KA
2
0
ÍBV
Daníel Hafsteinsson '76 1-0
Nökkvi Þeyr Þórisson '80 2-0
Hallgrímur Mar Steingrímsson '83 , misnotað víti 2-0
25.05.2019  -  16:30
Greifavöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: 9° hiti og smá gola.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 746
Maður leiksins: Daníel Hafsteinsson
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
Hallgrímur Jónasson
2. Haukur Heiðar Hauksson
3. Callum George Williams
7. Almarr Ormarsson (f) ('71)
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
17. Ýmir Már Geirsson
22. Hrannar Björn Steingrímsson
28. Sæþór Olgeirsson ('77)
29. Alexander Groven ('62)

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
2. Birgir Baldvinsson
4. Ólafur Aron Pétursson ('71)
13. Ottó Björn Óðinsson
16. Brynjar Ingi Bjarnason
21. Nökkvi Þeyr Þórisson ('77)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson ('62)
27. Þorri Mar Þórisson

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Petar Ivancic
Branislav Radakovic
Sveinn Þór Steingrímsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KA menn taka þrjú stig í dag! Það var lítið að gerast lengst af í þessum leik, en svo opnuðust flóðgáttir og hvert atvikið á fætur öðru leit dagsins ljós! Það verður kátt á hjalla á brekkunni í kvöld, en heimferðin talsvert súrari fyrir Eyjapeyja.
90. mín
+2 KA fær aukaspyrnu útá vinstri kantinum. Hallgrímur og Daníel standa yfir boltanum. Þeir spila bara stutt úr henni og vinna tíma.
90. mín
+1 Eyjamenn taka aukaspyrnu frá miðju og Guðmundur Magnússon skallar hann í átt að KA markinu en Aron Dagur er vandanum vaxinn í markinu.
90. mín
Þremur mínútum bætt við. Verður að teljast ólíklegt að Eyjamenn jafni þennan leik.
89. mín
Breki á laust skot af hægra vítateigshorninu, en það er framhjá.
88. mín
Eyjamenn reyna að byggja eitthvað upp, en eru eðlilega slegnir útaf laginu.
85. mín
Inn:Nökkvi Már Nökkvason (ÍBV) Út:Jonathan Franks (ÍBV)
84. mín
Þessi leikur fór í lýtaaðgerð 73. mínútu. Skyndilega gerðist allt, eftir að ekkert hefði verið að frétta fram að því!
83. mín Misnotað víti!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
HALLDÓR PÁLL VER VÍTIÐ!! Hallgrímur setur boltann laust, niðri hægra megin! Þetta heldur ÍBV inní leiknum og gæti verið vítamínsprauta fyrir þá, á lokakaflanum!
82. mín
KA FÆR VÍTI!! Nökkvi er tekinn niður af Gilson Correia og Sigurður er algjörlega viss í sinni sök!

80. mín MARK!
Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
Stoðsending: Daníel Hafsteinsson
KA MENN ERU KOMNIR Í 2-0!!! Þeir taka snöggt innkast vinstra megin á Daníel Hafsteinsson sem að keyrir inní teig ÍBV, klobbaði Óskar og lagði hann á Nökkva sem gerir engin mistök og rennir honum í markið með vinstri, af sirka 5 metra færi. Frábært mark hjá KA!
80. mín
Inn:Róbert Aron Eysteinsson (ÍBV) Út:Matt Garner (ÍBV)
Róbert Aron leysir unglambið Matt Garner af hólmi.
79. mín
Þessi leikur lifnaði allt í einu við og KA menn eru miklu grimmari þessa stundina!
77. mín
Inn:Nökkvi Þeyr Þórisson (KA) Út:Sæþór Olgeirsson (KA)
Síðasta skipting KA.
77. mín
KA menn vilja fá víti!! Nökkvi er felldur inní teig sýnist mér, en Sigurður metur það sem svo að ekki hafi verið brotið á honum.

76. mín MARK!
Daníel Hafsteinsson (KA)
Stoðsending: Hallgrímur Mar Steingrímsson
KA MENN ERU KOMNIR YFIR!!! Steinþór setti boltann á Hallgrím Mar, sem renndi honum í gegnum ÍBV vörnina á Daníel Hafsteinsson. Daníel var sallarólegur og klobbaði Halldór Pál! 1-0 fyrir KA!
75. mín
Inn:Breki Ómarsson (ÍBV) Út:Jonathan Glenn (ÍBV)
74. mín
DAAAUÐAFÆRI HJÁ KA!!! KA menn spila sig upp vinstri kantinn, Sæþór fær hann inní teig og leggur hann á Steinþór, sem er einn á móti markmanni. Hann leggur hann fyrir sig og neglir honum 100 metra framhjá og yfir! Gæti verið rándýrt í lok leiks!
73. mín
Fín sókn hjá KA! Callum vinnur hann á miðjunni, kemur honum á Daníel. Daníel á skiptingu á Steinþór sem leggur hann á Hallgrím og Hallgrímur á skot sem að Halldór Páll ver niðri vinstra megin.
72. mín
Eyjamenn taka horn í kjölfarið og Aron Dagur nær ekki að grípa hann og boltinn fer aftur útaf! Sigurður Þrastarson dæmir markspyrnu.
71. mín
Inn:Ólafur Aron Pétursson (KA) Út:Almarr Ormarsson (KA)
Ólafur Aron kemur inn fyrir Almarr.
68. mín
ÍBV fá hornspyrnu. Franks setur hann í varnarmann og útaf. Coelho tekur hornið en það er skallað í innkast. Víðir tekur innkastið langt inní teig og það hrekkur af KA manni og í horn.
67. mín
Ég vildi að ég gæti sagt frá hverju dauðafærinu á fætur öðru, en það er bara ekkert að gerast.
65. mín Gult spjald: Jonathan Franks (ÍBV)
Brýtur á Hauki Heiðari og hendir boltanum í burtu. Mjög kjánalegt.
62. mín
Inn:Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA) Út:Alexander Groven (KA)
KA hafa verið hugmyndasnauðir á boltanum og Steinþór Freyr hyggst bæta úr því fyrir heimamenn.
56. mín
Coelho á fyrirgjöf sem að fer í Hrannar og Sigurður dæmir aukaspyrnu, hendi á Hrannar. Hrannar er vægast sagt skilningssljór yfir þessu öllu saman. Aukaspyrna á góðum stað útá kanti. Hún er mjög léleg og KA koma boltanum frá.
54. mín
KA fær hornspyrnu hinum megin eftir að Hrannar Björn hafði átt ágætis fyrirgjöf af hægri kantinum sem var skölluð í horn. Ekkert kemur úr horninu.
53. mín
Guðmundur Magnússon fær flotta sendingu frá Coelho og er næstum sloppinn í gegn! Fyrsta snertingin er slök og Aron Dagur handsamar boltann.
49. mín
Ágætt færi hjá Eyjamönnum! Langt innkast inní teig sem að Guðmundur Magnússon flikkar áfram á Glenn, sem tekur boltann á lofti í miðjum vítateignum en skýtur framhjá!
46. mín
Priestley Griffiths með gott skot utan af velli! Neglir honum yfir markið.
46. mín
Leikur hafinn
KA menn byrja seinni hálfleik með boltann. Engar breytingar á liðunum, en það er enn ein breytingin hjá dómarateymi dagsins! Sigurður Hjörtur Þrastarson tekur við flautunni af Gylfa, sem að tekur sér aftur stöðu við hliðarlínuna með flaggið. Eðvarð verður aftur fjórði dómari.
45. mín
Hálfleikur
+4 - Frekar tíðindalitlum fyrri hálfleik lokið. ÍBV fengu tvímælalaust besta færi fyrri hálfleiks, þegar að Glenn klúðraði einn gegn Aroni Degi. KA menn hafa verið meira með boltann og lengst af líklegri, en þurfa að hraða sínu spili svo um munar ef að þeir ætla að opna sterka vörn Eyjamanna.
45. mín
45+3 - Menn furðuðu sig mikið á að einungis 4 mínútum hefði verið bætt við þennan fyrri hálfleik. KA hafa verið líklegri síðustu mínútur en við förum sennilega markalaus inní hálfleik.
45. mín
Vesen í KA teignum! Franks á fyrirgjöf frá hægri kantinum og Aron Dagur stekkur til að grípa en Guðmundur truflar hann og boltinn fellur fyrir fætur Hrannars sem er ekki vitund stressaður. Snýr bara og kemur boltanum í burtu.
41. mín
Groven á flotta fyrirgjöf af vinstri kantinum og boltinn ratar á kollinn á Sæþóri. Hann virtist ekki alveg hafa trú á því að hann gæti gert sér mat úr þessu og skallaði framhjá markinu.
39. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ ÍBV! Jonathan Glenn og Guðmundur Magnússon taka léttan þríhyrning fyrir framan vítateig KA og Glenn sleppur einn í gegn. Hann á gjörsamlega ömurlegt skot með vinstri og það fer langt framhjá!
37. mín
Ýmir á frábæran sprett í gegnum miðjuna og kemur honum á Daníel. Hann kemur honum á Hallgrím sem að hafði Groven úti vinstra megin dauðafrían, en ákvað að reyna frekar stutt spil í gegnum miðjuna. Það gekk ekki og ÍBV hreinsaði burt.
34. mín
Óskar brýtur á Hallgrími úti á hægri kantinum. Hann þarf að passa sig.
32. mín
Daníel Hafsteins með hörkuskot! Fær boltann af sirka 25 metrunum og lætur vaða með vinstri, ekki svo langt framhjá. Fín tilraun!
30. mín
Eyjamenn eru að komast betur og betur inní leikinn. Koma boltanum betur í spil og eru grimmir varnarlega.
27. mín
ÍBV fær hornspyrnu eftir góða skyndisókn! Glenn fékk boltann uppi vinstra megin, lék inní teig og setti hann á fjær. Gilson Correia gaf hann svo aftur fyrir en Haukur Heiðar skallaði í horn. Aron Dagur greip svo hornspyrnu Eyjamanna með herkjum.
24. mín
Fínasta spil hjá KA mönnum. Hallgrímur fær sendingu frá Callum og tekur Óskar Elías á. Setur hann svo á Ými sem á laust skot framhjá.
23. mín
Aukaspyrna Hallgríms er laus og yfir markið.
22. mín Gult spjald: Óskar Elías Zoega Óskarsson (ÍBV)
Er aftastur og togar Hallgrím niður þegar Hallgrímur var að elta háa stungusendingu inn fyrir! Mjög ólíklegt að Hallgrímur hefði náð til boltans svo að gult spjald er sanngjarn dómur.
19. mín
Liðin eru að reyna að komast aftur í gang eftir þessa löngu pásu. Mikil stöðubarátta og lítið um fallegt spil.
16. mín
KA menn vilja spila boltanum út úr markspyrnum og ÍBV eru sáttir við að sitja aðeins. Unnu boltann þó ofarlega á vellinum rétt í þessu, þegar Ýmir átti kæruleysislega sendingu. En lokasendingin klikkaði hjá Guðmundi.

14. mín
Vilhjálmur er staðinn upp en er draghaltur. Eðvarð fer á línuna og Gylfi Már Sigurðsson leysir Vilhjálm af hólmi. Hann fær kröftugt lófatak!
10. mín
Eðvarð Eðvarsson, fjórði dómari, er farinn að hita upp. En Halldór Hermann er enn að hlúa að Vilhjálmi.
7. mín
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, liggur eftir. Virðist vera sárþjáður á vellinum. Halldór Hermann Jónsson, sjúkraþjálfari KA skokkar inná og reynir að tjasla honum saman. Annars fáum við dómaraskipti!
5. mín
Fínt skot hjá Hallgrími Mar! Tekur boltann á lofti með vinstri, fyrir utan teig en Halldór ver skotið, enda eiginlega beint á hann.
2. mín
Almarr ætlar að eiga "flensuleik" eins og Michael Jordan og á fyrsta skot leiksins, langt utan af velli. Það er beint á Halldór í markinu.
1. mín
Leikur hafinn
ÍBV koma þessu af stað!
Fyrir leik
Leikmenn takast í hendur, áður en tekist verður á. Fékk þær fréttir að Almarr hefði verið lasinn í nótt, en hann harkar það af sér. Mikill harðjaxl!

Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og liðin hita upp í sólskininu og norðangolunni á Akureyri. Það er hægt að færa rök fyrir því að leikurinn í dag sé 6 stiga leikur, enda fjarlægist KA liðið Eyjamenn verulega með sigri. Að sama skapi myndu ÍBV einungis vera stigi á eftir KA ef að þeir færu með sigur af hólmi í dag.

Fyrir leik
KA hefur átt, að öðrum ólöstuðum, eitt allra erfiðasta leikjaprógrammið í byrjun tímabils. Uppskeran eftir 5 umferðir er 6 stig. Þeir unnu gríðarlega mikilvægan 0-2 útisigur á Stjörnunni í síðasta leik, þar sem að frábær 5 mínútna kafli í upphafi seinni hálfleiks drap leikinn. Meiðsli plöguðu KA menn fyrir þann leik og á meðan á honum stóð. Callum Williams fór útaf í upphitun en Daníel Hafsteinsson og Andri Fannar Stefánsson fóru útaf í hálfleik. Ólafur Aron Pétursson kom inná fyrir Daníel og þakkaði heldur betur fyrir sig. Kom KA á bragðið og spilaði afar vel í seinni hálfleik.
Fyrir leik
Eyjamenn eru enn í dauðaleit að sínum fyrsta sigri í deildinni, en slógu þó ríkjandi bikarmeistara úr leik, þegar þeir slógu Stjörnuna út úr Mjólkurbikarnum í 32-liða úrslitum. Þeir gerðu dramatískt jafntefli við Víking R. í síðustu umferð, þar sem að Jonathan Glenn skoraði jöfnunarmark á 91. mínútu eftir að ÍBV hafði misst Felix Örn Friðriksson af velli með rautt spjald, á 70. mínútu. Glenn skoraði þar fyrsta mark sitt í sumar og vonandi fyrir Eyjamenn kemur þetta honum í gang.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn! Kl. 16:30 hefst leikur KA og ÍBV á Greifavellinum, á Akureyri, í 6. umferð Pepsi Max deildar karla.
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Jonathan Glenn ('75)
Matt Garner ('80)
8. Priestley Griffiths
8. Telmo Castanheira
10. Guðmundur Magnússon
11. Víðir Þorvarðarson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
73. Gilson Correia
77. Jonathan Franks ('85)
92. Diogo Coelho

Varamenn:
93. Rafael Veloso (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
4. Nökkvi Már Nökkvason ('85)
7. Evariste Ngolok
12. Eyþór Orri Ómarsson
17. Róbert Aron Eysteinsson ('80)
19. Breki Ómarsson ('75)

Liðsstjórn:
Pedro Hipólito (Þ)
Ian David Jeffs
Jóhann Sveinn Sveinsson
Björgvin Eyjólfsson
Gunný Gunnlaugsdóttir

Gul spjöld:
Óskar Elías Zoega Óskarsson ('22)
Jonathan Franks ('65)

Rauð spjöld: