Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
ÍA
3
2
Þróttur R.
0-1 Lauren Wade '2
0-2 Lauren Wade '15
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir '24 1-2
Fríða Halldórsdóttir '55 2-2
Eva María Jónsdóttir '75 3-2
31.05.2019  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Mjólkurbikar kvenna
Dómari: Eysteinn Hrafnkelsson
Maður leiksins: Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Byrjunarlið:
1. Tori Jeanne Ornela (m)
3. Andrea Magnúsdóttir
5. Aníta Sól Ágústsdóttir
6. Eva María Jónsdóttir
7. Erla Karitas Jóhannesdóttir ('83)
8. Sigrún Eva Sigurðardóttir
9. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
10. Bryndís Rún Þórólfsdóttir (f)
11. Fríða Halldórsdóttir
15. Klara Kristvinsdóttir
16. Veronica Líf Þórðardóttir

Varamenn:
9. Róberta Lilja Ísólfsdóttir ('83)
18. María Björk Ómarsdóttir
20. Sandra Ósk Alfreðsdóttir
21. Ylfa Laxdal Unnarsdóttir
22. Karen Þórisdóttir
24. Dagný Halldórsdóttir

Liðsstjórn:
Helena Ólafsdóttir (Þ)
Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir
Anna Sólveig Smáradóttir
Hjördís Brynjarsdóttir
Aníta Lísa Svansdóttir
Dagný Pálsdóttir
Matthea Kristín Watt
Birgitta Lilja Sigurðardóttir

Gul spjöld:
Aníta Sól Ágústsdóttir ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið og ÍA er komið í 8-LIÐA ÚRSLIT!

Frábær viðsnúningur hjá Skagakonum sem lentu 2-0 undir en komu til baka og vinna hér 3-2 sigur sem skýtur þeim áfram í 8-liða úrslitin.

Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu hér á eftir.
90. mín
Við erum komin í uppbótartíma og Skagakonur virðast vera að sigla þessu heim.
86. mín
Þróttarar eru algjörlega heillum horfnar og það er ekkert að frétta af uppspilinu hjá þeim. Þeim gengur ekkert að halda í bolta og Skagakonur éta þær trekk í trekk.

Eins og staðan er núna þá er þeirra eina von að boltinn detti heppilega fyrir Lauren Wade sem er í markaskónnum í dag.
85. mín
Inn:Ester Lilja Harðardóttir (Þróttur R.) Út:Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.)
Nær Ester Lilja að setja mark sinn á leikinn síðustu 5 mínúturnar? Hún fer fremst á miðjuna.
84. mín
ANDREA RUT!

Kemst inn á teig og framhjá Evu Maríu. Reynir svo skot úr þröngu færi en skýtur beint á Tori.

Þróttarar ekki búnar að gefast upp en leikmenn eru farnir að þreytast.
83. mín
Inn:Róberta Lilja Ísólfsdóttir (ÍA) Út:Erla Karitas Jóhannesdóttir (ÍA)
Kaja læðist útaf og vinnur einhverjar sekúndur fyrir ÍA. Er búin að vera dugleg í leiknum en Róberta kemur með ferskar fætur síðustu mínúturnar.
83. mín
Það er hiti og harka í þessu. Ótrúlegur fótboltaleikur og spennustigið er hátt.
80. mín
Áfram dæla Skagakonur boltanum inná vítateig Þróttar og það er nóg að gera hjá Frikku. Hún er búin að gera vel í þessum fyrirgjöfum.
78. mín
Ég hef ekki undan við að pikka þessa stundina. Mikið fjör í þessu. Þróttarar voru að fá enn eiga hornspyrnuna en það er allt annað að sjá ÍA í teignum og návígjum hér í seinni hálfleik og þær skalla frá.
77. mín
VERONICA!

Á hörkuskot sem Frikka ver vel.. En er dæmd rangstæð? Sérstakt þar sem hún fór framhjá varnarmanni til að ná skotinu.
76. mín
ÍA heldur áfram að dæla boltanum yfir varnarlínu Þróttar og inn á Ollu. Gabriela var heppin þarna en hún togaði aðeins í Ollu svo hún fór úr jafnvægi og náði ekki skoti á rammann.
75. mín Gult spjald: Aníta Sól Ágústsdóttir (ÍA)
Aníta Sól togar í Andreu Rut sem var að komast framhjá henni. Þróttarar fá aukaspyrnu og setja boltann inn á teig en Tori nær að kýla boltann frá.
75. mín MARK!
Eva María Jónsdóttir (ÍA)
EVA MARÍA!

Þvílík endurkoma hjá ÍA sem er komið í 3-2!

Varnarjaxlinn Eva María skorar með hárnákvæmu skoti af vítateigslínunni eftir að Þrótturum mistókst að hreinsa hornspyrnu ÍA frá marki sínu.
73. mín
OLLA!

Aftur er hún að stríða varnarmönnum Þróttar. Sigmundína missir boltann yfir sig og í hlaupaleiðina hjá Ollu sem reynir viðstöðulaust skot á lofti.

Boltinn vel aftur fyrir og Olla biður um horn sem hún fær.
73. mín
Það er mikið fjör í þessu og ÍA-konur mun líklegri þessa stundina. Nú var verið að flagga Ollu rangstæða eftir að varnarmönnum Þróttar mistókst að hreinsa. Réttur dómur en Þróttarar stálheppnar.
70. mín
Olla tekur aukaspyrnuna sjálf. Rétt utan við teig vinstra megin við D-bogann. Spyrnan er góð og virðist vera á leið niðri í nærhornið þegar Frikka birtist á fleygiferð og nær að verja.

Frábær varsla.
69. mín Gult spjald: Mist Funadóttir (Þróttur R.)
Reynslubrot hjá leikmanninum unga. Hún togar í Ollu sem var við það að sleppa í gegn. Skynsamlegt hjá henni að brjóta en hún var þó heppin að Lea Björt var komin þarna í aðstoð því annars hefði liturinn á spjaldinu geta verið annar.
68. mín
Þarna munar litlu að Linda Líf nái að brjótast í gegnum varnarmúr ÍA en Eva María er nautsterk þarna á móti henni og hleypir henni ekki í gegn.

Boltinn endar hinsvegar aftur fyrir í enn einni hornspyrnunni. Andrea setur boltann út í teiginn á hausinn á Jelenu en skalli hennar er laus og beint á Tori.
66. mín
Andrea Magg hreinsar fyrirgjöf Lauren Wade aftur fyrir í horn. Andrea Rut tekur hornið. Snýr boltann inn á nærsvæðið en Fríða stangar boltann frá.

Þróttarar reyna aftur að koma boltanum inn á teig en aftur hreinsa gular í horn. Í þetta skiptið setur Andrea Rut boltann á teig en nafna hennar Magnúsdóttir skallar boltann áfram í innkast.
65. mín
Tæpt var það!

Bryndís skorar eftir frábæra stungusendingu Ollu en markið er dæmt af vegna rangstöðu. Það er erfitt að segja til um hvort þetta hafi verið rétt, einhverjir millimetrar sem réðu úrslitum þarna.
60. mín
Inn:Mist Funadóttir (Þróttur R.) Út:Olivia Marie Bergau (Þróttur R.)
Það er búið að vera svolítil reykistefna hér varðandi það hvort Olivia væri að fara útaf eða ekki. Hún virðist vera tæp og Nik vill taka hana útaf, hún virðist ekki alveg sammála því en skiptingin gengur í gegn á endanum.

Hin efnilega Mist Funadóttir kemur inná. Hún fer í vinstri bakvörðinn þar sem Jelena hefur verið frábær hingað til. Jelena fer djúp á miðjuna í staðinn.
59. mín
Staðan orðin 2-2 og allt galopið!

Ég sá þetta ekki fyrir í stöðunni 2-0!

Og talandi um horn. Nú fá Þróttarar eitt slíkt en það er allt annað að sjá til Skagakvenna núna og þær skalla þetta frá.
55. mín MARK!
Fríða Halldórsdóttir (ÍA)
Við höldum áfram í hornunum.

Nú er það ÍA sem á horn og úr verður skrítin atburðarrás. Leikmenn liðanna skalla boltann þónokkrum sinnum á milli sín í teignum áður en boltinn hrekkur út úr teig og fyrir vinstri fótinn á Fríðu sem gjörsamlega smellhittir boltann og neglir honum í slánna og inn!

Stórkostlegt mark hjá bikar-Fríðu!
53. mín
Þróttarar vinna horn vinstra megin. Olivia tekur stutt á Lauren. Fær boltann aftur en Sigrún Eva kemst inn í sendinguna og setur boltann í innkast.
50. mín
Skemmtileg tilþrif hjá Veronicu sem kemst framhjá Elísabetu. ÍA nær hættulegri sókn í kjölfarið sem endar á því að Bryndís er dæmd brotleg fyrir að sparka boltanum úr höndunum á Frikku.

Mun meiri grimmd í gulum hér í upphafi seinni hálfleiks en þeim fyrri.
47. mín
ÍA byrjar vel og vinnur horn. Mér sýnist það vera Sigrún Eva sem tekur en Þróttarar skalla frá.
46. mín
Leikur hafinn
Við erum komnar af stað aftur. Mér sýnist Olivia ætla að vera djúp fyrir Álfu og Guffa fer hægra megin í tígulmiðju Þróttar.
45. mín
Inn:Guðfinna Kristín Björnsdóttir (Þróttur R.) Út:Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur R.)
Álfa hefur lokið leik vegna meiðsla. Guffa leysir hana af í seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Einum leik er lokið í Mjólkurbikarnum og Valskonur hafa tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum eftir 7-1 sigur á ÍBV í Eyjum. Rosalegar tölur.

Þá er einn annar leikur í gangi. Þór/KA er 3-0 yfir gegn 2. deildarliði Völsungs í leik sem hófst einnig kl.19:15. Þór/KA ber virðingu fyrir mótherjanum og stillir upp sínu sterkasta liði. Þórdís Hrönn er komin á blað fyrir nýja liðið sitt og búin að skora tvisvar. Andrea Mist búin að skora eitt.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í skemmtilegum leik. Þróttarar byrjuðu miklu betur og komust snemma í 2-0 með mörkum frá markahróknum Lauren Wade.

Það var lítið að frétta hjá ÍA áður en Olla kom þeim á bragðið þegar hún nýtti sér kæruleysi í vörn Þróttar. Komst inn í lélega sendingu og minnkaði muninn.

Eftir það hefur leikurinn verið nokkuð jafn og við fáum vonandi spennandi seinni hálfleik.
45. mín
ÍA fær annað horn hér í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Sigrún Eva tekur hornið og reynir að snúa boltann í markið. Það tekst þó ekki og boltinn fer aftur fyrir.
45. mín
Aðhlynningin tekur nokkrar mínútur og leiktími fyrri hálfleiks er liðinn. Álfa stendur að lokum upp og haltrar útaf. Stutt í hálfleik og sjáum hvort hún nái að jafna sig.

Leikurinn heldur áfram. ÍA tekur stutta hornspyrnu en Bryndís setur boltann aftur fyrir. Slappt.
44. mín
Þetta lítur ekki vel út. Álfhildur Rósa liggur eftir á vellinum. Ég sá ekki almennilega hvað gerðist en Álfa virtist meiðast þegar hún fórnaði sér fyrir skot Fríðu Halldórsdóttur utan teigs.
42. mín
Hættuleg sókn hjá Þrótti. Linda Líf fær fyrirgjöf frá vinstri. Tekur laglega við boltanum og ætlar að renna honum fyrir en Andrea Magg kemst á milli og hreinsar í horn.

Fyrsta hornspyrna leiksins.

Lauren tekur stutt á Oliviu. Fær boltann aftur og setur boltann á fjær. Þar er Gabriela í dauðafæri en setur boltann yfir!
39. mín
Fín vörn hjá Klöru. Náði að stoppa Leu Björt frá því að komast inn á teig eftir fallega sóknaruppbyggingu Þróttar.
34. mín
Sigrún Eva með fínt hlaup með boltann, leikur sér að tveimur Þrótturum áður en brotið er á henni.

Aukaspyrna dæmd vinstra megin á miðjum vallarhelmingi Þróttar. Sigrún tekur spyrnuna sjálf og setur fínan bolta inn á teig en eins og áður í leiknum vantar alla grimmd í heimakonur í teignum og Frikka grípur boltann.
30. mín
Það er bras á öftustu línu Þróttar. Nú átti Frikka markvörður slaka sendingu ætlaða Gabrielu sem fór beint í innkast.

Það hefur dregið af sjálfstraustinu sem einkenndi Þróttarliðið fyrstu 20 mínútur leiksins.
29. mín
ÍA konur hafa aðeins vaknað eftir markið. Nú var Jelena Tinna með frábæran varnarleik gegn Ollu sem var að komast í góða stöðu í teignum.
27. mín
Fyrirgjöf Lauren Wade frá vinstri dettur ofan á slánna á ÍA-markinu. Tori hefði nú örugglega verið með þennan ef til þess hefði komið.
24. mín MARK!
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (ÍA)
Olla minnkar muninn eftir skelfileg mistök í vörn Þróttar!

Gabriela á lélega sendingu til baka á Frikku sem Olla kemst inn í og þakkar auðvitað bara fyrir sig með því að skila boltanum í netið.
23. mín
DAUÐAFÆRI!

Aftur finna Þróttarar Lindu Líf upp að endalínu hægra megin. Hún rennir boltanum fyrir markið. Lauren Wade missir af sendingunni en Olivia kemur í seinni bylgjunni og neglir hátt yfir!
17. mín
Tilraun hjá ÍA. Erla Karitast með fyrirgjöf frá hægri og á kollinn á Ollu en skalli hennar er máttlaus og beint á Frikku.

Skaginn hefði getað nýtt þetta miklu betur.
15. mín MARK!
Lauren Wade (Þróttur R.)
Stoðsending: Linda Líf Boama
Gestirnir eru komnar með tveggja marka forystu!

Þvílíkt senterapar sem Þróttarar eiga. Linda Líf renndi boltanum fyrir markið og þrátt fyrir að þrjár Skagakonur væru í teignum lék aldrei vafi á því hver væri að fara að vinna boltann. Lauren Wade svoleiðis spyrnti sér af stað, skaut sér framfyrir Evu Maríu og kláraði örugglega alveg í bláhornið.
14. mín
Þarna vantaði meiri grimmd í Skagakonur í teignum. Voru búnar að byggja upp fallega sókn þar sem Olla senter spilaði niður og liðið tókst að færa boltann frá vinstri og yfir til hægri áður en Erla Karitas átti fallega fyrirgjöf.

Þar gerðu engar gular árás svo Frikkar markvörður lenti ekki í neinum vandræðum með að handsama boltann.
12. mín
VÓ!

Þarna náði Olivia að þræða boltann á Lauren sem kom á sprettinum inn á teig vinstra megin. Lauren átti fínt skot sem Tori varði þannig að boltinn datt á fjærstöng. Þar var Linda Líf mætt en hitti ekki boltann og setti hann framhjá fyrir opnu marki!

Hún getur huggað sig við að aðstoðardómarinn lyfti flagginu og markið hefði því ekki staðið.
8. mín
Vandræðagangur á Frikku í markinu. Fær sendingu til baka en skilar henni illa frá sér svo Bryndís kemst inná milli. Hún spilar á Ollu sem reynir skot en varnarmenn Þróttar eru snöggar í stöðu og ná að komast fyrir.
7. mín
Þetta byrjar fjörlega og nú hefðu ÍA konur átt að fá aukaspyrnu rétt utan teigs. Olla tók laglega við boltanum og var að reyna að snúa að marki þegar Gabriela braut á henni. Ekkert dæmt.
2. mín MARK!
Lauren Wade (Þróttur R.)
Þróttarar byrja með látum!

Þarna brást rangstöðugildra gestanna. Mér sýndist það vera Andrea sem sendi Lauren aleina í gegn og hún gat ekki annað en skorað framhjá Tori.

Rangstöðulykt af þessu og Helena er brjáluð. Ég er hinsvegar svo heppin að hafa ÍA TV hérna við hliðina á mér og endursýningar sýna að markið er löglegt.

Rosaleg byrjun á leik.
1. mín
Leikur hafinn
Linda Líf sparkar þessu af stað fyrir Þrótt. Hún spilar til baka og Þróttur hefur sóknaruppbyggingu. Þessi fyrsta sókn leiksins endar svo næstum því með marki en Andrea Rut á skot af vítateigslínunni sem flýgur rétt framhjá fjærstönginni.

Þarna munaði ekki miklu.
Fyrir leik
Aðstæður á Akranesi eru fínar. Það er nokkur hliðarvindur eins og gengur og gerist hér við sjóinn en sólin skín svo við kvörtum ekki.
Fyrir leik
Það styttist í leik hér á Skaganum. Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar.

Helena og Aníta gera eina breytingu á liði ÍA frá markalausa jafnteflinu gegn Grindavík í deildinni. Andrea Magnúsdóttir kemur inn í liðið fyrir Dagnýju Halldórsdóttur. Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Andreu í sumar en hún er að koma til baka eftir meiðsli.

Hjá Þrótti koma þær Jelena Tinna og Lea Björt inn í byrjunarliðið fyrir þær Rakel Sunnu sem er á bekknum og Alexöndru Dögg Einarsdóttur sem er utan hóps.
Fyrir leik
Liðin leika bæði í Inkasso-deildinni. Þar sitja gestirnir á toppnum með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðir.

ÍA er hinsvegar með fimm stig í 4. sæti, hafa unnið einn leik og gert tvö jafntefli.

Það verður spennandi að sjá hvað liðin bjóða uppá hér í kvöld.
Fyrir leik
Leið Þróttara í 16-liða úrslit hefur verið ögn lengri en Skagakvenna. Þróttur tók þátt í keppninni frá upphafi og mætti Fjölni í fyrstu umferð. Þar vann Þróttur 3-1 sigur. Í næstu umferð tók liðið á móti Haukum og aftur vannst 3-1 sigur.

ÍA kom til leiks í 2. umferð og vann þá gríðarlega sterkan 1-0 útisigur á FH. Úrslit sem komu mörgum á óvart en Skagakonur voru grimmar í þeim leik og Fríða Halldórsdóttir var valin leikmaður umferðarinnar á Heimavellinum eftir sína frammistöðu.
Fyrir leik
Góðan dag og gleðileg 16-liða úrslit!

Hér verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leik ÍA og Þróttar í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Eysteinn Hrafnkelsson dómari mun flauta til leiks hér á Flórídaskaganum á slaginu 19:15.
Byrjunarlið:
2. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
6. Gabríela Jónsdóttir
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f) ('45)
11. Lauren Wade
13. Linda Líf Boama
15. Olivia Marie Bergau ('60)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
20. Friðrika Arnardóttir
21. Lea Björt Kristjánsdóttir ('85)

Varamenn:
31. Soffía Sól Andrésdóttir (m)
3. Mist Funadóttir ('60)
10. Guðfinna Kristín Björnsdóttir ('45)
12. Hrefna Guðrún Pétursdóttir
14. Margrét Sveinsdóttir
19. Ester Lilja Harðardóttir ('85)
22. Rakel Sunna Hjartardóttir
99. Signý Rós Ólafsdóttir

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Una Margrét Árnadóttir
Þórkatla María Halldórsdóttir
Dagmar Pálsdóttir
Egill Atlason
Þórey Kjartansdóttir

Gul spjöld:
Mist Funadóttir ('69)

Rauð spjöld: