. Einar Karl Ingvarsson
9. Gary Martin
19. Lasse Petry
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
28. Emil Lyng ('84)
71. Ólafur Karl Finsen ('68)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
6. Sebastian Hedlund
12. Garðar Gunnlaugsson ('84)
15. Sverrir Páll Hjaltested
17. Andri Adolphsson
18. Birnir Snær Ingason ('68)

Liðstjórn:
Rajko Stanisic
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Kristófer Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Lasse Petry ('35)
Birkir Már Sævarsson ('42)
Eiður Aron Sigurbjörnsson ('91)

Rauð spjöld:
@EgillSi Egill Sigfússon
95. mín Leik lokið!
Valur gerðu ekkert hér seinustu mínúturnar til að ógna jöfnunarmarki og FH vinna hér 1-2 sigur.

Viðtöl og skýrsla kemur innan skamms.
Eyða Breyta
91. mín Gult spjald: Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur)
ALlt brjálað hérna milli leikmanna eftir að Eiður tók Þóri niður, Eiður fær svo gult að launum.
Eyða Breyta
90. mín
Fimmm mínútum bætt við.
Eyða Breyta
89. mín
Gary Martin kemst í boltann hérna en nær ekki valdi af honum, heimtar víti en Gunni kemur aldrei við hann!
Eyða Breyta
87. mín Gult spjald: Gunnar Nielsen (FH)
Gunni búinn að taka óratíma í síðustu spyrnur og nú fær Vilhjálmur nóg og spjaldar hann.
Eyða Breyta
86. mín
Vá þarna voru Valsmenn nálægt því að jafna, Binni með frábæran sprett og kemur með fastan fyrir en Orri og Gary rétt missa af honum!
Eyða Breyta
85. mín
Guðmann enn og aftur í smá basli í vörninnni og Gary kemst í boltann og fær svo hornspyrnu hér.
Eyða Breyta
84. mín Garðar Gunnlaugsson (Valur) Emil Lyng (Valur)
Lyng ekki átt sérstakan dag í dag og þegar manni vantar mark þá hringir maður í Garðar Gunnlaugs sem kemur hér inná. Nær hann að jafna leikinn?
Eyða Breyta
84. mín
Kaj Leó hleypur með boltann enn og aftur og fer í skotið fyrir utan teig en það er langt frá því að vera líklegt til árangurs.
Eyða Breyta
82. mín Cédric D'Ulivo (FH) Jákup Thomsen (FH)
Jákup að koma útaf fyrir Cedric, FH bæta í vörnina hér.
Eyða Breyta
79. mín
Jákup galopin í gegn og Jónatan kemur með sendinguna, Birkir nær hins vegar að bjarga því, Jákup snéri baki í sendinguna, hefði þurft að opna líkamann.
Eyða Breyta
77. mín
Valsarar eru að reyna en ná ekki að skapa nein færi hérna eftir markið hans Binna, fáum við dramatík í lokin?
Eyða Breyta
75. mín Þórir Jóhann Helgason (FH) Brandur Olsen (FH)
Þórir Jóhann kemur hér inná fyrir Brand þegar korter er eftir.
Eyða Breyta
69. mín MARK! Birnir Snær Ingason (Valur), Stoðsending: Kaj Leo í Bartalsstovu
Binni skorar bara strax! Kaj Leó rennir honum á Binna vinstra megin í teignum og hann neglir honum niðri í nær og minnkar muninn. Þetta verður Gunni samt að verja, skelfilegt að fá á sig mark á nærstöngina úr þessu færi.
Eyða Breyta
68. mín Birnir Snær Ingason (Valur) Ólafur Karl Finsen (Valur)
Binni Bolti kemur hér inná og á að blása lífi í sóknina, kemur inn fyrir Óla Kalla og fer þá á kantinn og Emil færir sig fram með Gary.
Eyða Breyta
66. mín
Stórsókn Valsara, fyrst hittir Gary hann ekki í dauðafæri, svo berst boltinn á Bjarna sem kemur með fastan bolta niðri en Gunni hendir sér á boltann og slær frá. Valsarar óheppnir að skora ekki í þessari sókn.
Eyða Breyta
64. mín Gult spjald: Kristinn Steindórsson (FH)
Tekur Kaj Leó niður í skyndisókn, tók á sig spjaldið þarna þar sem Valur voru á fleygiferð upp.
Eyða Breyta
62. mín Davíð Þór Viðarsson (FH) Atli Guðnason (FH)
Atli fer útaf beint eftir markið, mark og assist á hann í dag.
Eyða Breyta
61. mín MARK! Atli Guðnason (FH), Stoðsending: Jákup Thomsen
FH komast í 2-0 hérna eftir rosalega atburðarrás!
Brandur með aukaspyrnuna sem Hannes ver gjörsamlega meistaralega í slánna, þaðan berst boltinn á Jákup sem kemur honum fyrir á Atla sem skorar. Valur brjálaðir og vilja meina að boltinn hafi verið farinn útaf hjá Jákup, risa mark!
Eyða Breyta
59. mín
Orri brýtur á Jákup rétt fyrir utan teig, fannst þetta rosalega ódýrt en aukaspyrna á hættulegum stað fyrir FH staðreynd.
Eyða Breyta
58. mín
Emil Lyng kemst í skotfæri en Guðmann hendir sér fyrir, horn.
Eyða Breyta
57. mín
Jónatan Ingi með frábæran sprett og er að komast í skotið inn í teig en Birkir Már mætir á síðustu stundu og kemst fyrir frábærlega.
Eyða Breyta
53. mín
Valsmenn fá hér hornspyrnu en ekkert kemur upp úr henni.
Eyða Breyta
51. mín
Afskaplega róleg byrjun á seinni hálfleiknum, liðin að þreifa fyrir sér en ekkert að gerast. Vonandi fer þetta að detta í gang hérna.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Valsmenn hefja seinni hálfleikinn hér marki undir.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
FH fara inn í hálfleikinn með 0-1 forystu.
Eyða Breyta
45. mín
Einni mínútu bætt við fyrri hálfleikinn.
Eyða Breyta
45. mín
Bjarni skallar að marki eftir hornið en skallinn er beint á Gunna sem grípur boltann.
Eyða Breyta
44. mín
Óli Kalli hér með laglega sendingu innfyrir á Bjarna sem kemur með fyrirgjöfina en FH koma boltanum í horn, Valsmenn að vakna.
Eyða Breyta
43. mín
Guðmann í alls konar veseni hérna með Gary og brýtur á honum rétt fyrir utan teig, aukaspyrna á hættulegum stað!
Eyða Breyta
42. mín Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Valur)
Fyrir brotið á Brandi rétt áðan.
Eyða Breyta
41. mín
Brandur er sparkaður niður hérna af Birki, boltinn berst inn í teig og Hannes bjargar, þaðan fer boltinn á Jónatan með autt mark en touchið svíkur hann og Bjarni hreinsar af línunni.
Eyða Breyta
39. mín
Beint eftir þessi öskur frá Guðmanni þá kemur Petry með langan bolta og nú kemur Gunni út en missir þá af honum, Gary nær boltanum en Pétur kemur á straujinu og bjargar með frábærri tæklingu.
Eyða Breyta
38. mín
Orri með gjörsamlega frábæran bolta frá eigin vallarhelmingi sem ratar beint á Gary en skalli hans rétt framhjá. Guðmann lætur Gunna heyra það, vildi sjá hann koma út í þennan bolta!
Eyða Breyta
35. mín Gult spjald: Lasse Petry (Valur)
Petry fær hér gult, væntanlega fyrir kjaft allavega braut hann ekki.
Eyða Breyta
34. mín
Gott uppspil FH-inga endar með fyrirgjöf frá Hirti en Hannes kemur út og hirðir hana vel.
Eyða Breyta
29. mín MARK! Jákup Thomsen (FH), Stoðsending: Atli Guðnason
FH-ingar komnir yfir hérna á Hlíðarenda! Frábært spil hjá FH þar sem Jónatan endar með boltann hægra megin í teignum, tekur laglega hælsendingu á Atla Guðna sem rennir honum fyrir á Jákup sem getur ekki annað en potað honum yfir línuna. Frábært spil en set spurningarmerki við Hannes, hefði átt að henda sér á fyrirgjöfina sem var vel inn í markteig.
Eyða Breyta
28. mín
Kaj Leó reynir hér að koma boltanum á Gary sem lúrir á fjær en boltinn sveigir framhjá markinu.
Eyða Breyta
25. mín
Mjög lokaður leikur hingað til. Nú endar sókn FH-inga á skoti vel framhjá fyrir utan teig frá Brandi, bæði lið þétt varnarlega.
Eyða Breyta
21. mín
Björn Daníel fer hér upp vinstri kantinn og nær góðri fyrirgjöf á Jákup en skalli hans fer framhjá markinu.
Eyða Breyta
20. mín
Kaj Leó hleypur hér með boltann frá hægri til vinstri fyrir utan teig og fer svo í skotið en það fer í Guðmann og í innkast, fínn sprettur.
Eyða Breyta
16. mín
Hjörtur Logi hefur betur gegn Birki Má hérna á vinstri vængnum og kemur honum inn í teig á Atla sem þarf að teygja sig í hann og þaðan fer boltinn á Valsara sem koma honum frá.
Eyða Breyta
16. mín
Pétur Viðars með fyrirgjöf sem lýtur vel út en Bjarni nær að skalla hana í hornspyrnu, ekkert kemur upp úr henni.
Eyða Breyta
9. mín
Aukaspyrnan hjá Petry er léleg og Gunni kýlir hana frá, verða að fá betri bolta þarna.
Eyða Breyta
8. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (FH)
Góð sókn hjá Val sem endar á Gary upp vinstri vænginn, hann keyrir áfram og Gummi tekur hann niður og fær réttilega gult spjald. Valur með aukaspyrnu á teigshorninu.
Eyða Breyta
6. mín
Besta færið hingað til, Brandur með frábæra sendingu innfyrir á Jákup sem skýtur rétt framhjá.
Eyða Breyta
5. mín
Valur fá aukaspyrnu á hægri kantinum sem Kaj Leó sveigjir inná teiginn en þar er rís Guðmann hæstur og skallar boltann frá.
Eyða Breyta
4. mín
Valsmenn með góða sókn sem endar uppi á vinstri kanti hjá Lyng en sendingin hans fyrir er léleg og beint í fangið á Gunnari.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Brandur Olsen sparkar leiknum í gang hér á Hlíðarenda.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inná völlinn, ég lofa hörku leik hér á Origo vellinum í kvöld þar sem tvö af bestu liðum landsins mætast!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn:

Hjá Val byrjar Hannes Þór Halldórsson í markinu en orðrómur var uppi um að hann væri meiddur á öxl sem virðist ekki vera rétt. Þá kemur Ólafur Karl Finsen inn í byrjunarliðið frá því í leiknum við Víkinga á föstudaginn fyrir Hauk Pál sem þurfti að fara af velli vegna meiðsla.

Hjá FH er ein breyting frá sigrinum á HK um helgina en Guðmann Þórisson kemur inn í byrjunarliðið fyrir Cedric D'Ulivo. Þá vekur athygli að Steven Lennon er ekki í leikmannahópi FH, sennilega vegna meiðsla.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Pepsí Max-deildin hófst á föstudaginn síðasta þar sem Valur gerði 3-3 jafntefli í rosalegum opnunarleik við Víkinga eftir að hafa lent undir þrisvar sinnum á þessum velli. FH fékk HK í heimsókn í Kaplakrika og unnu góðan 2-0 sigur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valur urðu bikarmeistarar 2015 og 2016 en FH hefur ekki unnið bikarinn síðan þeir tóku KR 4-0 í úrslitaleiknum árið 2010. FH komst í úrslitaleikinn 2017 en töpuðu þar gegn ÍBV.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það má sannarlega segja að þetta er risaleikur strax í byrjun Mjólkurbikarsins þar sem þessi tvö lið eiga síðustu fjóra Íslandsmeistaratitla í fótbolta. FH vann deildina 2015 og 2016 á meðan Valur vann hana síðustu tvö tímabil. Það er ljóst að við eigum von á hörku viðureign hér í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá stórleik Vals og FH í Mjólkurbikar karla. Leikurinn fer fram á Origo vellinnum og hefst klukkan 16:30.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
8. Kristinn Steindórsson
9. Jónatan Ingi Jónsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason ('62)
16. Guðmundur Kristjánsson
18. Jákup Thomsen ('82)
21. Guðmann Þórisson
27. Brandur Olsen ('75)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
3. Cédric D'Ulivo ('82)
10. Davíð Þór Viðarsson ('62)
19. Egill Darri Makan Þorvaldsson
22. Halldór Orri Björnsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
29. Þórir Jóhann Helgason ('75)

Liðstjórn:
Hákon Atli Hallfreðsson
Guðlaugur Baldursson
Eiríkur K Þorvarðsson
Ólafur H Guðmundsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Guðmundur Kristjánsson ('8)
Kristinn Steindórsson ('64)
Gunnar Nielsen ('87)

Rauð spjöld: