HK/Víkingur
0
4
Valur
0-1 Elín Metta Jensen '45
0-2 Elísa Viðarsdóttir '55
0-3 Guðrún Karítas Sigurðardóttir '80
0-4 Mist Edvardsdóttir '88
21.05.2019  -  19:15
Kórinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Allt upp á tíu innandyra í Kórnum
Dómari: Þórður Már Gylfason
Maður leiksins: Elín Metta Jensen (Valur)
Byrjunarlið:
Karólína Jack
Halla Margrét Hinriksdóttir
Guðrún Gyða Haralz ('77)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
3. Kristrún Kristjánsdóttir
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir ('73)
5. Fatma Kara
6. Tinna Óðinsdóttir (f)
11. Þórhildur Þórhallsdóttir
17. Arna Eiríksdóttir
20. Simone Emanuella Kolander ('62)

Varamenn:
21. Audrey Rose Baldwin (m)
7. Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir
10. Isabella Eva Aradóttir ('62)
14. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir
15. Eva Rut Ásþórsdóttir ('73)
19. Eygló Þorsteinsdóttir
22. Esther Rós Arnarsdóttir ('77)
23. Ástrós Silja Luckas
24. María Lena Ásgeirsdóttir

Liðsstjórn:
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Rakel Logadóttir (Þ)
Valgerður Tryggvadóttir
Milena Pesic
Stefanía Ásta Tryggvadóttir
Ísafold Þórhallsdóttir
Sandor Matus

Gul spjöld:
Karólína Jack ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið með 4-0 sigri Vals og þær virðast óstöðvandi í upphafi móts!

Viðtöl og skýrsla á leiðinnni!
90. mín
Kominn uppbótartími.
88. mín MARK!
Mist Edvardsdóttir (Valur)
TAKE A BOW MIST EDVARDSDÓTTIR!!

Hún skorar bara lengst fyrir utan teig með geggjuðu skoti upp í hæra hornið! Þetta var virkilega fallegt skot og Halla átti aldrei möguleika!
87. mín
VÓÓÓ!!

Guðrún Karítas rennir boltanum fyrir Dóru Maríu sem að reynir skot fyrir utan teig og smellhittir hann en boltinn sleikir stöngina á leiðinni framhjá markinu!
84. mín Gult spjald: Karólína Jack (HK/Víkingur)
Veit ekki fyrir hvað? Hún braut ekki af sér, kannski með smá derring held samt að hann sé að spjalda fyrir brot sem átti að hafa átt sér stað sem ég er bara ekki sammála honum með.
82. mín
Inn:Karen Guðmundsdóttir (Valur) Út:Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Karen er 2003 módel gott fólk!

Þetta var reyndar mjög gott! Hún rétti dómaranum að okkur hér sýnist gula spjaldið sem hann virðist hafa týnt! Þetta var mjög gott comedy
80. mín MARK!
Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Valur)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
HVAÐ SAGÐI ÉG! Guðrún "Super sub" Karítas að skora þriðja mark Vals í þessum leik.

Elín Metta kemur með sturlaðan bolta í gegnum vörn HK/Víkings beint í hlaupaleiðina hjá Fanndísi sem að rennir boltanum með vinstri fyrir markið og Guðrún Karítas getur ekki annað en skorað úr þessu færi og setur hann í netið með hnénu!
78. mín
Maraþon skiptingum lokið í bili!

Það eru 12 mínútur eftir og mér finnst Valur líkegri til að bæta við þriðja markinu frekar en HK/Víkingur að minnka muninn sem stendur.
77. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (HK/Víkingur) Út:Guðrún Gyða Haralz (HK/Víkingur)
75. mín
BJARGAÐ Á LÍNU! HK/Víkingur bjargaði á línu eftir skalla frá Hlín!
73. mín
Inn:Eva Rut Ásþórsdóttir (HK/Víkingur) Út:Brynhildur Vala Björnsdóttir (HK/Víkingur)
Eva er aðeins 2001 módel! Mikið efni
73. mín
Inn:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Valur) Út:Bergdís Fanney Einarsdóttir (Valur)
Guðrún Super sub kemur inn!
72. mín
Hlín Eiriks með skalla eftir fyrirgjöf Hallberu en hann var aldrei líklegur enda úr erfiðu færi.
69. mín
Elín Metta kemur sér í færi samt mjög þröngt færi eftir langan bolta fram. Skotið hennar fór hinsvegar yfir markið, ég hefði viljað sjá hana setja þetta alla vega á markið!
68. mín
HK/Víkingur fær horn og Brynhildur nær fyrsta skalla en Valur kemur boltanum svo frá!
65. mín
HK/Víkingur fær aukaspyrnu út á vinstri vængnum. Þvílíkur kraftur í þeim síðustu mínúturnar!

Spyrnan kemur inn á teig þar sem Guðrún leggur boltann skoppandi á Fatma sem að reynir skot en það fór svona 27 metra yfir markið!
64. mín
DAUÐAFÆRI!!! Frábær bolti fyrir markið og boltinn skoppar framhjá hafsentum Vals beint á Guðrúnu Gyðu sem að á skalla á markteignum en beint á Söndru sem að nær að verja hann! Þarna var Valsvörninn stálheppinn!
62. mín
Inn:Isabella Eva Aradóttir (HK/Víkingur) Út:Simone Emanuella Kolander (HK/Víkingur)
62. mín
Inn:Mist Edvardsdóttir (Valur) Út:Thelma Björk Einarsdóttir (Valur)
62. mín
Bæði lið virðat vera fara gera breytingu.

Thelma Björk er að dreifa boltanum hérna frábærlega og skipta á milli kanta. Kemur aftur með bolta yfir á Hallberu sem að reynir fyrirgjöfina eftir að hafa farið framhjá Karólínu en hún fer beint í fangið á Höllu.
60. mín
Þetta er orðin brekka fyrir HK/Víking hvað gera þær núna? Þær hafa lítið náð að ógna marki gestanna þar sem af er leik.

Elísa átti þetta mark samt fyllilega skilið, hún er búin að eiga virkilega góðan leik fyrstu 60 mínúturnar.
55. mín MARK!
Elísa Viðarsdóttir (Valur)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
Þetta er að gerast! Elísa Viðarsdóttir er að skora annað mark Vals.

Valur spila frábærlega á milli sín og boltinn er svo færður frá Hlín á hægri kantinum út á Thelmu Björk sem að kemur með flotta skiptingu til vinstri á Hallberu. Hún kemur með boltann fyrir markið þar sem Elín Metta nær að snerta hann og koma boltanum fyrir Elísu sem er ein á móti Höllu í markinu og klárar þetta af öryggi!
52. mín
HK/Víkingur eru að reyna marga langa bolta í upphafi síðari hálfleiks sem eru að skapa smá usla en að lokum vinna varnarmenn Vals hvert einvígi.
49. mín
Fanndís hefur verið mikið í boltanum í þessum leik en hún er að spila sem framliggjandi miðjumaður í kvöld.

HK/Víkingur sækja og spila vel sín á milli. Fatma sendir boltann svo milli tveggja varnarmanna í hlaupaleiðina hjá Karólínu en fyrirgjöf hennar fer af varnarmanni og beint í hendurnar á Söndru.
46. mín
Elín Metta fær boltann inn í teig með bakið í markið svo hún ákveður að leggja boltann út á Dóru Maríu sem að tekur skotið í fyrsta en Halla er vel á verði og handsamar knöttinn!
45. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað!
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Kórnum! Búin að vera virkilega skemmtilegur fyrri hálfleikur mikill hraði og bæði lið að sækja. Vantar samt aðeins upp á að skapa betri færi á loka þriðjung vallarins en við fengum mark í lokin! Ég er nokkuð viss um að við fáum mörk í seinni hálfleik.
45. mín MARK!
Elín Metta Jensen (Valur)
Stoðsending: Hlín Eiríksdóttir
ÞAÐ HELD ÉG NÚ! Valur er komið í 1-0 eftir flotta sókn!

Hlín rennir boltanum fyrir á Elín Mettu sem að tekur við boltanum með varnarmann í sér og stillir upp fyrir hægri löppina og sýnir mikin styrk í að ná skotinu á markið í gegnum klofið á varnarmanni og Halla átti ekki séns!
44. mín
ELísa Viðars reynir fyrirgjöf sem að fer beint í hendurnar á Höllu í markinu. Virðist stefna í markalausan hálfleik í Kórnum!
41. mín
Guðný situr á vellinum og virðist hafa meiðst á ökkla. Vonandi er í lagi með hana, og svo virðist vera eftir að gamla góða kælispreyið gerir sitt kraftaverk.
40. mín
Halla er búin að vera flott í markinu í fyrri hálfleik og ver bara allt sem kemur á hana. Enginn dauðafæri samt sem áður en það þarf að verja þessi skot!
37. mín
HK/Víkingur fá aðra hornspyrnu en Thelma skallar boltann frá á nærstönginni.
36. mín
HK/Víkingur fá horn sem Karólína Jack tekur, ná þær að nýta hana?

Svarið er nei. Eftir smá skallatennis enda Valur á því að hreinsa í innkast!
35. mín
Liggur aðeins á HK/Víking núna. Fyrst kemur Fanndís með sendingu fyrir sem að Dóra María reynir að kassa niður í teignum en nær ekki að hemja boltann. Svo reynir Fanndís skot stuttu seinna sem að Halla ver í markinu.
34. mín
ÚFF!! Fanndís er við það að komast í gegn þegar hún stelur boltanum á vítateigslínunni en hún missir boltann aðeins of langt frá sér og varnarmenn HK/Víkings hreinsa í burtu!
31. mín
Elín Metta kemur sér í skotfæri fyrir utan teig en skotið er tiltulega beint á Höllu í markinu og hún ver það með auðveldum.
28. mín
Fatma reynir skot fyrir utan teig sem fer bara rétt framhjá stönginni! Smellhitti boltann og ef þessi hefði farið á markið hefði Sandra ekki átt möguleika!
26. mín
Fatma liggur eftir á vellinum eftir einvígi við Fanndísi. Fanndís mögulega að láta finna sér aðeins til baka frá fyrra broti.
25. mín
Fatma fær smá ræðu frá Þórði eftir að hún reif næstum því Fanndísi úr treyjunni.

Valur fær aukaspyrnu sem að Hallbera tekur en sú spyrna fer langt yfir markið og var ekki einu sinni í topp 50 bestu spyrnur flokknum sem hún hefur tekið á ferlinum.
23. mín
Fatma Kara er svo mikil gæði að það er ekki eðlilegt! Hún labbaði hérna framhjá nokkrum leikmönnum áður en hún fór í skotið sem að varnarmenn Vals komust fyrir.
20. mín
Búnar að vera geggjaðar 20 mínútur hingað til og Vallarþulurinn var að tilkynna að Pizzurnar væru mættar í hús fyrir áhugsama.

Veit að Leifur Andri fyrirliði HK skellir sér alltaf í sneiðar hérna.
17. mín
Ég hef varla undan það er svo mikið að gerast í þessum leik! Núna hreinsar Guðný í horn eftir kapphlaup milli hennar og Simone Kolander.

Sandra slær hornspyrnuna frá markinu og þetta rennur út í sandinn.
17. mín
Þórhildur Þórhallsdóttir að sýna vinstri fótinn sinn rétt í þessu! Reynir skot af löngu færi en boltinn fer rétt yfir markið!
16. mín
Dauðafæri hjá Lillý eftir aukaspyrnu en Halla ver frá henni! Lillý fékk samt boltann í hendina og aukaspyrna því dæmd.
14. mín
Bergdís vinnur horn eftir sterkan sprett upp vinstri vænginn.

Dóra María tekur spyrnuna stutt á Fanndísi sem er bara étin strax. Þetta var eiginlega bara arafslök framkvæmd á hornspyrnu.
13. mín
Aftur fyrirgjöf og núna lendir Sandra í smá vandræðum! Hún fer upp í boltann ásamt Guðný og Simone og hún missir boltann frá sér en nær honum samt að lokum. Fyrirgjafir HK/Víkings verið hættulegar.
12. mín
Kristrún Kristjánsdóttir kemur með hörku fyrirgjöf inn á teiginn en Sandra er vel á verði og mætir út og grípur boltann áður en hætta skapast.
12. mín
Þær halda bara áfram að sækja! Það kemur langur bolti á Fanndísi sem að tekur vel við honum og snýr sér frá varnarmönnum HK/Víkings og á skot sem að Halla ver í markinu.

Kæmi mér ekki á óvart ef að Valur myndi setja eitt mark á næstu tíu mínútum eftir þessa byrjun.
9. mín
Valur fær fyrstu hornspyrnu leiksins og Hallbera sem var í góðu Eurovision partýi ásamt liðsfélögum sínum um helgina (Mæli með kíkja á twittterið hennar) tekur spyruna.

Spyrnan er geggjuð og beint á kollinn á Lillý sem að nær fínum skalla en Halla ver vel í markinu!
8. mín
Valur heldur áfarm að ógna. Elín Metta kemur með flottan bolta yfir vörn HK/Víkings á Hlín sem að nær ekki að koma sér í stöðu til að gefa fyrir. Hún leggur boltann út á Elísu sem að reynir að senda boltann eftir jörðinni en boltinn fer rétt fyrir aftan Elínu og HK/Víkingur hreinsa.
5. mín
Elín Metta tekur frábæran snúning og snýr svo aftur til baka framhjá Fatma sem að brýtur á henni. Valur fær aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig.

Skotið frá Dóru er hinsvegar beint á Höllu í markinu sem að vera þetta auðveldlega.
5. mín
Rosalegur kraftur í gestunum fyrstu mínúturnar og þær gefa HK/Víking engan tíma á boltanum.
2. mín
Valur byrjar af miklum krafti og hafa reynt þrjár fyrirgjafir á fyrstu tveimur mínútunum. Þær koma sér svo fram í sókn sem endar með því að Hlín leggur boltann innfyrir á Fanndísi sem er í þröngri stöðu og skotið hennar fer yfir og framhjá markinu!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað Valur byrjar með boltann!

Það er allt í lagi mæting í stúkuna við fögnum því.
Fyrir leik
Hvaða geðveiki DJ er á græjunum hérna í Kórnum? Hún skellti bara í "Soldi" Eurovision lag Ítala í ár sem er tuttugu númerum of gott lag þó ég segi sjálfur frá og hún er ekki hætt next up er Norska Eurovision lagið! Ég ætla rétt að vona hún sé að fá borgað fyrir að stjórna græjunum er að íhuga alvarlega að ráða hana í afmælið mitt!

Liðin hafa lokið upphitun og það styttist í leik.
Fyrir leik
S.O.S með Avicii er komið í græjurnar og bæði lið eru mætt úr klefanum til þess að hita upp.

Ég vil minna fólk á að það eru fleiri skemmtilegir leikir í þessari umferð sem hægt er að fylgjast með í beinni textalýsingu hjá okkur.

KR-ÍBV hófst klukkan 18:00
Þór/KA-Breiðablik hófst klukkan 18:30
Selfoss-Keflavík hefst klukkan 19:15

Það er líka alltaf skemmtilegt þegar fólk tekur þátt í umræðu um leikinn á twitter. Við erum með Hashtaggið #fotboltinet þar! Skelli öllum skemmtilegum twittum inn í þessa lýsingu.
Fyrir leik
Það er svo geðveikt veður úti! Það er algjört logn nánast heiðskírt og 15 stiga hiti. Það ætti í raun og veru að vera ólöglegt að spila innandyra þegar veðrið er svona utandyra. Hinsvegar verð ég að segja að Kórinn stendur alveg fyrir sínu þegar kemur að gæðum vallar , stúku og aðstæðna svo ekki hægt að kvarta yfir því!
Fyrir leik
HK/Víkingur hafa unnið einn og tapað tveimur í fyrstu þremur umferðum Íslandsmótsins á meðan Valskonur hafa virkað óstöðvandi og eru með full hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

Sóknarleikur HK/Víkings hefur ekki verið upp á marga fiska en þær hafa einungis skorað 1 mark í fyrstu þremur leikjunum á meðan Valur hefur skorað 9 mörk í sínum þremur sem dæmi.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Það vekur athygli mína að bæði Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásgerður Stefanía byrja á bekknum hjá Val í kvöld. En þjálfarateymi Vals segjast vera með stóran og góðan hóp og fá aðrir leikmenn tækifæri í kvöld.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkominn í beina textalýsingu fra Pepsi Max deild kvenna þar sem við eigast HK/Vikingur og Valur.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er leikið í Kórnum
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Guðný Árnadóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Hlín Eiríksdóttir ('82)
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('73)
17. Thelma Björk Einarsdóttir ('62)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
6. Mist Edvardsdóttir ('62)
9. Margrét Lára Viðarsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('73)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
Karen Guðmundsdóttir
María Hjaltalín

Gul spjöld:

Rauð spjöld: