Kaplakrikavöllur
sunnudagur 23. júní 2019  kl. 19:15
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Hlýtt veður, logn og nokkrir dropar
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Pálmi Rafn Pálmason
FH 1 - 2 KR
0-1 Alex Freyr Hilmarsson ('23)
0-2 Tobias Thomsen ('78)
1-2 Steven Lennon ('80)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
3. Cédric D'Ulivo
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
7. Steven Lennon
8. Kristinn Steindórsson ('72)
9. Jónatan Ingi Jónsson ('46)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason ('82)
16. Guðmundur Kristjánsson
27. Brandur Olsen

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
2. Teitur Magnússon
10. Davíð Þór Viðarsson ('46)
18. Jákup Thomsen ('82)
22. Halldór Orri Björnsson ('72)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
30. Arnar Sigþórsson

Liðstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Ásmundur Guðni Haraldsson
Guðlaugur Baldursson
Eiríkur K Þorvarðsson
Ólafur H Guðmundsson
Hákon Atli Hallfreðsson
Styrmir Örn Vilmundarson

Gul spjöld:
Kristinn Steindórsson ('16)
Hjörtur Logi Valgarðsson ('54)
Davíð Þór Viðarsson ('82)

Rauð spjöld:
@EgillSi Egill Sigfússon
94. mín Leik lokið!
KR með risa sigur og taka toppsætið að nýju.
Eyða Breyta
93. mín
Óskar í dauðafæri en Daði ver í horn, þetta er að fjara út hérna.
Eyða Breyta
91. mín
Þrem mínútum bætt við hér, halda KR-ingar út?
Eyða Breyta
90. mín
Frábær sókn FH sem endar með dauðafæri hjá Jákup en Beitir ver frábærlega í hornspyrnu!
Eyða Breyta
89. mín
Tobias í dauðafæri hér! Kiddi Jóns með frábæra fyrirgjöf beint á Tobias sem er aleinn en hann skallar boltann rétt framhjá markinu, á að skora þarna!
Eyða Breyta
88. mín
Maður hafði ekki undan að skrifa hérna, það komu 2 mörk, 2 gul og 2 skiptingar á engum á örfáum mínútum en FH voru svo nálægt því að jafna stuttu eftir sjálfsmarkið en KR bjargaði á síðustu stundu.
Eyða Breyta
82. mín Jákup Thomsen (FH) Atli Guðnason (FH)

Eyða Breyta
82. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)
Davíð og Kennie voru í einhverjum orðaskiptum og fá báðir gult spjald hérna.
Eyða Breyta
82. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)

Eyða Breyta
80. mín MARK! Steven Lennon (FH), Stoðsending: Steven Lennon
FH minnkar muninn hér strax. Steven Lennon neglir honum í fótinn á Arnóri og þaðan fer boltinn í markið.
Eyða Breyta
79. mín Ægir Jarl Jónasson (KR) Arnþór Ingi Kristinsson (KR)

Eyða Breyta
78. mín MARK! Tobias Thomsen (KR), Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
KR-ingar að komast í 0-2 í Krikanum! Óskar Örn fer á kostum í þessari sókn, lék sér að leikmönnum FH hér rétt áður en hann fékk svo afturn boltann úti á vinstri kantinum og kemur með frábæra fyrirgjöf á Tobias sem stangar boltann í bláhornið.
Eyða Breyta
72. mín Halldór Orri Björnsson (FH) Kristinn Steindórsson (FH)
Kiddi verið slakur í kvöld, kemur útaf fyrir Halldór Orra.
Eyða Breyta
71. mín
Tobias með boltann hægra megin og reynir að koma honum fyrir á Arnþór sem er einn á auðum sjó en Daði fleygir sér út í teiginn og handsamar boltann.
Eyða Breyta
69. mín Skúli Jón Friðgeirsson (KR) Atli Sigurjónsson (KR)
Skúli Jón Friðgeirsson er að koma inná í fyrsta skipti í sumar hérna við mikinn fögnuð KR stuðningsmanna. Frábær tíðindi að Skúli sé mættur aftur á völlinn eftir erfið höfuðmeiðsli.
Eyða Breyta
67. mín
Davíð Þór með frábæra stungu og Lennon ýtir honum inn á Brand sem er einn á auðum sjó á móti Beiti en Beitir ver frábærlega í horn. Þarna verður Brandur að skora, besta færi FH í kvöld.
Eyða Breyta
61. mín
Atli Guðna skallar boltann í netið en Lennon dæmdur brotlegur, setti hendurnar á Arnór, sýnist þetta vera ansi tæpt á að vera brot en aukaspyrna dæmd og markið telur ekki.
Eyða Breyta
59. mín
Hjörtur Logi með aukaspyrnu inn á teiginn en boltinn full fastur, boltinn endar svo í fanginu á Beiti. Arnþór Ingi mjög heppinn að fá ekki spjald fyrir brotið, virtist vera klárt spjald.
Eyða Breyta
57. mín
FH koma öðru horni hans frá, en þessar spyrnur töluvert betri en spyrnur Brands hér í kvöld.
Eyða Breyta
57. mín
Nú mætir Atli Guðna og tekur hornið og það ratar á kollinn á Hirti sem skallar í varnarmann og yfir, annað horn.
Eyða Breyta
56. mín
Brandur með enn eina lélegu hornspyrnuna í leiknum, drífur bara ekki yfir fyrsta mann í kvöld.
Eyða Breyta
54. mín Gult spjald: Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)
Ekki eðlilega heimskulegt hjá Hirti, boltinn fer út af og hann sparkar í pirring sínum í hornfánan og fær gult spjald að launum.
Eyða Breyta
52. mín
Brandur tekur Kennie niður hérna á hægri kantinum, sleppur við spjaldið.
Eyða Breyta
51. mín
Ekkert gerst hérna fyrstu mínúturnar hér en eftir skiptinguna fór Brandur út á kantinn, Björn Daníel í tíuna og Davíð Þór niður í sexuna.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
46. mín Davíð Þór Viðarsson (FH) Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Fyrirliðinn Davíð Þór kemur hér inná í hálfleik fyrir Jónatan Inga.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
KR fara inn í hálfleikinn 0-1 yfir og verið með öll völd á vellinum.
Eyða Breyta
45. mín
Kennie í skotið fyrir utan teig en í engu jafnvægi og skotið eftir því, framhjá.
Eyða Breyta
45. mín
,,Drullið ykkur í gang FH"

,,Andskotans auminga spilamennska er þetta"

Þetta eru meðal setninga sem stuðningsmenn FH hafa látið falla hérna, alls ekki sáttir með spilamennsku sinna manna.
Eyða Breyta
41. mín
Vá Atli Sigurjóns fer í skotið fyrir utan teig og hamrar honum rétt framhjá skeytunum, hélt að þessi myndi syngja í samskeytunum!
Eyða Breyta
37. mín
KR-ingar í hraðri skyndisókn en Atli nær ekki að renna honum í gegn á Tobias, síðan fær Arnþór boltann og setur boltann í höndina á Gumma og KR fá aukaspyrnu.
Eyða Breyta
35. mín
Tobias hendir sér niður hérna, lætur eins og Björn Daníel hafi slegið hann en Egill dæmir ekkert á þetta. Sé ekki hvort hann slái til hans en ég stórefa það.
Eyða Breyta
34. mín
Kiddi Jóns hleður í neglu með hægri fyrir utan teig sem Daði slær yfir, horn sem KR fá.
Eyða Breyta
31. mín
Brandur með hornspyrnu hér en Arnór skallar frá og svo var dæmd aukaspyrna á Pétur Viðars sem braut á Beiti.
Eyða Breyta
27. mín
Kiddi með frábæra stungusendingu í gegn á Jónatan Inga sem er kominn í gegn en Kristinn Jónsson með frábæra tæklingu og bjargar í horn.
Eyða Breyta
23. mín MARK! Alex Freyr Hilmarsson (KR), Stoðsending: Tobias Thomsen
KR-ingar eru komnir yfir í Krikanum! Tobias fær boltann í gegn vinstra megin eftir frábæra stungusendingu Óskars, sýnist hann vera að reyna að skjóta en úr verður fullkomin sending yfir á fjærstöngina þar sem Alex Freyr mætir og rennir honum í autt markið. Gefum Tobias það samt að hann hafi verið að reyna að senda hann þarna frekar en skjóta.
Eyða Breyta
21. mín
Hjörtur of seinn í Atla hérna úti á hægri kantinum og KR heimta spjald á Hjört en einungis aukaspyrna dæmd.
Eyða Breyta
16. mín
Atli skrúar boltann inn að markinu og Daði þarf að hafa sig allan við til að blaka boltanum yfir markið.
Eyða Breyta
16. mín Gult spjald: Kristinn Steindórsson (FH)
Togar Alex Frey niður úti á kanti þegar hann er búinn að missa hann framhjá sér, klárt spjald.
Eyða Breyta
14. mín
Hjörtur Logi með fyrirgjöf sem er skölluð frá af KR en boltinn hrekkur á Björn Daníel sem smellir honum á lofti rétt framhjá markinu, alls ekki galin tilraun og hefði verið lúxusmark.
Eyða Breyta
12. mín
Góð sókn FH-inga hér endar með að Lennon fær boltann við vítateigshornið hægra megin og smellir skotinu með vinstri rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
11. mín
Óskar reynir að lyfta honum inn fyrir á Tobias en boltinn of hár og beint í fangið á Daða.
Eyða Breyta
7. mín
Kiddi Jóns með sprett upp vinstri kantinn og rennir honum út á Pálma sem er í góðu skotfæri en hann hittir boltann illa og skotið langt yfir markið.
Eyða Breyta
4. mín
KR-ingar fá horn hér, Atli með hornið en Gummi skallar boltann langt fram völlinn.
Eyða Breyta
1. mín
Óskar með hann á lofti rétt fyrir utan teig og hleður í skotið með hægri en það fer svo langt yfir að boltinn lendir sennilega ekki fyrr en í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
FH-ingar hefja leik hér í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Egill Arnar Sigurþórsson mun dæma stórleik FH og KR. Þorvaldur Árnason átti að dæma í Krikanum en er veikur og Egill fyllir hans skarð. Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gunnar Helgason eru aðstoðardómarar í kvöld og Pétur Guðmundsson er varadómari.
Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik

Eyða Breyta
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leikEyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

FH gerir eina breytingu á liði sínu frá jafnteflinu við Stjörnuna í síðustu umferð. Guðmann Þórisson er í leikbanni og Cedric D'Ulivo kemur í byrjunarliðið í hans stað.

KR gerir einnig eina breytingu á liði sínu frá 3-2 sigrinum á Val í síðustu umferð. Gunnar Þór Gunnarsson fer á bekkinn og inn í hans stað kemur Kennie Chopart.

Eyða Breyta
Fyrir leikEyða Breyta
Fyrir leik
Þegar þessi lið mættust í fyrra á þessum velli vann FH stórsigur, 4-0, KR láta það nú tæplega gerast aftur í ár. Fyrri leikur liðana í fyrra fór 2-2 í Frostaskjólinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Sögur voru í gangi í síðustu viku um verkfall í herbúðum FH, launagreiðslur hafa eitthvað dregist á langinn og sagan segir að leikmenn fóru frekar í körfubolta en að mæta á æfingu einn daginn. Það er spurning hvernig FH svara þessu í leiknum í kvöld, mun það hafa góð eða slæm áhrif á þá?
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH hefur ekki unnið deildarleik síðan þeir unnu 3-2 sigur a Val þann 20. maí og þurfa nauðsynlega sigur hér í kvöld ætli þeir sér að vera með í einhverri titilbaráttu.

KR er aftur á móti á miklu skriði og eru búnir að vinna 5 leiki í röð í deildinni og fara á toppinn með sigri hér í kvöld.

FH er með 12 stig í 7.sæti fyrir leikinn en KR er í 2.sæti með 20 stig.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og KR á Kaplakrikavelli í 10. umferð Pepsí Max deildar karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('79)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Tobias Thomsen
10. Pálmi Rafn Pálmason
11. Kennie Chopart
17. Alex Freyr Hilmarsson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('69)
25. Finnur Tómas Pálmason

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson ('69)
14. Ægir Jarl Jónasson ('79)
16. Pablo Punyed
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Jón Hafsteinn Hannesson
Friðgeir Bergsteinsson
Halldór Fannar Júlíusson
Magnús Máni Kjærnested

Gul spjöld:
Kennie Chopart ('82)

Rauð spjöld: