Norðurálsvöllurinn
laugardagur 22. júní 2019  kl. 17:00
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Smá vindur á annað markið og glampandi sól. Völlurinn mjög flottur.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Bjarni Gunnarsson(HK)
ÍA 0 - 2 HK
0-1 Bjarni Gunnarsson ('10)
0-2 Valgeir Valgeirsson ('55)
Þórður Þorsteinn Þórðarson , ÍA ('89)
Myndir: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
0. Arnar Már Guðjónsson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson ('68)
7. Þórður Þorsteinn Þórðarson
8. Hallur Flosason ('59)
9. Viktor Jónsson
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
18. Stefán Teitur Þórðarson
22. Steinar Þorsteinsson ('59)
93. Marcus Johansson

Varamenn:
30. Aron Bjarki Kristjánsson (m)
4. Arnór Snær Guðmundsson
6. Albert Hafsteinsson
17. Gonzalo Zamorano ('59)
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('59)
23. Jón Gísli Eyland Gíslason ('68)

Liðstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Einar Logi Einarsson
Gunnar Smári Jónbjörnsson
Kjartan Guðbrandsson
Sigurður Jónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Daníel Þór Heimisson
Hlini Baldursson

Gul spjöld:
Marcus Johansson ('36)
Óttar Bjarni Guðmundsson ('57)
Árni Snær Ólafsson ('57)
Þórður Þorsteinn Þórðarson ('89)

Rauð spjöld:
Þórður Þorsteinn Þórðarson ('89)
@BenniThordar Benjamín Þórðarson
94. mín Leik lokið!
Leiknum er lokið með sigri HK. Skagamenn að tapa sínum þriðja leik í röð í deildinni.
Eyða Breyta
94. mín Emil Atlason (HK) Bjarni Gunnarsson (HK)

Eyða Breyta
93. mín
Arnþór með skot úr aukaspyrnu en yfir markið. Þetta er að fjara út.
Eyða Breyta
90. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma.
Eyða Breyta
89. mín Rautt spjald: Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)
ÞÞÞ í ruglinu!!! Það voru ca 45 sek á milli gulra spjalda hjá honum og hann er farinn í sturtu!!
Eyða Breyta
89. mín Gult spjald: Þórður Þorsteinn Þórðarson (ÍA)

Eyða Breyta
88. mín Máni Austmann Hilmarsson (HK) Ásgeir Marteinsson (HK)

Eyða Breyta
87. mín
Jón Gísli með áægtt skot en Arnar ver vel.
Eyða Breyta
86. mín
Bjarni Gunnars með skot á markið en Árni ver enda beint á hann.
Eyða Breyta
82. mín
HK með horn og Birkir Valur skallar rétt framhjá. HK-ingar nálægt því að setja þriðja markið.
Eyða Breyta
76. mín
Rétt um 15 mín eftir af leiknum og það er ákaflega fátt sem bendir til þess að Skagamenn séu að fara að skora.
Eyða Breyta
73. mín
Lítið að gerast þessa studnina. Skagamenn fengu horn en Tryggvi setti boltann aftur fyrir. Tryggvi ekki búinn að eiga góðan dag.
Eyða Breyta
69. mín
Viktor Jóns í færi en setur hann hátt yfir markið
Eyða Breyta
68. mín Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA)
Jón Gísli fer á miðjuna og Arnar Már í miðvörðinn.
Eyða Breyta
65. mín
Þess má til gamans geta að markið hjá Valgeiri áðan var hans fyrsta fyrir HK í deild/bikar(samkvæmt heimasíðu KSÍ). Gríðarlegt efni þessi drengur en hann er fæddur árið 2002
Eyða Breyta
64. mín
Skagamenn tapa hér boltanum á miðjunni og Arnþór ætla að lyfta yfir Árna í markinu en ekki alveg nógu hátt hjá honum.
Eyða Breyta
63. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (HK)

Eyða Breyta
59. mín Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA) Steinar Þorsteinsson (ÍA)

Eyða Breyta
59. mín Gonzalo Zamorano (ÍA) Hallur Flosason (ÍA)

Eyða Breyta
57. mín Gult spjald: Leifur Andri Leifsson (HK)
Það varð allt vitlaust eftir þetta mark áðan. Óttar virtist detta á Valgeir í teignum og menn að ýta hver öðrum og almennt rugl bara.
Eyða Breyta
57. mín Gult spjald: Árni Snær Ólafsson (ÍA)

Eyða Breyta
57. mín Gult spjald: Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA)

Eyða Breyta
55. mín MARK! Valgeir Valgeirsson (HK)
MAAAAAAARK!!!!!HK ER KOMIÐ Í 0-2!!! Frábær skyndisókn hjá HK og Bjarni með sendingu inn fyrir og Valgeir klárar af yfirvegun.
Eyða Breyta
51. mín
Bjarni Gunnars steinlá hérna eftir samstuð við Marcus en er staðinn upp. Leit ekki vel út í upphafi en það er í lagi með Bjarna.
Eyða Breyta
49. mín
Flott sókn hjá HK sem endar með fyrirgjöf og Bjarni rekur tánna í boltann en nær ekki að stýra honum á markið.
Eyða Breyta
46. mín
Þá er seinni hálfleikur farinn af stað hjá okkur og núna er það HK sem byrjar með boltann og sækir í átt að höllinni. Það er ekki að sjá neinar breytingar á liðunum í hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Akranesi. Skagamenn töluvert meira með boltann en HK leiðir 0-1
Eyða Breyta
45. mín
Úfffff!!! Arnór með fyrirgjöf og Bjarni Gunnars kemst fram fyrir varnarmanninn en boltinn í vondri hæð og hann kassar hanna á markið og beint á Árna.
Eyða Breyta
40. mín
Tryggvi með skot en Arnar ver. Hornspyrna
Eyða Breyta
39. mín
Tryggvi með fyrirgjöf frá vinstri og Viktor nær skallanum en framhjá markinu.
Eyða Breyta
36. mín Gult spjald: Marcus Johansson (ÍA)

Eyða Breyta
32. mín
Viktor með skalla en Arnar ver. Þung pressa frá heimamönnum þessa stundina.
Eyða Breyta
30. mín Gult spjald: Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
Fyrsta gula spjald leiksins. Ekki hár stuðull á að Börkurinn fengi það.
Eyða Breyta
26. mín
HK fékk hérna frábæran möguleika á skyndisókn en Bjarni Gunnars alltof lengi að hlutunum og þurfti að snúa til baka. Voru þrír HK-ingar í teignum.
Eyða Breyta
20. mín
Stefán Teitur með sendingu fyrir úr aukasprnu frá vinstri kantinum en boltinn í gegnum allan pakkann. Þarna vantaði bara smá greddu í menn að reka tánna í boltann.
Eyða Breyta
15. mín
HK fær hérn horn eftir frábæra fyrirgjöf frá Herði Árna. Mikill darraðadns í teignum en Sigurður dæmir brot á HK
Eyða Breyta
13. mín
Fín sókn hjá HK sem endar með fyrirgjör frá Ásgeiri en hún er ekki nógu góð og boltinn endar hjá Árna í markinu.
Eyða Breyta
10. mín MARK! Bjarni Gunnarsson (HK)
MAAAAAAAAARK!!!!!! Það er bara þannig!!! Bjarni Gunnars með geggjað mark! Fær boltann á vítateigslínunni snýr af sér varnarmanninn og hamrar hann uppí hornið!
Eyða Breyta
9. mín
Steinar Þorsteins með skot á mark eftir hornspyrnu Skagamann en laust og beint á Arnar í markinu.
Eyða Breyta
5. mín
Skagamenn mun meira með boltann fyrstu 5 mín. Fá núna aukapsyrnu á hægri kantinum.
Eyða Breyta
2. mín
Skagamenn eru búnir að skipta um kerfi . Eru komnir í 4-3-3 sýnist mér á öllu.
Eyða Breyta
1. mín
Fyrsta sókn leiksins er heimamann. Óttar sendir boltann yfir vörn HK og ÞÞÞ kemur honum fyrir en skallinn hjá Viktor slakur.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá er leikurinn hafinn og það eru Skagamenn sem byrja með boltann og sækja í átt að höllini. Skagamenn að sjálfsögðu gulir og svartir og HK rauðir og hvítir.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fín sókn hjá HK og Ásgeir laumar honum inná Arnþór sem kemur með fyrirgjöf en yfir alla og í innkast.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er að sjálfsögðu einum leik lokið í Pepsimax-deildinni í dag. Breiðablik vann ÍBV 3-1 í Kópavoginum eftir að hafa lent 0-1 undir. Þeir fara því á toppinn amk tímabundið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það eru virkilega huggulegar aðstæður á Akranesi til að fá toppleik. Smá vindur á annað markið en það er glampandi sól. Fullt af fólki í bænum og vonandi fáum við troðfullan völl og mikla stemmningu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin dottin í hús og má sjá þau hér til hliðar. Heimamenn gera þrjár breytingar frá tapinu gegn KR. Arnór Snær, Einar Logi og Albest Hafsteins fara út og inn koma Stefán Teitur, Arnar Már og ÞÞÞ. Hjá HK fara út Emil Atla og Kári Péturs frá tapinu gegn Víkingi og inn koma Bjarni Gunnars og Valgeir Valgeirsson
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég minni fólk á myllumerkið okkar #fotboltinet á twitter í umræðu um leikinn. Það er ekki ólíklegt að valdar færslur birtist í textalýsingunni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Sigurður Hjörtur Þrastarson. Honum til aðstoðar verða Eðvarð Eðvarðsson og Ragnar Þór Bender. Varadóamri er Guðmundur Ársæll Guðmundsson. Eftirlitsmaður KSÍ er svo Jón Sigurjónsson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin hafa mæst 21 í keppnum á vegum KSÍ og þar hafa Skagamenn vinninginn. Þeir hafa unnið 10 leiki á meðan HK hefur unnið 7. Þá hafa liðin fjórum sinnum gert jafntefli. Í þessum leikjum hafa Skagamenn skorað 36 mörk en HK-ingar hafa skorað 18
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég vil minna fólk á að mæta tímanlega á völlinn í dag og gefa sér góðan tíma. Þar sem Norðurálsmótið í 7.flokki fer fram á Akranesi um helgina er mikill fjöldi fólks í bænum og því getur verið erfitt að finna bílastæði nálægt vellinum. Og að sjáflsögðu er frítt á völlin í dag í boði Norðuráls. Ég vil líka hvetja fólk til að fara varlega, það er mikið af krökkum á svæðinu og mikil umferð gangandi vegfarenda.
Eyða Breyta
Fyrir leik
HK-ingar hafa sömuleiðis tapað síðustu tveimur leikjum í deildinni en í síðustu umferð töpuðu þeir fyrir Víking R 2-1 og þeir ætla sér pottþétt sigur hér í dag. HK-ingar sitja í næst neðsa sæti deildarinnar með 5 stig en með sigri hér í dag lyfta þeir sér upp í 9.sætið og upp fyrir bæði Víking og Val.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eftir frábæra byrjun Skagamanna í deildinni í sumar koma þeir inní þennan leik með þrjá tapleiki í röð, tvo í deild og einn í bikarrnum. Þeir eru samt í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig og geta komið sér upp að hlið Breiðabliks í öðru sætinu með sigri í dag. Þeir töpuðu í síðasta leik á heimavelli fyrir KR 1-3 og ljóst að þeir vilja koma sér á sigurbraut aftur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hér mætast nýlíðarnir í deildinni í ár en eins og allir vita þá endaði ÍA í fyrsta sæti í Inkasso-deildinni á síðasta ári á meðan HK-ingar enduðu í örðu sæti. Við megum búast við hörkuleik hérna í dag en liðin gerðu tvö 0-0 jafntefli síðasta sumar í hökruleikjum sem hefðu átt að bjóða uppá mörk, færi svour svo sannarlega til staðar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur góðir og velkominn í beina textalýsingu frá Norðurálsvellinum á Akranesi þar sem við ætlum að fylgjast með leik ÍA og HK í PepsiMax deildinni.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
3. Hörður Árnason
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Ásgeir Marteinsson ('88)
10. Bjarni Gunnarsson ('94)
18. Atli Arnarson
22. Arnþór Ari Atlason
24. Björn Berg Bryde
29. Valgeir Valgeirsson

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
8. Máni Austmann Hilmarsson ('88)
16. Emil Atlason ('94)
17. Kári Pétursson
19. Arian Ari Morina
21. Andri Jónasson
26. Aron Kári Aðalsteinsson

Liðstjórn:
Matthías Ragnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Viktor Bjarki Arnarsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Guðmundur Þór Júlíusson
Sandor Matus

Gul spjöld:
Ásgeir Börkur Ásgeirsson ('30)
Leifur Andri Leifsson ('57)
Arnþór Ari Atlason ('63)

Rauð spjöld: