Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Mjólkurbikar karla
Víkingur R.
LL 4
1
Víðir
Mjólkurbikar karla
KA
LL 2
1
ÍR
Mjólkurbikar karla
ÍA
LL 3
0
Tindastóll
Mjólkurbikar karla
Afturelding
LL 4
1
Dalvík/Reynir
Mjólkurbikar karla
Grótta
LL 0
3
Þór
Mjólkurbikar karla
Höttur/Huginn
LL 0
1
Fylkir
Mjólkurbikar karla
ÍBV
LL 1
2
Grindavík
Mjólkurbikar karla
Árbær
LL 0
3
Fram
Mjólkurbikar karla
Haukar
LL 2
4
Vestri
Selfoss
5
1
Víðir
Hrvoje Tokic '16 , víti 1-0
1-1 Ari Steinn Guðmundsson '29
Hrvoje Tokic '48 2-1
Ingi Rafn Ingibergsson '49 3-1
Valdimar Jóhannsson '59 4-1
Kenan Turudija '74 5-1
23.05.2019  -  18:00
JÁVERK-völlurinn
2. deild karla
Dómari: Elías Ingi Árnason
Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Ágústsson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson ('65)
3. Þormar Elvarsson ('77)
4. Jökull Hermannsson
8. Ingvi Rafn Óskarsson ('78)
9. Hrvoje Tokic
17. Valdimar Jóhannsson ('82)
22. Adam Örn Sveinbjörnsson
23. Þór Llorens Þórðarson
24. Kenan Turudija ('82)

Varamenn:
1. Stefán Blær Jóhannsson (m)
2. Guðmundur Axel Hilmarsson
3. Gylfi Dagur Leifsson ('82)
7. Arilíus Óskarsson
13. Reda Sami Mossa Ati Maamar ('77)
18. Arnar Logi Sveinsson ('78)
20. Guðmundur Tyrfingsson ('65)
28. Júlíus Óli Stefánsson ('82)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Einar Ottó Antonsson
Elías Örn Einarsson
Arnar Helgi Magnússon
Óskar Valberg Arilíusson
Antoine van Kasteren

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gleðin heldur áfram á Selfossi, smá rið í fólki í stúkunni eftir gærkvöldið segir sagan. Selfyssingar voru heldur betri aðilinni í Fyrri hálfleik en staðan þó 1-1 að honum loknum. Það var hins vegar aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi eftir að síðari hálfleikur var flautaður á.
93. mín Gult spjald: Ísak John Ævarsson (Víðir)
Brýtur af sér fyrir utan teig, Selfyssingar eiga aukaspyrnu frá hlið teigsins, fyrirgjöf fer fyrir mark Víðismanna sem ekkert varð úr.

Við höfum misst af því hérna í fjölmiðlastúkunni þegar Ísak kom inná og hver fór útaf fyrir hann. Hann kom inn í þrefaldri skiptingu á 82. mínútu.
87. mín
Þessi fjöldi skiptinga hefur riðlað skipulagi beggja liða, Selfyssingar hafa verið líklegir til að bæta við en Víðismenn sækja hratt og skapa mikla hættu. Áttu til að mynda eina slíka sókn áðan sem endar með því að Selfyssingar bjarga á línu.
82. mín
Inn:Ævar Andri Á Öfjörð (Víðir) Út:Atli Freyr Ottesen Pálsson (Víðir)
82. mín
Inn:Patrekur Örn Friðriksson (Víðir) Út:Fannar Orri Sævarsson (Víðir)
82. mín
Inn:Júlíus Óli Stefánsson (Selfoss) Út:Kenan Turudija (Selfoss)
82. mín
Inn:Gylfi Dagur Leifsson (Selfoss) Út:Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
78. mín
Inn:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss) Út:Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
Dean Martin sendir ferska fætur inn til að klára þennan leik.
77. mín
Inn:Reda Sami Mossa Ati Maamar (Selfoss) Út:Þormar Elvarsson (Selfoss)
74. mín MARK!
Kenan Turudija (Selfoss)
Stoðsending: Hrvoje Tokic
Jahérna hér, Tokic sýnir nýja takta. Hann var kominn í mjög gott færi, en hann velur að renna boltanum út til hægri á Turudija sem var í enn betra færi. Staðan 5-1 og ljóst hvar stigin þjú enda.
65. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss) Út:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Heldur lækkar meðalaldur Selfyssinga við þessa skiptingu, þegar efnilegi framherjinn kemur inn fyrir elsta mann vallarins.
62. mín
Inn:Patrekur Örn Friðriksson (Víðir) Út:Nathan Ward (Víðir)
Önnur skipting hjá Guðjóni Árna. Eitthvað þurfti hann að gera til að bregðast við þessari vægast sagt svörtu stöðu.
60. mín
Inn:Hólmar Örn Rúnarsson (Víðir) Út:Ási Þórhallsson (Víðir)
59. mín MARK!
Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
Ingi Rafn á skot sem Martínez skutlar sér á og slær til hliðar. Valdimar er fyrstur að átta sig og klárar færið vel.
49. mín MARK!
Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Stoðsending: Þór Llorens Þórðarson
Fólk var tæplega sest eftir síðasta mark þegar Selfyssingar koma upp vinstri kantinn. Skagamaðurinn okkar, Þór Llorens kemur boltanum fyrir markið þar sem Ingi Rafn mætir manna ákveðnastur og getur ekki annað en skorað.
48. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Selfoss)
Stoðsending: Ingi Rafn Ingibergsson
Seinni hálfleikur rétt kominn í gang og Selfyssingar mæta mun ákveðnari til leiks. Boltanum var komið inn á teig þar sem Ingi Rafn framlengir boltanum á Tokic sem gerir vel í að klára þetta færi.
46. mín
Leikur hafinn
Leikar hafnir á ný og nú hefur vindurinn gengið í lið með Selfyssingum.
46. mín
Hálfleikur
Elías Ingi er búinn að sjá nóg og flautar til hálfleiks. Leikurinn er búinn að vera í jafnvægi þessar lokamínútur hálfleiksins. Nú vöðum við í kaffið í fjölmiðlagámnum.
35. mín
Mark Víðismanna kom heldur gegn gangi leiksins, en það hefur greinilega haft áhrif á unga varnarmenn Selfyssinga. Virðast aðeins óstyrkir síðustu mínútur.
29. mín MARK!
Ari Steinn Guðmundsson (Víðir)
Stoðsending: Mehdi Hadraoui
Hadaraoui sendir boltann frá miðlínu í átt að vítateig, þar kemur Ari Steinn á blindu hliðina á miðverði Selfoss og klárar færið næsta auðveldlega.
Vægast sagt klaufalegt hjá Selfyssingum.
24. mín
Leikurinn heldur áfram að vera nokkuð opinn. Selfyssingar eru frumkvæðið það sem af er og hafa átt mun fleyri hættulegar sóknir.
16. mín Mark úr víti!
Hrvoje Tokic (Selfoss)
Tokic setur boltann í þaknetið vinstramegin, en Elías Ingi lætur hann endurtaka spyrnuna. Tokic tekur hann á orðinu og endurtekur sömu spyrnuna. Selfyssingar komnir með forustuna.
14. mín
VÍTASPYRNA, Tokic vinnur boltann rétt fyrir utan vítateig Víðismanna og Martínez brýtur á honum.
13. mín
Liðin eru að skiptast á að halda boltanum, hvort um sig átt ákjósanleg færi síðustu mínútur. Já, lif og fjör.
6. mín
Þetta fer fjörlega af stað, Selfoss komið sér í nokkur færi en Víðismenn verjast fimlega.
1. mín
Leikur hafinn
Elías Ingi er flautar þetta í gang. Víðir sækir með vindi í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Hér eru að mætast tvö efstu lið 2. deildar. Ætti að geta orðið hin besta skemmtun.
Fyrir leik
Hér er frekar létt yfir mannskapnum, enda urðu Selfyssingar Íslandsmeistarar í handbolta í gærkvöldi.
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá JÁVERK vellinum. Við munum fara yfir allt það helsta sem bera muni fyrir augu. Bjart er yfir Selfossi þennan daginn, en strekkingur að sunnan og yfir völlinn endilangann.
Byrjunarlið:
1. Cristian Martínez (m)
3. Fannar Orri Sævarsson ('82)
4. Ási Þórhallsson ('60)
9. Atli Freyr Ottesen Pálsson ('82)
15. Jón Tómas Rúnarsson
18. Nathan Ward ('62)
20. Stefan Spasic (f)
22. Helgi Þór Jónsson
25. Mehdi Hadraoui
27. Einar Örn Andrésson
30. Ari Steinn Guðmundsson

Varamenn:
1. Erik Oliversson (m)
5. Ævar Andri Á Öfjörð ('82)
7. Ísak John Ævarsson
13. Patrekur Örn Friðriksson ('62) ('82)
17. Gylfi Örn Á Öfjörð
23. Brynjar Bergmann Björnsson

Liðsstjórn:
Hólmar Örn Rúnarsson (Þ)
Guðjón Árni Antoníusson

Gul spjöld:
Ísak John Ævarsson ('93)

Rauð spjöld: