Stjarnan
0
1
Breiðablik
0-1
Agla María Albertsdóttir
'4
06.06.2019 - 19:15
Samsung völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Blæs ágætlega á annað markið heiðskírt og sól
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Áhorfendur: 167
Maður leiksins: Agla María Albertsdottir (Breiðablik)
Samsung völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Blæs ágætlega á annað markið heiðskírt og sól
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Áhorfendur: 167
Maður leiksins: Agla María Albertsdottir (Breiðablik)
Byrjunarlið:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir
4. Edda María Birgisdóttir
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir
('81)
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
('65)
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
19. Birna Jóhannsdóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
('67)
Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
('65)
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
7. Renae Nicole Cuellar
11. Diljá Ýr Zomers
('81)
13. Helga Guðrún Kristinsdóttir
('67)
17. María Sól Jakobsdóttir
Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
Kjartan Sturluson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Gréta Guðnadóttir
Guðný Guðnadóttir
Sigurður Már Ólafsson
Þórdís Ólafsdóttir
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ásmundur flautar til leiksloka með sannfærandi 1-0 sigur Blika í Garðabæ.
Stjarnan virkaði aldrei líkleg eftir fyrstu mínútuna í leiknum og þetta var algjör einstefna. Eiginlega ót´rulegt að þessi leikur fór aðeins 1-0.
Skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld!
Stjarnan virkaði aldrei líkleg eftir fyrstu mínútuna í leiknum og þetta var algjör einstefna. Eiginlega ót´rulegt að þessi leikur fór aðeins 1-0.
Skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld!
92. mín
Breiðablik í stórsókn! Fyrst fær Berglind færi en varnarmenn komast fyrir skotið hennar! Svo nær Hildur Antons boltann og nær skoti sem fer í varnarmann og að lokum á Andrea skot sem fer langt yfir!
89. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu upp við vinstri hornfánann á vallarhelmingi Stjörnunar.
Agla tekur spyrnuna en hún fer yfir allan pakkann.
Agla tekur spyrnuna en hún fer yfir allan pakkann.
87. mín
Alexandra fær boltann inn á teig eftir fyrirgjöf frá Öglu en skotið fór í varnarmann og þaðan í fangið á Birtu!
85. mín
Frábær sprettur hjá Sólveigu sem að lætur svo bara vaða á markið en Birta ver í horn!
14 hornspyrnur hjá Blikum í dag og Birta grípur boltann enn og aftur! Hún virðist bara eiga þennan teig.
14 hornspyrnur hjá Blikum í dag og Birta grípur boltann enn og aftur! Hún virðist bara eiga þennan teig.
82. mín
Af hverju stopparu ekki leikinn Ásmundur??
Hann slær Maríu Evu niður og hún steinliggur. Algjörlega óvart en hún dettur svo mjög illa og lendir á mjöðminni!
Hann slær Maríu Evu niður og hún steinliggur. Algjörlega óvart en hún dettur svo mjög illa og lendir á mjöðminni!
80. mín
Berglind skorar en flaggið fer á loft! Frábær sending hjá Öglu og vel klárað hjá Berglindi en því miður fyrir Blika var þetta rangstæða og telur því ekki!
78. mín
Stórhættuleg sókn hjá gestunum! Sólveig fær sendingu og nær henni rétt áður en enboltinn fer afutr fyrir endalínu og kemur með fyrirgjöf sem að Birta kemst í rétt á undan Berglindi.
77. mín
Arna Dís gerir vel þegar hún stoppar Öglu Maríu ein á móti einni! Virkilega flottur varnarleikur.
74. mín
Hildur Antons reynir skot eftir sendingu frá Berglindi en skotið er veikt og fer yfir markið.
Dómarinn stoppar leikinn því boltasækjarinn er í blárri peysu og ekki í vesti! Allar reglur á hreinu hjá Ásmundi í þeim málum.
Dómarinn stoppar leikinn því boltasækjarinn er í blárri peysu og ekki í vesti! Allar reglur á hreinu hjá Ásmundi í þeim málum.
72. mín
Ég sé bara ekki í kortunum að Stjarnan sé að fara jafna þennan leik. Breiðablik virðast hafa öll völd á vellinum en meðan staðan er 1-0 þá er allt hægt!
70. mín
Ég ætlaði að fara nefna það einmitt að þessar skiptingar hafa aðeins drepið tempóið í þessum leik.
Það eru tuttugu mínútur eftir af þessum leik. Ætlar Stjarnan að gera eitthvað eða sigla Breiðablik þessu heim?
Það eru tuttugu mínútur eftir af þessum leik. Ætlar Stjarnan að gera eitthvað eða sigla Breiðablik þessu heim?
70. mín
Inn:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik)
Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
67. mín
Inn:Helga Guðrún Kristinsdóttir (Stjarnan)
Út:Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan)
65. mín
Inn:Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjarnan)
Út:Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan)
Ég myndi kasta í sóknarskiptingu ef ég væri Kristján en hann skiptir um hægri bakvörð.
62. mín
HENDI VÍTI??? nei segir Ásmundur!
ÚFF þetta var að öllum líkindum vítaspyrna sem að Breiðablik átti að fá þarna! Berglind kemur á móti boltanum og setur hann á Alexöndru sem að rennir honum út á kantinn á Karólínu sem að kemur með fasta fyrirgjöf sem að fer í löppina á Kolbrúnu og upp í hendina á henni sem var alveg þráðbein út til hliðanna.
ÚFF þetta var að öllum líkindum vítaspyrna sem að Breiðablik átti að fá þarna! Berglind kemur á móti boltanum og setur hann á Alexöndru sem að rennir honum út á kantinn á Karólínu sem að kemur með fasta fyrirgjöf sem að fer í löppina á Kolbrúnu og upp í hendina á henni sem var alveg þráðbein út til hliðanna.
60. mín
13-0.. ég endurtek 13-0 í hornum fyrir Breiðablik, ætla þær ekkert að fara nýta hornspyrnunar?
Svarið er nei því Birta grípur þessa auðveldlega.
Svarið er nei því Birta grípur þessa auðveldlega.
59. mín
Þetta var mögulega eitt slappasta skot sem ég hef séð á mínum ferli sem textalýsandi. Edda María reynir skot af svona 40 metrum og boltinn fer svo langt framhjá að ég sá ekki hvert hann fór í blaðamannastúkunni.
57. mín
Geggjaður þríhyrningur á milli Áslaug Mundu og Öglu Maríu en Hildigunnur vinnur vel til baka og nær að renna sér í boltann áður en Áslaug kemur með fyrirgjöf.
56. mín
Hildigunnur gerir virkilega vel út á kanti þegar hún fer framhjá varnarmanni og nær svo að lokum fínni fyrirgjöf en boltinn fer rétt yfir allan pakkan og Blikar ná honum að lokum.
55. mín
Seinni hálfleikur er nánast alveg eins og sá fyrri. Breiðablik heldur boltanum og Stjarnan eltir.
50. mín
Breiðablik fær aðra hornspyrnu....
Þær taka það stutt og Áslaug Munda kemur með fyrirgjöf sem að Berglind skallar yfir úr hörku hörku færi! Hún skorar líklegast í næsta færi en "Third time is the charm".
Þær taka það stutt og Áslaug Munda kemur með fyrirgjöf sem að Berglind skallar yfir úr hörku hörku færi! Hún skorar líklegast í næsta færi en "Third time is the charm".
49. mín
Breiðablik fær hornspyrnu... ég lýg því ekki, hornspyrna númer 10.
Áslaug Munda kemur með fína spyrnu inn á teiginn en Stjörnukonur ná að hreinsa að lokum í aðra hornspyrnu.
Hildur Antons nær skallanum eftir þá seinni en Kolbrún Tinna kemst fyrir það.
Áslaug Munda kemur með fína spyrnu inn á teiginn en Stjörnukonur ná að hreinsa að lokum í aðra hornspyrnu.
Hildur Antons nær skallanum eftir þá seinni en Kolbrún Tinna kemst fyrir það.
48. mín
Mér sýnist ég sjá Önnu Björk leikmann PSV Eindhoven mætta í stúkuna og situr þar með Önnu Maríu Baldurs leikmanni Stjörnunar sem hefur því miður verið meidd í allt sumar.
45. mín
Inn:Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (Breiðablik)
Út:Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Blikar gerðu skiptingu í hálfleik. Ásta líklegast meidd og fer Selma í hægri bak og Andrea á miðjuna.
45. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað. Er 100% viss við fáum alla vega tvö mörk í seinni hálfleik!
45. mín
Hálfleikur
Stórstjörnuvaktinn er mætt!
Nánast allt þjálfara teymi landsliðsins er mætt til að horfa á leikinn. Lillý Rut og Guðný Árna varnarmenn Vals sitja líka í stúkunni og enginn önnur en Lára Kristín Pedersen fyrrum leikmaður Stjörnunar og núverandi leikmaður Þór/KA er mætt í einnri allra svölustu lopapeysu sem ég hef séð! Ég væri alveg til í að vita hvar hún fékk hana svo Lára hit me up ef þú sérð þetta!
Nánast allt þjálfara teymi landsliðsins er mætt til að horfa á leikinn. Lillý Rut og Guðný Árna varnarmenn Vals sitja líka í stúkunni og enginn önnur en Lára Kristín Pedersen fyrrum leikmaður Stjörnunar og núverandi leikmaður Þór/KA er mætt í einnri allra svölustu lopapeysu sem ég hef séð! Ég væri alveg til í að vita hvar hún fékk hana svo Lára hit me up ef þú sérð þetta!
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í þessum leik og líkt og bæjarfélagið sem að Breiðablik kemur úr þá er mikið um einstefnu hérna.
Breiðablik hafa verið mun hættulegri og líklegri og Stjarnan bara eiginlega ekkert líkleg ef ég á að segja eins og er.
Ég ætla koma mér út í ferska lofti og taka þátt í pönnuboltanum fyrir utan stúkuna.
Breiðablik hafa verið mun hættulegri og líklegri og Stjarnan bara eiginlega ekkert líkleg ef ég á að segja eins og er.
Ég ætla koma mér út í ferska lofti og taka þátt í pönnuboltanum fyrir utan stúkuna.
43. mín
Ég er ekki að grínst... Breiðablik er að fá sína 9 hornspyrnu í fyrri hálfleik.
Selma keyrir bara af stað í átt að vörninni og hamrar boltann á markið en Birta ver virkilega vel í horn!
Selma keyrir bara af stað í átt að vörninni og hamrar boltann á markið en Birta ver virkilega vel í horn!
42. mín
DAUÐAFÆRIIII!!
Hildur Antons er í algjöru dauðafæri á markteig en hún nær ekki að setja boltann á markið eftir fyrirgjöf frá Öglu!
Hildur Antons er í algjöru dauðafæri á markteig en hún nær ekki að setja boltann á markið eftir fyrirgjöf frá Öglu!
41. mín
Ég myndi ekki nenna að dekka Öglu Maríu og hvað þá þegar hún kemur á þig á ferðinni. Hún lætur alla aðra líta út eins og snigla þegar hún keyrir af stað!
39. mín
Breiðablik fær sína áttundu hornspyrnu í fyrri hálfleik...
Spyrnan frá Öglu er geggjuð og fer yfir Birtu í markinu en mér sýndis Sóley ná að skalla boltann frá á síðustu s tundu áður sóknarmenn Blika mættu á boltann.
Spyrnan frá Öglu er geggjuð og fer yfir Birtu í markinu en mér sýndis Sóley ná að skalla boltann frá á síðustu s tundu áður sóknarmenn Blika mættu á boltann.
35. mín
Frábært spil hjá gestunum þar sem þær spila sig einfaldlega í gegnum miðju Stjörnunar og endar með því að Berglind leggur boltann á Hildi sem að reynir skot en það fer yfir markið!
32. mín
Karólína reynir skot á markið sem fer beint á Birtu og hún grípur það auðvledlega.
Mér finnst Breiðablik og sóknarmenn þeirra komast fremur auðveldlega framhjá varnarmönnum Stjörnunar þegar þær keyra á þær. Ég vil sjá aðeins meiri grimmd og ákefð í varnarmönnum Stjörnunar.
Mér finnst Breiðablik og sóknarmenn þeirra komast fremur auðveldlega framhjá varnarmönnum Stjörnunar þegar þær keyra á þær. Ég vil sjá aðeins meiri grimmd og ákefð í varnarmönnum Stjörnunar.
31. mín
Ásmundur skammar hérna Eddu Maríu og segir "Ekkert svona, næst er það spjald!" eftir hún reyndi að stöðva álitlega sókn.
28. mín
Breiðablik fær sína 7 hornspyrnu í leiknum.
Það myndast mikill darraðardans í teignum sem endar svo með skoti frá Hildi Antons í stöngina og aftur fyrir!
Það myndast mikill darraðardans í teignum sem endar svo með skoti frá Hildi Antons í stöngina og aftur fyrir!
27. mín
Áslaug Munda kemur með frábæra aukaspyrnu inn á teiginn en Berglind rétt missir af boltanum!
26. mín
Agla vinnur horn fyrir Breiðablik.
Spyrnan er samt slök og fer bara aftur fyrir og í hliðarnetið.
Spyrnan er samt slök og fer bara aftur fyrir og í hliðarnetið.
26. mín
Stjarnan að koma sér aðeins meira inn í leikinn og halda boltanum aðeins betur núna.
22. mín
Þetta eru ekki alveg mínúturnar hennar Sóley. Núna klobbar Hildur Antons hana og Breiðablik færa svo boltann út á vinstri vænginn þar sem það kemur fyrir og Berglind Björg er fyrst á boltann en skot hennar fer í hliðarnetið.
21. mín
VÁÁÁÁÁ!!
Agla klobbar Sóley Guðmunds skemmtilega út á kanti áður en hún kemur með fyrirgjöf sem að fer í gegnum allan pakkann og Stjarnan hreinsar að lokum!
Agla búin að vera gjörsamlega frábær fyrstu 20.
Agla klobbar Sóley Guðmunds skemmtilega út á kanti áður en hún kemur með fyrirgjöf sem að fer í gegnum allan pakkann og Stjarnan hreinsar að lokum!
Agla búin að vera gjörsamlega frábær fyrstu 20.
21. mín
Leikurinn fer svona 87% fram á vallarhelmingi Stjörnunar. Breiðablik heldur bara áfram að sækja og sækja og Stjarnan nær lítið að klukka þær eða halda boltanum þegar þær ná honum.
18. mín
Það var verið að mæta með kaffi í boxið og kolleggi minn hjá MBL var ekki lengi að standa upp enda eru flestir fréttamenn miklir kaffimenn.
15. mín
Ásta Eir vinnur hornspyrnu vinnur Blika.
Áslaug Munda kemur með frábæran bolta á fjær þar sem markamaskínan frá því í síðasta deildarleik Kristín Dís reynir skalla en hann fer rétt yfir markið!
Áslaug Munda kemur með frábæran bolta á fjær þar sem markamaskínan frá því í síðasta deildarleik Kristín Dís reynir skalla en hann fer rétt yfir markið!
15. mín
Breiðablik hafa tekið öll völd á vellinum og Stjarnan kemst lítið í boltann. Kæmi mér ekki á óvart ef að gestirnir setja annað mark á næstu 10 mínútum.
12. mín
nei nei nei! Berglind þú verður að gera betur þarna.
Selma Sól kemur með sturlaðan bolta inn fyrir vörn Stjörnunar og beint í hlaupaleiðina hjá Berglindi sem er ein á móti Birtu og reynir að lyfta boltanum svona framhjá/yfir hana í stað þess bara leggja boltann framhjá henni.
Selma Sól kemur með sturlaðan bolta inn fyrir vörn Stjörnunar og beint í hlaupaleiðina hjá Berglindi sem er ein á móti Birtu og reynir að lyfta boltanum svona framhjá/yfir hana í stað þess bara leggja boltann framhjá henni.
10. mín
Áslaug Munda setur í 9 gír þegar hún keyrir á v-rn Stjörnunar og fær hornspyrnu. Hún er ekkert eðlilega hröð!
10. mín
Agla er allt í öllu fyrstu tíu mínúturnar. Hún reynir núna skot utan af kanti sem að fer rétt yfir slánna, Birta hefði ekki átt séns í þetta skot hefði það farið á markið.
9. mín
Breiðablik aðra hornspyrnu bara í næstu sókn. Þær taka hana stutt og Agla kemur svo með fyrirgjöf sem endar með því að Jasmín og Kristín Dís eru í baráttu við endalínuna og Stjarnan fær markspyrnu.
8. mín
Nei heyrðu mig nú Þórdís Hrönn er mætt á sinn gamla heimavöll og fær sér sæti í stúkunni. Hún sótti þrjú stig á Selfoss í gær og var rétt þar á undan að njóta veðurblíðunar fyrir norðan. Svokölluð Alt Mulig kona!
7. mín
Breiðablik fær horn þegar Kolbrún Tinna skallar fyrirgjöf Öglu aftur fyrir.
Agla tekur hornspyrnuna fasta og notar vindinn þannig að Birta þarf að kýla boltann af marklínunni og yfir.
Breiðablik fær aðra hornspyrnu en sú var arfaslök.... úff
Agla tekur hornspyrnuna fasta og notar vindinn þannig að Birta þarf að kýla boltann af marklínunni og yfir.
Breiðablik fær aðra hornspyrnu en sú var arfaslök.... úff
4. mín
MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Selma Sól Magnúsdóttir
Stoðsending: Selma Sól Magnúsdóttir
Hún er bara ekki hægt þessi stelpa!!
Agla fær sendingu frá Selmu Sól og stingur bara Sigrún Ellu af þegar hún fer framhjá henni og klárar vel í fjærhornið!
1-0 Blix
Agla fær sendingu frá Selmu Sól og stingur bara Sigrún Ellu af þegar hún fer framhjá henni og klárar vel í fjærhornið!
1-0 Blix
1. mín
STÖNGINN!!!
Aníta Ýr kemst í hörkufæri og reynir skot með vinstri sem fer í stöngina! Stjarnan að byrja þennan leik af krafti!
Aníta Ýr kemst í hörkufæri og reynir skot með vinstri sem fer í stöngina! Stjarnan að byrja þennan leik af krafti!
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON!! Liðin skiptu um vallarhelming fyrir leik þar sem Breiðablik vann uppkastið og vilja byrja á því að sækja með vindi!
Stjarnan byrjar með boltann og sækja í átt að Garðartorgi
Stjarnan byrjar með boltann og sækja í átt að Garðartorgi
Fyrir leik
Bæði lið eru mætt út á völl að hita og að sjálfsögðu er Paló mættur einnig að fylgjast með og skoða völlinn ásamt því að sýna nokkrar listir með boltann. Paló er það sem við köllum alvöru stuðningsmaður enn hann mætir á nánast alla leiki Stjörnunar bæði karla og kvenna í öllum íþróttagreinum!
Byrjunarlið Breiðabliks à kvöld!
— Blikar.is (@blikar_is) June 6, 2019
💚💚💚#fotboltinet #Blikarkoma #pepsimaxdeildin pic.twitter.com/5PBttcBWGH
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.
Hjá Stjörnunni er fuyrirliðinn Sóley Guðmunds á sínum stað en hún hefur verið virkilega öflug í upphafi móts eftir að hafa komið í sumar frá ÍBV. Jasmín Erla er á miðjunni og Birta Guðlaugs stendur í markinu en margir telja hana framtíðar landsliðskonu fædd árið 2001 en er einn af lykil leikmönnum Stjörnunar.
Hjá Breiðablik byrjar Agla María Albertsdóttir en sú hefur verið geggjuð í upphafi móts og virðast fáir geta stoppað hana á hennar degi hún myndar frábært teymi með Áslaug Mundu á vinstri kantinum og svo er það Berglind Björg sem að leiðir framlínuna.
Hjá Stjörnunni er fuyrirliðinn Sóley Guðmunds á sínum stað en hún hefur verið virkilega öflug í upphafi móts eftir að hafa komið í sumar frá ÍBV. Jasmín Erla er á miðjunni og Birta Guðlaugs stendur í markinu en margir telja hana framtíðar landsliðskonu fædd árið 2001 en er einn af lykil leikmönnum Stjörnunar.
Hjá Breiðablik byrjar Agla María Albertsdóttir en sú hefur verið geggjuð í upphafi móts og virðast fáir geta stoppað hana á hennar degi hún myndar frábært teymi með Áslaug Mundu á vinstri kantinum og svo er það Berglind Björg sem að leiðir framlínuna.
Fyrir leik
Aðstæður í Garðabæ eru með fínasta móti í kvöld. Það blæs ágætlega á annað markið en það er heiðskírt og nokkuð hlýtt. Það birtist meira segja regnbogi á vellinum meðan verið er að vökva hann!
Stúkan hérna er oft kölluð frystikistan og ekki að ástæðulausu ég hef verið hérna í 15+ gráðum í stúkunni og samt var frost í henni. Hvet fólk til að taka með sér fína úlpu nema það ætli að standa upp við skiltinn við hliðina á vellinum. Þar er alltaf sól og vel hlýtt!
Stúkan hérna er oft kölluð frystikistan og ekki að ástæðulausu ég hef verið hérna í 15+ gráðum í stúkunni og samt var frost í henni. Hvet fólk til að taka með sér fína úlpu nema það ætli að standa upp við skiltinn við hliðina á vellinum. Þar er alltaf sól og vel hlýtt!
Fyrir leik
Stjarnan sitja í 4 sæti með 9.stig en þær fengu skell í síðustu umferð þegar þær töpuðu fyrir ÍBV 5-0 út í eyjum. Breiðablik eru hinsvegar ennþá taplaust eftir fyrstu 5.umferðirnar og sitja í toppsætinu ásamt Val.Bæði þessi lið töpuðu í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins síðustu helgi.
Selfoss hafði betur gegn Stjörnunni 3-2 í framlengdum leik í Garðabænum á meðan Breiðablik tapaði óvænt 1-0 gegn Fylki í Árbænum og eru núverandi bikarmeistarar því úr leik!
Selfoss hafði betur gegn Stjörnunni 3-2 í framlengdum leik í Garðabænum á meðan Breiðablik tapaði óvænt 1-0 gegn Fylki í Árbænum og eru núverandi bikarmeistarar því úr leik!
Byrjunarlið:
Sonný Lára Þráinsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
('70)
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
('45)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir
('93)
27. Selma Sól Magnúsdóttir
Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
14. Berglind Baldursdóttir
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
('70)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
('93)
Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Fjolla Shala
Ólafur Pétursson
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson
Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir
Gul spjöld:
Rauð spjöld: