Nettóvöllurinn
mánudagur 24. júní 2019  kl. 19:15
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Reykjanesgola, sólarglefsur og fallegur völlur
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Áhorfendur: 160
Maður leiksins: Natasha Moraa Anasi
Keflavík 5 - 0 Stjarnan
1-0 Sophie Mc Mahon Groff ('2)
2-0 Sveindís Jane Jónsdóttir ('15)
3-0 Natasha Moraa Anasi ('47)
4-0 Dröfn Einarsdóttir ('64)
5-0 Sophie Mc Mahon Groff ('68)
Byrjunarlið:
1. Aytac Sharifova (m)
3. Natasha Moraa Anasi (f)
5. Sophie Mc Mahon Groff
8. Sveindís Jane Jónsdóttir
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir ('74)
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir
17. Katla María Þórðardóttir ('70)
21. Íris Una Þórðardóttir ('79)
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
12. Katrín Hanna Hauksdóttir (m)
4. Eva Lind Daníelsdóttir
7. Maired Clare Fulton
18. Una Margrét Einarsdóttir ('70)
18. Arnhildur Unnur Kristjándóttir
20. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir
23. Herdís Birta Sölvadóttir
26. Amelía Rún Fjeldsted ('79)
28. Kara Petra Aradóttir ('74)

Liðstjórn:
Marín Rún Guðmundsdóttir
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Haukur Benediktsson
Þorgerður Jóhannsdóttir

Gul spjöld:
Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir ('55)
Katla María Þórðardóttir ('59)

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
90. mín Leik lokið!
Leiknum er lokið með risastórum sigri fyrir heimakonur í Keflavík sem voru frábærar í kvöld. Að sama skapi afar dapurt hjá gestunum og margt sem þarf að laga eftir leik kvöldsins.
Eyða Breyta
90. mín
Una Margrét með geggjaða móttöku og en betri sendingu á Amelíu en fyrsta snertingin sveik hana.
Eyða Breyta
90. mín
Komið fram í uppbótartíma hér.
Eyða Breyta
89. mín
Amelía verið frábær eftir að hún kom inná, búin að taka Kolbrúnu Tinnu í tvígang á stuttum tíma og gjörsamlega jarða hana.
Eyða Breyta
87. mín
Sveindís í dauðafæri ein gegn Birtu eftir geggjaðan undirbúning varamannsins Amelíu en Birta gerir frábærlega og ver frá henni.
Eyða Breyta
86. mín
Natasha með skalla eftir langt innkast en yfir.
Eyða Breyta
84. mín
Keflavíkurliðið bakkað aðeins undanfarnar mínútur og skil ég það fullkomnlega. staðan 5-0 þeim í vil. Keflvíkingar hafa valið sína konu leiksins og í kvöld er það Dröfn Einarsdóttir sem fær fyrir vikið veglegan glaðning frá Keflavík. Óskum henni að sjálfsögðu til hamingju með það.
Eyða Breyta
81. mín
Stjarnan að reyna að klóra í bakkann og sækja en sem fyrr er Natasha fyrir þeim og kemur boltanum frá
Eyða Breyta
79. mín Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík) Íris Una Þórðardóttir (Keflavík)
síðasta skipting þessa leiks.
Eyða Breyta
77. mín
Í kjölfarið á skiptingum heimakvenna hefur Natasha fært sig í miðvörðinn af miðjunni en hún er búinn að vera algjörlega mögnuð í kvöld. Óteljandi skiptin sem hún hefur unnið boltann og hefur verið eins og eldibrandur út um allan völl.

Stórkostlegur leikmaður fyrir Keflavíkurliðið að hafa.
Eyða Breyta
75. mín
Stjarnan í færi!!!!!! Jana Sól með boltann fyrir sem rúllar yfir markteiginn en engin grimmd í sóknarlínu Stjörnunar og boltinn rúllar yfir teiginn.
Eyða Breyta
74. mín Kara Petra Aradóttir (Keflavík) Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Keflavík)
Arndís átt góðan leik. Líkt og Keflavíkurliðið í heild hreinlega.
Eyða Breyta
73. mín
Sophie reynir við þrennu með skoti af 40 metrum. Full bjartsýnt kannski.
Eyða Breyta
73. mín
Aníta Lind með skot/fyrirgjöf en yfir fer boltinn
Eyða Breyta
71. mín Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan) Diljá Ýr Zomers (Stjarnan)
Kristján gerir sína síðustu skiptingu.
Eyða Breyta
70. mín Una Margrét Einarsdóttir (Keflavík) Katla María Þórðardóttir (Keflavík)
Ekki veit ég hvernig þær geta báðar verið númer 18 á skýrslu en Katla María var nú allavega í treyju númer 17.
Eyða Breyta
68. mín MARK! Sophie Mc Mahon Groff (Keflavík), Stoðsending: Kristrún Ýr Holm
Maaaaaaark!!!!!!

Þær eru að slátra Stjörnunni.

Hornspyrna frá Anítu Lind frá hægri sem Krístrún skallar fyrir fætur Sophie sem klárar framhjá Birtu.
Eyða Breyta
68. mín
Keflavík fær horn.
Eyða Breyta
64. mín MARK! Dröfn Einarsdóttir (Keflavík), Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Maaaaark!!!!!!!

Natasha vinnur boltann á miðjunni, boltinn berst á Sveindísi sem keyrir í átt að teignum, þræðir boltann afturfyrir vörnina hægra meginn þar sem Dröfn mætir í hlaupið og klárar vel undir Birtu í marki Stjörnunar.
Eyða Breyta
62. mín
Katla María stálheppin. Sein í tæklingu á Anítu Ýr en Gunnar sleppir henni við spjaldið. Finnst ansi líklegt að hún hefði fengið gult ef hún væri ekki nýbúin að fá eitt slíkt nú þegar.
Eyða Breyta
60. mín
Sveindís við það að sleppa í gegn en Kolbrún Tinna gerir vel og kemst fyrir hana og bægir hættunni frá.
Eyða Breyta
59. mín Gult spjald: Katla María Þórðardóttir (Keflavík)

Eyða Breyta
58. mín
Stjarnan bjargar á línu efir horn frá Dröfn
Eyða Breyta
55. mín Gult spjald: Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Keflavík)
Alltof sein í tæklingu og uppsker réttilega gult.
Eyða Breyta
51. mín
Alveg sama hvert er litið á völlinn Keflavík er á undan í alla bolta og eru hreinlega að taka Stjörnuna í bakaríið.
Eyða Breyta
49. mín
Mæli með því að áhugamenn um löng innköst kíki á Sveindísi Jane kasta boltanum inn. Aron Einar sjálfur yrði stoltur af þessum innköstum hennar. Minna um margt á Rory Delap
Eyða Breyta
47. mín MARK! Natasha Moraa Anasi (Keflavík), Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Sveindís með frábæra takta tekur varnarmenn Stjörnunar á og kemst fram hjá þeim. Teiknar boltann fyrir fætur Natöshu sem klárar vel í hornið. Byrjar nákvæmlega eins hér í seinni og þeim fyrri.
Eyða Breyta
45. mín Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan) Helga Guðrún Kristinsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
45. mín Edda María Birgisdóttir (Stjarnan) María Eva Eyjólfsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
45. mín Leikur hafinn
Farið af stað á ný, Stjarnan gerði tvöfalda skiptingu er að reyna að finna út hverjar fóru út.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Gunnar Oddur flautar til hálfleiks og heimakonur leiða 2-0 eftir stórgóðan fyrri hálfleik af þeirra hálfu.

komum aftur að vörmu spori með síðari hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín
Stjarnan með markskot, Hreinlega sitt fyrsta held ég. það átti Diljá Ýr en boltinn framhjá.
Eyða Breyta
45. mín
Stjörnukonur með séns á skyndisókn 3 á 2 en Arndís með góða tæklingu og setur boltann í innkast.
Eyða Breyta
43. mín
Róast aðeins síðustu mínútur en heimakonur samt mun skarpari í öllum sínum aðgerðum.
Eyða Breyta
39. mín
Birta bjargar hér Stjörnunni með frábæru úthlaupi. Sveindís og Natasha leika sín á milli á vinstri vængnum og sleppur Natasha upp kantinn. Á sturlaða sendingu innfyrir í hlaupaleið Drafnar sem er ein og óvölduð við vítapunkt en Birta mætir henni og ver stórfenglega.
Eyða Breyta
37. mín
Stórhætta í teig Stjörnunar!!!!!!

Aníta Lind fer illa með Sigrúnu Ellu og á þessa gullfyrirgjöf en Dröfn vantaði einhverja cm í að reka ennið í boltann og setja hann í netið.
Eyða Breyta
32. mín
Aníta Lind í færi vinstra meginn í teignum en nær ekki að setja boltann á markið.
Eyða Breyta
29. mín
Gestirnir aðeins farnar að svara fyrir sig í baráttu úti á velli og aukaspyrnum fer fjölgandi. Kannski ekki seinna að vænna fyrir Stjörnuna að mæta til leiks.
Eyða Breyta
24. mín
Slök spyrna. Yfir allt og alla og afturfyrir aftur.
Eyða Breyta
23. mín
Lífsmark með Stjörnunni. Fá hér hornspyrnu.
Eyða Breyta
19. mín
Langt innkast sem er flikkað inn á teiginn þar sem Kristrún mætir og á skallann en yfir.
Eyða Breyta
19. mín
Það er hreint út sagt rosalegur kraftur í Keflavíkurliðinu hér á fyrstu 20 mín þessa leiks. Þær spola eins og sá sem valdið hefur og eru bara að keyra yfir gestina.
Eyða Breyta
15. mín MARK! Sveindís Jane Jónsdóttir (Keflavík), Stoðsending: Ísabel Jasmín Almarsdóttir
Maaaaaark!!!!!!

Aftur brjótast heimakonur upp hægra meginn á vellinum og fá allt það pláss sem þær þurfa og meira til. Þetta skiptið á Ísabel fyrirgjöfina beint fyrir Sveindísi sem setur boltann í netið af stuttu færi. 2-0 Keflavík og það sanngjarnt.
Eyða Breyta
14. mín
Álitleg sókn frá Stjörnunni en sending Jasmín ætluð Jönu Sól innfyrir aðeins of föst og Aytac sópar upp boltann.
Eyða Breyta
12. mín
Aníta Lind með fyrirgjöf frá vinstri sem Sveindís setur kollinn í en nær ekki að stýra boltanum á markið.
Eyða Breyta
10. mín
Sveindís Jane að gera sig líklega eftir gott hlaup upp vinstri vænginn en missir boltann frá sér.
Eyða Breyta
7. mín
Keflavíkurstúlkur að byrja leikinn af miklum krafti. Mæta Stjörnunni af hörku og gefa garðbæingum engan tíma á boltann.
Eyða Breyta
2. mín MARK! Sophie Mc Mahon Groff (Keflavík), Stoðsending: Dröfn Einarsdóttir
Maaaaark!!!!

Það held ég nú, heimakonur ekkert að tvínóna við þetta Natasha gerir vel á miðjum vellinum og setur boltann út á hægri kantinn þar sem Dröfn er ein og óvölduð. Hún hefur allan tíma í heiminum til að finna mann í teignum og finnur Sophie sem á skot í stöngina og út en fylgir sjálf á eftir og skallar boltann í netið fram hjá Birtu af markteig.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað það eru heimakonur sem hefja hér leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Allt að verða til reiðu hér á Nettóvellinum og framundan 90 mín eða svo af vonandi frábærum og skemmtilegum fótbolta.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Mættur á völlinn og bæði lið að klára sína upphitun. Engin á vellinum hitar samt betur upp en Gunnar Oddur dómari leiksins. Hann er alveg í mómentinu og hitar upp í takt við dúndrandi tónlistina svo úr verður þessi glæsilegi dans.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Nokkuð langt hlé hefur verið á deildinni undanfarið en 18 dagar eru síðan að liðin léku síðast. Má því búast við því að leikmenn séu úthvíldir og í toppstandi til að takast á við leik kvöldsins.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heimakonur í Keflavík hófu mótið á því að tapa fyrstu 5 leikjum sínum. Fyrsti sigur þeirra í sumar leit þó dagsins ljós í síðustu umferð þegar liðið gerði góða ferð í Vesturbæinn og hirti þar öll 3 stiginn með 4-0 sigri.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gestirnir úr Garðabænum sitja sem stendur í 5.sæti deildarinnar með 3 sigurleiki og 3 töp á bakinu hingað til í mótinu en Stjörnukonur hafa þurft að sætta sig við tap í síðustu tveimur deildarleikjum. Annarsvegar 1-0 tap gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks og hins vegar vænan skell í Vestmannaeyjum gegn ÍBV 5-0. Þær koma því líklega ansi gíraðar inn í leikinn staðráðnar í að snúa gengi liðsins við.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur og verið hjartanlega velkominn í beina textalýsingu frá Nettóvellinum í Keflavík þar sem fram fer leikur Keflavíkur og Stjörnunar í Pepsi Max deild kvenna.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir
8. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
11. Diljá Ýr Zomers ('71)
13. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('45)
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('45)
17. María Sól Jakobsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
37. Jana Sól Valdimarsdóttir

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
4. Edda María Birgisdóttir ('45)
14. Snædís María Jörundsdóttir
27. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('45)
29. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
39. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('71)

Liðstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Kjartan Sturluson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Gréta Guðnadóttir
Guðný Guðnadóttir
Sigurður Már Ólafsson
Róbert Þór Henn

Gul spjöld:

Rauð spjöld: