Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
Afturelding
0
0
Fjölnir
09.05.2019  -  19:15
Varmárvöllur - gervigras
Inkasso deild kvenna
Dómari: Steinar Stephensen
Maður leiksins: Anna Pálína Sigurðardóttir (Afturelding)
Byrjunarlið:
1. Birgitta Sól Eggertsdóttir (m)
Margrét Regína Grétarsdóttir
Margrét Selma Steingrímsdóttir
4. Inga Laufey Ágústsdóttir
6. Anna Pálína Sigurðardóttir
8. Ólína Sif Hilmarsdóttir
9. Samira Suleman
10. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
14. Erika Rún Heiðarsdóttir
17. Halla Þórdís Svansdóttir ('76)
21. Sigrún Gunndís Harðardóttir (f)

Varamenn:
33. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
11. Elena Brynjarsdóttir
15. Kristín Gyða Davíðsdóttir
23. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('76)
23. Krista Björt Dagsdóttir
24. Nótt Benediktsdóttir

Liðsstjórn:
Júlíus Ármann Júlíusson (Þ)
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Elfa Sif Hlynsdóttir
Hrafntinna M G Haraldsdóttir
Sigrún Pálsdóttir
Kolfinna Brá Ewa Einarsdóttir
Vébjörn Fivelstad
Sigurjón Björn Grétarsson
Sigurbjartur Sigurjónsson

Gul spjöld:
Margrét Regína Grétarsdóttir ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leikurinn er búinn!

Virkilega dapur fótboltaleikur heilt yfir...

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín
Venjulegur leiktími liðinn og leikurinn virðist bara ætla að fjara út...
84. mín
FRÁBÆR BOLTI OG FJÖLNIR SKALLAR Í SLÁNNA!

Afturelding sleppur með skrekkinn og kemur boltanum frá!
84. mín
Fjölnir á horn, Kristjana skokkar að taka.
82. mín Gult spjald: Margrét Regína Grétarsdóttir (Afturelding)
81. mín
Hrikaleg mistök hjá Kristjönu sem hleypir boltanum framhjá sér og hættir, Ólína fær hann og fer framhjá Írisi, setur boltann svo yfir á Guðrúnu sem er ein í gegn en er dæmd rangstæð.

Kristjana slapp með skrekkinn þarna!
79. mín
Inn:Ástrós Eiðsdóttir (Fjölnir) Út:Hjördís Erla Björnsdóttir (Fjölnir)
Hjördís búin að eiga erfitt uppdráttar í dag gegn Ingu Laufey...
76. mín Gult spjald: Hjördís Erla Björnsdóttir (Fjölnir)
Margrét Selma alltof sein og fer aftan í Lilju Nótt.

Enn ein aukaspyrnan úti hægra megin.

Afturelding kemur hættunni frá!
76. mín
Inn:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Afturelding) Út:Halla Þórdís Svansdóttir (Afturelding)
75. mín
Samira keyrir inn völlinn frá vinstri og hendir í svakalega laumu í gegnum vörn Fjölnis en Hrafnhildur Árna bregst við á síðustu stundu og setur boltann í horn.
71. mín
Aftur fær Fjölnir aukaspyrnu úti hægra megin.

Kristjana reynir að smella þessum upp í samúel en Birgitta búin að vera öflug í markinu og grípur boltann.
70. mín
Inn:Lilja Nótt Lárusdóttir (Fjölnir) Út:Aníta Björg Sölvadóttir (Fjölnir)
69. mín
Fjölnir fær aukaspyrnu úti hægra megin.

Kristjana smellir boltanum að markinu og Birgitta grípur.
67. mín
Fjölnir fær hornspyrnu.

Kristjana smellir boltanum bara í stöngina og afturfyrir.
65. mín Gult spjald: Nadía Atladóttir (Fjölnir)
Nadía fær gult spjald fyrir að sleppa í gegn og klára en var dæmd rangstæð.

Ég er nokkuð viss um að hún hafi ekki verið rangstæð, og lýsari Afturelding TV er sammála því!

Gæti verið dýr dómur hjá Ásbirni aðstoðardómara.
63. mín
DAUÐAFÆRI!

Hafrún sleppur í gegn en Elvý nær að pota í boltann þannig Hafrún kixaði hann framhjá í dauðafæri!!!
61. mín
Önnur alvöru sókn hjá Fjölni!

Boltinn berst fyrir frá vinstri og Aníta er í dauðafæri en virðist vera hrædd við boltann og lætur hann skoppa yfir sig, Kristjana kemur boltanum á Ísabellu sem finnur Nadíu í færi en fyrsta snertingin svíkur hana og hún kemst ekki í skotið.
56. mín
Flott sókn hjá Fjölni!

Kristjana kemur boltanum fyrir á Nadíu sem er í færi en kemur sér ekki í skotið, boltinn berst út á Evu Karen sem bombar boltanum í Önnu Pálínu og svo berst boltinn til Hjördísar sem tekur flottan snúning og bombar á nær en Birgitta ver!

Fjölnir klaufar að skora ekki...
50. mín
DAUÐAFÆRI!

Inga Laufey hefur betur í baráttunni við Hjördísi enn eina ferðina og keyrir upp kantinn og setur geggjaðan bolta inn á teiginn þar sem Hafrún mætir en hún setur hann yfir!
49. mín
Afturelding fær horn.

FLottur bolti frá Margréti en hann fer Í gegnum pakkann.
46. mín
Þetta er komið í gang aftur!

Fjölnisstelpur byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Þetta er örugglega lengsti hálfleikur sem ég hef orðið vitni að, enda er svosem langt labb frá gervigrasinu og upp í klefa vegna framkvæmda á svæðinu. En það eru komnar hátt í 20 mínútur síðan Steinar flautaði til hálfleiks.

Leikmenn koma skokkandi inn á völlinn núna, þetta fer að fara í gang aftur!
45. mín
Hálfleikur
Steinar Stephensen flautar til hálfleiks, leikurinn byrjaði heldur rólega en hann hefur verið að koma til.

Fáum vonandi mörkin í seinni!
45. mín
Elvý og Kristjana í allskonar veseni í vörn Fjölnis, snúa sér í kringum boltann og týna honum en Íris mætir og bjargar þeim á síðustu stundu.
44. mín
Hjördís gerir vel og setur Ingu Laufey í vesen, vinnur af henni boltann og leggur hann á Ísabellu sem tekur skotið en Birgitta ekki í neinum vandræðum.
38. mín
Flott sókn hjá Fjölni þar sem Nadía og Ísabella spila sig skemmtilega upp völlinn en á endanum kemst Afturelding í boltann og hreinsar.
35. mín
Hafrún vinnur boltann á miðjunni og hleypur með hann í hringi í svona 30 sekúndur þangað til að hún skiptir honum yfir á Ólínu sem er komin í gegn en dæmd rangstæð.
33. mín
Eva Karen hendir í frábæra skiptingu yfir á Anítu sem er í góðri stöðu en tapar boltanum.
29. mín
DAUÐAFÆRI!

Nadía sleppur í gegn eftir frábæran undirbúning frá Anítu Björg, en Birgitta kemur á móti og ver virkilega vel frá henni!
26. mín
Tíðindalítill leikur hingað til.

Margrét Regína reynir skot af löngu færi sem fer í Írisi og þaðan til Hrafnhildar Hjaltalín.
19. mín
Hjördís fær boltann hér á fínum stað fyrir utan teiginn en á alveg vonlausa marktilraun sem virkaði meira eins og sending á Birgittu.
17. mín
Margrét Regína með fínan bolta sem Samira skýtur á markið en Fjölnisstelpur hreinsa.
17. mín
Fyrstu hornspyrnu leiksins fær Afturelding.
13. mín
Hafrún sleppur í gegn eftir langan bolta frá Samiru en tekur lélega snertingu og Hrafnhildur vel vakandi í markinu, kemur út og hreinsar.
11. mín
Fjölnisstelpur hafa haldið boltanum mun meira þessar fyrstu mínútur en Afturelding reynir að koma hratt á Fjölni þegar þær vinna boltann.
7. mín
Nadía Atla reynir hérna tilraun af löngu færi sem fer rétt framhjá! Þetta var í lagi.
6. mín
Boltinn er svolítið fram og til baka þessar fyrstu mínútur og engin ákjósanleg færi litið dagsins ljós eftir skot Samiru áðan.
1. mín
Fyrstu sókn leiksins eiga heimastúlkur og kemst Samira í fína stöðu en á slakt skot beint á Hrafnhildi.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað og heimastúlkur byrja með boltann!
Fyrir leik
Liðin ganga til leiks undir handleiðslu Steinars Stephensen.

Inkasso 2019 er að fara af stað!
Fyrir leik
Korter í leik og Fjölnisstelpur eru farnar inn, Afturelding er enn í fullu fjöri úti á velli.
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp á iðagrænu teppinu í veðurblíðunni.

Ég vona að við fáum skemmtilegan markaleik!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar.

Janet Egyir, lykilleikmaður Aftureldingar er hvergi sjáanleg.

Hjá Fjölni vantar Söru Montoro en hún er í u16 landsliðsverkefni, svo er Rósa Páls meidd.

Fyrir leik
Það er fínasta veður hérna í Mosfellsbænum og ég hvet fólk til að mæta á völlinn!
Fyrir leik
Fjölnisstelpum er spáð 6. sæti í deildinni þetta árið.

Þær hafa misst Rúnu Sif í barneignir sem er stórt skarð að fylla, Aníta Björk Bóasdóttir hefur því miður lagt skóna á hilluna og Ragnheiður Kara mun spila með HK/Víking í sumar en hún var á láni hjá Fjölni í fyrra.
Fjölnir gerði vel í að krækja aftur í Ísabellu sem kom á lání síðari hluta síðasta tímabils, sem og Nadíu Atla en hún var á láni hjá Fjölni í fyrra.
Fyrir leik
Aftureldingu er spáð 8. sæti í deildinni þetta árið.

Þær misstu Valdísi Ósk yfir í Keflavík, Evu Rut í HK/Víkíng og Ceciliu í Fylki.
Þær hafa fyllt upp í liðið með nokkrum leikmönnum sem koma meðal annars frá Víkíng Ólafsvík sem var lagt niður fyrir tveimur árum og fengu markmann frá Breiðablik.
Fyrir leik
Hér eigast við heimastúlkur í Aftureldingu og nágrannar þeirra í Fjölni.

Ég reikna með virkilega jöfnum og spennandi leik en liðin voru á svipuðu reiki í fyrra, Afturelding vann báða leiki liðanna í deildinni en Fjölnisstelpur enduðu þó ofar í töflunni.
Fyrir leik
Góða kvöldið gott fólk og verið velkomin til leiks í Inkasso deild kvenna!
Byrjunarlið:
1. Hrafnhildur Hjaltalín (m)
Kristjana Ýr Þráinsdóttir
Íris Ósk Valmundsdóttir
Eva Karen Sigurdórsdóttir
4. Bertha María Óladóttir (f)
5. Hrafnhildur Árnadóttir
7. Ísabella Anna Húbertsdóttir
10. Aníta Björg Sölvadóttir ('70)
14. Elvý Rut Búadóttir
19. Hjördís Erla Björnsdóttir ('79)
22. Nadía Atladóttir

Varamenn:
12. Silja Rut Rúnarsdóttir (m)
12. Helena Jónsdóttir (m)
3. Ásta Sigrún Friðriksdóttir
7. Silja Fanney Angantýsdóttir
8. Ástrós Eiðsdóttir ('79)
11. Marta Björgvinsdóttir
16. Ásdís Birna Þórarinsdóttir
21. María Eir Magnúsdóttir
29. Lilja Nótt Lárusdóttir ('70)

Liðsstjórn:
Páll Árnason (Þ)
Magnús Haukur Harðarson (Þ)
Rósa Pálsdóttir
Hlín Heiðarsdóttir
Axel Örn Sæmundsson
Ása Dóra Konráðsdóttir

Gul spjöld:
Nadía Atladóttir ('65)
Hjördís Erla Björnsdóttir ('76)

Rauð spjöld: