Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Selfoss
1
4
Breiðablik
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir '8
0-2 Alexandra Jóhannsdóttir '27
Darian Elizabeth Powell '34 1-2
1-3 Hildur Antonsdóttir '42
1-4 Agla María Albertsdóttir '82 , víti
07.05.2019  -  19:15
JÁVERK-völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Glæsilegur JÁVERK-völlur. Einn sá flottasti. Lítur vel út í kvöld.
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 220
Maður leiksins: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Byrjunarlið:
Anna María Friðgeirsdóttir
1. Kelsey Wys
4. Grace Rapp
5. Brynja Valgeirsdóttir
9. Halla Helgadóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir (f) ('70)
18. Magdalena Anna Reimus
21. Þóra Jónsdóttir
23. Darian Elizabeth Powell ('87)
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Varamenn:
13. Friðný Fjóla Jónsdóttir (m)
8. Ásta Sól Stefánsdóttir
11. Anna María Bergþórsdóttir ('87)
16. Nadía Rós Emilíud. Axelsdóttir
20. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir
25. Halldóra Birta Sigfúsdóttir
26. Hólmfríður Magnúsdóttir ('70)

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
Óttar Guðlaugsson
María Guðrún Arnardóttir
Stefán Magni Árnason

Gul spjöld:
Alfreð Elías Jóhannsson ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sannfærandi 1-4 sigur Blika hér á Selfossi. Sigurinn aldrei í hættu og hér í kvöld sást greinilegur gæðamunur á liðunum.

Takk fyrir mig í kvöld, skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín
Ekkert verður úr hornspyrnunni. Bæði lið að bíða eftir því að þetta klárist.
90. mín
Blikar fá hornspyrnu. Fengu vítaspyrnu eftir síðust hornspyrnu, sjáum hvað gerist.
90. mín
Erum komin í uppbótartíma.
90. mín
Hólmfríður Magnúsdóttir með misheppnað skot, langt framhjá. Fín tilraun en þessi var aldrei að fara að skapa neina hættu.
89. mín
Þetta er að fjara út, hægt og rólega. Selfyssingar verið meira með boltann undanfarnar mínútur.
87. mín
Inn:Anna María Bergþórsdóttir (Selfoss) Út:Darian Elizabeth Powell (Selfoss)
Tvær ,,Anna María" á vellinum núna.
86. mín
Inn:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik) Út:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Síðasta skipting Blika í kvöld. Hildur verið frábær í kvöld.
83. mín
Inn:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik) Út:Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Önnur skipting Blika í leiknum. Agla verið lífleg.
82. mín Mark úr víti!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Agla María fer á vítapunktinn og skorar af miklu öryggi.

Kelsey Wys ákveður að reyna ekki einu sinni við þennan bolta. Blika að klára þetta sannfærandi.
81. mín
VÍTI!

Hildur Antonssdóttir fer í jörðina í kjölfar hornspyrnu Blika. Sýnist þetta hafa verið bakhrinding. Sennilega réttur dómur.
78. mín
Magdalena Anna reynir hér skot af löngu færi. Sonný Lára grípur boltann, ekki sannfærandi þó.
77. mín
DAAAAUUUUÐAFÆRI!

Frábær fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem að Alexandra Jóhannsdóttir er búinn að planta sér, hún nær skotinu sem er ansi dapurt og fer framhjá. Þarna hefði Alexandra getað klárað þennan leik.
76. mín
Sonný Lára að leika sér að eldinum. Magdalena Anna ansi nálægt því að komast í boltann, Sonný heppin.
75. mín Gult spjald: Alfreð Elías Jóhannsson (Selfoss)
Þjálfararnir báðir til vandræða. Komnir með gult spjald fyrir kjaft.
72. mín
Berglind Björg í dauuuuðafæri en Kelsey Wys gerir mjög vel og ver skotið, sem var reyndar ekki fast.

Við fáum mark ef ekki mörk hérna í viðbót.
72. mín
Boltinn fer hér í Bríeti Bragadóttur dómara. Nýjar reglur tóku gildi fyrir mót varðandi þetta. Blikar fá boltann til baka eftir að Bríet hafði snert hann.
70. mín
Inn:Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss) Út:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss)
Hólmfríður að spila sinn fyrsta leik á JÁVERK-vellinum! Uppsker fagnaðarlæti frá stuðningsmönnum heimamanna.
69. mín
Hérna eru menn að horfa á Liverpool-Barcelona í stúkunni! Liverpool komið í 4-0 og öðru hvoru heyrast alvöru fagnaðarlæti í stúkunni.
66. mín
Agla María reynir skot langt utan af velli. Ekki galin tilraun, boltinn endar á þaknetinu.
65. mín
Berglind Björg ætlar hér að reyna hjólhestaspyrnu en það gengur bara ekki. Sendingin ekki góð og Berglind rekur stóru tána í boltann, enginn hætta og knötturinn út fyrir.
63. mín
Alexandra með máttlaust skot að marki Selfyssinga. Wys ekki í nokkrum vandræðum.
61. mín Gult spjald: Þorsteinn H Halldórsson (Breiðablik)
Steini Halldórs eitthvað að rífa kjaft. Bríet með allt á hreinu.
60. mín
Aftur liggur Þóra Jónsdóttir í grasinu. Sá ekki nákvæmlega hvað gerðist en Stefán Magni, sjúkraþjálfari Selfyssinga, aðstoðar hana.
58. mín
Anna María með sendingu inná teig sem endar síðan sem skot. Boltinn ætlaður Powell en hún kemst aldrei í hann og boltinn endar því í höndum Sonný Láru sem þarf að skutla sér til þess að ná í boltann.
57. mín
Unnur Dóra aftur!

Eftir aukaspyrnu frá vinstri berst boltinn til Unnar sem að á skot með vinstri fæti en boltinn fer rétt framhjá!
55. mín
Fínn bolti frá Magdalenu inná teig þar sem að Unnur Dóra er mætt en Unnur nær ekki nægilega vel til boltans og hann fer því aftur fyrir.

Selfyssingar eru á lífi.
53. mín
Ansi rólegar mínútur núna. Blikar láta boltann rúlla og eru ekkert að stressa sig, enda ekki nokkur einasta ástæða til.
50. mín
Þóra Jónsdóttir með fína sendingu innfyrir á Magdalenu sem er aðeins fyrir innan að mati aðstoðardómara eitt. Ekki sannfærður um að þetta hafi verið réttur dómur.
47. mín
Hildur fær hér bjartsýnisverðlaunin.

Afleidd skottilraun en boltinn endar í innkasti.
46. mín
Síðari hálfleikur kominn af stað. Blikar hefja leik. Sýnist bæði lið vera óbreytt.
45. mín
Hálfleikur
Ansi fjörugur fyrri hálfleikur að baki!

Staðan 1-3 í hálfleik og Blikar með öll völd á vellinum en Selfyssingar hafa átt sína spretti. Sjáumst í síðari!
45. mín
Uppbótartími í fyrri hálfleik. Blikar halda boltanum og Selfyssingar elta.
42. mín MARK!
Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Hildur Antonsdóttir skorar hér þriðja mark Blika og það er ekki einu sinni kominn hálfleikur!

Klafs í teig Selfyssinga eftir aukaspyrnu frá Öglu Maríu og boltinn dettur fyrir fætur Hildar sem að skorar af stuttu færi.

Selfyssingar eru gjafmildir í kvöld.
41. mín
Boltinn berst á Karólínu Leu fyrir utan teig en töluvert hátt yfir og engin alvöru hætta.
40. mín
Selma Sól vinnur hornspyrnu fyrir gestina. Boltinn af Áslaugu Dóru.
37. mín Gult spjald: Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Agla María með einhverja stæla.

Er dæmd rangstæð og er ekki sátt við það. Sparkar boltanum frá sér og ýtir létt í Barbáru. Hárrétt.
34. mín MARK!
Darian Elizabeth Powell (Selfoss)
Þetta er leikur mistakanna!

Selma Sól með afleidda sendingu í öftustu línu og Darian Powell er vel vakandi og kemst inn í sendinguna. Fer framhjá Sonný áður en hún setur boltann í netið.

Þetta er leikur!
32. mín
Berglind Björg með frábært einstaklingsframtak!

Fer framhjá nokkrum varnarmönnum Selfoss áður en hún setur boltann hátt yfir úr þröngu færi. Hefði viljað sjá hana setja boltann út í teig.
30. mín
Þóra Jónsdóttir reynir fyrirgjöfina og Magdalena Anna er nálægt því að komast í boltann en Sonný Lára vel vakandi og kemur út og grípur boltann.
27. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Hræðileg mistök í vörninni hjá Selfyssingum.

Berglind Björg hirðir boltann af Brynju, finnur Alexöndru inn á vítateig sem að setur boltann auðveldlega framhjá Wys.

Sumargjöf frá Selfyssingum til Blika!
26. mín
Inn:Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik) Út:Fjolla Shala (Breiðablik)
Fjolla þarf skiptingu hérna eftir 25 mínútna leik. Áfall fyrir Blika.
25. mín
Fráábær spyrna frá Magdalenu Önnu og boltinn dettur fyrir fætur Þóru Jónsdóttur sem að hittir boltann ekki nægilega vel og fer því langt yfir markið.

Þóra liggur eftir, lenti illa eftir skotið. Fjolla Shala liggur líka eftir. Sýndist þær hafa skollið saman.
24. mín
Hildur Antonsdóttir brýtur hér á Grace Rapp rétt fyrir utan vítateig Blika. Frábær staður fyrir Selfyssinga.
23. mín
Alexandra Jóhannsdóttir með fínan skalla rétt framhjá marki Selfyssinga. Krafturinn í skallanum ekki nægilega mikill.
19. mín
Frááábært færi sem að Berglind Björg fær eftir vandræði í vörn Selfyssinga.

Er ekki í góðu jafnvægi þegar skotið ríður af og fer því af leiðandi hátt yfir markið.
19. mín
Fjolla Shala fær boltann í góðri stöðu rétt fyrir utan teig en hún nær ekki að stilla miðið nægilega vel. Boltinn yfir.
17. mín
Selfyssingar aðeins að vinna sig inn í leikinn. Farnar að ná fleiri sendingum innan liðs, mjakast í rétta átt.
15. mín
Magdalena Anna Reimus leggst í grasið og fær aðhlynningu. Hún er auðvitað grjóthörð, kemur alltaf til baka.
14. mín
Kelsey Wys gerir vel, kemur út og handsamar hornspyrnuna.
13. mín
Hornspyrna beint af æfingasvæðinu hjá Blix.

Spyrnan tekin stutt áður en að Karólína Lea fær boltann fyrir utan teig og lætur vaða. Wys ver og gestirnir fá aðra hornspyrnu.
11. mín
SLÁIN!

Agla María tekur hornspyrnu og boltinn endar á kollinum á Hildi Antonsdóttur sem að skallar boltann í slána og yfir! Selfyssingar stálheppnir.
9. mín
Barbára með frábæra sendingu inn fyrir á Unni Dóru sem að tekur skotið en Sonný kemst í veg fyrir boltann og Selfyssingar fá hornspyrnu.

Heimamenn ná ekki að gera sér mat úr hornspyrnunni.
8. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Bara alls ekkert þolinmæðisverk!

Áslaug Munda tekur aukaspyrnu upp við hornfána, frábær spyrna beint á kollinn á Berglindi sem að skallar boltann beint í netið. Frábært mark og Íslandsmeistararnir hafa tekið forystu!
6. mín
Áfram halda Blikar að reyna að brjóta vörn Selfyssinga á bak aftur. Hér er Agla María dæmd rangstæð.

Þær eru ekki að finna opnanir enn sem komið er. Gæti orðið þolinmæðisverk.
4. mín
Blikar meira með boltann þessar fyrstu mínútur. Varnarleikur Selfoss þéttur og góður.
2. mín
Agla María brýtur á Grace Rapp. Selfyssingar fá aukaspyrnu á eigin vallarhelming.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað. Heimastúlkur hefja leik með boltann og sækja í átt að Stóra hólnum góða.
Fyrir leik
Guðmundur Karl, vallarþulur á JÁVERK-vellinum, kynnir hér liðin inn. Þetta er allt saman að bresta á.
Fyrir leik
Tíu mínútur í kick-off. Bæði lið gengin til búningsklefa.
Fyrir leik
Veðrið á Selfossi er búið að vera gott í allan dag og verður það sennilega í kvöld. Hitastigið í kringum 10 gráður, logn og grasið er glæsilegt. Getur ekki klikkað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru dottin í hús og þau má sjá hér til hliðar.

Hólmfríður Magnúsdóttir byrjar á varamannabekk Selfoss líkt og fyrstu umferð. Agla María Albertsdóttir er á sínum stað í byrjunarliði Blika en hún gerði bæði mörk liðsins gegn ÍBV í fyrstu umferðinni.

Heiðdís Lillýardóttir er í hjarta varnarinnar hjá Blikum en hún spilaði með Selfyssingum á árunum 2015-2017.
Fyrir leik



Fyrir leik
Þessi lið hafa mæst tvisvar sinnum á árinu og hafa Blikar farið með sigur af hólmi í báðum leikjunum.

Fyrri leikurinn endaði 4-2 sigri þann 12. janúar en sá síðari fór fram 16. febrúar og þá varð sigurinn öllu stærri, 6-0. Blikar unnu einnig báða leikina í deildinni á síðasta tímabili.
Fyrir leik
Selfyssingar mættu Stjörnunni í fyrstu umferð deildarinnar í síðustu viku. Leikið var á Samsung-vellinum í Garðabæ og leiknum lauk með 1-0 sigri Stjörnunnar.

Blikar hófu titilvörnina í Eyjum þar sem að liðið mætti ÍBV. Lokatölur á Hásteinsvelli urðu 0-2, Breiðablik í vil.
Fyrir leik
Gott kvöld og verið velkomin í beina textalýsingu frá JÁVERK-vellinum á Selfossi.

Í kvöld eigast við Selfoss og Breiðablik í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 19:15.
Byrjunarlið:
Fjolla Shala ('26)
Sonný Lára Þráinsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir ('83)
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('86)

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
14. Berglind Baldursdóttir
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('83)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir ('26)

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson
Tinna Harðardóttir

Gul spjöld:
Agla María Albertsdóttir ('37)
Þorsteinn H Halldórsson ('61)

Rauð spjöld: