Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Valur
5
2
Þór/KA
Hlín Eiríksdóttir '5 1-0
1-1 Karen María Sigurgeirsdóttir '25
1-2 Andrea Mist Pálsdóttir '33
Fanndís Friðriksdóttir '47 2-2
3-2 Arna Sif Ásgrímsdóttir '53 , sjálfsmark
Hlín Eiríksdóttir '69 4-2
Hlín Eiríksdóttir '85 5-2
03.05.2019  -  18:00
Origo völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson
Maður leiksins: Hlín Eiríksdóttir
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
4. Guðný Árnadóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f) ('87)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Hlín Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('83)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('87)

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
6. Mist Edvardsdóttir ('83)
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('87)
17. Thelma Björk Einarsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('87)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Jóhann Emil Elíasson
Karen Guðmundsdóttir
María Hjaltalín

Gul spjöld:
Hlín Eiríksdóttir ('68)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið. Þvílík markaveisla sem við fengum í þessum stórleik fyrstu umferðar.

Eftir fyrri hálfleik þar sem bæði lið áttu sína kafla tóku Valskonur síðari hálfleikinn í sínar hendur og unnu sannfærandi 5-2 sigur.

Sterk byrjun hjá heimakonum sem setja tóninn strax í byrjun móts.

Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu hér síðar í kvöld.
90. mín
Valur fær aukaspyrnu rétt utan teigs þegar brotið er á Elínu Mettu. Hallbera tekur spyrnuna en snýr boltann rétt framhjá færstönginni. Fín tilraun.
89. mín
Bryndís Lára! Ver þarna vel frá varamanninum Bergdísi Fanney sem reyndi skot af markteig eftir fyrirgjöf Elínar.
87. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Valur) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
87. mín
Inn:Bergdís Fanney Einarsdóttir (Valur) Út:Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Tvöföld skipting hjá Val í lokin.
86. mín
Þarna átti Elín Metta að skora sjötta mark Vals!

Fanndís sendi hana í gegn en Elín setti boltann hátt yfir!
85. mín MARK!
Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Stoðsending: Margrét Lára Viðarsdóttir
ÞRENNAN ER KOMIN!

Hlín er búin að fullkomna þrennuna. Hún skallar hér fyrirgjöf Margrétar Láru yfir Bryndísi og í markið.

Fyrsta Pepsi Max þrennan í ár!
83. mín
Inn:Mist Edvardsdóttir (Valur) Út:Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Mist kemur inná fyrir Dóru Maríu sem er búin að eiga góðan seinni hálfleik í liði Vals.
81. mín
Þetta er afar vonlítið hjá Þór/KA. Sandra Mayor var að reyna heldur vonlaust skot utan af velli. Iris Achterhof hefur ekkert sést síðan hún kom inná og framlínan bitlaus.
79. mín
Elín Metta með virkilega góða sendingu í gegn á Hlín. Hlín nær þó ekki snertingu á boltann og Bryndís Lára nær að renna sér í hann á síðustu stundu. Spurning hvort Hlín hefði ekki mátt vera grimmari í að ná þrennunni þarna!
75. mín
Elín Metta er svo lunkin! Var búin að prjóna sig inn á teig meðfram endalínunni en Lára Kristín mætti í eitt stykki ruddatæklingu áður en Elín náði að slútta sókninni.

Valur fær enn eitt hornið... Sem verður að öðru horni.. Sem verður að hættulegu færi sem Margrét Lára skorar úr... En er réttilega dæmd rangstæð.

Það er fjör í 'essu!
74. mín
Inn:María Catharina Ólafsd. Gros (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
Sóknarmaður fyrir sóknarmann. Þór/KA hefur korter til að ná sér í eitthvað úr leiknum. Lítið að frétta hjá þeim þessa stundina. Spurning hvort hin stórefnilega María nái að hressa upp á sóknarleikinn.
70. mín
Inn:Rut Matthíasdóttir (Þór/KA) Út:Lára Einarsdóttir (Þór/KA)
69. mín MARK!
Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Stoðsending: Dóra María Lárusdóttir
Þvílíkur leikur. Nóg af mörkum hér!

Hlín var að skora sitt annað mark og koma Val í 4-2!

Hún vann Láru í loftinu og skallaði fyrirgjöf Dóru Maríu í netið. Virkilega vel gert!
68. mín
Bryndís Lára á hér tvær flottar vörslur í röð. Fyrst frá Fanndísi sem var komin í fínt skotfæri í teignum. Síðan frá Hallberu sem náði ágætu skoti eftir frákastið.

Valskonur fá horn eftir síðari vörsluna.
68. mín Gult spjald: Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Hlín er fyrst í bókina. Brýtur á Karen Maríu og rétt hjá Gunnþóri að draga upp spjaldið.
67. mín
Fanndís er búin að vera lífleg í seinni hálfleiknum. Nú var hún að bruna inn á teig en náði ekki að koma almennilegu skoti á markið og Bryndís Lára ver boltann aftur fyrir.

Dóra María reynir langskot í kjölfarið á horninu en Bryndís Lára ver vel.
65. mín
Loksins tilraun hjá Þór/KA. Sandra Mayor á skemmtilega hælsendingu upp í vinstra hornið á Kareni Maríu. Hún reynir fyrirgjöf en Valskonur koma boltanum frá.
62. mín
Valskonur búnar að eiga nokkrar ágætar tilraunir síðustu mínútur og eru sterkari um þessar mundir.
55. mín
Inn:Iris Achterhof (Þór/KA) Út:Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
Hin hollenska Iris Achterhof er mætt til leiks. Við bíðum spennt eftir að sjá hana spreyta sig í Pepsi Max.
53. mín SJÁLFSMARK!
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
Þung sókn Vals endar með marki. Hallbera á flotta fyrirgjöf sem Bryndís Lára nær ekki að grípa og virðist missa boltann í Örnu Sif og í eigið net. Klaufalegt og Valskonur eru komnar yfir í stórskemmtilegum fótboltaleik!
52. mín
FANNDÍS!

Flottur sprettur hjá Fanndísi sem hleypur Andreu Mist af sér áður en hún á flott skot sem smellur í stönginni og Bryndísi Láru áður en boltinn fer aftur fyrir í horn.

Það skapast mikil hætta í kringum mark Þórs/KA eftir hornið og Valsarar halda þungri sókn.
48. mín
Elín Metta reynir bjartsýniskot vel utan af velli en það er auðvelt viðureignar fyrir Bryndísi Láru.
47. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
BAMM!

Fanndís er búin að jafna eftir góðan snúning og NEGLU úr teignum!
46. mín
Leikur hafinn
Við erum farin af stað aftur. Hvorugur þjálfarinn gerir breytingu á sínu liði.
45. mín
Hálfleikur
Það er ágæt mæting á völlinn. Sér í lagi á meðal þjálfara í deildinni. Hér eru Kristján Guðmundsson og Óskar aðstoðarþjálfari ÍBV mættir og Blikarnir Steini og Óli. Þá er stór hluti af kvennaliði KR mættur sem og Hafnfirðingarnir Alexandra Jó og Þórdís Elva en þær unnu báðar góða sigra með sínum liðum í deildinni í gær.

Þá er landsliðsþjálfarinn Jón Þór auðvitað mættur og Arnar Þór Viðarsson, nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og Þór/KA er 2-1 yfir. Valskonur byrjuðu af krafti og voru betri aðilinn fyrstu 20 mínúturnar.

Eftir að Karen María jafnaði heldur óvænt hafa gestirnir verið betri og Valskonur verið í basli með að halda bolta.

Seinni hálfleikurinn verður fróðlegur.
45. mín
FANNDÍS!

Fanndís leikur inn á völlinn og reynir skot úr fínasta færi en nær ekki að setja boltann framhjá Bryndísi Láru sem hendir sér til vinstri og grípur hann.

Rétt á undan lá Arna Sif eftir að hún og Margrét Lára lentu saman í heldur harkalegri tæklingu. Hún stendur þó í lappirnar fljótlega.
42. mín
Valsliðið finnur engan takt þessar mínúturnar eftir góða byrjun á meðan mörkin hafa gefið gestunum sjálfstraust.
40. mín
Hulda Ósk vinnur horn fyrir Þór/KA. Í þetta skiptið hægra megin en fyrirgjöf Andreu Mistar fer aftur fyrir.
38. mín
Fín sókn hjá Þór/KA. Sandra Mayor mætti á óvenjulegar slóðir þegar hún tók 100 metra sprett til baka til að stoppa Fanndísi. Hóf svo sókn hjá Þór/KA sem endaði á því að Karen María átti fyrirgjöf á Margréti Árna sem lúrði við vítateigslínuna en skaut rétt framhjá.
33. mín MARK!
Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir
MAAAARK!

Þór/KA skorar úr horninu. Andrea Mist tekur hornið stutt á Huldu Ósk. Fær boltann aftur og snýr boltann svo yfir Söndru og í fjærhornið.

Sú smellhitti boltann og það skiptir engu máli hvort þetta átti að vera skot eða fyrirgjöf. Gestirnir eru komnar yfir!
32. mín
Aftur stórhætta við mark Vals!

Boltanum er laumað inn á Söndru Mayor sem er undir pressu í teignum en samt í fínu skotfæri. Hún ákveður hinsvegar að reyna að setja boltann fyrir á Huldu Ósk en hún er umkringd varnarmönnum sem ná að komast á milli og bjarga í horn.
27. mín
VÁÁÁ!

Þarna bjargar Guðný Árnadóttir marki!

Sandra Mayor fékk stungusendingu, var komin ein gegn Söndru, lék fram hjá henni og setti boltann svo í áttina að auðu markinu.

Þar mætti Guðný Árnadóttir á fullu farti og náði að renna sér fyrir boltann áður en hann fór yfir marklínuna.
25. mín MARK!
Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir
Vááá!

Karen María er búin að jafna! Köttar inn framhjá Elísu og smellhittir boltann eftir sendingu Huldu Óskar. Setur boltann yfir Söndru í markinu með góðu skoti utan teigs. Virkilega vel gert.

1-1 og game on!
24. mín
Valskonum gengur vel að halda í boltann um þessar mundir. Fanndís var að reyna langskot en það var vel framhjá.
21. mín
Aftur er Hlín að gera sig líklega. Nú á hún skalla rétt yfir eftir laglega fyrirgjöf Elínar Mettu.
18. mín
VEL VARIÐ!

Fanndís læðir geggjuðum bolta í hlaupið hjá Hlín. Hún er undir pressu en nær fínu skoti úr teignum. Bryndís Lára er eldsnögg niður og nær að teygja vel úr sér og bjarga í horn með löngutöng.

Það verður ekkert úr horninu sem Valur fær í kjölfarið.
17. mín
SANDRA!

Þarna munar engu að Þór/KA jafni. Margrét Árna fékk frábæra sendingu og náði skoti úr teignum. Mjög gott færi en Sandra sá við henni.
14. mín
Brotið á Fanndísi rétt utan D-bogans. Margrét Lára tekur spyrnuna. Rennir honum á Fanndísi sem leggur hann aftur í skot en Margrét Lára setur boltann í vegginn.
12. mín
Arna Sif sýnir styrk sinn í vörninni hjá Þór/KA. Náði þarna að stoppa álitlega sókn Valskvenna.
6. mín
Aftur færi!

Elín Metta á fyrirgjöf yfir til vinstri á Hallberu sem reynir skot en skýtur beint á Bryndísi.
5. mín MARK!
Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
Valskonur eru komnar yfir!

Margrét Lára stakk krefjandi bolta inn fyrir og Elín Metta gerði virkilega vel í að ná til sendingarinnar áður en boltinn fór aftur fyrir. Elín renndi boltanum svo fyrir markið þar sem Hlín Eiríksdóttir kom á fleygiferð frá hægri og setti boltann í netið.
2. mín
Gestirnir eiga fyrsta sénsinn. Sandra Mayor fær sendingu upp í vinstra hornið og nær frábærri fyrirgjöf á fjær. Karen María er mætt en rétt missir af boltanum. Þetta hefði getað orðið hættulegt!
1. mín
Leikur hafinn
Við erum komin í gang. Elín Metta sparkar þessu af stað fyrir Val sem leikur í átt að Perlunni.
Fyrir leik
Sandra María Jessen spáði í 1. umferð á Fótbolta.net og telur að sínir gömlu félagar muni hafa betur.

Valur 1 - 2 Þór/KA
Eftir gott gengi Vals á undirbúningstímabilinu munu norðankonur hirða öll þrjú stigin. Þær eru hundfúlar að hafa ekki komist alla leið í Lengjubikarnum og eru hungraðar í sigur. Nýjasti leikmaður Þór/KA mun setja sigurmark í seinni hálfleik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar. Það er ekkert sem kemur á óvart hjá Val sem veðjar á reynsluna í dag.

Andrea Mist Pálsdóttir er komin heim frá Austurríki og fer beint í byrjunarliðið hjá Þór/KA. Nýji sóknarmaðurinn Iris Achterhof er hinsvegar á bekknum.
Fyrir leik
Það er komið að lokaleik fyrstu umferðar Pepsi Max-deildar kvenna og það er enginn smá leikur. Valskonur taka á móti Þór/KA á Origo-vellinum kl.18:00.

Flestir spá Valskonum öðru af tveimur efstu sætunum á meðan að spekingarnir hafa verið að setja Þór/KA í þriðja sætið. Það má því ætla að hér á eftir mætist tvö af þremur bestu liðum deildarinnar eins og málin standa í upphafi móts.
Byrjunarlið:
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
4. Bianca Elissa
8. Lára Einarsdóttir ('70)
8. Andrea Mist Pálsdóttir
9. Sandra Mayor
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
10. Lára Kristín Pedersen
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
14. Margrét Árnadóttir ('55)
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('74)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
25. Helena Jónsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir ('70)
17. María Catharina Ólafsd. Gros ('74)
22. Iris Achterhof ('55)
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Saga Líf Sigurðardóttir
Einar Logi Benediktsson
Haraldur Ingólfsson
Anna Catharina Gros
Christopher Thomas Harrington

Gul spjöld:

Rauð spjöld: