Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
45' 2
1
Breiðablik
Ísland
1
0
Albanía
Jóhann Berg Guðmundsson '22 1-0
08.06.2019  -  13:00
Laugardalsvöllur
Undankeppni EM
Aðstæður: Það er summer! Ekkert flóknara en það.
Dómari: Bobby Madden (Skotland)
Áhorfendur: 8968 manns
Byrjunarlið:
6. Hjörtur Hermannsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('56)
8. Birkir Bjarnason
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
5. Sverrir Ingi Ingason
9. Kolbeinn Sigþórsson ('63)
22. Jón Daði Böðvarsson
23. Hörður Björgvin Magnússon

Liðsstjórn:
Erik Hamren (Þ)
Haukur Björnsson
Friðrik Ellert Jónsson
Rúnar Pálmarsson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Lars Eriksson
Pétur Örn Gunnarsson
Tom Joel

Gul spjöld:
Rúnar Már Sigurjónsson ('33)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá flautar Bobby dómari til leiksloka og 1-0 sigur Íslands staðreynd! Jóhann Berg með geggjað sigurmark. Viðtöl koma síðar.
90. mín
KOLBEINN SVO NÁLÆGT ÞVÍ!!!!

Arnór Sig hér með geggjað hlaup inná teig Albana og setur boltann fyrir á Kolbein en skot hans er full laust og Berisha ver vel í markinu.
90. mín
Gylfi vinnur hér boltann vel af Ndjoj og reynir skot frá miðju. Bersiha er hins vegar vel vakandi og grípur boltann auðveldlega.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við.
89. mín Gult spjald: Amir Abrashi (Albanía)
Reyndi að rífa Arnór Ingva upp eftir að hann lá eftir olnbogaskotið.
89. mín
Ari Freyr með fast skot í fyrsta langt utan af velli en það er beint á Berisha í markinu.
88. mín Gult spjald: Kastriot Dermaku (Albanía)
Gefur Arnóri Ingva olnbogaskot.
87. mín
Albanir að dæla hér boltum í teiginn trekk í trekk en alltaf er einhver Íslendingur fyrstur í boltann. Góð vörn hjá strákunum.
85. mín
Ermir Lenjani með fasta fyrirgjöf en sem betur fer fyrir Ísland er Kári Árnason á hárréttum stað og kemur boltanum frá.
84. mín
Aukaspyrna Gylfa fer aftur fyrir endamörk.
84. mín
Brotið á Arnóri Sig út á velli. Gylfi tekur.
82. mín
Emanuele Ndoj fær hér góðan tíma til að athafna sig fyrir utan teig Íslands en skot hans er yfir markið.
81. mín
Inn:Arnór Sigurðsson (Ísland) Út:Rúnar Már Sigurjónsson (Ísland)
Hinn ungi Arnór Sigurðsson að koma inná. Margir sem að kölluðu eftir því að hann myndi byrja þennan leik.
79. mín
Inn:Armando Sadiku (Albanía) Út:Sokol Çikalleshi (Albanía)
Lokaskipting Albana.
77. mín
Kolbeinn vinnur hér vel í teignum og er kominn í gott færi en er dæmdur brotlegur.
73. mín
Ísland meira með boltann þessa stundina en ná ekki að skapa sér neitt af viti.
71. mín
Inn:Emanuele Ndoj (Albanía) Út:Taulant Xhaka (Albanía)
68. mín
Inn:Ergys Kaçe (Albanía) Út:Migjen Basha (Albanía)
Fyrsta skipting Albana.
67. mín
Gylfi Sigurðsson með góða aukaspyrnu inná teiginn beint á Kára en skot hans er framhjá.
63. mín
Inn:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland) Út:Viðar Örn Kjartansson (Ísland)
Kolbeinn kemur inn fyrir Viðar við mikinn fögnuð stuðningsmanna Íslands. Kolbeinn að sjáfsögðu mikið verið meiddur undanfarin þrjú ár og vakti það mikla athygli þegar að hann var valinn í hópinn.
63. mín
Kolbeinn Sigþórsson er að koma inná.
61. mín
Albanir ennþá miklu meira með boltann en finna engar glufur. Birkir Bjarnason er hér sparkaður niður og liggur aðeins eftir. Hann harkar það síðan af sér og leikurinn getur haldið áfram.
56. mín
Inn:Arnór Ingvi Traustason (Ísland) Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Markaskorarinn farinn af velli. Var eitthvað tæpur fyrir leik.
53. mín
Jóhann Berg og Gylfi hér með fínt spil en Islmaji nær að komast fyrir skot Jóa.
51. mín
Þetta er bara eins og þegar að frá var horfið. Albanir meira með boltann en íslenska vörnin er þétt.
48. mín
Balaj er kominn hér í gegn en Hjörtur gerir vel og tæklar fyrir. Góð vörn hjá Hirti þarna.
46. mín
Þá er leikurinn hafinn að nýju.
45. mín
Hálfleikur
Aukaspyrnan fer beint í vegginn og svo grípur Hannes eftirfylgninni auðveldlega. Strax í kjölfarið flautar Bobby Madden til hálfleiks. Ísland leiðir 1-0.
45. mín
Albanir fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
44. mín
Albanir geysast í skyndisókn eftir hornspyrnuna sem að endar með sendingu ætlaða Hysaj en hún er of löng og fer aftur fyrir endamörk.
43. mín
Gylfi nær fínum bolta núna en varnarmenn Albaníu koma boltanum í horn. Jói Berg ætlar að taka.
43. mín
Ísland fær aukaspyrnu við vítateigshornið. Góður staður fyrir Gylfa og Jóa.



Hér má sjá markið hans Jóa Berg.
39. mín
Þetta er svolítið komið í sama farið og í upphafi leiks. Albanir meira með boltann án þess að skapa sér neitt af viti. Strákarnir okkar ná ekki að tengja spilið nógu vel.
33. mín Gult spjald: Rúnar Már Sigurjónsson (Ísland)
Birkir nær að pota boltanum í átt að Rúnari sem að fær Berisha á móti sér. Rúnar fellur í teignum og fær gult spjald fyrir leikaraskap. Sennilega réttur dómur.
32. mín
Viðar gerir hér mjög vel gegn þremur Albönum og sendir hann á Rúnar sem að er við það að sleppa í gegn en fyrsta snertingin svíkur hann og sóknin rennur út í sandinn.
29. mín
Viðar Örn vinnur aukaspyrnu við vítateigshornið. Góður staður fyrir Gylfa. Aukaspyrnan er hins vegar ekki góð og fer á fyrsta varnarmann sem að hreinsar frá. Ari vinnur boltann og sendir á Aron út á kant sem að setur hann fyrir á Kára en skot hans er hátt yfir.
28. mín
Úff þetta má ekki!!

Jóhann Berg ætlar að hreinsa burtu hornið hjólhestaspyrnu og vill það ekki betur en svo að boltinn berst beint á Albana í teignum sem betur fer komast varnarmenn Íslands fyrir boltann.
28. mín
Kári með fáránlega sendingu til baka ætlaða Hannesi sem að nær ekki til boltans. Albanir fá horn.
22. mín Gult spjald: Migjen Basha (Albanía)
Straujaði Birki eftir að hann senti á Jóa. Bobby gerði vel og leyfði leiknum að halda áfram.
22. mín MARK!
Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Stoðsending: Birkir Bjarnason
VÁÁÁÁ JÓHANN BERG TAKE A BOW!!!!!!!

Birkir Bjarnason kemur boltanum á Jóhann Berg sem að tekur og þvælir þrjá Albana áður en að hann setur hann framhjá Berisha í markinu. Geggjað mark og Ísland leiðir 1-0.
20. mín
Hysaj reynir hér skemmtilega sendingu inná teiginn en Ragnar Sigurðsson er vel á verði og skutlar sér fyrir boltann.
19. mín
Aron Einar með trademark langt innkast og er Viðar fyrsti maður á boltann en skot hans fer hátt yfir markið.
17. mín
Hornið fer ekki yfir Ara Frey sem að er fyrsti maður og Ísland kemst í skyndisókn. Þar er brotið á Gylfa sem að liggur eftir. Menn vilja sjá spjald en Bobby er ekki sammála.
16. mín
Lenjani reynir fyrirgjöf en Hjörtur kemst fyrir. Albanir eiga horn.
13. mín
Víkingaklappið komið í gang til að gefa strákunum boost. Sjáum hvort það virki.
12. mín
Taulant Xhaka hér með góða fyrirgjöf fyrir markið en Ragnar er réttur maður á réttum stað.
9. mín
Gylfi gerir hér vel og vinnur aukaspyrnu út á kanti. Hann tekur hana stutt á Jóhann Berg sem að setur hann inná teiginn en Albanir ná að koma boltanum frá.
8. mín
Albanía meira með boltann fyrstu mínúturnar og strákunum okkar gengur illa að tengja sendingar.
4. mín
USSS ÞARNA MÁTTI EKKI MIKLU MUNA!!

Lenjani að mér sýndist með fyrirgjöf sem að fer yfir alla íslensku vörnina og beint á Hysaj sem að tekur hann í fyrsta en Hannes ver vel.
1. mín
Ari Freyr með skemmtilega chippu inná Viðar Örn sem að er kominn í gegn en er falggaður rangstæður.
1. mín
Leikur hafinn
Þá flautar Bobby Madden leikinn á. Ísland byrjar.
Fyrir leik
Þá ganga liðin inná völlinn og stemmningin er gríðarleg. KOMA SVO ÍSLAND!!!!
Fyrir leik
Það er eitthvað af Albönum í stúkunni. Sem er geggjað. Við fögnum alltaf góðri ástríðu fyrir leiknum.
Fyrir leik
Erik Hamrén gerði þrjár breytingar á liði Íslands eftir tapleikinn gegn Frökkum. Hjörtur Hermansson kemur í hægri bakvörðinn í stað Birkis Más Sævarssonar en þetta er einmitt fyrsti keppnisleikur Hjartar fyrir A-landsliðið. Þá koma þeir Ari Freyr Skúlason og Viðar Örn Kjartansson inn fyrir Hörð Björgvin og Albert Guðmundsson.
Fyrir leik
Liðin mætt út á völl að hita upp og einhverjir áhorfendur að dúkka upp í stúkunni. Ég hvet alla sem að hafa ekkert að gera að taka skyndiákvörðun og skella sér á völlinn. Það eru eflaust einhverjir miðar eftir.
Fyrir leik
Í Albanska liðinu eru leikmenn sem að spila í allskonar deildum. Fyrirliði þeirra í dag Elseid Hysaj spilar til að mynda í Napoli og markmaður þeirra Etrit Berisha spilar fyrir Atalanta, bæði topplið í Seríu A á Ítalíu. Taulant Xhaka spilar fyrir Basel í Sviss en hann er einmitt bróðir Granit Xhaka sem að spilar fyrir Arsenal og Svissneska landsliðið.

Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin klár. Orðrómarnir voru að hluta til réttir en Hannes Þór byrjar hins vegar í markinu. Birkir Már Sævarsson er hins vegar skilinn eftir utan hóps í dag ásamt Rúrik Gíslasyni.

Fyrir leik
Það verður áhugavert að sjá hvernig Erik Hamrén landsliðsþjálfari Íslands stillir liðinu upp í þessum leik en hávær orðrómur hefur verið um að þeir Hannes Þór Halldórsson og Birkir Már Sævarsson byrji ekki í dag. Þessir tveir hafa að sjálfsögðu verið mikilvægir hlekkir í velgengni Íslands undanfarin ár.
Fyrir leik
Það eru ennþá til miðar á leikinn og hægt er að nálgast þá inn á Tix.is. Styðjum við bakið á okkar mönnum!
Fyrir leik
Þar á undnan mættust þessi lið í október 2012 en sá leikur endaði einnig með 2-1 sigri Íslendinga þar sem að Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason skoruðu mörkin. Það sem að leikurinn er samt frægastur fyrir eru ummæli Arons Einars Gunnarssonar um Albaníu fyrir leikinn þar sem að hann kallaði Albani meðal annars glæpamenn. Aron baðst seinna afsökunar á ummælunum.
En nú eru breyttir tímar og svona ummæli hluti af fortíð Íslands..... eða ekki.
Fyrir leik
Strákarnir okkar mættu Albaníu síðast í september 2013 en þá enduðu leikar 2-1 fyrir Íslandi. Það voru þeir Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson sem að skoruðu mörkin. Leikurinn var liður í undankeppni HM sem að fór fram í Brasilíu.
Fyrir leik
Albanir eru einnig með 3 stig eftir tvær umferðir. Þeir byrjuðu þessa undankeppni á að tapa 2-0 fyrir Tyrklandi en unnu svo Andorra 3-0.
Fyrir leik
Jú komiði hjartanlega sæl og blessuð og veriði innilega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik Íslands og Albaníu í Undankeppni EM. Er þetta þriðji leikur okkar Íslendinga í riðlinum en áður hafa strákarnir okkar unnið Andorra 2-0 og tapað á móti heimsmeisturum Frakka 4-0.
Byrjunarlið:
3. Ermir Lenjani
4. Elseid Hysaj
5. Fréderic Veseli
14. Taulant Xhaka ('71)
16. Sokol Çikalleshi ('79)
17. Kastriot Dermaku
18. Ardian Ismajli
19. Bekim Balaj

Varamenn:
12. Alban Hoxha (m)
23. Thomas Strakosha (m)
2. Ylber Ramadani
7. Emanuele Ndoj ('71)
8. Kristi Qose
11. Myrto Uzuni
13. Enea Mihaj
17. Naser Aliji
20. Ergys Kaçe ('68)
21. Odise Roshi

Liðsstjórn:
Edoardo Reja (Þ)

Gul spjöld:
Migjen Basha ('22)
Kastriot Dermaku ('88)
Amir Abrashi ('89)

Rauð spjöld: