Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Grótta
0
0
Fjölnir
07.06.2019  -  19:15
Vivaldivöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Atli Gunnar Guðmundsson (Fjölnir)
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
Pétur Theódór Árnason ('87)
Halldór Kristján Baldursson
2. Arnar Þór Helgason
3. Bjarki Leósson
6. Sigurvin Reynisson (f)
9. Axel Sigurðarson
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
19. Axel Freyr Harðarson
25. Valtýr Már Michaelsson
29. Óliver Dagur Thorlacius

Varamenn:
12. Theodór Árni Mathiesen (m)
11. Sölvi Björnsson
14. Björn Axel Guðjónsson
17. Agnar Guðjónsson
17. Gunnar Jónas Hauksson ('87)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Garðar Guðnason
Bjarni Rögnvaldsson
Dagur Guðjónsson
Halldór Árnason

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Siggi Þrastar flautar til leiksloka.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
Kristófer Orri með slaka spyrnu beint á kollinn á Gumma Kalla.
90. mín
Axel Freyr keyrir á Valda og sækir aukaspyrnu úti vinstra megin.
87. mín
Inn:Gunnar Jónas Hauksson (Grótta) Út:Pétur Theódór Árnason (Grótta)
85. mín
Inn:Jón Gísli Ström (Fjölnir) Út:Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir)
Sigurpáll eitthvað meiddur.
83. mín
FÆRI!

Pétur kemst í 1v1 stöðu á Begga Ólafs og fer framhjá honum á hægri fótinn og reynir að setja boltann innanfótar í fjær en Atli búinn að lesa það og ver!
80. mín
Gróttumenn farnir að herja aðeins á Fjölni eins og er.

Axel Sig með skemmtileg einstaklingsframtök.
77. mín Gult spjald: Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir)
Tímabært spjald á Sigurpál, núna fer hann bara beint aftan í Gróttumann.
75. mín
Frábær sókn hjá Fjölni!

Valdi sendir á Inga Kort sem snýr tvisvar og spilar svo aftur upp í hornið á Valda sem leggur boltann út á Hansa sem hittir ekki rammann.
73. mín
Enn eitt skotið frá Sigurpál, nú fær hann horn.

Grótta hreinsar.
71. mín
VÁ!

Pétur battar boltann niður á Óliver sem tekur skotið í fyrsta í stöngina!! - Þarna voru Fjölnismenn stálheppnir.
70. mín
Nú fær Fjölnir horn.

Hákon grípur.
68. mín
DAUÐAFÆRI!

Spyrnan frá Kristó lendir á slánni, þaðan kemur svo flikk fyrir markið og þar er Gróttumaður aaaleinn að setja hann yfir línuna en Atli Gunnar ver!!!

Beggi hreinsar svo af línunni.
67. mín
Flott spyrna hjá Kristó og Atli fer í eitthvað skógarhlaup en boltinn aftur í horn.
67. mín
Flott einstaklingsframtak hjá Axel Sig og Grótta fær horn.
60. mín
Inn:Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir) Út:Kristófer Óskar Óskarsson (Fjölnir)
60. mín
Sigurpáll brýtur hérna tvisvar á 6 sekúndum til að stoppa skyndisókn Gróttu og sleppur á einhvern óskiljanlegan hátt við spjald.

Grótta á aukaspyrnu úti hægra megin.
58. mín
Fjölnir fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Gróttu.

Jóhann Árni smellir honum yfir pakkann í teignum og afturfyrir.
53. mín
Allskonar þvæla inná vítateig Gróttu sem endar með dauðafæri Fjölnis en Halldór Kristján hreinsar á síðustu stundu!
49. mín
Fjölnir fær horn.

Arnór Breki með geggjaðan bolta og Hansi skallar en beint á Hákon.
46. mín
FÆRI!

Kristófer keyrir að teignum og leggur boltann út á Gumma Kalla sem sólar einn og er að munda vinstri löppina en Sigurvin hendir sér fyrir og hreinlega bjargar marki!
46. mín
Þetta er komið af stað aftur!

Nú byrja Fjölnismenn.
45. mín
Hálfleikur
Siggi flautar til hálfleiks.

Vonandi messa Óskar og Ási yfir sínum mönnum og biðja þá um að skora mörk í seinni hálfleik!
45. mín
Grôtta tapar boltanum á eigin vallarhelming og Gummi Kalli setur boltann beint á Albert sem reynir skotið úr erfiðri stöðu, boltinn rúllaði til Hákons.
44. mín
Hansi sækir hér hornspyrnu uppúr einhverju harki inná teig Gróttu.

Boltinn fer í einhvern darraðadans þarna og endar svo í markspyrnu.
42. mín Gult spjald: Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Gróttumenn taka aukaspyrnu hratt og negla beint í Hansa sem var ekkert að reyna að vera fyrir og fær gult.
40. mín
Inn:Valdimar Ingi Jónsson (Fjölnir) Út:Elís Rafn Björnsson (Fjölnir)
Elís fer hér meiddur ad velli, lítur út eins og tognun aftan í læri.
37. mín
Það er að lifna hressilega yfir heimamönnum, Fjölnir kemst ekki af eigin vallarhelming þessar mínúturnar.
35. mín
Kristófer tekur skotið, yfir.

Þetta var alvöru séns fyrir heimamenn.
34. mín
Axel Sig keyrir að vítateig Fjölnis og hleypur á varnarmann og fær brot á stórhættulegum stað!
33. mín
DAUÐAFÆRI!

Grótta heldur pressunni á Fjölni og Axel Freyr keyrir inn á teiginn og á skot úr þröngri stöðu sem Atli ver beint út í teiginn, þar er Pétur fyrstur að átta sig en skýtur í Atla og þaðan bjargar Beggi af línu!
32. mín
Valtýr með flotta tilraun, í varnarmann og rétt yfir!

Hornspyrnan frá Kristófer yfir allan pakkann.
29. mín
Flott sókn hjá Gróttu!

Halldór Kristján skallar boltann beint á Axel sem skilur Jóhann Árna eftir og keyrir á Arnór Breka, sendir boltann fyrir og Pétur skallar yfir!
28. mín
Nú reynir Sigurpáll skotið af 30 metrunum, yfir...
26. mín
Grótta fær aukaspyrnu úti hægra megin.

Kristófer Orri tekur spyrnuna - Rasmus skallar frá.
25. mín
Fjölnir fær horn!

Gummi Kalli tekur spyrnuna.

Hákon kýlir boltann frá.
22. mín
Jæja það kom álitleg sókn, Fjölnir spilar ágætlega upp vinstra megin og svo lyftir Kristófer boltanum skemmtilega á fjær þar sem Hansi er í dauðafæri en skallar beint á Hákon og er flaggaður rangstæður í þokkabót.
21. mín
Sigurpáll er kominn með nóg af þessum leiðindum og reynir skotið af 35 metrunum, þokkalega langt frá markinu...
18. mín
Ekkert að frétta þessar síðustu mínútur, bæði lið bara að rúlla boltanum án þess að komast í góðar stöður.
7. mín
Grótta fær aukaspyrnu vinstra megin á miðjum vallarhelming Fjölnis.

Spyrnan upp í vindinn og þægilega í krumlurnar á Atla.
5. mín
Fjölnismenn sækja og sækja þessar fyrstu mínútur og Gróttumenn bjarga sér ítrekað á síðustu stundu, þessi sóknarhrina enda með slöku skoti frá Jóhanni Árna.
2. mín
Gróttumenn fá dæmda rangstöðu á Kristófer Óskar við gríðarlegan fögnuð einhvers meistara í stúkunni.
1. mín
Fjölnismenn byrja á að pressa aggressíft og reyna að setja heimamenn í vesen í uppspilinu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað!

Gróttumenn byrja með boltann og sækja í átt frá sundlauginni...
Fyrir leik
Liðin eru að labba inná völlinn undir handleiðslu Sigga Þrastar, þetta er að bresta á!

Bjössi Breiðfjörð spilar Kickstart My Heart undir.
Fyrir leik
12 mín í leik og Gróttustrákarnir eru búnir að pakka saman og farnir inn í klefa.

Fjölnismenn ætla að njóta sólarinnar aðeins lengur og eru að senda á milli hérna.
Fyrir leik
Liðin eru komin út að hita, ég finn það að menn eru gíraðir í þetta verkefni, bæði lið ætla sér sigurinn.

Grótta slítur sig vel frá neðstu sætunum með sigri en Fjölnismenn ríghalda í efsta sætið með sigri.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér til hliðar.

Ekkert óvænt í þessu.
Fyrir leik
Fjölnir spilar sína heimaleiki á grasi og þeirra eina tap í deildinni kom gegn Fram á gervigrasinu í Safamýri.
Fyrir leik
Athygli vekur að Grótta hefur einungis fengið eitt stig á gervigrasi í sumar og það kom á heimavelli, en þeir hafa unnið báða sigrana sína á grasi, gegn Þórsurum og Keflavík.
Fyrir leik
Ég reikna með mörkum í kvöld, vonandi lætur fólk sjá sig í stúkunni.

Sól og blíða hérna á Nesinu!
Fyrir leik
Fjölnismenn sitja á toppi deildarinnar með 12 stig á meðan heimamenn í Gróttu eru með 7 stig í 7. sæti.
Fyrir leik
Ég reikna með hörku leik hér í veðurblíðunni þar sem sennilega besta lið deildarinnar mætir klárlega djarfasta liði deildarinnar.
Fyrir leik
Góða kvöldið gott fólk og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Gróttu og Fjölnis!
Byrjunarlið:
12. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson ('85)
8. Arnór Breki Ásþórsson
14. Albert Brynjar Ingason
23. Rasmus Christiansen
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
30. Elís Rafn Björnsson ('40)
31. Jóhann Árni Gunnarsson
32. Kristófer Óskar Óskarsson ('60)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
2. Valdimar Ingi Jónsson ('40)
7. Ingibergur Kort Sigurðsson ('60)
9. Jón Gísli Ström ('85)
16. Orri Þórhallsson
26. Ísak Óli Helgason
33. Ísak Atli Kristjánsson
33. Eysteinn Þorri Björgvinsson

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Steinar Örn Gunnarsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Magnús Birkir Hilmarsson

Gul spjöld:
Hans Viktor Guðmundsson ('42)
Sigurpáll Melberg Pálsson ('77)

Rauð spjöld: