Würth völlurinn
fimmtudagur 02. maí 2019  kl. 19:15
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Helgi Ólafsson
Maður leiksins: Berglind Rós Ágústsdóttir
Fylkir 2 - 1 Keflavík
1-0 Ída Marín Hermannsdóttir ('2)
1-1 Sveindís Jane Jónsdóttir ('3)
2-1 Marija Radojicic ('51)
Byrjunarlið:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
0. Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
0. Chloe Froment ('45)
4. María Björg Fjölnisdóttir
5. Ída Marín Hermannsdóttir
6. Hulda Sigurðardóttir
9. Marija Radojicic
20. Margrét Björg Ástvaldsdóttir
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir ('80)
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir

Varamenn:
28. Brigita Morkute (m)
6. Sunna Baldvinsdóttir
10. Bryndís Arna Níelsdóttir ('80)
15. Stefanía Ragnarsdóttir ('45)
17. Birna Kristín Eiríksdóttir
29. Erna Sólveig Sverrisdóttir
29. Jenný Rebekka Jónsdóttir

Liðstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Þorsteinn Magnússon
Viktor Steingrímsson
Tinna Björk Birgisdóttir
Sigurður Þór Reynisson

Gul spjöld:
Hulda Sigurðardóttir ('78)

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
93. mín Leik lokið!
Þetta er búið og það eru Fylkiskonur sem taka stigin þrjú í nokkuð jöfnum leik. Fylkir var betra liðið í fyrri hálfleik en Keflavík komst betur inn í leikinn í þeim síðari og setti ágætis pressu á appelsínugular í lokin. Þeim tókst þó ekki að finna jöfnunarmarkið og Fylkir vinnur nýliðaslaginn.

Ég segi takk í bili og minni á skýrslu og viðtöl hér á .net síðar í kvöld.
Eyða Breyta
93. mín
Tíminn fer að renna út fyrir Keflavík. Natasha er komin upp á topp og vinnur aukaspyrnu. Groff setur boltann inná teig en Fylkiskonur eru ákveðnar og ná að koma boltanum af hættusvæðinu.
Eyða Breyta
90. mín
SÉNS! Þarna munar litlu. Illa tímasett úthlaup hjá Cecilíu og Groff skallar fyrirgjöf Anitu Lindar rétt yfir!
Eyða Breyta
89. mín Kara Petra Aradóttir (Keflavík) Ísabel Jasmín Almarsdóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
89. mín
Ágæt sókn hjá Keflavík. Íris Una á fyrirgjöf á fjær en Anita Lind missir af boltanum og lendir á stönginni.
Eyða Breyta
87. mín Gult spjald: Maired Clare Fulton (Keflavík)
Mér fannst Helgi heldur spar á spjöldin í fyrri hálfleik en hann hikar ekki við að rífa þau fram núna. Maired komin í bókina.
Eyða Breyta
86. mín
Keflvíkingar eru líklegri um þessar mundir. Groff var að setja háan bolta inn á teig úr aukaspyrnu utan af velli. Sveindís vann skallann og reyndi að flikka boltanum aftur fyrir sig að marki en því miður fyrir hana og Keflavík fór boltinn rétt yfir.
Eyða Breyta
83. mín
Maired með horn fyrir Keflavík. Finnur Groff í teignum en hún nær ekki að stýra boltanum almennilega og hann endar aftur fyrir.
Eyða Breyta
80. mín Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir) Sigrún Salka Hermannsdóttir (Fylkir)
Sérstök skipting. Senter inn fyrir varnarmann. Mér sýnist Berglind Rós færast niður í hafsent og Bryndís fara í hægri vængbakvörð. Þórdís fer á á miðjuna.
Eyða Breyta
78. mín Gult spjald: Hulda Sigurðardóttir (Fylkir)
Hulda fer í bókina. Brýtur af sér vinstra megin við teiginn. Anita tekur spyrnuna og snýr boltann inn að marki en Cecilía kýlir hann frá.
Eyða Breyta
72. mín
Keflavík vill víti eftir að Ísabel fellur við í teignum. Að öllum líkindum rétt að sleppa þessu en Ísabel hafði gert virkilega vel þarna á undan í að prjóna sig inn á teig.
Eyða Breyta
68. mín
Berglind Rós búin að vera gríðarlega flott í dag. Hún var að reyna langskot. Aftur er Katrín Hanna í svolitlu basli en nær að halda boltanum.
Eyða Breyta
66. mín
Séns!

Anita nær að lauma boltanum inn fyrir á Sveindísi en hún er undir pressu frá Cecilíu og nær ekki almennilegu skoti. Þetta hefði getað orðið hættulegt.
Eyða Breyta
61. mín
Nú fær Keflavík horn. Cecilía gerir vel í að blaka boltann af hættusvæðinu.

Í kjölfarið brjóta Fylkiskonur úti hægra megin. Anita Lind mætir með vinstri fótinn sinn og reynir fínasta skot að marki en Cecilía er vel með á nótunum og nær að slá boltann yfir.

Keflvíkingar fá því annað horn en ná ekki að koma boltanum fyrir.
Eyða Breyta
60. mín Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík) Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
60. mín Sophie Mc Mahon Groff (Keflavík) Þóra Kristín Klemenzdóttir (Keflavík)
Tvöföld skipting hjá Keflavík.
Eyða Breyta
54. mín Gult spjald: Sveindís Jane Jónsdóttir (Keflavík)
Sveindís fær gult fyrir brot.
Eyða Breyta
51. mín MARK! Marija Radojicic (Fylkir)
MAAARK!

Vel gert hjá Mariju, hún lék inn á völlinn frá vinstri og lét vaða rétt utan teigs. Náði fínasta skoti sem flaug yfir Katrínu í markinu.

Katrín Hanna átti að gera miklu betur en tökum ekkert af Mariju sem gerði þetta vel. Árbæingar komnar 2-1 yfir.
Eyða Breyta
49. mín
Stefanía er að koma inn í þetta af miklum krafti. Hún var að leggja boltann út í skot á Mariju sem setti hann rétt framhjá fjærstönginni af vítateigslínunni.
Eyða Breyta
45. mín Leikur hafinn
Áfram rignir hornunum inn hjá Fylki og seinni hálfleikur er varla byrjaður þegar þær eru búnar að vinna horn. Sigrún Salka vinnur skallan og boltinn smellur í samskeytunum.

Stuttu síðar berst boltinn út í teig á Þórdísi sem reynir skot en það er í varnarmann. Kröftug byrjun hjá heimakonum.
Eyða Breyta
45. mín Stefanía Ragnarsdóttir (Fylkir) Chloe Froment (Fylkir)
Skipting í hálfleik. Chloe er búin að vera tæp og Stefanía leysir hana af. Við þetta færist Hulda niður í varnarlínuna en Stefanía fer á miðjuna.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og staðan er jöfn. Leikurinn byrjaði með miklum látum og við fengum tvö mörk strax á fyrstu þremur mínútunum. Fylkisliðið hefur verið töluvert líklegra en þetta er galopið á meðan enn er jafnt.
Eyða Breyta
45. mín
Enn eitt hornið hjá Fylki. Númer sjö mögulega. Þær taka stutt en ná ekki að skapa sér neitt úr þessu.
Eyða Breyta
45. mín
Fylkisliðið er með ágæt tök á leiknum þessar síðustu mínútur fyrri hálfleiks. Margrét Björg var að reyna langskot en það var auðvelt viðureignar fyrir Katrínu Hönnu.
Eyða Breyta
42. mín
Fylkir fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Natasha brýtur á Huldu 5 metrum fyrir utan teig. Margrét Björg tekur spyrnuna en setur boltann í veginn. Hann hrekkur svo út til Þórdísar sem á heldur misheppnað skot yfir.
Eyða Breyta
38. mín
Flott sókn hjá Fylki. Marija sleppur inn fyrir hægra megin. Fær þrjár með sér í teiginn. Þar á meðal Huldu sem er ALEIN. Marija velur að vippa boltanum í áttina til hennar en það gengur ekki upp og boltinn dettur fyrir hægri fótinn á Margréti sem setur boltann yfir markið.
Eyða Breyta
37. mín
Aftur horn. Í þetta skiptið vinstra megin. Nú tekur Hulda og reynir hreinilega skot á markið en boltinn dettur ofan á þaknetið.
Eyða Breyta
35. mín
Enn sparar Helgi spjöldin. Þarna var Maired heppin að sleppa eftir að hafa stöðvað skyndisókn heimakvenna.
Eyða Breyta
31. mín
Fylkir er að fá fjórðu hornspyrnuna. Margrét Björg snýr boltann aftur inn frá hægri. Þetta eru stórhættulegir boltar hjá henni inná markteig en Fylkir kemur þessu frá.
Eyða Breyta
21. mín
Fylkir vinnur horn strax í næstu sókn. Margrét Björg snýr boltann inn að marki en Anita Lind skallar aftur fyrir. Fylkir fær annað horn. Í þetta skiptið verður svokallaður darraðadans í teignum en gestirnir ná að hreinsa.
Eyða Breyta
20. mín
Nú fær Keflavík aukaspyrnu úti í vinstra horninu. Katla María reynir fyrirgjöf en Cecilía á ekki í vandræðum með að grípa boltann og snúa vörn í sókn.
Eyða Breyta
16. mín
Dröfn straujar Maríu og Fylkir fær aukaspyrnu úti á miðjum velli vinstra megin. Gula spjaldið hefði nú alveg mátt fylgja þarna en Dröfn sleppur með skrekkinn. Fylkiskonur reyna að setja háan bolta inn á teig úr aukaspyrnunni en hún er slök og boltinn fer aftur fyrir.
Eyða Breyta
10. mín
Það er fjör í þessu og bæði lið reyna að sækja. Nokkur "næstum því" færi komin í leikinn. Fylkiskonur búnar að vera aðeins líklegri.
Eyða Breyta
3. mín MARK! Sveindís Jane Jónsdóttir (Keflavík)
Ping pong!

Sveindís er búin að jafna!

Þetta gerðist svo hratt að við misstum af undirbúningnum hérna í blaðamannastúkunni. Boltinn barst fyrir markið, varnarlína Fylkis leit ekki vel út og Sveindís kom boltanum í netið.

Rosalegar upphafsmínútur.
Eyða Breyta
2. mín MARK! Ída Marín Hermannsdóttir (Fylkir)
Hér er ekkert verið að grínast!

Ída Marín er búin að koma Fylki yfir með rosalegu marki!

Hún lætur vaða utan við D-bogann og setur boltann í fallegum boga yfir Katrínu, í slánna og inn!
Eyða Breyta
1. mín
Við erum komnar af stað. Keflavík byrjar með boltann og sækir í átt frá sundlauginni.

Hér er logn og völlurinn rennblautur eftir rigningu í dag. Þetta verður skemmtilegt.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er að styttast í þetta. Nokkrar mínútur í fjörið. Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar.

Nýjasti leikmaður Keflavíkur, Aytac Sharifova, landsliðsmarkvörður Aserbaídsjan, er ekki komin með leikheimild og Katrín Hanna Hauksdóttir stendur í rammanum í dag.

Fylkir bætti líka við sig leikmanni á lokasprettinum og fékk Stefaníu Ragnarsdóttur lánaða frá Val. Hún byrjar á bekknum í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Landsliðskonan Sandra María Jessen er spákona umferðarinnar hér á .net og hún reiknar með jafntefli í nýliðaslagnum:

Fylkir 2 - 2 Keflavík
"Það verður gaman að sjá hvernig nýliðaslagurinn fer. Ég spái mikið af mörkum og mikilli spennu í leikmönnum. Keflavík kemst í 2-0 en Fylkisstelpur ná að jafna. Dramatískt."
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fólk virðist almennt hafa mikla trú á nýliðunum þetta árið. Í spá þjálfara og fyrirliða deildarinnar er Fylki spáð 6. sæti og Keflavík því áttunda. Í spá Fótbolta.net er Fylki spáð 7. sæti og Keflavík því áttunda. Völvurnar á Heimavellinum settu Fylki hinsvegar í fallsæti og spá Árbæingum 9. sæti en Keflvíkingum því áttunda.

Liðin eru hinsvegar ekkert að spá í því hvað spárnar segja. Markmiðin eru skýr og nýliðarnir eru ekki mættar til að tjalda til einnar nætur í deild þeirra bestu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gleðilega Pepsi Max!

Það er komið að því! Keppni í efstu deild kvenna hefst í dag og tilhlökkunin er gríðarleg. Ekki síst hjá liðunum tveimur sem munu eigast við á Wurth-vellinum hér á eftir. Bæði eru þau nefnilega nýliðar sem hafa beðið eftir þessum degi með eftirvæntingu.

Liðin voru með þónokkra yfirburði í Inkasso-deildinni síðastliðið sumar en svo fór að Fylkir sigraði deildina með 48 stig og Keflavík tók 2. sætið með 46 stig.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
2. Þóra Kristín Klemenzdóttir ('60)
3. Natasha Moraa Anasi (f)
7. Maired Clare Fulton
8. Sveindís Jane Jónsdóttir
10. Dröfn Einarsdóttir ('60)
11. Kristrún Ýr Holm
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir ('89)
17. Katla María Þórðardóttir
21. Íris Una Þórðardóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
1. Aytac Sharifova (m)
4. Eva Lind Daníelsdóttir
5. Sophie Mc Mahon Groff ('60)
7. Kara Petra Aradóttir ('89)
9. Marín Rún Guðmundsdóttir ('60)
13. Bryndís María Theodórsdóttir
20. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir
26. Amelía Rún Fjeldsted

Liðstjórn:
Benedikta S Benediktsdóttir
Valdís Ósk Sigurðardóttir
Margrét Ársælsdóttir
Birgitta Hallgrímsdóttir
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Haukur Benediktsson

Gul spjöld:
Sveindís Jane Jónsdóttir ('54)
Maired Clare Fulton ('87)

Rauð spjöld: