Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
HK
0
0
Grindavík
25.05.2019  -  16:00
Kórinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Innandyra í Kórnum. HK bjóða upp á toppaðstæður þar
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 410
Maður leiksins: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson ('27)
9. Brynjar Jónasson
10. Ásgeir Marteinsson
14. Hörður Árnason
16. Emil Atlason ('90)
17. Kári Pétursson ('80)
18. Atli Arnarson
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson
8. Máni Austmann Hilmarsson ('80)
17. Valgeir Valgeirsson ('90)
19. Ari Sigurpálsson
21. Andri Jónasson ('27)
26. Aron Kári Aðalsteinsson
28. Daníel Ingi Egilsson

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus

Gul spjöld:
Andri Jónasson ('42)
Ásgeir Marteinsson ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Tíðindarlitlum leik lokið í Kórnum.

Leikmenn HK eru samt að tuða í Guðmundi eftir leik, mögulega útaf brotinu hans Gunna en ég sé ekki hverju það hefði breytt.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni!
93. mín
Gunar er STÁLHEPPINN!! Hann brýtur á Brynjari á miðjunni nýkominn með gult og HK á leið í hörkusókn! Stálheppinn að fá ekki seinna gula.
93. mín
Þetta virðist vera fjara út hérna!
90. mín
+1

Hörður Árna á skot yfir markið eftir að hafa fengið boltann á fjær. Skot eða sending? Ég flokka þetta sem skot.
90. mín Gult spjald: Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
+1
90. mín
Uppbótartíminn er 4. mínútur.
90. mín
Inn:Valgeir Valgeirsson (HK) Út:Emil Atlason (HK)
87. mín
Grindavík fær hornspyrnu og vinur þeirra er Aron Jó.

Spyrnan er samt slök og fer beint á fyrsta mann sem var Atli Arnars og hann kemur boltanum í burtu.
86. mín Gult spjald: Ásgeir Marteinsson (HK)
Þetta var ekki fallegt hjá Ásgeiri! Hann reynir að stoppa skyndisókn hjá gestunum og hengur aftan í og togar svo Aron Jó niður og lendir ofan á honum og Aron fær smá slink á líkamann og liggur eftir.
85. mín
Inn:Jón Ingason (Grindavík) Út:Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Eyjapeyjinn sjálfur kemur inn fyrir Alexander Veigar.
82. mín
8. mínútur eftir og ennþá markalaust. Nær annað hvort liðið að skora eða endar þetta með markalausu jafntefli!
80. mín
Inn:Máni Austmann Hilmarsson (HK) Út:Kári Pétursson (HK)
78. mín
Emil Atla reynir að teygja sig i boltann eftir fyrirgjöf en nær ekki almennilega til hans og skotið eftir því!
77. mín
Grindavík fá hornspyrnu og Aron Jó er mættur til að taka hana sem svo oft áður!

Spyrnan kemur beint á markteiginn en HK koma boltanum frá. Þeir bruna svo fram í skyndisókn en Brynjar rétt missir af boltanum og varnarmenn Grindavíkur komast í hann.
74. mín
HK VILJA VÍTI EN FÁ ÞAÐ EKKI!! Ásgeir Börkur kemur á fleygiferð og vinnur boltann rétt fyrir utan vítateig og rennir honum innfyrir á Emil Atla sem að fellur við eftir að tveir Grindvíkingar hentu sér í jörðina! Erfitt að sjá þetta héðan en við teljum þetta ekki hafa verið víti í blaðamannastúkunni, Einróma ákvörðun.
71. mín
Björn Berg Bryde reynir að öskra hérna á liðsfélaga sína að halda áfram! Það eru 20 mínútur eftir ætlum við virkilega ekki að fá mark í þennan leik?
68. mín
Eftir að Ásgeir færði sig yfir á hægri kantinn hefur hann verið stórhættulegur! Hann reynir núna fyrirgjöf með vinstri sem Gunnar Þorsteins rétt nær að teygja sig í og skalla í horn áður en Brynjar mætir einn á auðum sjó og hefði líklegast skorað!

Upp úr horninu skoppar boltinn fyrir Björn Berg Bryde en skot hans fer framhjá markinu!


65. mín
Inn:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík) Út:René Joensen (Grindavík)
Verð að segja að ég skil ekki alveg af hverju René er tekinn útaf. Hann hefur verið hættulegasti maður Grindavíkur.
65. mín
Marínó reynir fyrirgjöf sem að Ásgeir Börkur skallar aftur fyrir og Grindavík fá horn.
64. mín
HK taka hornspyrnuna og Vladan grípur boltann eins og ekkert sé eftir að hafa verið sárþjáður fyrir mínútu síðan.
63. mín
Önnur geggjuððð varsla hjá Vladan! HK keyra aftur upp vinstri vænginn og koma boltanum fyrir. Hann endar svo hjá Ásgeiri sem að leggur hann fyrir Ásgeir Marteins sem á hörkuskot á nærstöngina en Vladan ver það virkilega vel!

Hann virðist hinsvegar hafa meiðst við þessa markvörslu!
61. mín
Það hafa margir verið að skjóta á áhorfenda fjöda hjá HK í dag en við vorum að fá tölur í hús. Það eru 410 áhorfendur í stúkunni.
59. mín
HVAÐAN KOM ÞETTA???

Kári og Ásgeir skipta um kant og það virkar bara strax! Kári kemur með geggjaða fyrirgjöf frá vinstri og það fer yfir allan pakkan á Ásgeir sem að reynir skot en Vladan ver það frábærlega í markinu og HK fá horn.

Hornið rennur svo út í sandinn en þarna var Ásgeir nálagt því!
58. mín
Aukaspyrna sem að HK fær út á hægri vængnum á vallarhelmingi gestanna. Það er voðalega lítið búið að gerast í þessum seinni hálfleik.

Vladan grípur boltann eftir að aukaspyrnan er send inn i boxið.
54. mín
Ég er hættur að geta talið hversu oft Ásgeir hefur brotið í leiknum en hann brýtur af sér núna og Grindavík fá aukaspyrnu sem að Aron Jó tekur. Boltinn fer beint á yfirráða svæði Arnars í markinu sem á bara grípa þennan bolta en ákveður að kýla hann sem er óskiljanlegt.
52. mín
ÚFF!! Tamburini kemur með geggjaðan bolta fyrir markið þar sem Arnar og Nkoyi fara í 50/50 bolta og Nkoyi virðist ná skallanum sem fer framhjá. Guðmundur dæmir svo aukaspyrnu á hann eftir að hann lendir á Arnari í markinu.
50. mín
Inn:Kiyabu Nkoyi (Grindavík) Út:Vladimir Tufegdzic (Grindavík)
Vladimir er að glíma við smá meiðsli og Hollendingurinn kemur inn.
Nafni med bombu a lid folksins

48. mín
Ásgeir Börkur kjötar Aron eins og hann væri 30 KG og Aron flýgur útaf vellinum.
46. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað!
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik! HK virtust hafa tök á þessum leik fyrri helming þessa fyrri hálfleiks en Grindvíkingar hafa verið hættulegri seinni hlutans.

Hefur verið mikið um hörku og baráttu en okkur vantar mörk!

Ég ætla skella mér í smá pásu og fræðast um Kórinn.
45. mín
Gestirnir fá horn eftir flottan sprett frá Marínó. Fáum við eitt mark í þennan fyrri hálfleik?

Svarið er nei! HK skalla boltann frá og út fyrir teiginn þar sem Marínó fær boltann og reynir að senda boltann aftu rinn á teig en sendinginn er of föst og fer aftur fyrir endalínu!
42. mín
Aron Jó tekur bara skot úr spyrnunni en Emil Atla skallar boltann í horn áður en skotið dreif á markið!

Arnar lendir í veseni með hornið og René sem er allt í öllu nær skallanum en framhjá markinu.
42. mín Gult spjald: Andri Jónasson (HK)
Brýtur á Tamburini uppp við vítateig vinstra meginn.
41. mín
Núna virðast gestirnir hafa náð smá tökum á leiknum og virka hættulegri þessa stundina án þess þó að skapa sér góð færi.
37. mín
Ásgeir Börkur brýtur á Aroni Jó þegar hann virðist slá framan í hann en Guðmundur dæmir ekkert. Guðmundur nennir ekki að spjalda Ásgeir í dag.. þetta hefði verið brot númer 17 í dag sirkað.
34. mín
Sirkus björgun! René fær boltann utarlega í teignum og mundar skotfótinn. Hann hamrar svo á markið en Ásgeir Börkur stökk fyrir boltann og bjargar. Ég get eiginlega ekki lýst því almennilega hvernig stökkið hans var. Get þó sagt að þetta var skemmtilegt hvernig hann kastaði sér fyrir boltann á óhefbundinn hátt.


31. mín
Gunnar Þorsteins með skelfileg mistök þegar hann skallar boltann beint í fæturnar á Brynjari en sendingu frá Brynjari var slök og þetta rann út í sandinn.

Ótrúlegt en satt þá fékk Ásgeir Börkur ekki gult spjald á fyrsta hálftímanum. Hann byrjaði leikinn vel peppaður en hefur aðeins róast í brotum sínum.
30. mín
HK eru meira með boltann en Grindavík virka alltaf hættulegir þegar þeir koma með langa bolta fram.
27. mín
Inn:Andri Jónasson (HK) Út:Birkir Valur Jónsson (HK)
Birkir Valur gat ekki haldið leik áfram.

Andri Jónasson kemur inná í sínum fyrsta leik fyrir félagið.
27. mín
DAUÐAFÆRI!!!!!

Tamburini kemur með fyrirgjöf sem að Arnar fer út í og nær bara ekki kýla boltann frá. Boltinn endar í kjörstöðu fyrir Aron Jó sem að skýtur himinhátt yfir úr algjöru dauðafæri! Hann verður að hitta á ramman þarna.
25. mín
Frábær sending og frábær tækling!!

Atli Arnrs setur bara eina snuddu upp hægri kantinn á Kára Péturs sem að tekur Tamburini á og virðist hafa losað sig við hann enn þegar hann fer í skotið fleygir Tamburini sér fyrir með geggjaðri tæklingu!
22. mín
Váá!! Grindvíkingar næstum sloppnir í gegn en Leifur Andri bjargar á síðustu stundu og nær svo að hreinsa!

Birkir Valur liggur eftir á vellinum og ég tel að hann þurfi á skiptingu að halda. Ekki gott fyrir fantasy leikmenn og þá sér í lagi stórvin minn Magga Bö sem treystir mikið á hann þar.
20. mín
Heimamenn hafa verið að setja smá pressu á gestina síðustu mínútur og fara mikið upp hægri vænginn.

Hörður Árnason reynir núna fyrirgjöf sem að Brynjar rétt missir af.
17. mín
HK fá hornspyrnu sem endar með því að Kári Pétursson fær sendingu eftir að boltinn fer út fyrir teiginn. Hann tekur varnarmann Grindavíkur á og reynir skot sem að sleikir stöngina! Þetta var hörkuskot hann er alveg með vinstri löpp þessi gæji.
15. mín
Réné aðgangsharður þessa stundina og reynir núna skot fyrir utan teig með boltann skoppandi en Arnar var vel staðsettur og ver skotið nokkuð þæginlega.

Ég hélt ég sæi Heimir Hallgríms í stúkunni en þá var það bara sonur hans Hallgrímur Heimisson. Maður getur vart séð hvor þeirra er hvað svo líkir eru þeir!
14. mín
Ásgeir Börkur aftur brotlegur! Alexander Veigar tekur spyrnuna strax og René er bara kominn einn í gegn og ekki rangstæður! Hann þarf samt að snúa við þar sem sendinginn var aðeins of föst en nær að lokum skotinu sem Arnar ver í horn.

HK skalla hornspyrnuna frá.
13. mín
HK fær aukaspyrnu út á hægri vængnum þegar Alexander Veigar kemur of seint inn í Birki. Kári Pétursson og Ásgeir Marteins standa við boltann.

Ásgeir tekur spyrnuna sem er stóóórrhættuleg en Brynjar Jónassoon nær ekki að skalla boltann á markið og boltinn fer aftur fyrir!
10. mín
Ég ætla tippa á að Ásgeir Börkur verði kominn með spjald fyrir 30.mínútu í leiknum. Hann er að byrja af mikilli hörku og þeir liggja hver á fætur öðrum eftir á vellinum eftir smá einvígi við Ásgeir. Núna liggur Vladimir Tufegdzic og þarf á hjálp að halda til að labba útaf.
9. mín
Rauða Þruman er mætt og þeir eru byrjaðir að kyrja sína söngva. Starta á klassísku "Sjalalala ó HK-menn".
6. mín
Jæja ég hafði varla lokið við að skrifa að Marc ætti teigssvæðið þegar hann gefur horn eftir að hafa hitt boltann skelfilega í hreinsun.

Vladan kemur út úr markinu og reynir að kýla hornspyrnuna hans Ásgeirs en hann lendir á vegg! Boltinn skoppar í teignum og þaðan berst hann út fyrir teig þar sem heimamenn reyna skot en það fór af fyrsta varnarmanni og hættan líður hjá
5. mín
Þetta byrjar af ágætis krafti hérna. HK er að reyna marga langa bolta inná teiginn en Marc og Josip eiga það svæði og vinna alla bolta.
2. mín
Ásgeir Börkur reynir skot af löngu færi á lofti og það var víðsfjarri enda ekki þekktur fyrir markaskorun.
1. mín
Gestirnir byrja af krafti og fá hornspyrnu eftir 20 sekúndur. Aron Jóhannsson ætlar að taka hana og kemur með flottan bolta á vítateigspunktinn en varnarmenn HK skalla frá.
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON Það eru gestirnir frá Grindavík sem að byrja með boltann!

Ég lofa alla vega þremur mörkum í dag! Það er bara 100% þetta verður frábær leikur.
Fyrir leik
Það er ágætis mæting í stúkuna og það dynur lófaklapp um húsið þegar leikmenn ganga til leiks.
Fyrir leik
Bæði lið eru mætt út á völl til að hita upp. Það var verið að dreifa börgerum á okkur í blaðamannastúkunni þeir fá solid 8,3! Vekur athygli mína þessi lagalisti sem er í gangi hérna og tónlistarsmekkur HK liðsins. Þetta er bara Íslenskt Hip-Hop, enda grjótharðir gæjar þarna. Þegar eitt rólegt og rómatískt dettur inn þá veit ég að fyrirliðin Leifur Andri enda með eindæmum rómantískur. Þá dettur Nylon í gang "Síðasta sumar", Leifur bregst ekki.

Hvet fólk til að taka þátt í leiknum á twitter undir hashtagginu #fotboltinet og ég mun birta skemmtileg tíst í textalýsingunni!




Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Það eru sirkað 45. mínútur í leik og Tónlistin er kominn í gang og allir virka hressir í Kórnum. Finn lykt af hamborgurum svo ég er giska á að Henry Birgir sé einnig mættur.

Einn besti liðsstjóri landsins Arnar Már Ólafsson er mættur að taka út völlinn fyrir Grindavík og meta aðstæður.
Fyrir leik
Þessi leikur fer fram innandyra í Kórnum og ekki eru allir alltof sáttir við það að lið í efstu deild spili sína leiki innandyra. Hinsvegar verður að gefa hrós fyrir alla þá umgjörð sem HK bjóða upp á á sínum heimaleikjum. Það er flott stúka, mörg sæti og völlurinn alltaf í toppstandi. Í seinasta leik var Henry Birgir á grillinu að aromata nokkra vel djúsi hamborgara og þeir hafa frábæra stuðningsmannasveit í "Rauðu Þrumunni" sem kveikir alltaf í stúkunni. Það er frábært að koma hingað sem blaðamaður en ég væri ekki til í að koma hingað sem leikmaður gestaliðs!
Fyrir leik
Fyrir þennan leik sitja liðin í 10. og 6. sæti deildarinnar.

HK eru í 10. sæti með 4 stig en þeir töpuðu í síðustu umferð á móti KR 2-3 í Frostaskjóli. Heimavöllurinn hefur hinsvegar gefið þeim stigin í sumar þar sem þeir gerðu 2-2 jafntefli við Breiðablik og unnu svo ÍBV 2-0. Kórinn er alvöru vígi

Grindavík sitja hinsvegar í 6. sæti með 8. stig. Þeir hafa farið virkilega vel af stað og eftir tap gegn Breiðablik í fyrstu umferð hafa þeir ekki tapað leik í síðustu fjórum. Þeir hafa gert tvö jafntefli og unnið svo tvo seinustu leiki gegn KR og Fylkir.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð! Það er laugardagur, það er Pepsi Max dagur og við erum mætt í beina textalýsingu frá Kórnum þar sem við eigast HK og Grindavík í 6. umferð Pepsi Max deildar karla!
Byrjunarlið:
24. Vladan Djogatovic (m)
Marinó Axel Helgason
4. Rodrigo Gomes Mateo
7. Vladimir Tufegdzic ('50)
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Josip Zeba
11. Elias Tamburini
13. Marc Mcausland (f)
22. René Joensen ('65)
23. Aron Jóhannsson (f)
80. Alexander Veigar Þórarinsson ('85)

Varamenn:
6. Viktor Guðberg Hauksson
8. Hilmar Andrew McShane
9. Kiyabu Nkoyi ('50)
18. Jón Ingason ('85)
19. Hermann Ágúst Björnsson
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('65)

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Maciej Majewski
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Gunnar Guðmundsson
Srdjan Rajkovic
Hjörtur Waltersson

Gul spjöld:
Gunnar Þorsteinsson ('90)

Rauð spjöld: