Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
Valur
13:00 0
0
Breiðablik
Breiðablik
2
1
HK/Víkingur
1-0 Arna Eiríksdóttir '3 , sjálfsmark
1-1 Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir '80
Agla María Albertsdóttir '93 2-1
24.06.2019  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Smá vindur en vel heitt eins og hefur verið í sumar.
Dómari: Steinar Berg Sævarsson
Áhorfendur: 402
Maður leiksins: Agla María Albertsdottir (Breiðablik)
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Ásta Eir Árnadóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir (f)
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('74)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
14. Berglind Baldursdóttir
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('74)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Pétursson (Þ)
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Fjolla Shala
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
LEIK LOKIÐ!!!

Breiðablik merja sigur á nágrönnum sínum með marki á seinustu sekúndum leiksins!!

Voiðtöl og skýrsla koma seinna í kvöld!
93. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
HVAÐ ER Í GANGI Í ÞESSUM LEIK!!

Agla María Albertsdóttir er að tryggja Breiðablik sigurinn hér! Hún fær boltann fyrir utan teig eftir að hafa tekið stutta hornspyrnu með Áslaug Mundu. Hún lætur svo bara vaða og boltinn fer yfir Audrey í markinu sem virðist ná að snerta boltann en hann endar í fjærhorninu!
90. mín
+3

Síðasti séns?

Breiðablik fær hornspyrnu.
90. mín
+2

Alexandra fer á milli tveggja varnarmanna og reynir skot sem fer af öðrum varnarmanni og beint í fangið á Audrey í markinu!
90. mín
Inn:Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir (HK/Víkingur) Út:Þórhildur Þórhallsdóttir (HK/Víkingur)
90. mín
Við erum mætt í uppbótartíma!
88. mín
Breiðablik liggur á gestunum núna!
87. mín
Gestirnir fá hornspyrnu en Sonný grípur hana auðveldlega.

Breiðablik keyra upp völlinn þar sem boltinn endar hjá Sólveig Larsen sem kemur með frábæran bolta út í teiginn en það er bara engin mætt þar til að taka boltann!
87. mín Gult spjald: Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik)
Fyrir að brjóta á Fatma en dómarinn beytti hagnaði
86. mín
Það eru fjórar mínútur eftir fáum við sigurmark?
84. mín
Breiðablik fær hornspyrnu númer 13 í þessum leik.

Fyrirgefið, þær fá aðra hornspyrnu sem er númer 14 þá í þessum leik.

Allar spyrnur sem koma inn á markteig eru gripnar af Audrey!
83. mín
Svanhildur Ylfa er allt í öllu! Fær hörkufæri en er dæmd rangstæð
82. mín
Ég ætla bara viðurkenna það. Ég trúði aldrei og ég í alvöru gat bara engan vegin séð það í kortunum að HK/víkingur myndi skora í þessum leik en svei mér þá þær settu allt í einu í fluggír sóknarleg og áttu færi eftir færi sem skilaði sér í jöfnunarmarki!
81. mín
Breiðablik fær horn hinum megin á vellinum. Boltinn skoppar út fyrir teiginn á Selmu sem reynir skot en það fer hátt yfir markið!
80. mín MARK!
Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (HK/Víkingur)
HVAÐ ER AÐ GERAST!!!

Varamaðurinn Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir er búin að jafna leikinn!! Hún fær boltann vinstra megin í teignum og á hörkuskot á nær sem Sonný nær ekki að verja og boltinn syngur í netinu!
80. mín
Þrjú skot á 1 mínútu. Gestirnir að tvöfalda marktilraunir sínar á mínútu í seinni hálfleik. Núna reyndi Þórhildur skot sem Sonný varði!
78. mín
BÍDDU NÚ VIÐ!!

HK/Víkingur eru allt í einu bara í færi og það algjöru dauðafæri! Fatma fær boltann fyrir utan teig og reynir skot sem fer af varnarmanni og þaðan inn fyrir á Simone sem aðkemur með hörksukot en Sonný ver það í horn.

HK/Víkingur taka hornð þar sem boltinn endar á fjær hjá Karólínu Jack, hún setur boltann út á Ísabellu sem að reynir skot en það fer langt yfir markið.
76. mín
SLÁINNNN!!

Agla María á skot sem fer af varnarmanni og í slánna! Hvernig er bara 1-0 í alvörunni???

Blikar fá horn þar sem boltinn endar hjá Alexöndru sem á fast skot eftir jörðinni en Audrey ver þá bara með löppunum. Sú er búin að vera stórkostleg í markinu í kvöld!
74. mín
Inn:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
Larsen kemur inn á fyrir Karólínu sem hefur verið spræk.
73. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu vinstra megin við teiginn sem Agla tekur en Audrey grípur bara spyrnuna í markinu.
72. mín
Selma Sól með skot fyrir utan teig sem fer í slánna og yfir markið!!

Strax í næstu sókn er Karólína mætt bara upp á endalínu en Audrey gerir vel og kemur út á móti henni og lokar og Breiðablik fær horn! Spyrnan er inn á markteig en Audrey slær boltann frá.

Tölfræðin er 22 skot frá Blikum og 13 á ramman samkvæmt Andra heimildarmanni og blaðamanni hjá MBL í fjölmiðlaboxinu!
71. mín
Inn:Isabella Eva Aradóttir (HK/Víkingur) Út:Eva Rut Ásþórsdóttir (HK/Víkingur)
Tvöföld skipting hjá gestunum.
71. mín
Inn:Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (HK/Víkingur) Út:Brynhildur Vala Björnsdóttir (HK/Víkingur)
70. mín
Breiðablik sækir upp hægra megin og Breiðablik vinnur horn.
69. mín
Ég ætla tippa á að Kristrún fari útaf eftir smástund. Blikar keyra trekk í trekk upp hægri vænginn og alltaf skapast hætta. Núna leggur Karólína boltann á Selmu sem að reynir skot en Audrey sem fyrr ver í markinu!
68. mín
Ég verð að hrósa varnarlínu HK/Víkings samt! Þær eru að spila hörkuvörn og þrátt fyrir sjálfsmarkið hefur Arna Eiríks verið gífurlega öflug í hafsentnum.
67. mín
Ég er kominn með hálsríg ég horfi svo mikið á annað markið og vallarhelming.
65. mín
Litla fyrirgjöfin frá Öglu! Það er ótrúlegt að staðan sé bara 1-0 ennþá. Agla kemur með geggjaðan bolta núna og Alexandra virðist vera að fara stanga hann í netið á fjær þegar Tinna stígur aðeins inn í hana og vinnur sér stöðu og bjargar því sem bjarga varð!

Breiðablik fær svo hornspyrna og það myndast allskonar vesen á marklínunni hreinlega hjá gestunum en að lokum ná þær að bjarga!
63. mín
Mér finnst gestirnir ekki einu sinni líklegir til að komast í færi. Allar ákvörðunartökur þá meina ég sko ALLAR eru búnar að vera rangar í kvöld á síðasta þriðjung vallarins.
60. mín
Breiðablik fær hornspyrnu.

Ég á ekki til eitt aukatekið orð. Það á ekki að ganga hjá Karólínu í dag svo mikið er víst! Agla kemur með boltann inn á markteiginn þar sem Hildur stekkur upp á móti Audrey og boltinn dettur niður í teignum. Karólína fær hann þar skoppandi tekur eitt touch og ætlar svo að reyna setja boltann á markið en hún hreinlega hitti hann ekki!
58. mín
áááiiii.... Hildur Antons með hörkuskot sem Gígja tekur hreinlega bara beint á bringuna og drepur boltann. Þetta getur ekki hafa verið gott samt!
56. mín
Þá fáum við færið!!!

Breiðablik spilar vörn gestanna sundur og saman sem endar svo með því að Selma gefur fyrir á Alexöndru en mér sýnist það vera Gígja sem nær að komast fyrir skotið hennar og Breiðablik fær horn sem ekkert verður úr.

Þarna bjargaði Gígja marki svei mér þá!
55. mín
Áslaug Munda reynir fyrirgjöf sem fer hátt upp í loftið og Audrey grípur. Ég get ekki sagt að það sé mikið að gerast þessa stundina.
52. mín
Váá Selma Sól fer illa með Kristrúnu út á hægri vængnum og reynir svo fyrirgjöf sem er ætluð Alexöndru en varnarmenn HK/Víkings komast fyrir á seinustu stundu.
51. mín
Karólína Jack gerir mjög vel þegar hún vinnur kapphlaupið við Áslaugu og reynir svo fyrirgjöf sem fer af Áslaug Mundu og í horn. Hornspyrnan er hinsvegar slök og Sonný grípur hana auðveldlega.
48. mín
Aukaspyrnan frá Áslaug Mundu er góð og fer beint á kollinn á Karólínu sem að kemur á fleygiferð á nærsvæðið en skalli hennar fer yfir markið.
47. mín
Fyrsta færi eða skot seinni hálfleiks á Selma Sól en skot hennar fór yfir markið af löngu færi.

Gestirnir gera svo mistök í útsparki sem endar með því að Selma stelur boltanum og fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað hægra megin við teiginn.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn. Ég lofaði að lágmarki þremur mörkum ég stend við það loforð!
45. mín
Hálfleikur
Stórstjörnuvaktinn í hálfleik.

Arnar Þór Viðarsson og Jón Þór landsliðþjálfari sitja í stúkunni. Sýnist ég einnig sjá glitta í Huldu Mýrdal en hún er ein af stofnendum "Heimavöllurinn" sem fjallar alfarið um kvennabolta á öllum helstu samskiptarmiðlunum sem er frábær framtak!
45. mín
Hálfleikur
Steinar ætlar ekki að bæta neinu við enda algjör óþarfi að gera það þar sem engar tafir hafa orðið á þessum leik.

Breiðablik er með öll tök á vellinum og gætu hæglega verið búin að skora fleiri mörk í þessum fyrri hálfleik en Audrey er búin að eiga góðan leik í markinu.
43. mín
Stórhættuleg fyrirgjöf frá Öglu milli markmanns og varnarlínu en það er engin mætt inn á markteig til að reka tánna í boltann!

Breiðablik fær horn sem þær taka stutt og endar með því að þær vinna aðra hornspyrnu.

Þessi seinni spyrna var vægast sagt skeflileg. Áslaug Munda bombaði boltanum bara eftir jörðinni beint í varnarmann HK/Víkings sem stóð fyrir framan hana.
41. mín
Tvær misheppnaðar tilraunir í röð hjá HK/Víking. Fyrst reynir Simone að klippa boltann en það drífur ekki einu sinni aftur fyrir endalínu og svo reynir Fatma skot með vinstri fyrir utan teig en það fór í innkast.
40. mín
KARÓÓÓÓ!!

Vá Karólína aftur nálagt því að skora, fær núna góðan bolta frá Hildi Antons tekur vel við honum og færir svo boltann yfir á vinstri löppina þar sem hún reynir skot en þa ðfer rétt framhjá stönginni fjær!
37. mín
Breiðablik fær hornspyrnu sem Agla ætlar að taka. Spyrnan fer beint inn á markteig þar sem Audrey er eins og drottning í ríki sínu og hirðir boltann.
36. mín
Þetta er ekki bilun í kerfinu.. Agla María var að reyna skot númer 6 eða 7 í þessum leik og í þetta skiptið fer skotið með vinstri fæti rétt yfir markið!
34. mín
Það er kominn smá harka í þetta, það er brotið á Alexöndru sem að kasta sér svo beint í tæklingu á Fatma Kara en dómarinn var búin að dæma aaukaspyrnu handa Blikum. Sú aukaspyrna fer ekki í sögubækurnar því hún var svo arfaslök ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa henni.
32. mín
Agla ætlar sér að skora í dag. Hún reynir aftur skot sem er tiltulega þæginlegt fyrir Audrey í markinu. Kæmi mér lítið á óvart ef að Breiðablik skoraði annað mark fyrir hlé. Kæmi mér ennþá minna á óvart ef það væri Agla sem skoraði það.
31. mín
DAUÐAFÆRI!!!!

Karólína Lea skýtur framhjá úr dauðafæri! Alexandra kemur með frábæra sendingu á milli varnarmanna beint í hlaupið sem Karólína tekur en hún skýtur framhjá úr virkilega góðu færi!
30. mín
Breiðablik heldur bara áfram að sækja. Fara núna upp hægri kantinn áður en boltinn kemur inn í teig á Selmu sem tekur vel við honum og setur boltann svo fyrir á Öglu Maríu en skot hennar virðist fara aðeins í varnarmann og þaðan í fangið á Audrey.
28. mín
Audrey Rose Baldwin góðir hálsar ætlar ekki að fá á sig fleiri mörk í dag!

Hún grípur skot frá Öglu sem virtist vera stefna yfir hana í fjærhornið!
27. mín
Hörkubarátta fyrir utan teig gestanna þar sem Hildur vinnur boltann með tæklingu. Áslaug fær boltann í fínu færi en skot hennar fer í hliðarnetið!
23. mín
Hvaða ruglaði sprettur var þetta hjá Selmu Sól??

Hún keyrir á vörnina og tekur 2 stefnbreytingar og skilur varnarmenn gestanna eftir áður en hún tekur virkilega gott skot niðri í fjær en Audrey ver það í horn!

Blikar fá aðra hornspyrnu upp úr þeirri fyrri og taka hana út fyrir teig þar sem Selma reynir skot. Skotið fer af varnarmanni og út á kant til Öglu sem kemur með geggjaða fyrirgjöf en á ótrúlegan hátt nær Audrey að teygja sig í boltann áður en sóknarmenn Blika komast í hann. Þetta var fáranlega vel gert hjá Audrey.
22. mín
HK/Víkingur við það að sleppa í gegn en sendingu frá Þórhildi á Kolander var alltof laus og Kristín Dís gerði virkilega vel í að koma með tæklingu og hreinsa boltanum útaf á síðustu stundu!
21. mín
Það hlýtur að vera mjög heitt í sólinni því Fatma er að vinna með nýtt lúkk þar sem hún er búin að bretta upp báðar ermar upp á axlir.
19. mín
Smá líf í sóknarleik gestanna þessa stundina. Þórhildur vinnur boltan rétt fyrir utan vítateig Breiðabliks og reynir svo skot með vinstri en það var ekki gott og fór langt framhjá og eiignlega yfir líka.
17. mín
Geggjuuððððð tilþrif hjá Simone Kolander sem að klobbar Áslaug Mundu út á hægri kantinum og fer framhjá henni áður en hún reynir fyrirgjöf eftir jörðinni sem að Sonný nær taki á en var næstum búin að missa boltann þar sem sendinginn var nokkuð föst.
16. mín
Leikurinn fer nánast bara fram á vallarhelmingi getanna. Blikar eru að halda vel í boltann en fá líka fínan tíma til þess í öftustu línu þar sem HK/Víkingur liggja vel til baka þegar Blikar hafa boltann.
14. mín
HK/Víkingur þurfa að koma Fatma Kara aðeins meira í boltann. Hún er potturinn og pannan í sóknarleiknum þeirra og getur búið til hluti upp úr engu.
11. mín
HÖRKUVARSLA!!

Frábær spilamennska hjá Blikum þar sem Agla fær hann út á vinstri leggur hann á Alexöndru inn á miðjunni sem færir hann ennþá lengra á Selmu sem að reynir skot en Audrey ver virkilega vel í markinu. Boltinn fer svo aftur út fyrir teiginn þar sem Hildur reynir skot en það er beint á Audrey í markinu.
9. mín
Stórstjörnuvaktinn! Hlín Eiríksdóttir leikmaður Vals er mætt til að horfa á Örnu systir sína spila. Hlín átti stórleik með Val í Vestmannaeyjum í gær þar sem hún skoraði og lagði upp.
8. mín
Ásta Eir reynir fyrirgjöf en hún fer beint í hendurnar á Audrey. Kristrún gerði virkilega vel í varnarleiknum og þvingaði hana í erfiðan kross.
7. mín
Breiðablik er miklu meira me ðboltann fyrstu mínúturnar eins og við var að búast. HK/Víkingur samt búnar að vera hættulegar þegar þær vinna boltann en vantar að gera betur á síðasta þriðjung.
4. mín
Draumabyrjun fyrir Breiðablik vægast sagt. Hvernig svara HK/Víkingur þessu marki?
3. mín SJÁLFSMARK!
Arna Eiríksdóttir (HK/Víkingur)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Þetta er ekki lengi gert hjá Blikum!!

Frábær spilamennska sem byrjar með sendingu frá Áslaugu fram á Karólínu Leu sem að tekur frábærlega á móti boltanum og rennir honum svo snyrtilega inn í hlaupaleiðina hjá Öglu sem að gefur boltann fyrir þar sem Arna fær hann í sig og boltinn lekur í netið! 1-0 Breiðablik
1. mín
Fyrsta færið eftir aðeins 30 sekúndur!

Alexandra gerir virkilega vel í teignum hjá gestunum þegar hún boltann vel niður og leggur hann svo út á Selmu Sól sem á hörkuskot en það fer framhjá markinu!
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON! Það eru Blikar sem að byrja með boltann.

Ég er í svo góðu skapi í kvöld að ég er handviss um að við fáum alla vega 3 mörk í dag!
Fyrir leik
Vallarþulurinn kynnir inn liðin og hendir svo í eitt gott samba intro því það styttist í leik!

Ég hef séð betri mætingu í stúkuna á Kópavogsvelli en vonandi er fólk bara aðeins of seint á völlinn þar sem lítið er um bílastæði vegna viðburðar í Fífunni. Fyrir "Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar" á Facebook þá hef ég ekki hugmynd um hvaða viðburður það er.
Fyrir leik
Stórstjörnuvaktinn! Eða ætti ég að kalla þetta KR-vaktina? Nei nei höldum okkur við Stórstjörnuvaktina. Arnór Sveinn leikmaður KR og Akureyringurinn samt sem áður KR-ingur Atli Sigurjóns eru mættir á völlinn. Það var game day í gær svo Atli leyfir sér burger enda á hann burgerinn fyllilega skilið eftir frammistöður sínar í síðustu leikjum.
Fyrir leik
Það er bullandi Eurovision þema í gangi núna. Norðmenn komu fyrst og núna er sænska lagið í botni. Virkilega gott "shout out" á Dj-inn.

Bæði lið eru mætt út á völl að hita upp, og nýsteiktir hamborgarar mættir í fjölmiðlaboxið. Þjálfarnir tveir Steini og Þórhallur eru að taka létt spjall á hliðarlínunni.
Selma elskar ad gefa boltanum High Five


Fyrir leik
Það eru virkilega góðar aðstæður á Kópavogsvelli í dag! Það er um 14 stiga hiti þegar þetta er skrifað. Sólin kíkir reglulega fram bakvið skýin og það blæs aðeins en ekkert sem ætti að hafa mikil áhrif á leikinn.

Avicii hljómar í tækjunum á meðan Berglind Björg og Ragna Björg standa út á velli með einn glóðvolgan kaffibolla. Erfitt að finna meiri kaffi manneskju en Berglindi ég get bara staðfest það.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.

Það vekur athygli að það eru einungis 5 varamenn á bekknum hjá Breiðablik í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir er þar að auki ekki með þar sem hún meiddist á mjöðm í landsliðsverkefnunum á móti Finnlandi og Fjolla Shala er einnig í liðstjórn.
Fyrir leik
Þetta er nágrannaslagur af bestu gerð.

Breiðablik er í 2. Sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir fyrstu 6.umferðir íslandsmótsins en með sigri í dag jafna þær Valskonur sem að eru á toppnum með fullt hús stiga eftir sigur á ÍBV í gær.

HK/Víkingur eru hinsvegar í 7. Sæti með 6 stig en þær hafa unnið KR og Fylkir þar sem af er móti.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið hjartanlega velkominn í beina textalýsingu frá leik Breiðablik og HK/Víking í Pepsi Max deild kvenna
Byrjunarlið:
21. Audrey Rose Baldwin (m)
Karólína Jack
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
3. Kristrún Kristjánsdóttir
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir ('71)
5. Fatma Kara
6. Tinna Óðinsdóttir (f)
11. Þórhildur Þórhallsdóttir ('90)
15. Eva Rut Ásþórsdóttir ('71)
17. Arna Eiríksdóttir
20. Simone Emanuella Kolander

Varamenn:
7. Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir ('90)
10. Isabella Eva Aradóttir ('71)
14. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('71)
23. Ástrós Silja Luckas
24. María Lena Ásgeirsdóttir
28. Vigdís Helga Einarsdóttir

Liðsstjórn:
Þórhallur Víkingsson (Þ)
Rakel Logadóttir (Þ)
Milena Pesic
Stefanía Ásta Tryggvadóttir
Ísafold Þórhallsdóttir
Halla Margrét Hinriksdóttir
Ásta Sigríður Guðmundsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: