Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Völsungur
0
2
KR
0-1 Alex Freyr Hilmarsson '65
Guðmundur Óli Steingrímsson '93
0-2 Tobias Thomsen '95 , víti
30.05.2019  -  14:00
Húsavíkurvöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Létskýjað, 6-7 gráður og völlurinn í frábæru standi.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: Brekkan nánast full
Maður leiksins: Inle Valdes Mayari (Völsungur)
Byrjunarlið:
1. Inle Valdes Mayari (m)
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson
Bjarki Baldvinsson
Elvar Baldvinsson
3. Freyþór Hrafn Harðarson
3. Kaelon P. Fox
7. Guðmundur Óli Steingrímsson
10. Ásgeir Kristjánsson
11. Ólafur Jóhann Steingrímsson ('66)
16. Akil Rondel Dexter De Freitas
27. Bergur Jónmundsson

Varamenn:
1. Stefán Óli Hallgrímsson (m)
5. Arnar Pálmi Kristjánsson
15. Sverrir Páll Hjaltested ('66)
18. Rafnar Smárason
19. Rúnar Þór Brynjarsson
23. Halldór Mar Einarsson

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Boban Jovic (Þ)
Gunnar Sigurður Jósteinsson
Jónas Halldór Friðriksson
Ófeigur Óskar Stefánsson
John Henry Andrews
Björn Elí Víðisson
Trausti Már Valgeirsson

Gul spjöld:
Kaelon P. Fox ('18)
Ásgeir Kristjánsson ('76)

Rauð spjöld:
Guðmundur Óli Steingrímsson ('93)
Leik lokið!
Leik lokið. KR vinnur 2-0 baráttusigur gegn Völsung. Völsungar börðust vel allann leikinn og óheppnir að tapa þessu. Ég þakka fyrir mig.
95. mín Mark úr víti!
Tobias Thomsen (KR)
Skorar örugglega úr vítinu
93. mín Rautt spjald: Guðmundur Óli Steingrímsson (Völsungur)
Vítaspyrna eftir að Björgvin kemst í gegn og brýtur Guðmundur á honum og fær sitt seinna gula spjald. Það fyrra fór framhjá mér. Völsungar ekki sáttir við dóminn enda sýndist mér Guðmundur bara taka boltann.
92. mín
Beitir dettur og Sigurður enn og aftur fellur i gildruna og dæmir aukaspyrnu
91. mín
Völsungar að sækja hérna í lokin og fá horn
91. mín
Venjulegir leiktími liðinn og ég veit ekki hversu miklu var bætt við
90. mín
Ásgeir gerir vel og kemst að endamörkum en Bjöggi kemst fyrir hann og Ásgeir brýtur
89. mín
Óskar Örn fellur hér með tilþrifum og Sigurður fellur í gildruna og dæmir brot á Aðalstein.
87. mín
Inn:Kristinn Jónsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Skiptingin kemur loksins og Atli fer útaf.
85. mín
Atli liggur eftir og Kiddi Jóns gerir sig tilbúinn til að koma inná
84. mín
Fox með frábæra tæklingu og tekur boltann af Björgvini á síðustu stundu. Þarna mátti engu muna!
81. mín Gult spjald: Björgvin Stefánsson (KR)
Bjöggi fær hér gult eftir að hafa tæklað Freyþór eftir að hann hafi sparkað boltanum upp völlinn.
80. mín
VALDES með einhverja ruguðustu vörslu sem ég hef séð á ævi minni þegar hann ver skalla frá Björgvini Stef frá markteig. Völsungar fara upp í kjölfarið en Beitir endar með hann í höndunum.
79. mín
Tobias með skot inn í teig en boltinn yfir.
78. mín
Óskar á skot í varnamarmann Völsungs og KR-ingar heimta víti. Sá þetta ekki nógu vel.
76. mín Gult spjald: Ásgeir Kristjánsson (Völsungur)
Ásgeir fær hér gult fyrir að fara upp í skallabaráttu við Pablo og er aðeins og seinn í boltann og uppsker gult
75. mín
Kemur sending frá Óskari og Fox sem er búinn að vera hreint út sagt frábær hér í dag kiksar hann inn fyrir á Bjögga sem gerir illa og reynir að vippa honum yfir Valdes og yfir markið í leiðinni. Þarna átti Björgvin að skora og ekkert annað
73. mín
Bjarki með hornspyrnuna og Elvar nær að flikka þessu áfram en Beitir handsamar knöttin
73. mín
Völlarar fá horn og stóru mennirnir skokka inn í
71. mín
Tobias í fínu færi inn í teig en skot hans hættulítið og fer framhjá
69. mín
Atli kemst einn á móti Valdes upp við endalínu en Valdes gerir vel og ver. Þarna hefði Atli átt að gera betur
66. mín
Inn:Sverrir Páll Hjaltested (Völsungur) Út:Ólafur Jóhann Steingrímsson (Völsungur)
Fyrsta skipting Völsunga og kemur hún hér strax eftir markið hjá KR
65. mín MARK!
Alex Freyr Hilmarsson (KR)
KR skjóta að marki og Valdes nær ekki að halda þessu og eftir smá klafs í teignum nær Alex að pota þessu inn
64. mín
Hefur ekki þurft að reyna mikið hér á Beiti í dag en KR hafa verið sterkari aðilinn hér í dag en Völsungar hafa barist vel.
63. mín
Boltinn á fjærstöngina þar sem Bjarki Baldvins skallar hann framhjá.
62. mín
Völsungar fá hér horn og stúkan tryllist
61. mín
Fint spil KR-inga sem endar á því að Atli fær hann í fínu skotfæri en setur hann svo langt yfir að boltasækjaranir finna hann ekki
58. mín
Tobias reynir skot í sinni fyrstu snertingu en boltinn laus og lengst framhjá.
57. mín
Inn:Tobias Thomsen (KR) Út:Ægir Jarl Jónasson (KR)
Önnur skipting KR-inga.
56. mín
Hér rennur Atli Sigurjóns með boltann og Ólafur stelur honum og á góða sendingu upp völlin á Akil en Gunnar kemst á lokum í boltann og setur í innkast
54. mín
Fox brýtur hér á eigin vallarhelmingi. KR heimta að hann fái sitt seinna gula en fær ekki.
53. mín
Skapaðist pínu hætta við mark Völsunga eftir hornið en Bjarki kemur þessu frá
52. mín
Flott spil á milli Ægis og Kennie á hægri vængnum sem endar í hornspyrnu.
50. mín
Hér liggur Freyþór í jörðinni. Ég sá ekki almennilega hvað gerðist en hann fær aðhlynningu og fer útaf en er snöggur að koma inn aftur.
49. mín
Hinum megin átti Ægir skot fyrir utan teig sem Valdes átti ekki í vandræðum með.
48. mín
Guðmundur Óli með neglu af 40 metrum. Alls ekki galið skot en fór yfir.
47. mín
Misskilingur á milli Gunnars og Beitis í markinu og Ásgeir nálægt því að komast í boltann en braut á endanum á Gunnari.
46. mín
Inn:Óskar Örn Hauksson (KR) Út:Ástbjörn Þórðarson (KR)
Óskar kemur hér inn í hálfleik fyrir Ástbjörn sem var á gulu
45. mín
Hálfleikur
Borgararnir að seljast hér upp í sjoppuni, sjaldan séð brekkuna jafn fulla og hún er í dag.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust hér í hálfleik á Húsavíkurvelli. KR hafa verið sterkari aðilinn í leiknum en ekki náð að skapa sér neitt af viti.
45. mín
Hornspynra sem KR fær hér lokasekúndunum sem ekkert verður úr
43. mín
Atli ber boltann hratt upp og kemur honum inn fyrir á Björgvin sem á skot sem Valdes ver frábærlega en var búið að flagga rangstæður á Bjögga.
42. mín
Atli spilar stutt úr aukaspyrnunni og Kennie kemur boltanum fyrir frá hægri en Völsungar hreinsa frá.
41. mín
Fox brýtur hér á Alexi frey og fær tiltal. Hefði sennilega verið gult ef hann hefði ekki verið á gulu fyrir.
40. mín
Björgvin enn og aftur í baráttuni og skallar hér að marki en þurfti að teygja sig heldur of mikið til að ná góðum skalla og Valdes grípur
38. mín
Björgvin stef fær hér boltann inn í teig eftir skalla frá Ástbirni og reynir bakfallsspyrnu en boltinn yfir. Ágætis tilraun
33. mín
Björgvin kemst hér í ágætis færi í þröngu færi og á slakt skot sem Valdes grípur
32. mín
Þessi endar í greipunum á Valdes á endanum eftir smá moð
31. mín
KR fær horn eftir að hafa reynt að koma honum fyrir, Aðalsteinn Jóhann skallar hann útaf.
29. mín
Enn og aftur komast KR í vænlega skotstöðu en nú var það Pálmi Rafn sem skaut lengst yfir.
26. mín
Akil vinnur boltann og Völsungar gera sig líklega en Bjarki gerir vel og leikur listir sínar inn í teig en missir hann. KR fer í kjölfarið upp völlin og skjóta lengst yfir.
25. mín
Björgvin kemst í gott skot og Valdes ver mjög vel. Þarna var sennilega besta færi leiksins hingað til.
23. mín
Ólafur jóhann reynir hér að fara framhjá Ægi á eigin vallarhelmingi og tapar boltanum og KR taka 3 skot sem varnarmenn Völsungs henda sér allir fyrir
21. mín
Atli með þessa spyrnu á fjærstöngina þar sem þeir ná að skalla hann inn í þvöguna en Valdes nær að handsama hann á endanum
21. mín
Atli með sendinguna inn núna og KR fær annað horn
20. mín
Atli með frábært skot sem Valdes í markinu ver glæsilega í horn!
20. mín
KR fær hér aukaspyrnu á vænlegum stað, standa þrír yfir honum, Atli, Alex og Pálmi
18. mín Gult spjald: Kaelon P. Fox (Völsungur)
Eftir aukaspyrnuna hjá Völsung komust KR í hraða sókn en Fox braut og uppskar réttilega gult spjald.
18. mín
Hér er brotið á Völsungum og þeir að komast í mjög góða stöðu 4 á 3 en Sigurður dómari flautar of snemma aukaspyrnu.
17. mín
Kennie Chopart kemst í mjög góða fyrirgjafastöðu hér hægra megin en neglir boltanum beint yfir.
15. mín
KR búnir að halda boltanum meira á milli sín hér en annars bara mikil barátta sem einkennir þessir fyrstu 15 mínútur.
13. mín
Kennie Chopart með frábæra sendingu á fjær þar sem Ægir Jarl skallar hann en Valdes í markinu gerir vel. KR fær horn sem þeir spila stutt úr en Völsungur vinnur hann
12. mín
Aðalsteinn fær hér tiltal eftir brot á Ægi, KR-ingar heimta gult.
10. mín
Gunnar Þór brýtur á Elvari Bald fyrir utan teig sem var kominn framhjá honum. Ólafur ætlar að spyrna þessum fyrir.
7. mín Gult spjald: Ástbjörn Þórðarson (KR)
Ástbjörn fær hér gult spjald fyrir að hoppa fyrir aukaspyrnu sem Völsungar ætluðu að taka snöggt.
5. mín
KR fá hér aukaspyrnu á álitlegum stað, Atli Sigurjóns skýtur lengst yfir eftir að hafa spilað stutt úr henni.
4. mín
Björgvin Stef við það að sleppa í gegn en Aðalsteinn Jóhann gerir vel.
3. mín
Alex Freyr á hér skot sem fer af varnarmanni og í horn. Þeir taka hornið stutt og fá svo skotfærií kjölfarið en boltinn framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru Völsungar sem byrja með boltann og sækja hér í átt að sjúkrahúsinu á meðan KR sækja að nýju rennibrautinni og sundlauginni.
Fyrir leik
Liðin að labba út á völl í góðri fylgd leikmanna í 6. flokki karla og kvenna hjá Völsungi. Ljósbrá með Dimmu í tækinu og brekkan er að ærast. Pálmi Rafn og Aron Bjarki fá hér einhverskonar virðingargjöf frá Völsungum.
Fyrir leik
Hálftími í leik og brekkan að fyllast. Bæði lið á fullu að hita upp. KR gera alls sex breytingar frá því seinasta leik en Ástbjörn, Gunnar þór, Ægir Jarl, Pablo Punyed, Alex Freyr og Atli Sigurjóns koma allir inn. Pálmi Rafn er fyrirliði KR en hann er einmitt uppalinn Völsungur eins og Aron Bjarki Jóesepsson sem er fjarri góðu gamni í dag vegna meiðsla.

Völsungur gera eina breytingu frá seinasta leik en Freyþór Hrafn kemur inn í byrjunarliðið fyrir meiddan Sigvalda Þór Einarsson.
Fyrir leik

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Mikil hátíð er hér á Húsavík núna enda ekki á hverjum degi sem sigursælasta lið landsins er hingað komið. Núna eru þjálfarar liðanna með fund fyrir stuðningsmenn og svo er andlitsmálning í boði og ég veit ekki hvað og hvað. Borgarar á grillinu og sólin að byrja skína. Stefnir allt í veislu hér á Húsavíkurvelli.
Fyrir leik
Liðin hafa alls mæst 7 sinnum í alvöru leikjum, KR hafa unnið þá alla. Liðin mættust einmitt í 16 liða úrslitum hér á Húsavíkurvelli fyrir 27 árum þar sem stjörnuprýdd lið KR vann 2-1. Það var seinasta skipti sem Völsungar komust í 16 liða úrslit. KR er það lið sem hefur unnið bikarkeppnina oftast eða 14 sinnum talsins, seinast árið 2014.
Fyrir leik
Í seinustu umferð í deild tóku Völsungar á móti ÍR og unnu þeir 2-0 með mörkum frá Guðmundi Óla Steingrímssyni og sjálfsmarki frá ÍR. KR-ingar unnu sterkan 1-0 útsigur gegn Vikingi R með marki frá Óskar Erni Haukssyni.

Næstu helgi munu Völsungar svo fara á Reykjanesið þar sem þeir spila við Víði á sunnudag. KR spila svo við KA á heimavelli einnig á sunnudag.
Fyrir leik
Völsungur eru í öðru sæti í annari deild á eftir Selfossi á meðan KR-ingar sitja í þriðja sæti í Pepsi max deildinni.

Á leið sinni í 16-liða úrslitin hafa Völsungar unnið Tindastól 3-1 og Mídas 4-0, báðir leikir á heiamvelli. KR-ingar unnu hinsvegar Dalvík/Reyni 5-0 á Meistaravöllum til að komast í 16-liða úrslit.
Fyrir leik
Hér munum við fylgjast með í beinni textalýsingu frá leik Völsungs og KR í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
3. Ástbjörn Þórðarson ('46)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Björgvin Stefánsson
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson (f) ('57)
16. Pablo Punyed
17. Alex Freyr Hilmarsson
23. Atli Sigurjónsson ('87)

Varamenn:
4. Arnþór Ingi Kristinsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Tobias Thomsen ('57)
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson ('87)
22. Óskar Örn Hauksson ('46)
28. Valdimar Daði Sævarsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Ástbjörn Þórðarson ('7)
Björgvin Stefánsson ('81)

Rauð spjöld: