KR
0
3
Valur
0-1 Margrét Lára Viðarsdóttir '21
0-2 Elín Metta Jensen '80
0-3 Margrét Lára Viðarsdóttir '83 , víti
08.05.2019  -  19:15
Meistaravellir
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Logn en samt nokkuð napurt
Dómari: Helgi Ólafsson
Maður leiksins: Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Byrjunarlið:
1. Agnes Þóra Árnadóttir (m)
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
2. Kristín Erla Ó Johnson
3. Ingunn Haraldsdóttir (f) ('88)
3. Sandra Dögg Bjarnadóttir
4. Laufey Björnsdóttir
7. Guðmunda Brynja Óladóttir ('88)
8. Katrín Ómarsdóttir
16. Lilja Dögg Valþórsdóttir
20. Þórunn Helga Jónsdóttir
21. Tijana Krstic ('69)

Varamenn:
23. Birna Kristjánsdóttir (m)
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
10. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir ('88)
11. Gréta Stefánsdóttir ('88)
14. Grace Maher
22. Íris Sævarsdóttir ('69)
27. Halla Marinósdóttir

Liðsstjórn:
Bojana Besic (Þ)
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Hildur Björg Kristjánsdóttir
Ragna Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með örrugum 3-0 sigri Vals sem að byrja þetta mót af miklum krafti og eru með 6 stig eftir tvær umferðir!

Viðtöl og skýrsla koma seinna í kvöld.
90. mín
Elín Metta í hörkufæri en Hugrún gerir vel og kemst fyrir skotið Valur fær horn en á endanum grípur Agnes boltann!
90. mín
Uppbótartími
88. mín
Inn:Gréta Stefánsdóttir (KR) Út:Guðmunda Brynja Óladóttir (KR)
88. mín
Inn:Margrét Edda Lian Bjarnadóttir (KR) Út:Ingunn Haraldsdóttir (KR)
87. mín
Katrín Ómars með skalla yfir markið.
85. mín
Mist reynir skot sem að fer yfir markið. Fimm mínútur eftir af þessum leik!
84. mín
Gumma reynir skot af löngu færi en það er hálf máttlaust og fer vel yfir markið
83. mín Mark úr víti!
Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
Margrét skorar með föstu skoti í hægra hornið niðri en Agnes var í þessum bolta!

3-0 og game over!
82. mín
VÍTIIIIIIIII!!! Elín Metta fær víti þegar að Laufey brýtur á henni! Stúkan baular... Var þetta víti ég veit ekki svei mér þá!
80. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
Valur er komið í tvö núll!! Hún setur löppina í boltann eftir skot að okkur sýndist frá Fanndísi og stýrir boltanum í netið!
78. mín
Valur fær tvö færi hérna á stuttu tíma en Agnes ver vel í seinna skiptið!
78. mín
Inn:Mist Edvardsdóttir (Valur) Út:Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Dóra búin að vera geggjuð í dag.
77. mín
Oki váááá! Fanndís með sturlaðan sprett sem byrjar með því að hún klobbar Lilju út á vinstri kantinum og keyrir svo framhjá hverjum varnarmanni á fætur öðrum og sendir boltann svo fyrir. Það verður smá kraðak þar sem Margrét Láta brýtur af sér!
73. mín
Margrét Lára reynir við skot langt fyrir utan en það fór framhjá markinu!
71. mín
HVAÐ ER AÐ GERAST!!!! Agnes Þóra fer í stórfurðulegt úthlaup og Elín Metta bara rýkur framhjá henni og reynir svo skot frá endalínunni nánast í stöngina og þaðan fer boltinn í Agnesi og það verður þvílíkur darraðardans í teignum en á endanum hreinsa KR í horn! Þarna sluppu þær svo sannarlega!
69. mín
Inn:Íris Sævarsdóttir (KR) Út:Tijana Krstic (KR)
69. mín
Haltu á ketti heyrist í fjölmiðlaboxinu þegar Dóra María kemur með sturlaðan bolta innfyrir á Margréti Láru en skot hennar fer yfir markið! Þessi bolti var sturlun!
67. mín
Inn:Bergdís Fanney Einarsdóttir (Valur) Út:Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Hlín fer af veli og Bergdís kemur inn á!
66. mín
KR að gera sig líklegar og vilja horn en fá ekki! Ég held svei mér þá að þetta sé rangur dómur, en Jæja áfram gakk!
64. mín
Geggjuð tækling hjá Lilju Dögg sem að setur boltann í horn þegar hún tæklar Fanndísi.

KR skallar boltann frá
62. mín
Rangstæða númer svona 11 í þessum leik.
61. mín
Valur fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi KR. Hallbera tekur spyrnuna en KR hreinsa.
61. mín
Margret Láta með skot af löngu færi en Agnes Þóra ver í markinu.
60. mín
Lítið að gerast þessa stundina.
56. mín
Valur skorar aftur en núna er Margrét Lára rangstæð þegar hún skorar!
53. mín
DAUÐAFÆRI sem að Valur er að fá! Hallbera kemur með geggjaðan bolta inn á teiginn og Elín Metta er alein en nær ekki að setja stóru tánna almennilega í boltann og Agnes ver vel í markinu!
51. mín Gult spjald: Elísa Viðarsdóttir (Valur)
Tekur Gummu hressilega niður!
50. mín
Valur fær horn eftir snarpa sókn! Spyrnan var ekkert spes og KR komast í skyndisókn
49. mín
Gumma kemst í ágætis færi en nær ekki krafti í skotið sitt og Sandra ver það auðveldlega!
48. mín
Elín Metta skorar en er dæmd rangstæð. Ég sá ekki hvort þetta var rétt eða ekki þar sem súlan í stúkunni skyggði sýn mína.
45. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur hérna í Vesturbænum og Valur leiðir 1-0. Þær hafa haft fínustu tök á þessum leik en síðustu 5-10 mínúturnar hafa KR stelpur hinsvegar verið að koma sér aðeins inn í leikinn!

Ég spái alla vega tveimur mörkum í seinni hálfleik svo ekki láta þig vanta í beina textalýsingu!
43. mín
oki bíddu ha ? Hversu geggjuð var þessi tækling hjá Lillý! Gumma virðist ætla stinga hana af þegar Lillý hendir sér niður og tæklar boltann í horn. Ég hélt fyrst hún myndi bara strauja Gummu en hún náði á ótrúlegan hátt til boltans.

Valur hreinsar hornspyrnuna í burtu.
40. mín
Váá Lillý gefur KR bara horn hérna þegar hún ætlar gefa til baka á Söndru en hún sparkar bara beint afturfyrir.

KR taka það stutt en ná svo ekki að koma boltanum inn á teiginn.
39. mín
Elísa VIðarsdóttir ákveður að sparka boltanum beint í fæturnar á Tijönu áður en boltinn fer utaf í stað þess að halda boltanum bara inn á vellinum. Tijana reynir svo skot sem fer yfir markið!
36. mín
Valur fá aukaspyrnu á miðjum vallarhelming KR en KR nær að hreinsa.
35. mín
KR að gera sig líklegar þessa stundina! Frábær sókn sem endar með því að Gumma kemur með fasta fyrirgjöf sem Valur á erfitt með að hreinsa en hreinsa þó á endanum! Boltinn berst út á Kristin´Erlu sem kemur með frábæran bolta inn á teig þar sem Katrín reynir hálfgerðan flugskalla en boltinn fer framhjá markinu!
33. mín
"Ég er að frjósa hérna inni, ætla setja ofninn í Max. Pepsi Max" Segir Edda Garðars í fjölmiðlaboxinu.
30. mín
Hálftími liðin af leiknum og Valskonur hafa áfram yfirhöndina en KR er að koma sér oft í efnilegar skyndisóknir sem þær þurfa að nýta betur!
26. mín
Hlín kemst í fína stöðu ein á ein gegn Kristíni Erlu í bakverðinum en Kristín gerir virkilega vel og lokar á allar leiðir hjá henni áður en hún nær að pota boltanum frá Hlín.
24. mín
Hvernig bregðast KR-ingar við þessu marki. Mér finnst Valur hafa svolítið yfirráðin á miðjunni með Dóru Maríu og Öddu í sérflokki þar.
21. mín MARK!
Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
Valur er komið í 1-0 eftir frábæra sendingu frá FAnndísi inn á teiginn þar sem Margrét Lára tekur hann niður í rólegheitum og setur hann framhjá Agnesi í markinu. Þær voru skuggalega margar fríar þarna inn á teignum verð ég að segja!
20. mín
FAnndís fær boltann út á vinstri kantinum og fær gott utan á hlaup frá Hallberu en kýs að nota það ekki. Hún keyrir í staðinn inn á völlinn og reynir skot sem að fer framhjá markinu.

Strax í næstu sókn á Elín Metta tilraun með vinstri en það er auðvelt fyrir Agnesi í markinu.
18. mín
Þvílíkur bolti Dóra María Váá!! Setur geggjaðan langan bolta inn fyrir í hlaupaleiðina hjá Hlín sem að er að fara taka skotið en Kristín Erla gerir frábærlega og ýtir aðeins við henni þegar Hlín ætlar að skjóta og truflar hana og skotið fer því langt framhjá og yfir
16. mín
Maður hefur varla undan núna! Fanndís kemur með frábæra fyrirgjöf á fjær þar sem Hlín fær afbragðsfæri og tekur hann á fyrsta á lofti en skotið hennar fer framhjá markinu!
15. mín
Katrín Ómarsdóttir lætur vaða af löngu færi eftir að hafa unnið boltann af Guðný á miðjunni. Skotið ætti að vera auðvelt en Sandra lendir í smá vandræðum en nær að lokum að handsama knöttinn!
14. mín
Valur hefur verið að ógna aðeins hérna seinustu 10 mínúturnar en KR liðið er að verjast vel!
11. mín
Valur fær hornspyrnu sem Hallbera ætlar að taka. Spyrnan er stóóóórrrrrhættuleg og endar bara skoppandi inn á markteig en að lokum ná KR að koma boltanum í burtu í annað horn.

Valur tekur það stutt en KR ná að lokum að hreinsa boltann þegar Agnes kýlir hann frá!
10. mín
VÓÓ! Frábær sprettur frá Hlín supp hægri vænginn og nær að koma boltanum fyrri markið á Margréti Láru sem á skot sem er tiltulega beint á Agnesi en hún ver þó vel úr hörkufæri!
7. mín
Valur fær aukaspyrnu út á vinstri kantinum sem Dóra María og Hallbera taka stutt og endar með stórhættulegri fyrirgjöf frá Hallberu og það myndat þvílíkur darraðardans í teignum. Boltinn fer sov út á kant þar sem Hlín reynir fyrirgjöf en hún fer í gegnum allan pakkan!
6. mín
Ágætis tempó í þessu fyrstu mínúturnar og liðin skiptast á að sækja.
3. mín
Fyrsta sókn Vals endar með fyrirgjöf frá Hallberu sem að Agnes Þóra grípur inn í.
2. mín
Fyrsta færið og það er KR sem að eiga það. Guðmunda Brynja reynir skot í fyrsta eftir að boltinn skoppar til hennar inn á teig en skotið er framhjá!
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON!! KR Byrja með boltann
Fyrir leik
Jæja Friðgeir er búin að koma með kaffi og leikmenn eru að ganga út á völlinn, þetta er allt að gerast hérna og styttist í leik!
Fyrir leik
Bæði lið eru mætt út á völl að hita. Eiður Ben aðstoðarþjálfari Vals heldur á lofti á miðjum vellinum og náði upp í 33 ég taldi.

Bojana er aðeins rólegri hinum megin og sötrar bara gamla góða kaffiboltann og horfir á sína leikmenn hita upp.
Fyrir leik
Hvet fólk til að fjölmenna á völlinn og styðja sitt lið! Það er léttur kuldi í Vesturbænum en það er ekkert sem að góð úlpa, húfa og vettlingar ráða ekki við!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Ég tók smá rölt um völlinn með Magga Bö og hafði Pétur þjálfari Vals mál á því að völlurinn hefði ekki verið í svona góðu ástandi síðan hann spilaði hérna 1986! Það er aldeilis hrós og ég verð eiginlega vera sammála Pétri. Völlurinn lítur rosalega vel út


Fyrir leik
KR tapaði fyrir HK/Víking 1-0 í fyrstu umferð á meðan Valur gerði sér lítið fyrir og vann frábæran 5-2 sigur á Þór/KA þar sem Hlín Eíriksdóttir setti þrennu.
Fyrir leik
Komiði blessuð og sæl og verið velkominn í beina textalýsingu frá leik KR og Vals í 2. umferð Pepsi Max deildar kvenna.
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
4. Guðný Árnadóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Hlín Eiríksdóttir ('67)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('78)
23. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
6. Mist Edvardsdóttir ('78)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('67)
17. Thelma Björk Einarsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Jóhann Emil Elíasson
María Hjaltalín

Gul spjöld:
Elísa Viðarsdóttir ('51)

Rauð spjöld: