FH
2
0
Fjölnir
Margrét Sif Magnúsdóttir '26 1-0
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir '89 2-0
24.05.2019  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Inkasso deild kvenna
Dómari: Óli Njáll Ingólfsson
Maður leiksins: Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)
Byrjunarlið:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
Aldís Kara Lúðvíksdóttir ('59)
Erna Guðrún Magnúsdóttir
3. Nótt Jónsdóttir ('90)
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir
11. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir ('75)
15. Birta Stefánsdóttir ('46)
18. Maggý Lárentsínusdóttir
20. Eva Núra Abrahamsdóttir
28. Birta Georgsdóttir ('66)

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
25. Björk Björnsdóttir (m)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('75)
8. Valgerður Ósk Valsdóttir ('46)
9. Rannveig Bjarnadóttir ('66)
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('59)
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('90)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
Snædís Logadóttir
Árni Freyr Guðnason
Bríet Mörk Ómarsdóttir

Gul spjöld:
Erna Guðrún Magnúsdóttir ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Óli flautar til leiksloka!

FH vinnur þetta 2-0, skýrsla og viðtöl á leiðinni.
91. mín
Inn:Hlín Heiðarsdóttir (Fjölnir) Út:Kristjana Ýr Þráinsdóttir (Fjölnir)
90. mín
Inn:Þórey Björk Eyþórsdóttir (FH) Út:Nótt Jónsdóttir (FH)
89. mín MARK!
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (FH)
MAAAARK!

Íris skallar boltann inn á miðjuna þar sem Bella fer af svona 15% ákefð í einvígi við Úlfu, sem vinnur auðvitað boltann og sér að Hrafnhildur stendur framarlega svo hún lyftir boltanum bara frekar auðveldlega yfir hana og í markið.

Hrikalega lélegt hjá Bellu þarna sem reyndi ekki einusinni að vinna boltann til baka þarna og svo var Hrafnhildur líka illa staðsett.
86. mín
Inn:Eva María Jónsdóttir (Fjölnir) Út:Eva Karen Sigurdórsdóttir (Fjölnir)
86. mín
Inn:Aníta Björg Sölvadóttir (Fjölnir) Út:Nadía Atladóttir (Fjölnir)
81. mín
Fjölnir fær horn.

Kristjana með slakan bolta fyrir sem Úlfa á ekki í neinum vandræðum með að skalla frá.
78. mín
DAUÐAFÆRI!

Helena snýr Kristjönu auðveldlega af sér og rennir boltanum á Nótt sem hefur mikinn tíma en er of róleg og Elvý nær að bjarga!

Nótt var alein gegn Hrafnhildi og hefði átt að klára þetta...
77. mín
Frábær sókn hjá Fjölni!

Íris með draumabolta í hlaupið upp hægra megin hjá Hjördísi sem rennir honum á Söru sem kemur sér í þrönga stöðu en fær horn.

Spyrnan frá Kristjönu beint í hendurnar á Anítu.
75. mín
Inn:Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (FH) Út:Ragna Guðrún Guðmundsdóttir (FH)
75. mín Gult spjald: Erna Guðrún Magnúsdóttir (FH)
73. mín
Fjölnir kemst góða stöðu hægra megin á vellinum, Kristjana fær boltann með nóg pláss fyrir framan sig en sendir afleita sendingu beint í hendurnar á Anítu.

Þarna verður Kristjana að gera betur!
72. mín
Íris með slakan varnarleik og Margrét snýr á hana og kemur sér í þröngt færi en Hrafnhildur ver í horn.

Fjölnir hreinsar hornspyrnuna burt.
71. mín
FH fær horn og taka stutt, Helena kemur með fyrirgjöfina og FH nær skalla á markið, laust og beint á Hrafnhildi!
70. mín
Inn:Hjördís Erla Björnsdóttir (Fjölnir) Út:Ástrós Eiðsdóttir (Fjölnir)
68. mín
Eva Karen keyrir upp vinstri kantinn og sólar Valgerði, sem kemur boltanum svo í horn.
66. mín
Inn:Rannveig Bjarnadóttir (FH) Út:Birta Georgsdóttir (FH)
63. mín
Fjölnir fær horn sem fer yfir pakkann og Nadía nær boltanum hinumegin, reynir fyrirgjöf en Aníta ver!
60. mín
Annað horn hjá FH en Eva Karen hreinsar.
59. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH) Út:Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH)
57. mín
Nú fær FH horn, Margrét stillir boltanum upp.

Afleit spyrna og Aldís Kara brýtur á Írisi sem reyndi að hreinsa.
55. mín
Annað horn hjá Fjölni.

Kristjana með fínan bolta sem að FH stelpa flikkar og Nadía kemst í færi en Aníta ver!
53. mín
Jæja eitthvað að gerast, Fjölnir fær horn og Kristjana stillir upp boltanum.

Boltinn kemur á fjær og hvorki Íris né Nadía gera tilraun til að skalla þetta og boltinn fer afturfyrir. - Vantar alla grimmd til að vilja skora þarna!
51. mín
Bæði lið eru að tapa boltanum á miðjunni eða setja hann í innkast, nákvæmlega ekkert að frétta...
46. mín
Inn:Valgerður Ósk Valsdóttir (FH) Út:Birta Stefánsdóttir (FH)
46. mín
Þetta er komið í gang aftur.

Nú byrja Fjölnisstelpur og sækja í átt að Góu, heimavelli Nadíu Atla!
45. mín
Hálfleikur
Óli flautar til hálfleiks, FH með sanngjarna forystu.
42. mín
Eva Karen sendir flottan bolta á fjær á Nadíu sem er ekki nógu ákveðin og virðist hrædd við Anítu sem kom á móti og boltinn fór afturfyrir.
40. mín
Eva Núra fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað!

Margrét og Aldís standa yfir boltanum.

AAALDÍÍÍS tekur skotið en það fer í hliðarnetið!!
Það voru einhverjir byrjaðir að fagna í stúkunni.
39. mín
FÆRI!

Margrét rennir boltanum til hægri á Aldísi sem er í góðri stöðu og reynir að senda hann fast fyrir markið á Nótt en Íris bjargar með stóru tánni á síðustu stundu og Fjölnir hreinsar!
38. mín
Enn eitt skotið frá Evu Núru af 30 metrunum en þessi tilraun var afleit, laus og langt framhjá.
36. mín
Eva Núra með annað skot af 30 metrunum, rétt yfir!

Hana langar greinilega að skora.
32. mín
Eva Núra núna með boltann skoppandi fyrir framan sig og reynir skotið af svona 30 metrum en boltinn rétt framhjá!
31. mín
Fjölnir nær að spila uppúr vörninni og Bella er með boltann á miðjunni alein, Nadía er á vinstri kantinum og vill boltann í lappir en Bella bombar honum glórulaust upp í hornið.

Fjölnir þarf að taka miklu betri ákvarðanir með boltann...
26. mín MARK!
Margrét Sif Magnúsdóttir (FH)
MAAARK!

Uppúr horninu vildu FH fá víti bæði á brot og hendi en ekkert var dæmt og ég var byrjaður að skrifa um það en horfi svo upp og þá er Margrét með boltann skoppandi fyrir framan sig og Hrafnhildur á leiðinni úr markinu og Margrét setur boltann snyrtilega yfir hana!

Meira sá ég því miður ekki af aðdragandanum.
25. mín
Birta Georg keyrir upp hægri kantinn og fær horn.

Kristján Guðmunds er mættur að horfa á hana.
22. mín
Flott spil hjá FH kemur Nótt í flotta stöðu inná teignum en Íris bjargar!

FH tekur hornið stutt en tapa boltanum.
18. mín
DAUÐAFÆRI!

Uppúr innkastinu sem Ástrós gaf kemur Margrét boltanum á Nótt í gegn en Hrafnhildur gerir hrikalega vel og er fljót að mæta og loka færinu! - Klaufalegt hjá Nótt!
17. mín
Ástrós tekur Lukaku á þetta og rekur boltann bara útaf.
16. mín
Fjölnir fær aukaspyrnu á álitlegum stað, smá vinstra megin.

Kristjana tekur skotið en það fer ofan á þaknetið...
15. mín
FH fær horn!

Fjölnir hreinsar en ekki langt.

Ragna Guðrún reynir volley fyrir utan teig en boltinn fer bara upp! - Aldís Kara skorar en er réttilega dæmd rangstæð.
13. mín
Flott spil hjá Evu Karen og Bellu sem endar með skoti frá Bellu fyrir utan teig en Aníta ver!
12. mín
Þarna var séns hjá FH!

Nótt fær boltann og fer heldur betur illa með Kristjönu áður en hún leggur boltann út á Margrét sem er alltof lengi að ákveða hvað hún ætlar að gera og tapar boltanum!
8. mín
Smá barningur og stöðubarátta í þessu til að byrja með.

Núna vinnur Fjölnir boltann hátt, Bella sendir upp á Ástrósu sem battar boltann niður á Berthu og Bertha þarf bara að renna boltanum á Nadíu í 1v1 stöðu við teiginn en sendingin frá Berthu var afleit og beint í innkast.
3. mín
Núna fær Nótt boltann uppi vinstra megin, fer inn á völlinn á hægri löppina og hamrar boltanum rétt yfir!
2. mín
Birta Georgs fær boltann upp í hægra hornið og keyrir inn á teiginn en missir boltann í hendurnar á Hrafnhildi Hjaltalín!

Þetta hefði getað orðið hættulegt.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang!

FH byrjar með boltann og sækir í átt að Góu.
Fyrir leik
Liðin ganga hér út á völl undir handleiðslu Óla Njáls og félaga!

Þetta fer að byrja.

Nadía Atla er að mæta sínum gömlu félögum í FH.
Fyrir leik
Skemmtilegt að benda á það að Maggi Hödd, aðstoðarþjálfari Fjölnis er sonur Hödda Magg og ólst nánast upp hérna í Krikanum, í dag er hann held ég alveg pottþétt að mæta í Krikann sem andstæðingur FH!

Skrýtin upplifun fyrir mann sem blæðir hvítu og svörtu...
Fyrir leik
Liðin eru að ljúka upphitun og koma sér inn í klefa.

12 mín í leik!
Fyrir leik
Selurinn, aðstoðar-markmannsþjálfari Fjölnis skartar sínu fegursta og er alveg grjótharður með sólgleraugun úti á velli!
Fyrir leik
Liðin eru komin inn hér til hliðar.

Hjá FH fær Helena sér sæti á bekknum.
Fjölnir skiptir bara um markmann frá tapinu gegn ÍA.
Fyrir leik
Það er sturlað veður í dag, sannkallað bongó!

Ef að það er einhverntímann skylda að skella sér á völlinn þá myndi ég segja að það sé í dag!
Fyrir leik
FH er spáð mjög góðu gengi í sunar enda voru þær að koma niður úr Pepsi deildinni og náðu að halda nokkrum lykilleikmönnum, þannig það ætti að vera erfitt fyrir Fjölni að mæta í Krikann, hinsvegar þá er ótrúlegt að Fjölnir hafi ekki unnið ÍA í síðasta leik sem er spáð svipuðu reiki og FH þannig það getur allt gerst!
Fyrir leik
FH situr í 3. sæti deildarinnar með 4 stig en Fjölnisstúlkur eru í 8. sæti með 1 stig.
Fyrir leik
Góða kvöldið gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og Fjölnis í Inkasso deild kvenna!
Byrjunarlið:
1. Hrafnhildur Hjaltalín (m)
Kristjana Ýr Þráinsdóttir ('91)
Íris Ósk Valmundsdóttir
Eva Karen Sigurdórsdóttir ('86)
4. Bertha María Óladóttir (f)
5. Hrafnhildur Árnadóttir
7. Ísabella Anna Húbertsdóttir
8. Ástrós Eiðsdóttir ('70)
11. Sara Montoro
14. Elvý Rut Búadóttir
22. Nadía Atladóttir ('86)

Varamenn:
12. Silja Rut Rúnarsdóttir (m)
12. Helena Jónsdóttir (m)
3. Ásta Sigrún Friðriksdóttir
10. Aníta Björg Sölvadóttir ('86)
19. Hjördís Erla Björnsdóttir ('70)
20. Eva María Jónsdóttir ('86)
21. María Eir Magnúsdóttir
29. Lilja Nótt Lárusdóttir

Liðsstjórn:
Páll Árnason (Þ)
Magnús Haukur Harðarson (Þ)
Hlín Heiðarsdóttir
Axel Örn Sæmundsson
Hrefna Lára Sigurðardóttir
Ása Dóra Konráðsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: