Ásvellir
þriðjudagur 25. júní 2019  kl. 19:15
Inkasso deild kvenna
Dómari: Uchechukwu Michael Eze
Maður leiksins: Margrét Sif Magnúsdóttir
Haukar 1 - 2 FH
0-0 Sæunn Björnsdóttir ('24, misnotað víti)
0-1 Selma Dögg Björgvinsdóttir ('42)
0-2 Birta Georgsdóttir ('68)
1-2 Elín Björg Símonardóttir ('70)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
18. Chante Sherese Sandiford (m)
7. Erna Margrét Magnúsdóttir
10. Heiða Rakel Guðmundsdóttir ('79)
11. Erla Sól Vigfúsdóttir ('74)
15. Ísold Kristín Rúnarsdóttir
16. Sierra Marie Lelii
19. Dagrún Birta Karlsdóttir
21. Kristín Ösp Sigurðardóttir ('63)
22. Sigurrós Eir Guðmundsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir
30. Tara Björk Gunnarsdóttir

Varamenn:
1. Selma Líf Hlífarsdóttir (m)
3. Theódóra Hjaltadóttir
9. Regielly Oliveira Rodrigues ('74)
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir ('79)
20. Mikaela Nótt Pétursdóttir
25. Elín Björg Símonardóttir ('63)
30. Helga Ýr Kjartansdóttir

Liðstjórn:
Helga Helgadóttir
Árni Ásbjarnarson
Jakob Leó Bjarnason (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
Hildigunnur Ólafsdóttir
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Svandís Ösp Long

Gul spjöld:
Ísold Kristín Rúnarsdóttir ('86)
Regielly Oliveira Rodrigues ('90)

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
94. mín Leik lokið!
FH-ingar hreinsa og Michael flautar af í alvöru grannaslag!

Ég ætla að kalla þetta gott í bili. Minni á viðtöl og skýrslu hér á eftir.
Eyða Breyta
93. mín Gult spjald: Andrea Marý Sigurjónsdóttir (FH)
Tekur eitt fyrir liðið þegar hún togar Regielly niður við miðjulínu. Síðasti séns fyrir Hauka að ná sér í stig. Sæunn tekur aukaspyrnuna og setur boltann inn á teig...
Eyða Breyta
93. mín
FH-ingar fá horn. Taka stutt og reyna að vinna tíma uppí horni. Klassískt bara.
Eyða Breyta
92. mín
Aníta vel með á nótunum og grípur fyrirgjöf Sunnu Lífar á fjær. Háspenna hér í lokin.
Eyða Breyta
90. mín Gult spjald: Regielly Oliveira Rodrigues (Haukar)
Fer í bókina fyrir að fara aftan í Evu Núru sem var að komast á ferðina. FH fær aukaspyrnu og reyna að spila þannig úr henni að þær vinni tíma. Ákafir Haukar eru þó fljótar að vinna af þeim boltann.
Eyða Breyta
88. mín
Tíminn vinnur með FH sem fær dæmda aukaspyrnu rétt við miðjuhringinn. Andrea Marý reynir að setja boltann inn á teig en Haukar hreinsa.
Eyða Breyta
86. mín Gult spjald: Ísold Kristín Rúnarsdóttir (Haukar)
Ísold og Eva Núra lenda saman í tæklingu, Ísold virðist aðeins of sein í þetta skiptið og uppsker spjald.
Eyða Breyta
83. mín
Margrét Sif vinnur boltann af Dagrúnu rétt utan vítateigs, reynir svo skot sem fer rétt yfir.
Eyða Breyta
82. mín Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH) Birta Georgsdóttir (FH)
FH-ingar reyna að drepa leikinn niður með enn einni skiptingunni. Það verður gaman að sjá hvort að Aldís Kara nái að hrella varnarmenn Hauka hér í lokin.
Eyða Breyta
79. mín
Ísold brýtur á Birtu einhverjum 25 metrum frá marki. Margrét Sif tekur aukaspyrnuna og reynir skot sem dettur ofan á þaknetið.
Eyða Breyta
79. mín Sunna Líf Þorbjörnsdóttir (Haukar) Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar)
Liðin eru samstillt í skiptingunum og taka þær á sama tíma. Fullt af ferskum fótum til að klára leikinn.
Eyða Breyta
79. mín Andrea Marý Sigurjónsdóttir (FH) Ingibjörg Rún Óladóttir (FH)

Eyða Breyta
76. mín Erna Guðrún Magnúsdóttir (FH) Birta Stefánsdóttir (FH)
Erna Guðrún leysir Birtu af í hægri bakverðinum.
Eyða Breyta
74. mín Regielly Oliveira Rodrigues (Haukar) Erla Sól Vigfúsdóttir (Haukar)
Önnur skipting hjá Haukum. Hin unga Erla Sól búin að standa sig virkilega vel í dag. Regielly leysir hana af. Fer á vinstri kantinn.
Eyða Breyta
73. mín
Sæunn brýtur af sér og FH fær aukaspyrnu úti til hægri. Margrét Sif á enn eina góða sendinguna fyrir en Maggý nær ekki að stýra skallanum á rammann.

Aftur munar svo litlu að Elín Björg komist í gegn hinumegin.

Þetta er fjörugt.
Eyða Breyta
71. mín
Þetta er endanna á milli og aftur fær FH hornspyrnu. Sóknin endar á því að Heiða Rakel bjargar skoti FH-inga á marklínu!

Strax í næstu sókn er Elín Björg næstum sloppin í gegn hinumegin.
Eyða Breyta
70. mín MARK! Elín Björg Símonardóttir (Haukar), Stoðsending: Sierra Marie Lelii
Þvílík skemmtun sem þessi leikur er!

Varamaðurinn Elín Björg minnkar hér muninn fyrir Hauka þegar hún skallar fyrirgjöf Sierru í markið!

Virkilega vel gert hjá sóknarmanninum unga.
Eyða Breyta
68. mín MARK! Birta Georgsdóttir (FH)
MAAAARK!

Birta Georgs sleppur í gegn og kemur FH í 2-0!
Eyða Breyta
66. mín Gult spjald: Margrét Sif Magnúsdóttir (FH)
Margrét er fyrst í bókina. Ég sá ekkert hvað hún gerði af sér. Brjálað að gera á lyklaborðinu!
Eyða Breyta
65. mín
Ísold vinnur horn fyrir Hauka. Sæunn setur boltann fyrir en Ingibjörg er sterk í loftinu sem fyrr og skallar frá!

FH geysist í skyndisókn og eru komnar 6 á móti 2! Mér sýnist það vera Helena sem kemst í gott skotfæri inná teig. Kemur boltanum framhjá Chante en varnamaður Hauka nær að komast fyrir! Þaðan dettur boltinn til Selmu Daggar sem kemur honum yfir marklínuna en er dæmd rangstæð!

Ómögulegt að segja til um hvort þetta hafi verið rétt en þvílíkur hraði á FH liðinu í skyndisókninn!
Eyða Breyta
63. mín Elín Björg Símonardóttir (Haukar) Kristín Ösp Sigurðardóttir (Haukar)
Haukar gera einnig sína fyrstu skiptingu.
Eyða Breyta
63. mín Þórey Björk Eyþórsdóttir (FH) Nótt Jónsdóttir (FH)
Fyrsta skipting FH.
Eyða Breyta
56. mín
Ekkert markvert að gerast akkúrat núna. Síðustu sendingarnar hafa verið að svíkja Hauka og þær búnar að vera svolitlir klaufar þegar þær nálgast síðasta vallarþriðjunginn. Aftur á móti fínn kraftur í þeim rauðu þessa stundina.
Eyða Breyta
51. mín
FH reynir annað skot fyrir utan. Nú átti Birta ágæta tilraun en nær ekki nægilegum krafti í skotið sem Chante ver.
Eyða Breyta
48. mín
Hinumegin vinna FH-ingar enn eitt hornið. Helena tekur en Erna Margrét skallar í annað horn. Aftur tekur Helena og aftur skallar Erna aftur fyrir.

Þriðja hornið. Í þetta skiptið skallar Ísold frá og mér sýnist það vera Helena sem reynir skot eftir frákastið en það er laust og beint á Chante.
Eyða Breyta
47. mín
Ágætur séns hjá Haukum. Sæunn flikkar boltanum inná teig á Sierru. Hún reynir að snúa en er undir pressu og finnur ekki almennilegt skot á markið. Hefði getað orðið hættulegt.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn. Hvorugur þjálfarinn gerir breytingu á sínu liði.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Þetta er nú meiri leikurinn!

FH-ingar byrjuðu virkilega vel. Létu boltann ganga vel sín á milli og voru fljótar að vinna hann aftur með öflugri pressu þegar Haukar reyndu að komast inn í leikinn.

Það varð svo mjög áhugaverður viðsnúningur eftir korter eða svo en þá fengu Haukar tvö DAUÐAFÆRI á skömmum tíma sem ekki nýttust. Þriðja dauðafærið kom svo þegar Haukar fengu dæmda vítaspyrnu á 24. mínútu. Aníta gerði þá vel í að verja slaka spyrnu Sæunnar.

Eftir vörsluna jafnaðist leikurinn töluvert þar til á lokamínútum hálfleiksins þegar FH-ingar hertu aftur tökin og fóru að ná að láta boltann rúlla á ný. Selma Dögg náði svo forystunni fyrir FH með langskoti.

Staðan því 0-1 fyrir FH í hálfleik eftir mikinn baráttu hálfleik þar sem spennustigið er hátt.
Eyða Breyta
45. mín
Fyrri hálfleikurinn endar á því að FH-ingar fá enn eina hornspyrnuna en þessi er slök og ekkert verður úr.
Eyða Breyta
42. mín MARK! Selma Dögg Björgvinsdóttir (FH)
Selma Dögg er búin að koma FH yfir!

Hún er í miðjuhringnum þegar hún sér að Chante er framarlega í markinu og lætur bara vaða. Nær að setja boltann yfir Chante og í markið!

Vel gert hjá Selmu en Chante tekur þetta á sig.
Eyða Breyta
38. mín
Hættuleg sókn Hauka endar á því að Heiða Rakel vinnur horn. Sæunn á fína spyrnu fyrir en Maggý skallar frá.

Eva Núra fékk tiltal frá dómaranum í aðdraganda hornspyrnunnar. Hún er búin að skella sér í þónokkrar rennitæklingar við litla hrifningu Haukafólks sem hefur kvartað frá fyrstu tæklingu. Eva hefur þó ekki ennþá brotið af sér þó nokkrar tæklingarnar hafi verið full ógnandi.
Eyða Breyta
34. mín
FH-liðið virðist aftur vera að ná takti í sinn leik. Helena var að reyna viðstöðulaust skot sem var beint á Chante og gestirnir voru svo dæmdar rangstæðar eftir álitlega sóknaruppbyggingu.
Eyða Breyta
32. mín
Þetta hefur verið eintóm barátta síðan Aníta varði vítið en nú fær FH tækifæri. Þær fá aukaspyrnu hægra megin. Margrét Sif á flottan snúningsbolta inná markteig. Þar er Eva Núra í baráttunni og skallar í varnarmann og aftur fyrir.

Chante má svo hafa sig alla við í hornspyrnunni og gerir vel í að blaka hörkuskalla Ingibjargar aftur fyrir.

FH-ingar fá þó ekki aðra hornspyrnu því þær eru dæmdar brotlegar.
Eyða Breyta
24. mín Misnotað víti Sæunn Björnsdóttir (Haukar)
ANÍTA VER!

Markvörðurinn ver slaka spyrnu Sæunnar og FH-ingar hreinsa upp frákastið!

Þetta er alvöru leikur!
Eyða Breyta
23. mín
VÍTI!

Haukar fá vítaspyrnu þegar skot Kristínar Aspar virðist fara í höndina á Maggý. Ég sá þetta ekki nógu vel. FH-ingar eru brjálaðir en líklega var þetta rétt.
Eyða Breyta
22. mín
Nú fær Dagrún tiltal eftir brot á Margréti Sif á miðjum vallarhelmingi Hauka. Ég hefði viljað sjá Michael lyfta spjaldi þarna líka. Mikilvægt að leggja línurnar í svona miklum hitaleik.

Margrét Sif tekur spyrnuna sjálf. Reynir skot en setur boltann aðeins yfir. Fín tilraun samt.
Eyða Breyta
19. mín
Úff!

Þarna var Maggý STÁLHEPPIN!

Á stórhættulega tæklingu með takkana vel á undan sér og er í raun heppin að hitta ekki Erlu Sól úti á miðjum velli.

Glórulaus tækling og enn skrítnara að Michael dómari hafi sleppt því að lyfta spjaldi.
Eyða Breyta
17. mín
Það er mjög mikil ákefð í þessu hér í byrjun. Hátt spennustig eins og við var að búast og hart barist.
Eyða Breyta
16. mín
Og AFTUR!

Annað dauðafæri hjá Haukum!

Sæunn sendir Kristínu upp í vinstra hornið. Hún finnur svo Sierru í teignum. Sierra á flotta hreyfingu og nær að leggja boltann fyrir sig í skot en bregst þá bogalistin og setur boltann hátt yfir!
Eyða Breyta
14. mín
DAUÐAFÆRI!

Heiða Rakel nær að bera boltann upp fyrir Hauka þegar hún brýst upp hægri kantinn. Lítur upp og sér Kristínu Ösp koma á ferðinni inná teig frá vinstri. Sendir geggjaðan bolta í hlaupið hjá Kristínu sem er komin ein í gegn en Aníta gerir sig stóra og nær að verja!
Eyða Breyta
13. mín
FH-liðið er að láta boltann ganga vel og mæta ákafar í pressu í hvert skipti sem Haukar reyna að byggja upp spil.
Eyða Breyta
11. mín
FH-ingar eru að byrja þetta betur og voru að vinna annað horn. Það kemur stórhættulegur bolti fyrir en Dagrún Birta gerir virkilega vel í að skalla frá.
Eyða Breyta
9. mín
Önnur þung sókn FH-inga og Haukakonur í nauðvörn í eigin teig. Henda sér fyrir að minnsta kosti þrjár skottilraunir áður en Helena er dæmd rangstæð.
Eyða Breyta
5. mín
Liðin eru búin að vera að þreifa fyrir sér fyrstu mínúturnar en fyrsta almennilega færið er gestanna. Margrét Sif kemst þá í álitlega stöðu í teignum en Chante ver frá henni í horn.

Það skapast mikil hætta eftir hornspyrnuna. Mér sýnist það vera fyrirliðinn Maggý sem vinnur skallann en Haukakonur bjarga á línu.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Við erum farin af stað. Rauðklæddar heimakonur byrja og leika í átt að íþróttahúsinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er allt að verða klárt hér á Ásvöllum. Fínasta fótboltaveður. Léttskýjað og létt hliðargola.

Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar. Jakob Leó gerir tvær breytingar á liði Hauka frá 1-0 tapi gegn ÍA í síðustu umferð. Fyrirliðinn Rún er fjarri góðu gamni og Elín Björg fer á bekkinn. Þær Heiða Rakel og Erla Sól koma inn í liðið í þeirra stað.

Hjá FH gerir Guðni eina breytingu. Ingibjörg Rún kemur inn í liðið fyrir Andreu Marý sem er á bekknum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðunum tveimur var spáð tveimur efstu sætum Inkasso-deildarinnar í árlegri spá þjálfara og fyrirliða hér á Fótbolta.net.

Eftir 5 umferðir eru FH-ingar í 3. sæti með 10 stig en Haukar í 7. sæti með 6 stig. Stigasöfnunin eflaust undir væntingum hjá báðum liðum og mikilvægt að vinna hér í kvöld.

Haukar hafa þegar tapað 9 stigum en sigur kemur þeim aftur í efri hlutann. FH getur hinsvegar komist í 1. eða 2. sætið með sigri þar sem að toppliðin tvö, Þróttur og ÍA spila á sama tíma.

Styrkur liðanna, staðan í deildinni og sú staðreynd að um grannaslag er að ræða ætti að vera uppskrift að frábærri skemmtun.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin mættust síðast í febrúar og gerðu þá 1-1 jafntefli á Faxaflóamótinu. Þar áður öttu liðin kappi sumarið 2017 þegar þau léku bæði í efstu deild. FH hafði þá betur í báðum viðureignum liðanna.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Hafnarfjarðarslag Hauka og FH í Inkasso-deildinni.

Framundan er mikil veisla en Uchechukwu dómari mun flauta til leiks hér á Ásvöllum kl.19:15.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
0. Margrét Sif Magnúsdóttir
4. Ingibjörg Rún Óladóttir ('79)
8. Nótt Jónsdóttir ('63)
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir
14. Valgerður Ósk Valsdóttir
15. Birta Stefánsdóttir ('76)
18. Maggý Lárentsínusdóttir
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
20. Eva Núra Abrahamsdóttir
28. Birta Georgsdóttir ('82)

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
7. Erna Guðrún Magnúsdóttir ('76)
11. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('63)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir ('79)

Liðstjórn:
Aldís Kara Lúðvíksdóttir
Snædís Logadóttir
Guðni Eiríksson (Þ)
Elín Rós Jónasdóttir
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Björk Björnsdóttir
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir

Gul spjöld:
Margrét Sif Magnúsdóttir ('66)
Andrea Marý Sigurjónsdóttir ('93)

Rauð spjöld: